Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 34

Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Karlakóra- kúltúr LISTIR „Á TÓNLEIKUNUM á laugardag söng kórinn ákaflega vel, - af mikilli sönggleði og krafti," segir meðal annars í dómnum. TOIVLIST Vfðistadakirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakór Reykjavi'kur flutti íslensk og erlend sönglög. Einsöngvari Loft- ur Erlingsson, hljóðfæraleikarar Anna Guðný Guðmundsdóttir, Krystyna Cortes, Eggert Pálsson, Ólafur Hólm og Mikael Óskarsson. Friðrik S. Kristinsson stjórnaði. Laugardag kl. 17. ENN er komið vor, og kórar landsins að sýna afrakstur vetrarins. Karlakór Reykjavíkur, undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar, söng sína fyrstu vortónleika að þessu sinni í Vídalínskirkju á laugardag. Píanó- leikari með kómum var Anna Guðný Guðmundsdóttir, en aukahljóðfæra- leikarar í þætti úr Carmina burana eftir Carl Orff vom Krystyna Cortes, Eggert Pálsson, Ólafur Hólm og Mikael Óskarsson. Verk- efnavalið að þessu sinni var hefð- bundið, - íslensk og norræn karla- kórslög, þar á meðal nokkur iög sem urðu afar vinsæl á sínum tíma í flutningi Guðmundar Jónssonar með kómum um miðjan sjötta áratuginn, þegar Sigurður Þórðarson stjómaði enn kómum. Þetta era lögin Norronafolket eftir Grieg, Agnus dei eftir Bizet og Hraustir menn eftir Romberg, - en kórinn hefur nýverið gefið út geisladisk með mörgum þessara gömlu vinsælu laga í upp- haflegum hljóðritunum. A dögunum varð gagnrýnandi áheyi-andi að heitum umræðum um íslensku karlakóramenninguna, verkefnaval kóranna og söng. Þar snerist umræðan annars vegar um íhaldssemi í verkefnavali og það að allt of sjaldan er bryddað upp á nýj- ungum og hins vegar hinar gríðar- legu vinsældir sem kórarnir njóta. Annar taldi að verkefnavalið myndi ganga af þessu fyrirbæri dauðu, en hinn hélt því fram að það væri söng- urinn sem skipti máli, ekki lögin. Er hægt að fullyrða að íhaldssamt verk- efnaval dragi tónleikagesti að karla- kóranum, þ.e. að fólk komi til að heyra gömlu góðu lögin einu sinni enn, eða er það íþróttin að syngja sem laðar að. Vissulega er verkefna- val kóranna afar íhaldssamt og eins- leitt, og hægt er að reikna með því að að minnsta kosti níutíu prósent laganna sem sungin era hafi verið flutt á tónleikum síðasta áratuginn. Akveðið hefðbundið eða klassískt karlakóra „repertoir" er til staðar; - þar era íslensku lögin efst á blaði, svo og norræn karlakóralög, óp- erakórar, negrasálmar, og svo síð- ustu árin atriði úr söngleikjum og dægurtónlist. Þetta repertoir þekkja tónleikagestir og trúlega koma margir á tónleika gagngert til að hlusta á það. Hins vegar kemur fólk ekki síður á tónleika til að hlusta á góðan söng - og það hlýtur að vera einhvers virði skyldi maður ætla. I tilfelli Kai'lakórs Reykjavík- ur er það mikils virði, því kórinn hefur verið í stöðugri framför síð- ustu misserin. A tónleikunum á laugardag söng kórinn ákaflega vel, - af mikilli sönggleði og ki'afti. Hljómur kórsins er virkilega góður; - á tímabili virt- ist sem mikil fjölgun í kómum ætl- aði að verða honum um megn, - en nú hefur ræst úr og samhljómurinn að verða mjög þéttur