Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 55 A sjúkrabeð hennar. Þrjú síðustu ár hennar tók það orðið svo á hann að heimsækja þessar stofnanir, horfa upp á gamalt lasburða fólkið og fylgjast með móður sinni hraka hægt og bítandi, að hann treysti sér ekki nema einu sinni til tvisvar í viku, og leið honum alltaf illa þá daga sem honum fannst hann verða að fara. Frá þessu segi ég til að sýna þá ræktarsemi sem Birgir sýndi foreldrum sínum alla tíð; og jafnframt þá alúð og drenglund sem var einn ríkasti þátturinn í fari hans, ásamt þeirri gáfu að geta skapað listaverk. Ekki var hann síðri gagnvart starfsfélögum sínum meðan hann hafði þrek og heilsu til að starfa við Þjóðleikhúsið, eða þeim fáu sem hann gerði að vinum sínum. Birgir hafði sterka réttlæt- iskennd; hann var afar viðkvæmur í lund, dulur, hógvær og hlédrægur, en gat á góðum stundum verið manna fyndnastur og skemmtileg- astur. Gamansemina átti hann ekki langt að sækja þar sem voru þeir bræður Grímur faðir hans og Jón Engilberts listmálari; en það var oft bókstaflega ógleymanlegt að heyra þá segja frá. Segja má að Birgir hafi að mestu verið einfari. Hann átti erfitt með að sækja mannfagnaði; leið aldrei vel í fjölmenni, en naut sín þeim mun betur í samræðum við vini sína; þar er tveir voru saman komn- ir. A afmælisdegi hans vorið 1975 opinberuðu þau trúlofun sína, Birg- ir og Rósa Ingólfsdóttir, þá starfs- maður sjónvarpsins, og man ég ætíð hve glatt var þá á hjalla á Njálsgötunni, sem svo oft endranær, að ég tali nú ekki um ef þær mæðgur Tove, kona Jóns mál- ara, Birgitta og Gréta, sem þá var ung stúlka, komu til veislu. Sam- band þeirra Birgis og Rósu varði ekki lengi. Að ári liðnu höfðu þau slitið sambandinu. Birgir hélt áfram að búa í foreldrahúsum, en þar bjó hann reyndar einn síðustu ellefu árin. Þrátt fyrir oft bága heilsu kom hann samt miklu í verk um ævina. Hann var málari á mál- arasal Þjóðleikhússins í mörg ár, og gerði jafnframt fjölda leikmynda við leikhúsið. Málverk málaði Birg- u í frístundum, notaði hann mikið klippitækni í málaralistinni. En þrátt fyrir margar afburða fallegar myndir og vel unnar, þar sem oft- ast bjó eitthvað hugrænt undir; eitthvað sem sagði manni meira en það sem litirnir sögðu, þá vildi hann aldrei halda sýningu á þessum verkum sínum. Auk þessa skrifaði Birgir sex leikrit, er öll hlutu náð fyrir augum þeirra er leikrit velja til sýningar. Fjögur þeirra frum- sýndi Þjóðleikhúsið, Leikfélagið Gríma í Reykjavík flutti eitt og Menntaskólinn á Akureyri eitt. Fyrsta verk Birgis er Þjóðleikhúsið flutti, „Loftbólurnar“, var einnig tekið upp fyrir sjónvarpið og sýnt á öllum Norðurlöndunum. Einnig var leikrit hans úr Þjóðleikhúsinu „Hversdagsdraumur" sýnt í sjón- varpinu hér heima. Arið 1982 gaf bókaútgáfan Iðunn svo út bók eftir Birgi, „Andvökuskýrslurnar“. Voi-u það þrjár langai' smásögur. Eina söguna lét Ríkisútvarpið flytja og önnur var valin í safn bestu hroll- vekjusagna íslenskra sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir nokkrum árum. Síðusu misserin vann hann að langri skáldsögu, yfir 400 bls. að lengd. Náði hann að ljúka fyrstu gerð sögunnar, en átti eftir að stytta hana og fullvinna áður en hann lést. Þá hafði hann í bígerð að skrifa eitt leikrit „að lokum“ eins og hann orðaði það, og var farinn að viða að sér efni til þeirrar vinnu. Vinátta mín við fjölskylduna á Njálsgötu 42 stóð yfir í ríflega hálf- an