Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 'V; Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir TVÖ hreindýranna í snjónum í vegkantinum í Hróarstungu í gærmorgun. Lögreglan skoðar klámefni RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík vegna máls sem upp kom á fóstudagsmorgun þegar nokkur þúsund klámmynd- bandsspólur voru gerðar upp- tækar hjá manni á þrítugsaldri, er að fara í gang. Var húsleit gerð hjá manninum vegna gruns lögreglunnar um að hann vasri að fjölfalda og selja klámefni. Að sögn Björgvins Björgvins- sonar lögreglufulltrúa hjá lög- reglunni í Reykjavík verður lögreglan að horfa á efni allra spólnanna og skrifa skýrslur um þær, sem síðar verða lagðar fram til ákæruvaldsins, sem hluti af almennum rannsóknar- gögnum. Segir hann að geysileg vinna fari í þennan þátt rann- sóknarinnar en ekki sé vitað hversu marga lögreglumenn sé unnt að setja í starfið. Mál þetta er til rannsóknar hjá þeirri deild lögreglunnar sem sér um kynferðis- og of- beldisbrotamál. Maðurinn, sem grunaður er um umrædda háttsemi hefur verið yfírheyrður og var honum sleppt að loknum yfirheyrslum á föstudag. Árekstra- hrina á Akureyri NÍTJÁN árekstrar höfðu orðið á Akureyi'i um kiukkan 21 í gærkvöld. Sagði varðstjóri Akureyrarlögreglunnar að lög- reglan myndi vart eftir öðrum eins degi. Engin slys urðu á fólki en eignatjón varð nokkurt í sumum tilfellum. Um klukkan 18 voru árekstramir orðnii’ tíu talsins í bænum og bættust níu við næstu þrjár klukkustundimar. Hreindýra- hópur hljóp fyrir bíl FIMM hreindýr drápust þegar hreindýrahópur hljóp í veg fyrir bíl á Austurlandsvegi í Hróarstungu, skammt frá bæn- um Skóghlíð, rétt fyrir mið- nætti í fyrrakvöld. Bíllinn skemmdist en engan í honum sakaði. Að sögn lögreglu á Egilsstöð- um var maður á ferð á nýlegum jeppa þegar um fjörutíu hrein- dýr æddu skyndilega yfír veg- inn í veg fyrir bflinn. Fjögur dýr lágu dauð eftir, þijár kýr og kálfur, og fimmta dýrið fannst dautt en það hafði ör- magnast skammt frá. Bíllinn er talsvert skemmdur en fólk í honum sakaði ekki. Að sögn lögreglu er óvenju- legt að hreindýrahópar hlaupi í veg fyrir bfla á þennan hátt en ekki er vitað hvað olli. Lögregla segir að þegar hafi verið falast eftir hræjunum af dýrunum fjórum. Annars vegar vilji refaskyttur nýta þau í beitu þegar legið er á grenjum; hins vegar vilji refabændur nýta þau í fóður. 7.500 fleiri erlendir gestir á fyrsta ársfjórðungi Gæti þýtt Qölgun um 20 þúsund í ár ERLENDUM ferðamönnum til ís- lands fjölgaði um 1.900 í síðasta mánuði miðað við sama mánuð í fyrra eða um 15%. í mánuðinum komu alls 14.737 erlendir gestir til landsins, en í mars 1998 voru þeir 12.836. A fyrsta ársfjórðungnum komu 7.500 fleiri erlendir gestir til lands- ins en á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem er rúmlega 26% aukning. Alls komu 232.219 erlendir farþegar til Islands á síðasta ári. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri segir að miðað við bókanir næstu mánuði sé ekki óeðlilegt að ætla að ferðamenn á þessu ári geti orðið um 20 þúsundum fleiri en á síðasta ári. Hann segir það geta þýtt auknar gjaldeyristekjur um nokkuð á þriðja milljarð króna miðað við svipaðar tekjur af hverj- um gesti og voru á síðasta ári. „Þessi aukning í marsmánuði er í samræmi við þróunina undanfar- ið, aukningin hefur verið verulega meiri utan háannatímans en yfir sumarið. Þannig hefur aukningin í mánuðunum október til mars mið- að við sama tímabil ári fyrr verið um 14.000 gestir," segir Magnús. Hann segir að nú sé