og jafn. Ein- staka raddir eru skínandi góðar; - bassaraddimar era ákaflega falleg- ar, ekki síst annar bassi sem naut sín vel í einsöngsstrófum sínum. Fyrsti bassi og annar tenór era traustir innviðir - syngja mjúkt og hreint og fyrsti tenór er reglulega bjartur og góður. Friðrik S. Krist- insson hefur lagt mikla vinnu í mús- íkalskan söng kórsins; dýnamík, hendingamótun, öndun og slíkt, og það skilar sér í fallega mótuðum söng. Og vissulega er meira gaman að heyra gömlu góðu lögin svona fal- lega sungin. Vorljóð settu svip sinn á efnis- skrána; tónleikamir hófust á þrem- ur erlendum vorlögum. Vakir aftur vor í dölum var frábærlega sungið, með fallega mótaðri dýnamík. Fuglavísur Jóns Leifs vora fantavel sungnar. Hvað skyldi þessi þjóð hafa þekkt eftir Jón Leifs, áður en farið vai' að vekja tónlist hans til lífs á ný, ef karlakórarnir hefðu ekki margsungið Siglingavísur, Dýi’avís- ur og Fuglavísur? Stemmur Jóns Asgeirssonar voru prýðilega fluttar, Blómarósir hans enn betur. Loftur Erlingsson söng næstu fjögur lög með kórnum, fyrst Nótt, og svo þau þrjú sem fyrr vora nefnd. Það fer ekki hver sem er í sporin hans Guð- mundar Jónssonar, - og enginn hægðarleikur að syngja óið langa í upphafi þriðja erindis Hraustra manna án þess að anda. Þá íþrótt hefur sennilega enginn leikið eftir Guðmundi. Loftur söng hins vegar afar fallega, ekki síst lag Griegs um norræna fólkið og Agnus dei. Það er nú einhvern veginn þannig með Hrausta menn, að þegar maður er búinn að uppgötva hvað textinn er vandræðalega lélegur, verður lagið ekki samt og síst þessara laga til þess fallið að vera að draga það upp úr glatkistunni, nema til að hlusta á tilþrifm hjá Guðmundi forðum. Lag Sibeliusai' Því er hljóðnuð þýða raustin var feiknar fallega sungið og listrænt útfært. Framlegasta „breikið" í efnisskránni var öragg- lega að heyi'a lag Páls Isólfssonar Þér landnemar, svo samgróið kórn- um er lag Sigurðar Þórðarsonar við þetta ljóð Daviðs Stefánssonar. Síð- ustu tvö atriðin á efnisskránni verða líklega að teljast utan við hið alhefð- bundnasta karlakórarepei'toir, þótt kórinn hafi sungið annað þeirra að minnsta kosti nokkram sinnum áð- ur. Þetta voru atriði úr Carmina burana eftir Carl Orff, Si puer cum puellula og In taberna. Söngur kórs- ins í þessum lögum var frábær, með í seinna atriðinu, drykkjuvísunni, vora tvö píanó og þriggja manna slagverk. Það vai- mikið klappað og hrópað eftir þennan glæsilega flutn- ing. Hljóðfæraleikarar kórsins voru fínir, mest mæddi á Önnu Guðnýju sem lék með í mörgum laganna. Að líkindum ráðast vinsældir karlakóranna hvorki af verkefnaval- inu einu saman, né söngnum einum sér. Þetta hlýtur að vera samspil beggja þátta. Þeir eru þó jafnvel fleiri. Karlakóramenning á Islandi er kúltúr sem stendur á gömlum merg, - hann er sérstakur og ber að líta á hann sem sérstakan. Þetta er fyrirbæri sem stendur eiginlega ut- an við hefðbundið tónleikahald, er heimur útaf fyi'ir sig. Þar er mikil stemmning sem sjaldgæft er að finna á öðrum tónleikum, og þar skapast sérstakt samband milli flytjenda og hlustenda, sem líka er sjaldgæft að finna á öðram tónleik- um. Þegar vel er sungið, eru