Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 49 UMRÆÐAN Er þorskgengd minnkandi? TVEIR togaraskip- stjórar, annar frá Skagaströnd og hinn frá Akureyi’i, hafa vakið athygli á minnk- andi þorskafla á tog- tíma fyi’ir Norður- landi. Sjónarmið þehTa eru án efa rétt, en gefa tilefni til að rifja upp nokkur skyld atriði. Síðustu ár hafa fiskimenn oft bent á mjög mikinn þorsk út af Vestfjörðum. Ný- yrðið „skeiðklukku- hol“ varð til vegna erf- iðleika á að ná það stuttu togi að aflinn yrði ekki það mikill að pokinn rifnaði. Heyrðist talað um 500 þúsund tonna „þorsk- kökk“ fyrir Vestfjörðum. Reynt var að fá Hafrannsóknastofnun til að mæla þorskmagn þarna með bergmálsmælingu fyrir fáum ár- um. Ekki mátti reikna með þann þorsk sem lá við botn í mælingunni nema „varlega". Mælingin varð því marklítil, enda asnalegt fyrir ráð- gjafa að ný mæling stangist á við þorskbókhaldið eins og gerðist í Noregi! Fiskvinnslumenn sem fylgjast með nýtingu hafa tekið eftir fallandi nýtingu þorsks frá Vest- fjarðamiðum sl. þrjú ár. I fyrra- sumar tók þorskurinn á Vest- fjarðamiðum upp á því að tvístra sér norður fyrir land í óþægðar- kasti. Skeiðklukkuhol varð því ekki lengur vandamál! Svangur þorskur fór hins vegar að haga sér við rækjuna eins og minkur í hænsna- húsi. Rækjuveiðar fyrir Norður- landi skila því ekki arði lengur. Sannaðist þá að tæplegaa þyrfti kvóta á úthafsrækju, þar sem veið- ar myndu minnka sjálfkrafa þegar afli á togtíma minnkaði! Svo einföld speki þykir ekki fín. „Úthlutun kvóta með komma tveimur auka- stöfum, - 5 tonn af rækju, 2,35 steinbítar, 3,18 kolar 5,74 ufsar o.s.fi-v.! Hraðskeyti með hótunum þegar menn nálgast 0 + aukastafi er líka mun meira spennandi stjómun en eitthvert bölvað frjáls- ræði. Þorskur á togslóð fyrir Norður- landi virðist hafa tvístrast í ætisleit og afli á togtíma minnkað þess vegna. Líklegt er að um sé að ræða afleiðingu af of lítilli þorskveiði undanfarin ár. Það er fullt mark takandi á íslenskum skipstjómm. Við eigum bestu fiski- menn í heimi. Fiski- fræðingum hefur samt tekist að hræða suma þeirra að óþörfu með tölfræðilegri ofveiði- dellu. Innleggi fiski- manna í umræðu um fiskveiðistjórnun er allt of lítill gaumur gefinn. Þeir hafa t.d. margsinnis varað við of mikilli karfa- og grálúðuveiði en talið aukna þorskveiði skynsamlegri. A þetta hefur ekki verið hlust- að í mörg ár. Skip- stjórar sfldarflotans stöðvuðu síldveiðar á sínum tíma. Sendu sameiginlega símskeyti í Fiskveiðistjórnun Við eigum bestu físki- menn í heimi. Kristinn Pétursson segir að fiskifræðingum hafi þó tekist að hræða suma þeirra með tölfræði- legri ofveiðidellu. land, kröfðust þess að veiðum yrði hætt og sigldu í land! Það dæmi sýnir vel hversu ábyrgir fiskimenn eru þegar á reynir. Þorskveiðar á línu hafa líklega aldrei skilað eins miklum afla á sóknareiningu og sl. mánuði. Bendir það ekki einnig til harðn- andi samkeppni um fæðu og mik- illar þorskgengdar? I dag væri skynsamlegra að hafa línuveiðar tímabundið t.d. 50% útan kvóta á stærri bátum og alveg utan kvóta á smábátum. Smábátar eru í dag óbeint þvingaðir til grásleppuveiða vegna skorts á þorskveiðiheimild- um, þótt grásleppuhrogn séu illseljanleg! Afleiðingai-nar verða að öllum líkindum dýpri kreppa í sölu grásleppuhrogna. Stjórnun fiskveiða á ekki að vera svona staurblind tölfræði. Það vantar alla víðsýni og sveigjanleika. Markaðsaðstæður hvetja til meiri veiði á þorski og minni grásleppu- veiða. Of mikil veiði á karfa og fleiri fisktegundum með þvingun- um, - og þvinguð framleiðsla á grásleppuhrognum minnir frekar á heimsku en „ábyrga fiskveiði- stjórn". Reynslan hefur sýnt að við of mikla friðun þorsks vex sam- keppni um fæðu og þorskurinn tvístrast fyrr í ætisleit. Svo fellur vaxtarhraði, kynþroskaaldur lækkar, dánartíðni hækkar, sjálfát vex, og - afli minnkar. Þá verður gamla platan um „ofveiði" aftur sett á fóninn. Reynslan er þessi. Sjávarútvegur og þjóðin öll hefur verið að tapa verðmætum hund- raða þúsunda tonna sem hefur ver- ið hent afur í sjóinn, eða næst aldrei að veiða því þorskkvótinn er allt of lítill. Höfundur er framkvæmdastjóri. NÁTTÚRULEG SNVRTIVÖRU LÍNA FYRIR DÖMUR OG HERRA kynninqarafslárttur í nokkra < Ráðgjöf á staðnui rá kl. 12-17 [£b LYFJA U Lágmúla 5 Kristinn Pétursson REGNFATNAÐUR A 6ÖRN SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425 FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 © FRÆÐSLUMIÐSTOÐ RAFIÐNAÐARINS Hvert skal stefna með nám í rafeindavirkjun? Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins boðartil ráðstefnu um fræðslumál rafeindavirkja. Ráðstefnan verður haldin í sal Viðskipta- og tölvuskólans Faxafeni 10, þriðjudaginn 13. apríl og hefst kl. 18:00. Dagskrá: 2. 3. Hver er stefna starfsgreinaráðs í rafiðnaði? Jón Árni Rúnarsson formaður starfsgreinaráðs. Séreigna- eða starfsgreinaskóli? Birgir Benedikísson formaður Meistarafélags rafeindavirkja. Sjónarmið rafeindavirkja. Andri Jóhannsson meðstjórnandi í sveinafélagi rafeindavirkja. 4' Sjónarmið skólans. Fulltrúi frá Iðnskólanum í Reykjavík. ' Hvernig menntun þarf rafeindavirki framtíðarinnar að hafa? e Þórir Þórisson þjónustustjóri Nýherja. Kaffihlé. 7. Fyrirspurnir og almennar umræður. Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins Aðalfundur 1999 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl 1999 í Sunnusal, Hótel Söqu, Reykjavík oq hefst kl. 15.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: Lagt er til að tekin verði upp í samþykktir heimild til að hlutabréf félaqsins verði gefin út með rafrænum hætti. Lagt er til að stjórn skipi sjö menn í stað fimm og ekki verði kosnir varamenn. Lagt er til að hægt sé að breyta samþykktum á félagsfundi þegar mættir eru fulltrúar 50% atkvæða í stað 75%. 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningarfélagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF Fréttir á Netinu v^mbl.is _ALLJTAF eiTTHVAÐ NÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.