Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ARÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Reuters Reuters SERBNESKUR lögreg-lumaður gengur fram hjá húsi og bifreið sem eyðilögðust í loftárásum LIÐSMENN Frelsishers Kosovo (UCK) klædd- NATO í bænum Merdare í Kosovo í gær. ir einkennisbúningi UCK. Aðgerðir NATO enn bundnar við loftárásir Frelsisher Kosovo heldur uppi skærum við landamæri Albaníu Belgrad, Brussel, Skopje. Reuters, The Daily Telegraph. HERNAÐURINN ALBANÍA Óttast er, að átök milli Serba og skæruliða Frelsishers Kosovo geti leitt til þess, að styrjöldin nái til fleiri ríkja á Balkanskaga Albanir, sem tekið hafa við um 300.000 flóttamönnum, hafa beðið NATO að koma í veg fyrir árásir Serba á albanskt landsvaeði 50 km SVART- FJALLA- LAND Stærð 27.398 ferkílómetrar Mannfjöldi 3,4 milljónir Tmarbrögð Múslimar: 70% Rétttrúnaðarkirkjan: 20% Kaþólskir: 10% Efnahagur Hagvöxtur: -0,8% Þjóðarframl. á mann: 36.000 kr. Verðbólga: 32% Viðskiptajöfn.: -34 milljarðar kr. Framl. til varnarm.: 5 milljarðar kr. HHH | 1912: Sjálfstætt riki eftir 400 ár undir tyrkneskri stjórn 1939: Italir ráðast inn og hrekja Zog konung í útlegð. Samband italíu og Albaníu undir ítölsku krúnunni 1946: Alþýðulýðveldið Albanía 1976: Ríkið endurskírt Sósílíska alþýðulýðveldið Albanía 1991: Fyrstu fjölflokkakosningar síðan á þriðja áratug aidarinnar 1997: Svokölluð píramítafyrirtæki gjaldþrota og þúsundir manna tapa öllu sínu. Mikil ókyrrð i landinu 1997: Albanir hafna endurreisn konungdæmis Orrustuflugvélar 100 Skriðdrekar 900 Herskip 30 Þyrlur20 Brynvarin farart. 120 Kafbátar 1 SAM-flugskeyti 22 fK Á SAMA tíma og fundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) átti sér staði í Brussel í gær, bárust fréttir af hörðum loft- árásum NATO í grennd við Prist- ina, héraðshöfustað Kosovo. Ser- bneska Tang/ug-fréttastofan sagði að ráðist hefði verið á herstöðvar og herskála í borginni. Þá var sagt að a.m.k. tíu manns hefðu farist er flugskeyti lenti á farþegalest í suð- austurhluta Serbíu. Björgunarmenn sögðu við fréttamann Reuters- fréttastofunnar að búist væri við að fleiri hefðu látist. Loftárásir NATO héldu áfram um helgina þrátt fyrir að slæm veðurskilyrði hefðu komið í veg fyrir jafnharðar árásir og í síð- ustu viku. Talsmenn NATO stað- festu í gær að ráðist hefði verið á ol- íuhreinsunarstöð nærri Belgrad og á ýmis skotmörk í Novi Sad, annarri stærstu borg Júgóslavíu, aðfaranótt mánudags. Áður höfðu serbneskar sjónvarpsstöðvar sagt frá því að orrustuþotur NATO hefðu ráðist á fjölda her- og iðnað- arbygginga í og við Belgrad og sýnt myndir af olíuhreinsunarstöðinni og bifreiðaverksmiðju í ljósum logum. Þá sögðu NATO-fulltrúar að í Novi Sad hefði herbygging sem geymdi flugskeyti sem júgóslav- neski herinn hugðist nota á orrustu- vélar bandalagsins, verið eyðilögð. Serbneskir fjölmiðlar greindu frá því að fjölmargir almennir borgarar hefðu fallið í árásinni en byggingin stóð í miðju íbúðarhverfi. Hermála- fulltrúi NATO sagðist harma það ef mannfall hefði orðið, NATO-herinn reyndi eftir fremsta megni að verja júgóslavneska borgara. Sagði hann þó að mjög erfitt væri að koma al- gerlega í veg íyrir borgaralegt tjón samhliða loftárásunum. Ekki hefur verið tilkynnt um mannfall í árásinni á olíuhreinsun- arstöðina sem stendur við bakka Dónár um 30 km