karla- kórstónleikar hin besta skemmtun, og þegar best lætur geta þeir verið mikil músfkupplifun. Bergþóra Jónsdóttir Eftir atvikum Gísl í Breiðholti BÆKUR Skáldsaga LILJULEIKHÚSIÐ eftir Lulu Wang. Mál og menning 1998 - 471 bls. Sverrir Hólmarsson þýddi. LULU Wang byggir skáldsögu sína Liljuleikhúsið á eigin reynslu og segir frá fjórum árum í lífi ungr- ar stúlku í Kína á árunum 1971-1974 þegar menningarbylt- ingin illræmda er í algleymingi. Hörmungamar sem stúlkan verður vitni að og uppliíír sjálf eru að von- um skelfílegar og til marks um botnlaust óréttlæti harðstjómar. Ognir menningarbyltingarinnar era í senn aðalatriði bókarinnar og bakgrannur þroskasögu Lian og gelgjuskeiðs. Þroski Lian speglast að hluta í vináttusamböndum henn- ar; framan af við kennara hennar tvo, öldunginn Qin og búddamunk Mikið úrval af fallegam rúmfatnaði Sk«>lavörðustíg 21, Hitykjavík, sími 551 4050 sem gengur undir nafninu Mannætan. Seinni helmingur bók- arinnar snýst síðan um vináttu hennar og Kim, skólasystur af lægri þrepum þjóðfélagsins. Markmið Wang með Liljuleik- húsinu virðist í megindráttum tví- þætt: að varpa ljósi á aðstæður fólks við sögulegar aðstæður og að segja (dæmi)sögu af persónulegum þroska. Þessir þættir spegla hvor annan og er gert skil í atvikssögum sem er helsta byggingarefni sög- unnar. Sumar atvikssögumar (minn- ingabrot Wang?) era þokkalegar í sjálfu en flestar era þær fyrirsjá- anlegar og lausar við allan fram- leika. Nær allar gegna þær því (að- al)hlutverki að afhjúpa heimsku og fantaskap stjómvalda og illsku kommúnismans. Ognarstjórnin el- ur af sér svikara og tækifærissinna sem skirrast ekki við að kæra ná- granna sína og jafnvel nánustu fjölskyldu fyrir borgaralega þanka, þann hræðilega glæp. Enginn efast um grimmd og heimsku menningarbyltingarinnar: Hún sundraði fjölskyldum, gróf undan samfélagsgerðinni og allri hagkvæmni m.a. með því að senda menntamenn út á akrana og í end- urhæfíngarbúðir. Þá var krafist sí- felldra sögufalsana til að upphefja leiðtogann, Maó Zedong, eða „Föð- urinn, Móðurina, Ástmanninn og Ástkonuna í einni persónu". En klisjukenndar og stundum bama- legar atvikssögur standa ekki und- ir 470 síðna „alvarlegri" skáldsögu. Vináttusambönd Lian lifna aldrei við á blaðsíðunni. Þannig er sambandið við Mannætuna enn ein klisjan um nemandann og djúp- vitra lærifóðurinn og tilburðir höf- undar til að glæða það merkingu fyrir söguna era máttlausir. Sama má segja um tilraunir til að gera vináttu Lian og Kim, sem era hvor af sinni stéttinni, að einni allsherj- ar dæmisögu um persónuþroska og baráttu mannsins við bákn hins illa. Það er augljóst á niðurlagi bók- arinnai' að Wang hefur ekki haft nógu skýrar hugmyndir um hvem- ig bók hún vildi semja: I skóla- ferðalagi á eynni Mira leysist frá- sögnin upp í allfáránlega atburði sem minna einna helst á kvikmynd Brace Lee I auga drekans (eða eitthvað í þá veru) og reyfara Agötu Christie, Tíu litla negra- stráka. Öldungis vanmáttug tilraun til að bæta inn í söguna „vest- rænni“ spennu á elleftu stundu. Ekki er ástæða til að gera athug- semdir við þýðinguna. Hún er greinilega vönduð, málfarið prýði- legt og frágangur allur