Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 76
Aðsendar greinar á Netinu vfj>mb l.i is /\LLTAf= e/TTH\SAÐ A/ÝT7 MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5601181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Sparisjóðirnir með nýjung í banka- viðskiptum ' Sjálfsaf- greiðsla með snerti- bönkum SNERTIBANKI sparisjóðanna var kynntur í gær í Sparisjóði Hafnar- fjarðar, og varð Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrstur til að not- færa sér formlega þjónustu Snerti- bankans, en hann greiddi gíróseðil án þess að hann þyrfti að njóta að- stoðar bankagjaldkera. ^ Snertibankinn er árangur íslensks þróunarstarfs. Að honum standa Sparisjóður Hafnarfjarðar og SPRON, en þróun hans var í hönd- um Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna og Fjarhönnunar ehf. Hann er sjálfsafgreiðslutæki sem getur veitt viðskiptavinum bankaútibúsins flesta þá þjónustu sem gjaldkerar og þjónustuftilltrúar sparisjóðanna sinna í dag, og eru allar aðgerðir í Snertibankanum ft’amkvæmdar með því að snerta skjáinn þar sem við á. ■ Sparisjóðirnir/20 ---------------- Tugir beiðna borist um leit að skyld- mennum RAUÐA krossi íslands hafa borist tugir beiðna um leit að skyldfólki Kosovo-Albana sem búsettir eru hérlendis. Rauða kross félög um allan heim bjóða upp á slíka leitar- þjónustu og gera ávallt þegar um mikla mannflutninga er að ræða, að sögn Gests Hrólfssonar, deildar- stjóra á alþjóðaskrifstofu RKI. Um þessar mundir vinnur alþjóða- ráð Rauða krossins og Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna að því að skrá flóttafólk frá Kosovo en að sögn Gests er engin ábyggileg ski-áning komin ennþá. Þegar skrán- ing verður komin vel á veg verður unnt að senda út þær beiðnir sem borist hafa um leit að skyldmennum og er vonast til að það verði fljótlega. RKI hafa þegar borist nokkrir tugir beiðna frá fólki af albönsku bergi brotnu, sem búsett er hérlendis, um Urieitskyldmennum. ■ Fagnaðarfundir/12 -------♦-♦-♦---- Ferskur karfi hækkar í verði VERÐ á ferskum karfa á fiskmark- aðnum í Bremerhaven hefur snar- hækkað eftir að Evrópusambandið bannaði innflutning á nílarkarfa úr ^Viktoriuvatni í Afríku. Eins árs innflutningsbanni á níl- arkarfa var aflétt hjá ESB fyrir um hálfu ári en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve lengi bannið gildir að þessu sinni. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur verið einn stærsti söluaðili nílarkarfa í Evr- ..—ópu, bæði á ferskum og frystum VRski. Baugur semur við Debenhams og Smáralind um uppbyggingu og rekstur verslana 10.000 fermetra markaður og sérverslun í Smáralind BAUGUR hf., sameinað félag Hagkaups, Ný- kaups og Bónuss, hefur gengið frá samningum við bresku verslanakeðjuna Debenhams Plc. og Smáralind ehf. um rekstur sérverslunar undir merkjum Debenhams í verslunanniðstöðinni í Smáralind í Kópavogi, sem hafin er bygging á. Samkvæmt upplýsingum Jóns Asgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Baugs, hefur Baugur jafn- framt tryggt sér húsnæði í verslunarmiðstöð- inni fyrir 10 þúsund fermetra stórmarkað Hag- kaups, sem ráðgert er að verði opnaður á árinu 2001-2002. Samhliða verður núverandi verslun Hagkaups á Smáratorgi flutt. Debenhams er stærsta verslanakeðjan sem rekur deildaskiptar verslanir í Bretlandi. Að sögn Jóns er annars vegar um að ræða samning sem Baugur gerir við Debenhams um sérleyfi til að reka verslun undir merkjum verslunarkeðj- unnar, sem áætlað er að verði opnuð árið 2001. Hins vegar hefur fyrirtækið gert leigusamn- ing við Smáralind um 4.500 fermetra húsnæði vegna þessarar uppbyggingar. Fyrirhugaður stórmarkaður Hagkaups í Smáralind verður helmingi stærri en núverandi verslun Hagkaups á Smáratorgi. Samið við Arcadia um Top Shop-verslun við Lækjartorg Að sögn Jóns Ásgeirs hefur Baugur einnig gengið frá samningum við breska fyrirtækið Arcadia, sem rekur átta verslunarkeðjur. Stefn- ir Baugur að því að setja eina af þekktustu verslunum Arcadia, Top Shop, upp í verslunar- húsnæði því sem byggt verður á lóð Nýja bíós við Lækjargötu. Ráðgert er að sú verslun verði opnuð fyrir lok þessa árs. Jafnhliða þessum viðskiptum hafa samningar tekist á milli Baugs og Smáralindar ehf. um að Smáralind kaupi lóð Nýja bíós við Lækjargötu af Baugi og standi þar fyrir uppbyggingu versl- unarhúsnæðis, sem muni m.a. hýsa Top Shop- verslunina. Hafa trú á verslunarsvæðum í miðborginni og Smáralind Jón Ásgeir bendir á að íslendingar versli í öðr- um löndum fyrir 6-7 milljarða árlega og ein meg- inástæða þess sé sú að neytendum hér á landi standi ekki til boða sambærilegar verslanir og vöruverð eins og best gerist erlendis. Með sam- starfi Baugs við bresku verslunarkeðjumar ætti verslunin að færast meira inn í landið. Eitt af að- almarkmiðum Baugs sé að bjóða upp á verslanir og vöruverð eins og best gerist í öðrum löndum. „Við höfum einnig mikla trú á þessum tveim- ur verslunarsvæðum, í miðborginni og við Smáralind," sagði hann ennfremur. Gömul flug- vélarskrúfa í trollið GÖMUL þriggja blaða flugvélar- skrúfa flæktist í botnvörpu tog- arans Frera þegar hann var að veiðum vestur af Eldeyjarboða á dögunum. Skipið landaði afla sín- um í Reykjavík í gær, þar á með- al skrúfunni. Brynjólfur Magnús- son skipstjóri segir að skrúfan sé augsýnilega ævagömul og af lít- illi flugvél. Ekki kannast hann við að flugvélarhlutir hafi komið í troll togara á þessum slóðum. Vilhelm Frederiksen vann við löndun úr Frera í gær en útgerð skipsins tók skrúfublöðin til geymslu. Kristján Jóhannsson í Vínardperunni Ahorf- endur risu úr sætum KRISTJÁN Jóhannsson söng titilhlutverkið í Otello eftir Giuseppe Verdi á frumsýningu í Vínarópenmni á sunnudags- kvöldið við geysigóðar undir- tektir áhorfenda. I lok frum- sýningarinnar risu óperugestir úr sætum og hylltu Kristján og meðsöngvara hans í 20 mínútur með lófaklappi og fagnaðar- hrópum. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég syng hlutverk Otellós hér í Vínaróperunni," sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið í gær og kvaðst að sjálfsögðu ekki geta verið annað en him- inlifandi með viðtökurnar. ■ Fórum sjö eða átta/32 ■ Verð fyrir ísIenskan/23 Morgunblaðið/RAX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.