fjórða áratug, og slíkur heima- gangur var ég þar á stundum að ég var oft eins og einn af fjölskyld- unni. Heilt sumar var ég hvergi nema þar. Alltaf var mér tekið með kostum og kynjum. Er ég var við nám erlendis, hvort heldur það var í Lundi eða London, fékk ég ósjald- an senda dagblaðapakka frá þeim með nýjustu fréttum að heiman. Slík var hugulsemi þessa fólks. Það sem dró okkur svo saman sem raun bar vitni voru skoðanir á mönnum og málefnum; auk okkar Birgis, listir og bókmenntir, að ógleymdri íslensku knattspyrnunni. Þrátt fyrir lasleika Birgis síðustu misserin gaf hann allt sem hann átti í að skrifa; en var jafnframt hinn mesti lestrarhestur, sérstak- lega á fagurbókmenntir, og lauk hverri bókinni á fætur annarri. Ef allt um þraut með fréttir úr dag- lega lífinu, eða heimspólitíkinni, gátum við alltaf rætt um síðustu bækur er við höfðum lesið. Dag- lega, ýmist snemma morguns eða um kvöldmatarleytið, hringdi hann í mig, og við tókum púlsinn á ver- öldinni og mannlífinu í örfáar mín- útur, auk þess sem ég heimsótti hann eftir því sem ég hafði tíma til. Sjálfur fór hann sjaldan út úr húsi síðustu misserin nema til brýnustu útréttinga og matarinnkaupa. Þó var eitt sem lífgaði Birgi mik- ið þetta síðasta skeið ævi hans, en það voru ferðalög á erlendar slóðir. Hann hafði frá bamsaldri ferðast mikið um Evrópu með foreldrum sínum, en árið sem móðir hans dó hafði hann ekki farið út fyrir land- steinana í milli fimmtán og tuutt- ugu ár. Spurði hann mig einn góðan veðurdag hvort ég væri ekki til í að koma með sér á slóðir er við höfð- um verið á fyrir tuttugu árum. Halda þar með bæði upp á það, um leið og fimmtugsafmæli sitt. Varð úr að við fórum, en það leiddi svo af sér að á síðustu tæpum þremur ár- um höfðum við farið í fjórar ferðir saman, þá síðustu til tveggja af Kanaríeyjunum, nú eftir miðjan janúar sl. og fram í febrúar. í þess- ari ferð sagði ég Birgi að nú væri nóg komið af ferðalögum að sinni og yrði þessi síðasta ferð okkar saman á þessari öld. Samþykkti hann það með gamansömu brosi á vör. Hugur manns starfar stundum á sérstæðan hátt; hann spurði: „Er þetta kannski síðasta ferð okkar fyrir fullt og allt?“ Ekki festi ég lengi hugann við það, og báðir ákváðum við að fljótlega á næstu öld færum við af stað á ný. En - það verða engar ferðir okkar sam- an á næstu öld, þótt aðeins tæp tvö ár séu til næstu aldamóta; ekki einu sinni þótt aldamótin verði færð fram, og haldið verði upp á þau um næstu áramót. Birgir er skyndilega allur. Hann sem alla tíð hafði ótta af dauðanum, hann er ekki lengur til nema sem minning. Hann sem sagði við mig á þessum suðræna eyjaklasa í janúar sl. að það væri eiginlega lágmark að maður ætti fimmtán til tuttugu ár eftir og næði a.m.k. sjötugu. Hann sem næst er hann færi ætlaði að dvelja þar helst tvo til þrjá mánuði; hann fer ekki meir. Það er hryggilegt að jafn hrekk- laus drengur og Birgir var skuli deyja aðeins 52 ára að aldri; frá öllu því sem hann var að gera, langaði til, og ætlaði að gera. Við öll sem þekktum Birgi, og ef til vill fleiri, verðum fyrir bragðið fátækari en við annars hefðum orðið. Ég sendi öllu frændfólki hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Birgis Engil- berts. Jón Júlíusson. Fréttin um andlát vinar míns, Birgis Engilberts, kom sem reiðar- slag, en aðeins voru nokkrir dagar liðnir frá því að við ræddum saman um nýafstaðna utanlandsferð hans sem greinilega