er með ágætum. En er þörf á því að eyða kröftum afbragðs þýðanda og púðri í doðrant sem hefur lítið ann- að fram að færa en að staðfesta staðlaðar hugmyndir vestrænna um Kína, Kínverja, kínverska menningu og byltingar? Geir Svansson LEIKLIST Aristófanes, leikfélag Fll GÍSL eftir Brendan Behan í þýðingu Jónas- ar Árnasonar. Leikstjóri: María Reyndal. Aðstoðarleikstjóri: Herdís U. Valsdóttir. Ljósamaður: Stefán M. Haraldsson. Hljóð: Jóhann K. Guð- mundsson. Búningar og lcikmynd: Guðný Rúnarsdóttir, Þórey M. Ómarsdóttir, Iðunn Anderssen, Sara Gunnarsdóttir, Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Leikendur: Nanna B. Rúnars- dóttir, Sigurþór H. Gústafsson, Elín H. Hjartardóttir, Ásgrímur M. Frið- riksson, Ása Baldursdóttir, Eva D. Jóhannesdóttir, Hafþór B. Jóhanns- son, Dóra Valsdóttir, Jónina K. Guð- mundardóttir, Baldur Þ. Gísladóttir, Sandra Guðmundardóttir, Eyrún H. Káradóttir, Erna Lóa Guðmundsdótt- ir, Eva M. Sigurbjörnsdóttir, Unnur K. Guðmundsdóttir, Elínóra Ó. Harð- ardóttir og Inga B. Andrésdóttir. Frumsýning í hátíðarsal FB 10. apríl. FÉLAGAR í Aristófanes segja í leikskrá að Gísl sé rómantískt-gam- an-söng-drama-dans-stríðsleikrit og era þar ekki fjarri því að hitta naglann á höfuðið. Þó gleyma þau því sem mestu skiptir í Gísl og þau vita mætavel af, en það er ádeilan. Hér flettir írinn Brendan Behan of- an af forheimsku stríðsreksturs yf- irhöfuð og þeim boðskap kemur leikhópurinn nokkuð vel til skila. Leikhópurinn og leikstjórinn hafa kosið að setja verkið upp í miklu ná- vígi við áhorfendur með því að stúka af hluta hátíðarsalarins í FB. Þetta er snjallræði því áhorfendur verða sumir jafnvel að beinum þátt- takendum í því sem fram fer og þeir verða líka fyrir þeirri mögnuðu inni- lokunarkennd sem rennur eins og rauður þráður um leikritið. Hér era allir fangar þótt þeirra sé ekki gætt með alvæpni. Irarnir í þessu verki era fangar blóði drifínnar þjóð- rembu og trúarofstækis, þeirra tveggja hvata sem skapað hafa mannkyni mest böl í allri sögu þess. Þetta er því sýning sem ber í sér beina skírskotun til þess sem er að gerast þessa dagana á Balkanskaga. Sjálf uppfærslan era sú besta sem ég hef séð hjá þessu leikfélagi, sem eins og gefur að skilja, starfár af mismiklum þrótti frá ári til árs. Leikmynd, búningar og leikmunir hæfa vel, þótt ekki sé miklu til að tjalda, og leikendur allir standa sig með ágætum og ná að skapa sýningu sem aldrei dettur niður, er fyndin, spaugileg, grá- glettin og harmþrangin til skiptis. Það er talsvert afrek hjá ungu fólki sem stendur á byrjunarreit í leik- listinni. Nanna Björk Rúnarsdóttir hefur skýra og góða framsögn og nær að túlka talsverða tilfinningalega breidd sem Meg og Sigurþór Hjalti Gústafsson veldur einnig hlutverki Pats vel. Hann er skýrmæltur og hefur góða (söng)rödd. Ekki má heldur gleyma Emu Lóu Guð- mundsdóttur sem stal senunni hvað eftir annað með söng og leik sem al- deilis sannfærandi Miss Gilchrist. En þessi sýning er fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og leikstjóra sem hefur unnið gott verk með ein- beittum og samstilltum hópi. Guðbrandur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.