norður af Belgrad. Zastava-bifreiðaverksmiðjumar í bænum Kragujevac, sem fulltrúar NATO hafa sagt að framleiði létt- vopn, urðu fyrir annarri árás á sunnudagskvöíd en fyrri árásin var gerð í liðinni viku og hafa serbnesk- ir fjölmiðlar fullyrt að um 120 manns hafi særst í henni. Fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar sagði í samtali við fréttamann CNN-sjón- varpsstöðvarinnar að alls hefðu 14 flugskeyti hæft verksmiðjuna í síð- ustu árás og að sjö fyrstu flugskeyt- in hefðu lent á um tuttugu sekúnd- um. Sagði hann starfsmenn verk- smiðjunnar hafa yfirgefið hana eftir að tilkynning serbneskra stjórn- valda þess efnis hefði borist og að nú hefðu 38.000 starfsmenn misst viðurværi sitt. Fullyrti hann að að- eins um 5% af framleiðslu verk- smiðjunnar væru hernaðarlegs eðl- is. Fulltrúar NATO vildu ekki gefa nánari upplýsingar um framleiðslu verksmiðjunnar. Tanjug-fréttastofan sagði í frétt- um sínum í gær að tveir vegfarend- ur hefðu farist þegar flugskeyti lenti á vegi milli Pristina og Polje í Kosovo. Hefðu sprengjubrot lent á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hefði gjöreyðilagst, einn far- þegi hefði verið fluttur á sjúkrahús og tveir menn látist samstundis. Var sagt að annað flugskeyti hefði lent á sama vegi aðeins nokkrum mínútum síðar en manntjóni hefði verið afstýrt vegna þess að umferð hafði stöðvast. Eldflaugaárásin var sögð hafa verið sú þriðja í röðinni það sem af var gærdeginum og á mikið að hafa borið á umsvifum ori'- ustuvéla NATO yfir Kosovo. Albanir krefjast innrásar NATO í Kosovo í sameiginlegri yfirlýsingu utan- ríkisráðherra NATO-nkjanna sagði að hemaðaraðgerðum bandalagsins yrði haldið áfram uns Slobodan Milosevic, Júgóslavíuforseti féllist á skilyrði þess. Skömmu áður höfðu stjómvöld í Albaníu farið fram á það við NATO að bandalagið hæfi innrás í Kosovo. Kom yfirlýsingin í kjölfar frétta um að stórskotaliðs- sveitir Serba í héraðinu hefðu skot- ið á Tropoje, albanskt þorp handan landamæranna. Tveir þorpsbúar fómst í árásinni. Undanfarið hafa verið linnulausar skæmr milli liðs- manna Frelsishers Kosovo (UCK) í Albaníu og vopnaðra sveita Serba í Kosovo, og hafa talsmenn stjórnar- innar í Tirana sakað Serba um að reyna að færa stríðsátökin út til ná- grannaríkjanna. Júgóslavnesk stjórnvöld saka albönsku ríkis- stjórnina hins vegar um að leyfa skæruliðum UCK að athafna sig innan albanskra landamæra. Skæmmar hófust á fostudag og segja eftirlitsmenn Öryggis- og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) að þær fari harðnandi. Andrea Ang- eli, talsmaður ÖSE, sagði í samtali við fréttamann BBC að auk þeirra tveggja sem fórast í gær hefðu alls níu Albanar særst er sprengjur hæfðu albanska lögreglustöð og íbúðarhúsnæði. Serbar hafa sagt að æ fleiri liðs- menn UCK reyni að komast inn í Kosovo-hérað yfír landamæri Alban- íu og Júgóslavíu. Hafa þeir sakað NATO um að styðja Frelsisherinn og hvetja til þess að liðsmenn hans fari yfir landamærin og haldi uppi vopnaðri baráttu innan héraðsins. Norðurhluti Albaníu hefur á und- anförnum 14 mánuðum verið griða- staður liðsmanna UCK og hafa margir þeirra farist við að reyna að komast til Kosovo til að færa vopn til þeirra liðsmanna UCK sem þar eru. Ennfremur hafa margir þeirra verið felldir á flótta út úr héraðinu. Albanía hefur orðið æ mikilvæg- ari