Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 20

Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vaka-Helgafell hf. hefur keypt Iceland Review ehf. Samanlögð velta 700 milljónir króna HARALDUR Hamar, aðaleigandi Iceland Review, og Ólafur Ragnars- son, framkvæmdasljóri Vöku-Helgafells, undirrituðu samninginn um kaup Vöku-Helgafells á Iceland Review í gær. GENGIÐ hefur verið frá kaupum Vöku-Helgafells hf. á Iceland Revi- ew ehf. og að sögn Ólafs Ragnars- sonar, framkvæmdastjóra Vöku- Helgafells, eru kaupin fyrsta skref- ið í þá átt að auka umtalsvert um- svif Vöku-Helgafells, en vöxtur fyr- irtækisins hefur verið 16-20% á ári frá því það var stofnað fyrir 18 ár- um. Á dögunum keypti Fjárfesting- ai-banki atvinnulífsins 50% _ hlut í Vöku-Helgafeili, og að sögn Ólafs er stefnt að því að vöxtur fyrirtækisins verði enn hraðari en áður þangað til það verður skráð á Verðbréfaþingi og gert að almenningshlutafélagi. Haraldur J. Hamar, stofnandi og aðaleigandi Iceland Review, verður hluthafi í Vöku-Helgafelli og samið hefur verið um að fyrii-tækið njóti áfram sérþekkingar hans og starfs- krafta við áframhaldandi útgáfu- starfsemi Iceland Review. Eftir kaupin verður samanlögð velta fyr- irtækjanna á þessu ári um 700 millj- ónir króna og verða um 150 manns á launaskrá, þar af um 80 manns í fullu starfi. Iceland Review hóf starfsemi sína með útgáfu samnefnds tímarits fyr- ir tæplega 40 árum, sem gefið er út ársfjórðungslega í allt að 15 þúsund eintökum og dreift í áskrift til 100 landa. Meðal annarra verkefna Iceland Review eru t.d. útgáfa flug- tímaritanna Atlantica og Ský, út- gáfa viðskiptatímaritsins Iceland Business, dagleg útgáfa frétta á ensku á Netinu og útgáfa á bókum og upplýsingaefni um ísland á er- lendum tungumálum. Þá á Iceland Review Ijósmyndasafn með um hálfa milljón mynda sem Páll Stef- ánsson, ljósmyndari Iceland Review um 17 ára skeið, hefur tekið af landi ogþjóð. Ólafur Ragnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þótt fyrir- tækin Vaka-Helgafell og Iceland Review væru bæði í efnismiðlun og útgáfu þjónuðu þau tvenns konar hópum viðskiptavina. „Vaka-Helgafell miðlar sínu efni að mestu leyti til Islendinga á heim- ilum þeirra og vinnustöðum og hér hjá okkur er geysileg þekking á ís- lenskum markaði. Iceland Review gefur hins vegar umfram allt út á erlendum tungumálum efni sem ætlað er útlendingum, og þetta er því allt annar markhópur en við höf- um verið að þjóna hingað til. Þá felst sérstaða Iceland Review ekki síst í tengingu þess við ferðamál, en hér eins og annars staðar eru þau einn af vaxtarbroddum atvinnulífs- ins. Það er þessi grundvallarmunur og þessir ólíku hópar viðskiptavina sem við teljum góða ástæðu fyrir því að Iceland Review falli vel að Vöku-Helgafelli,“ sagði Ólafur. Ýmislegt í deiglunni Vaka-Helgafell hefur á undan- fórnum árum breyst úr bókaútgáfu í alhliða miðlunar- og útgáfufyrir- tæki sem sendir á markað bækur, blöð, tímarit, safnefni, geisladiska og fleira, og fyrir skömmu hleypti fyrirtækið af stokkunum útgáfu skáldverka á hljóðböndum og geisladiskum í sérstökum lesbóka- klúbbi. Ólafur sagði að stefnt væri að því að breikka starfssvið fyrir- tækisins enn frekar, og ýmislegt væri í deiglunni. „Þessi vöxtur getur orðið með því að þeir starfsþættir sem hér eru fyrir geti vaxið og nýjungar. geti orðið til á vettvangi Vöku-Helga- fells, en síðan erum við í viðræðum við ýmsa aðila varðandi kaup á fyr- irtækjum eða samstarfi við þau. Eg vona að það verði einhverjar fréttir af því innan tiltölulega skamms tíma,“ sagði Ólafur. Hann sagði að það skref sem stigið var með því að fá FBA til liðs við Vöku-Helgafell í því skyni að vinna markvisst að því að koma fyrirtækinu á markað og gera það að almenningshlutafélagi hafi ver- ið stigið til þess að reyna að stjórna þeim breytingum sem óhjákvæmilega þyrftu að verða á sviði útgáfu og miðlunar hér á landi. „Það er löngu tímabært að það verði veruleg uppstokkun á þessu sviði hér, en víðast hvar í nálægum löndum hafa útgáfu- og miðlunar- fyrirtæki sameinast og orðið að stærri einingum löngu áður en menn hafa farið út í sameiningar og samruna á ýmsum öðrum sviðum. Hér hafa menn í þessari gi’ein svo- lítið verið hver í sínu horninu og kannski ekki lagt mikla áherslu á að standa saman og byggja upp sterk- ari og hagkvæmari einingar," sagði Ólafur. Sparisjóðirnir