hafði verið afar ánægjuleg. Birgir, eða Diddi eins og hann var kallaður af sínum nánustu, ólst upp á miklu menningarheimili for- eldra sinna, Laufeyjar Magnús- dóttur og Gríms Engilberts rit- stjóra, á Njálsgötu 42 hér í borg. Hann var eina barn foreldra sinna og ólst upp við ómælda ást og um- hyggju þeirra beggja. Strax á unga aldri var ljóst að listamannsgenið blundaði í honum, enda stutt í slíkt bæði í fóður- og móðurætt. Þegar ég man fyrst eftir mér sem strák- hnokki í heimsókn á Njálsgötunni, er afar skýi- myndin af Didda, unga mannninum á heimilinu sem þá þegar, vel innan við tvítugt, var orðinn liðtækur myndlistarmaður, var við nám í leiktjalda- og bún- ingahönnun í Þjóðleikhúsinu og var auk þess farinn að skrifa smásögur og stutt leikrit. Ofáar ferðirnar fór- um við saman niður í kjallara á Njálsgötunni og skoðuðum hin ýmsu sviðslíkön sem hann hafði hannað og fannst mér ávallt sem einhver ævintýraheimur opnaðist á þessum samverustundum okkar, þegar hann leiddi mig í gegnum hugmyndir sínar með söguþráð við- komandi verks til hliðsjónar. Birgir Engilberts var fæddur listamaður, með öllum þeim kostum og göllum sem slíkum gáfum oft vilja fylgja. Þegar hann er aðeins tvítugur að aldri frumsýnir Þjóð- leikhúsið einþáttung eftir hann, Loftbólur, við góðar undirtektir. Hafa sjálfsagt ekki margir leikið slíkt eftir jafn ungir að árum. I framhaldi var þetta verk sýnt í Ríkissjónvarpinu og í sjónvarps- stöðvum hinna Norðurlandanna. Ari síðar er Lífsneisti fi-umsýndur og 1972 og 1986 á hann verk á stóra sviði Þjóðleikhússins. Smásagna- safnið Andvökuskýrslurnar koma einnig út hjá Iðunni árið 1982. Rétt fyrir andlátið hafði hann lokið við sitt stærsta ritverk, skáld- sögu sem hann hafði unnið að um lengri tíma. Er óskandi að hún megi birtast almenningi þótt skáld- ið sé burtkallað frá okkur allt of snemma. Síðustu dagana fyrir and- látið vann hann að nýjum og spenn- andi verkum sem áttu hug hans all- an. Vona ég að honum megi auðn- ast að ljúka þeim þó annars staðar verði. Diddi var afkastamikill myndlist- armaður á stundum, þótt skriftirn- ar ættu hug hans stærstan. Mynd- listin virtist vera honum nokkurs konar uppfylling eða hvíld frá skriftum og var það miður því hér var hann líka svo sannarlega á heimavelli eins og fjöldi mynda eft- ir hann bera gott vitni um. Persón- an bak við listamanninn var ekki mörgum kunn enda fann hann sig ekki í fjölmenni og hvorki kunni né vildi auglýsa eigin verðleika. Þrálát veikindi sem að lokum báru hann ofurliði settu einnig sitt mark á hans líf. Diddi var afar næmur maður og góðum gáfum gæddur, hafði ríku- legt skopskyn og næmt auga fyrir því broslega í daglega lífinu. Kom þetta ekki síst fram á reglulegum „fundum“ okkar sem við höfum átt á aðfangadag í yfir tuttugu ár. Kru- fðum við þá menn og málefni líð- andi stundar auk þess sem við ræddum okkar hjartans mál. Ég mun sakna þessara stunda mikið, en bið góðan Guð að vaka yf- ir vini mínum Didda. Goði Sveinsson. Látinn er langt um aldur fram tæpra 53 ára, Sigurjón Birgir Eng- ilberts, leikritahöfundur og fyirver- andi leikmynda- og búningahönn- uður hjá Þjóðleikhúsinu. Þótt hann hafi á seinni árum átt við vanheilsu að stríða á stundum, kom fráfall hans á óvart jafnt ættingjum sem vinum og kunningjum. Það var einn morgun haustið 1962 að þáverandi Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rós- inkranz, bað mig að koma til sín á