að skila sér sú aukna áhersla sem lögð hefur verið á kynningu á Islandi utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Enda sé líka nóg sætaframboð yfir veturinn, svo og framboð annarrar þjónustu fyrir ferðamenn í landinu sem lögð hefur verið áhersla á að koma á framfæri og nýta til tekju- öflunar. Flestir erlendu gestanna í mars nú komu frá Bandaríkjunum 3.718, frá Bretlandi komu 2.633 og frá Svíþjóð komu 1.659. Þá komu 1.474 frá Danmörku og 1.383 frá Noregi. Erlendir ferðamenn á íslandi 1993-1998 1997 1998 4,3 milljörðum meiri gjaldeyristekjur árið 1998 Seðlabankinn hefur sent frá sér tölur um tekjur af erlendum ferða- mönnum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum bankans voru tekj- urnar rúmlega 26,3 milljarðar en voru 22 milljarðar árið 1997. Aukn- ingin er því 19,7%. Tekjur af er- lendum ferðamönnum hafa aukist jafnt og þétt síðustu árin og námu þær 15,7 milljörðum árið 1993 en þá var fjöldi erlendra ferðamanna 157 þúsund, 17,8 milljörðum 1994 þegar ferðamenn voru 179 þúsund og 19,9 milljörðum árið 1995 en þá komu hingað 189 þúsund ferða- menn. Af tekjunum í fyrra eru 14,6 milljarðar vegna eyðslu ferðamann- anna á íslandi og er það nær 22% aukning frá 1997. Þá eru um 11,7 milljarðar vegna fargjaldatekna, Engin nýrnaígræðsla hefur farið fram á fslendingi það sem af er árinu FIMM nýmasjúklingar bíða nú eftir gjafanýra úr líffærabanka og verið er að undirbúa tvo til viðbótar fyrir ígræðslu nýra úr ættingja. Engin nýmaígræðsla hefur farið fram á Is- lendingi það sem af er árinu. Nýmaflutningar fara fram á Rík- isspítalanum í Kaupmannahöfn eins og aðrir líffæraflutningar í íslend- inga. Á síðasta ári fóra sex íslend- ingar í nýmaígræðslu þar og var í fímm tilvikum um lifandi gjafa að ræða en í einu tilviki var nýra grætt í sjúkling úr látnum einstaklingi. Árið 1997 voru nýrnaígræðslur 4, Sjö manns bíða nýrnaígræðslu allar úr lifandi gjafa, 7 árið 1996, þrjár úr lifandi og fjórar úr látnum og árið 1995 vom ígræðslur 6, fjórar úr lifandi og tvær úr látnum einsta- klingum. íslendingar hafa í nærri tvo ára- tugi fengið nýrnaígræðslur á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn. Um tíma fóru þær fram í Gautaborg en eru nú aftur komnir til Kaupmanna- hafnar eins og aðrir líffæraflutning- ar. sem er um 17% meira en árið áður. Ferðamálastjóri segir að aukn- ing gjaldeyristekna sé hlutfallslega meiri en nemi fjölda ferðamanna en þeim fjölgaði milli ára um 15% en tekjumar jukust um 22%. Segir hann því ljóst að erlendir ferða- menn séu farnir að verja hér meiri fjármunum en áður. „Ferðamenn- irnir eru farnir að eyða peningum víðar, það eru fleiri tækifæri til af- þreyingar, þeir sækja meira í verslanir og það er nokkur skýnng á þessari hlutfallslega meiri aukn- ingu á tekjum en nemur fjölda ferðamanna." Páll Ásmundsson, sérfræðingur í nýmasjúkdómum á Landspítalan- um, segir að meirihluti ígræddra nýma komi úr lifandi einstaklingum eða um 60%. Yfirleitt sé um að ræða ættingja, til dæmis foreldra eða systkin en vefjasamræmi einstak- linganna ræður mestu um hvernig ígræðsla gengur. Nokkrar ígræðslur frá mökum segir hann einnig hafa gengið vel. Hann segir þá sem fara a biðlista eftir nýra úr látnum ein- staklingi yfirleitt ekki eiga ættingja eða að vefjagerð þeirra sé þannig að bíða verði eftir rétta nýranu. í dag A ÞRIDJUDÖGUM Heimili Fylgstu með nýjustu fréttum Gömlu refirnir hjá FH lögðu „unglömb“ Framara / B2 Mikil dómaramistök í bikar- leikjum í Englandi / B1 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.