taka ínotkun snertibanka Morgunblaðið/Þorkell GEIR H. Haarde fjármálaráðlierra greiddi í gær fyrsta gíróseðilinn í Snertibankanum, nýju sjálfsafgreiðslutæki SPRÖN og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. SNERTIBANKI sparisjóðanna var kynntur í gær í Sparisjóði Hafnar- fjarðar, og varð Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrstur til að not- færa sér formlega þjónustu Snerti- bankans, en hann greiddi gíróseðil án þess að hann þyrfti að njóta að- stoðar bankagjaldkera. Snertibankinn er árangur ís- lensks þróunarstarfs. Að honum standa Sparisjóður Hafnarfjarðar og SPRON, en þróun hans var í höndum Tölvumiðstöðvar sparisjóð- anna og Fjarhönnunar ehf. Hann er sjálfsafgreiðslutæki sem getur veitt viðskiptavinum bankaútibúsins flesta þá þjónustu sem gjaldkerar og þjónustufulltrúar sparisjóðanna sinna í dag, og eru allar aðgerðh í Snertibankanum framkvæmdar með því að snerta skjáinn þar sem við á. Komi eitthvað upp á getur viðskiptavinurinn tekið upp símtól og er þá kominn í samband við þjón- ustufulltrúa gegnum myndsíma, þar sem hann getur fengið aðstoð. Á snertibankanum er myndrænn les- ari sem les númeraraðir á gíróseðl- um, og þarf því ekki að slá tölustaf- ina inn. Upplýsingar standa viðskiptavin- inum til boða í Snertibankanum. Til dæmis getur hann fengið upplýsing- ar úr þjóðskrá og varðandi verð- bréfaviðskipti. Sparisjóðirnir telja að með til- komu Snertibankans kunni hefð- bundin bankaútibú eins og við þekkjum þau í dag að breytast, þar sem minna verði um bankagjald- kera sem þjónusta viðskiptavininn, og mun það hafa umtalsvert kostn- aðarhagræði í fór með sér. Geir H. Haarde fjármálaráðherra varð fyrstur til að notfæra sér þjón- ustu Snertibankans, og notaði hann tækifærið til að greiða gíróseðil. Á ákveðnum tímapunkti taldi hann ljóst að hann þyrfti að hafa sam- band við þjónustufulltrúa, þrýsti á ákveðinn stað á skjánum og tók upp símann. Við það birtist mynd af þjónustufulltrúanum á skjánum þar sem hann sat framan við myndavél annars staðar í húsinu. „Ja, ég er viss um að þetta á eftir að greiða fyrir því að menn geti staðið í eins manns biðröð í bankanum. Það er gaman að sjá hvernig tæknin heldur áfram að einfalda mönnum lífið,“ sagði Geir H. Haarde þegar gi'eiðsla á 20 króna gíróseðli hafði gengið að óskum. Sigurjón Hjartarson hjá SPRON sagði að því miður hefðu mælingar sýnt að biðtími í biðröð í bankanum gæti verið allt að 20 mínútur um mánaðamót. „En það er ljóst að með fjölgun svona Snertibanka mun sá biðtími koma til með að styttast verulega,“ sagði Sigurjón. Hann sagði einnig aðspurður að allir sem ættu debetkort gætu greitt gíró- seðla í Snertibankanum, og gilti einu frá hvaða bankastofnun kortið væri. Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar sagði að þau hefðu leitað víða um heim að lausnum á borð við þessa, en þær hefðu verið mjög dýrar hjá fyrir- tækjum sem sinna bankageiranum, auk þess sem erfitt hefði verið að laga þær að sérþörfum sparisjóð- anna. „Því fórum við að horf'a okkur nær og kanna hvort við hefðum ein- hver tækifæri á að gera þetta sjálf. Við áttum jú hugbúnað heimabank- ans sem við gátum nýtt hér að miklu leyti, og er öll önnur vinna og hönnun íslensk.“ Að sögn Halldórs Sigurjónssonar, framleiðslustjóra hjá Fjarhönnun ehf. sem annaðist þróun tækisins ásamt Tölvumiðstöð sparisjóðanna, er Snertibankinn að líkindum fyrsta snertiskjátækið sem nýtir tækni Netsins að fullu, og á þann hátt sé verið að nýta fjárfestingu sem þeg- ar er til staðar í hugbúnaðarkerfum sparisjóðanna og hafi það haft mikið að segja í sambandi við kostnað. Að sögn Halldórs eru þeir hjá Fjar- hönnun ehf. farnir að leita hófanna með markaðssetningu kerfisins er- lendis, en of snemmt sé að segja neitt frekar um þau mál. framkvæmd óðrí hugmynd í talaðu þá við Glitni, því Glitni getur þú treyst Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis. Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta þinni starfsemi. DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA iirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsenair 560 88 10. Heimasíða: http://www.glitnir.is Ráðgjafar Glitnis eru sérfróðir um hvemig kostir mismunandi fjármögnunarleiða nýtast þér best. Hafðu samband eða korndu við hjá okkur á Kirkjusandi og kynntu þér málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.