skrifstofuna. Þai- kynnti hann mig fyrir hæglátum ungum manni sem átti að hefja nám á málarasal Þjóð- leikhússins þá um haustið, þessi ungi maður var Sigurjón Birgir Engilberts. Frá þessum haustdegi störfuðum við saman við Þjóðleik- húsið um tólf ára skeið. Listræn tjáningarþörf Sigurjóns Birgis kom snemma fram á námsferlinum, þótt dagleg vinna á málarasal Þjóðleik- hússins veitti honum engan veginn næga útrás fyrir eðlislæga listsköp- un. Að námi loknu var hann ráðinn til Þjóðleikhússins og átti farsælan feril sem leikmynda- og búninga- hönnuður meðan hann starfaði við þá listgrein, enda náði hann snemma góðum tökum á göldrum leikhússins. Hann gerði á þessum tíma á þriðja tug leikmynda fyrir Þjóðleikhúsið, þar af leikmyndir við þrjú af fjórum leikritum sem hann var höfundur að og frumflutt voru í Þjóðleikhúsinu. Það fyrsta, Loftból- ur, var frumsýnt 1. maí 1966. Sigurjón Birgir var fjölhæfur listamaður, enda naut hann þeirra forréttinda frá barnæsku að alast upp í hringiðu lista og menningar, en í hans fjölskyldu hafa verið og eru margir þjóðþekktir listamenn á sviði hinna ýmsu listgreina. Það þarf því engan að undra hversu ríkulega listagyðjan veitti honum í vöggugjöf af sínum gnægtabrunni. Þá rúmu tvo áratugi er hann var fastráðinn við Þjóðleikhúsið sem leikmyndahönnuður, fékkst hann jafnframt við ritstörf. Ungur varð hann eftirtektarverður leikrita- höfundur, samdi skáldsögur og GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR + Guðbjörg María Gísladóttir fædd- ist á Borg í Skötu- firði hinn 12. apríl 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. apríl. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar þri tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta' og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu liflr. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, i vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kr. Stef. frá Gilhaga) Guðbjörg María Gísladóttir er látin. Hún var mér einstök vinkona og hjálparhella síðastliðin 20 ár. Hún veitti mér ómæld- an styrk og gleði, hún var rík af umburðar- lyndi, hjálpsemi og góðvild. Sjálfri sér vægði hún aldrei í bar- áttunni við liðagigtina sem hún bar frá ung- lingsaldri. Hún tók hverjum degi með æðruleysi og horfði ætíð fram á veginn í sólarátt. Oft dró skugga fyrir sólu en alltaf birti upp í huga hennar. Hún bar fjöl- skyldu sína mjög fyrir brjósti og var trygg vinum sínum. Guðbjörgu leið vel í birtu og sólar- yl og hún ferðaðist víða. Við hjónin vonim svo lánsöm að eiga hana að ferðafélaga. Hún var glaðsinna og það var stutt í spaugið en hún var föst fyrh’ þegar því var að skipta. Við nutum lífsins og glöddumst saman hvort heldur við vorum í fjallafegurð Austurríkis, á slóðum Jesú Krists, við pýramídana í Egyptalandi, við Alambrahöllina á Spáni, við skírnar- athöfn í Límasól á Kýpur, á útimark- aði á Kanaríeyjum eða í dómkirkj- unni í Palma. Sælustundfr áttum við í St. Petersburg á Flórída þar sem við skoðuðum listaverk Salvador Dali, hlýddum á tónleika James Galway, sigldum á Homossa-ánni og nutum samveru og gestrisni kærra vina þar, Elsu og Kjartans. Hún unni landinu sínu og áttum við góðar fékkst við gerð sönglagatexta. Einnig var hann liðtækur mynd- listarmaður. Best fannst mér list- ræn færni Sigurjóns Birgis njóta sín í „absurd" leikritum hans, þar fékk hann frjórri útrás fyrir per- sónulega listsköpun, en í mála- miðlunar