þáttur í hemaðaraðgerðum NATÖ gegn Júgóslavíu og hefur ríkisstjóm landsins falið bandalag- inu umsjón með lofthelgi landsins, aðalhöfnum og herstöðvum. Kom yfirlýsing þessa efnis í sama mund og NATO tilkynnti um aukinn lið- safnað hersveita NATO í Albaníu og tilkynnti Paskal Milo, utanríkisráð- herra landsins, um valdaframsalið í beinni útsendingu blaðamannafund- ar breska vamarmálaráðuneytisins í gær. Sagði Milo að ríkisstjórn lands- ins væri fús að samþykkja komu fleiri NATO-hermanna til Albaníu og bætti hann því við að ríkisstjórn- in væri því fylgjandi að komið væri á alþjóðlegu verndarsvæði í Kosovo. Serbar og fólk af albönskum ættum gæti engan veginn búið saman í sátt og samlyndi undir núverandi stjórn- arfari. Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa gefið í skyn að von væri á stig- mögnun hernaðaraðgerða gegn Jú- góslavíu og að vera mætti að hern- aðargeta bandalagsins á Balkan- skaga yrði aukin. Sögðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar að senda ætti 82 orrustuþotur til viðbótar og breska stjórnin hefur tilkynnt að flugmóðurskipið HMS Invincible yrði sent á vettvang auk tveggja annarra herskipa. Fulltrúar breska vamarmálaráðuneytisins sögðu að vera Invincible á Adríahafi ætti að „þjarma að“ Serbum. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði hins vegar á sunnudag að engin áform væru uppi um að senda land- hersveitir inn í Kosovo-hérað. Taldi hann að slíkt myndi auka hættuna á mannfalli í röðum NATO-hersins. Bandaríkjamenn sagðir heíja viðræður við leiðtoga UCK Breska dagblaðið Daily Tel- egraph sagði frá því í gær að Bandaríkjastjórn hefði hafið leyni- legar viðræður við leiðtoga UCK um að sjá Frelsishernum fyi'ir vopnum til að ráðast gegn hersveit- um Serba í Kosovo. Lítill árangur hefur náðst í að uppræta vopnaðar sveitir Serba í héraðinu og hafa þær ítrekað leitað skjóls þegar von hefur verið á orrustuvélum bandalagsins. Er talið að viðræðurnar séu merki gremju yfirstjórnar hemaðarað- gerða NATO vegna bágs árangurs. Sveitir UCK hafa sagst þurfa til- tölulega lítið magn af vopnum til að ná að trufla aðgerðir Serba í Kosovo. Telur blaðið að á meðan vopnasendingarnar geti friðað þær raddir sem helst hafa gagnrýnt NATO fyrir að senda ekki landher- sveitir inn í héraðið, geti þær hins vegar skaðað samstöðuna innan bandalagsins þar sem vitað sé að andstaða myndi ríkja meðal ríkis- stjórna Ítalíu, Frakklands og Grikklands. Greinilegt er að afstaða Banda- ríkjamanna og Breta til UCK hefur mildast að undanförnu, en á síðasta ári tóku talsmenn bandaríska varn- armálaráðuneytisins undir það að Frelsisherinn væri skæruliðasam- tök. Er það talið lýsandi fyrir þessa afstöðubreytingu að upplýst hefur verið að Robin Cook og Hashim Thaci, einn leiðtoga UCK, hafa tal- ast við í síma undanfarið. Er Thaci sagður hafa upplýst Cook um gríð- arlegar þjáningar 400.000 Kosovo- Albana sem væru innlyksa í snævi þöktum hlíðum héraðsins. Vopnaðar sveitir UCK eru sagðar vera miklu fjölmennari en her- og lögreglusveitir Serba í Kosovo, en að sama skapi, mun verr vopnum búnar. Telur blaðið að þau vopn sem íhugað er að senda til UCK séu eldflaugar sem ætlað er að granda skriðdrekum; meðalstórar sprengju- vörpur; og önnur vopn sem nýtast vel til að granda brynvörðum vögn- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.