miðjumoði leikmynda- hönnunarinnar. Sigurjón Birgir var ekki allra og að sumu leyti var hann einfari, afar viðkvæmur með næma og ríka list- ræna sköpunargáfu. Margir þættir í fari hans urðu þess valdandi að það fór minna fyrir honum sem listamanni, sérstaklega á seinni ár- um, en hæfileikar hans gáfu tilefni til. Sigurjón Birgir gumaði ekki af verkum sínum, var hlédrægur að eðlisfari og mjög fráhverfur list- rænu skrumi og sýndarmennsku- þvaðri nútímans. Það féll honum betur að vinna í kyrrþey og nokkru áður en hann lést hafði hann full- gert handrit að skáldsögu og vann að nýju leikriti. Það er sannarlega leitt til þess að vita að ekki skuli liggja meira eftir hann á prenti af þeim ritsmíðum sem hann fékkst við um ævina. Þótt Sigurjón Birgir væri hlé- drægur, hafði hann ríka kímnigáfu og var á góðri stundu glaðastur allra, gamansamur, orðheppinn og stundum gat hann verið nokkuð kaldhæðinn án þess þó að særa nokkurn mann. Að leiðarlokum þegar hugurinn reikai’ til baka eru minningarnar frá samstarfsárum okkar Sigurjóns Bfrgis margar og allar góðar. Mér eru sérstaklega minnisstæðar veisl- urnar á Njálsgötunni, heima hjá foreldrum hans, Grími og Laufeyju, þegar fjölskyldan gladdist með vin- um sínum yfir listrænum áfóngum hans, eða öðrum tímamótum. Þá ríkti gleðin ein í góðra vina hópi. Við sem áttum samleið með Sigur- jóni Birgi í Þjóðleikhúsinu minn- umst hans með hlýhug. Hann var drengur góður, dagfarsprúður og samskipti hans við samstarfsfólk og aðra einkenndust af ljúfrnennsku og nærgætni. Hann var miklum hæfileikum gæddur, sem hefðu mátt njóta sín lengur. Við ferðalok Sigurjóns Birgis Engilberts, færi ég honum, fyrir hönd Þjóðleikhússins, þakkir fyrir samfylgdina, einnig færi ég fjöl- skyldu hans og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar R. Bjarnason. stundir fyrir vestan á Flateyri, í Flókalundi og víðar. Síðasta ferðin . til Kanaríeyja var okkur minnisstæð. Það var í nóvember síðastliðinn, veðrið lék við okkur og við kynnt- umst þar góðu fólki, hjónum frá Þýskalandi og ungu pari frá Wales. Þótt heilsan leyfði ekki ferðalög um eyjuna urðum við margs vísari um mannlífið og eyjuna og áttum góðar stundir. Bestu minningarnar eru frá veru okkar á heimili hennar þar sem við vorum ævinlega velkomin. Guðbjörg naut þess að bjóða til ríkulegrar matarveislu, á eftir fórum við þá gjaman á tónleika hjá karlakórnum, í óperana eða á sinfóníutónleika. Hún unni klassíski'i tónlist og dáði íslenskt tónlistarfólk, þar nefni ég þau Diddú, Kristin Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Einnig hafði hún mikið dálæti á ljóðum, leikverk- um og myndlist að ekki sé nú minnst á handboltann þar sem Bjarki var hennar eftirlætis leikmaður og ótal margt fleira mætti nefna. Hún lifði lífinu lifandi. I byrjun desember sl. fór að halla undan fæti; heilsu hennar fór mjög hrakandi. Hún gerði sér vel grein fyrir í hvað stefndi en eins og henni einni var lagið bar hún sig alltaf með reisn. Nú er líkami hennar laus úr viðjum þrauta og hömlunar. Sólin hækkar á lofti og mildar sársaukann, því við sem eftir lifum syrgjum sárt en yljum okkur við dýi-mætai- stund- ir og minningar. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt gott okkur gert. Veri hún Guði geymd. Elsku Smári, Villi, Heiðdís og fjöl- skyldan öll, við vottum ykkur ein- læga samúð. (. Jónína og Björgvin. )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.