Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 35 Svanur ber undir bringudúni banasár TONLIST Salnrinn SÖNGVAR OG LJÓÐ Tónleikar og upplestur til minningar um Þorstein Valdimarsson, tónskáld og Ijóðasnilling. Flytjendur voru Skólakór Kársness, undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur, Signý Sæmunds- dóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, kórarnir við Hamrahlíð, undir sljórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Undirleik- arar kóranna voru Marteinn H. Frið- riksson og Eva Þyri Hilmarsdóttir. Upplesarar voru Gylfi Gröndal, Guð- ný Helgadóttir og Hjörtur Pálsson. Laugardaginn 10. apríl. ÞAÐ er í raun nokkuð erfitt fyrir undiiTÍtaðan að fjalla um Þorstein Valdimarssson sem listamann, fyrst og fremst vegna þess að hafa frá ungum aldri notið vináttu hans og ekki síður fyrir það að hafa oft síðar átt með honum góðar stundir. Hann las okkur félögunum ljóð sín en aldrei man ég eftir að hafa heyrt hann flytja eigin tónsmíðar, þótt hann ætti það til að syngja einsöng, sem hann hafði lagt stund á bæði hér heima og erlendis. í okkar huga var hann fyrst og fremst skáld. Hann var ekki til- raunamaður í skáldskap, nútíma- skáld eins og sagt var, en hann reyndi samt að breyta og umraða ýmsu, er einkenndi íslenska brag- fræði. Hann las okkur eitt sinn ný- samið ljóð, þar sem „endarímið" var flutt til og því skipað í upphaf hverrar ljóðlínu. Tónelskur var Þorsteinn og það er því vart tilvilj- un, að eitt fegursta ljóð hans, Svan- ur ber undir bringudúni banasár, er ort um Inga T. Lárusson tón- skáld. Minningartónleikarnir um Þor- stein Valdimarsson sl. sunnudag í Salnum hófust með söng Skólakórs Kársness, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Fyrsta lagið var „þjóðsöngur Kópavogs", Vagga börnum og blómum, sem tónklætt var af Jóni S. Jónssyni, ágætt lag, KVIKMYIVDIR Stjörnnbfó AIR BUD 2 - GOLDEN RETRIEVER irk Leikstjóri: Rick Martin. Handritshöf- undar: Paul Tamasy, Harin Mcndelsohn. Kvikmyndatökustjóri: Mike Southon. Tónskáld: Brahm Wenger. Aðalleikarar: Kevin Zegers, Cynthia Stevenson, Gregory Harri- son, Nora Dunn, Perry Anzilotti, Ro- bert Constanzo. 90 mín. Bandarísk. Keystone/Walt Disney 1998. SJÁLFSAGT er skortur á litlum og sætum fjölskyldumyndum um samskipti manna og dýra, á borð við Körfuboltahundinn Buddy, sem sýnd var í fyrra. Allavega er nú boðið upp á framhald þeirrar auð- gleymdu myndar og sú þriðja í smíðum. Þær hljóta því að skila einhverju í kassann. Gallinn við þær er sá að flest fullorðið fólk þarf nokkurt úthald og þolinmæði til að harka af sér slíka setu með afkvæmum sínum - sem virðast skemmta sér bærilega Formúlan er sáraeinfóld. I fyrstu myndinni eignaðist drengur- inn Josh þennan líka forláta golden retriever sem lumaði á mennskum hæfileikum. Var slíkur snillingur í körfubolta að hann gerði krokulegt skólalið Josh litla að meisturum. en þar eftir söng kórinn tvö lög eft- ir Þorstein, Þú veist í hjarta þér og gamansamt lag er nefnist Hæ, kom fididí. Undirritaður man ekki eftir að hafa heyrt þessi lög, sem eru ágætar tónsmíðar og voru fallega flutt af Skólakór Kársness. Eftir Jakob Hallgrímsson var sungin tónperlan Ó, undir lífs og skólakór- inn lauk söng sínum með leikrænu og skemmtilegu lagi eftir Þorkel Sigurbjörnsson er nefnist Fögnuð- ur. Á eftir ágætum ljóðalestri Gylfa Gröndals söng Signý Sæmunds- dóttir við samleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur lagaflokkinn Lög handa litlu fólki eftir Þorkel Sigur- björnsson og var flutningur hið besta fram færður. Guðný Helga- dóttir flutti tvö ljóð og eftir að báð- ir kórarnir úr Hamrahlíðinni, Kór Menntaskólans og Hamrahlíðar- kórinn, höfðu flutt yndislagið Þú spyrð mig, koparlokka var frum- flutt kórverkið Limmr eftir Fjölni Stefánsson, sem er eins konar lagaflokkur við átta limrur Þor- steins. Þetta er skemmtilegt og vel samið tónverk, er var ágætlega flutt, þótt líklega mætti gera meira úr leikrænni tóntúlkun Fjölnis en gert var að þessu sinni. Eftir hlé sá Hamrahlíðarkórinn um tónlistaratriðin og söng fyrst Fjórar slóvaskar þjóðvísur í radd- skipan Béla Bartóks og við þýð- ingu Þorsteins, bráðgóð lög, sér- staklega Nöldrað fyrir dansi og Belgpípuvísa, þar sem tónbálkur- inn er dansandi skemmtilegur og var mjög vel fluttur af kór og und- irleikara, sem var Eva Þyri Hilmarsdóttir. Gylfi Gröndal las nokkrar limrur en áhugi Þorsteins á þessu ljóðformi var sprottinn af áratugaleit hans að nýn-i brag- skipan. Þorsteinn naut orðfimi sinnar við limrugerðina en aldrei hef ég unað mér við þennan al- vörulausa orðaleik, þrátt fyrir leikni Þorsteins. Hvað sem þessu líður náði Páll P. Pálsson að gera sérlega leikrænar og skemmtileg- Nú er Josh (enn leikinn af Kevin Zegers), kominn á þann aldur sem kenndur er við hvolpavit, og vinur hans bendir honum á að fátt sé bet- ur til þess fallið til að ganga í aug- un á ungpíum en leika í ruðnings- liði (football). I litríkum búningum, með axlapúða, málningu og hjálm, er hún fullsköpuð, hin alameríska hetja. Svo sagan endurtekur sig. Liðið er allt hið mélkisulegasta, ekkert gengur. Þjálfarinn (Robert Can- stanzo), setur, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, allt sitt traust á Josh, sem bjargar heiðri allra hlutaðeigandi með fulltingi Bödda. Hann reynist nefnilega ekki síður liðtækur ruðningsber- serkur en troðari. Frásögnin er öll hófstillt og fyrst og fremst samin með yngstu áhorf- endurna í huga. Mannfólkið er sem fyrr í höndum undarlega slappra leikara, að þjálfanum undanskild- um og rússnesku hjónunum (Nora Dunn, Robert Costanzo), sirkus- eigendunum sem reyna að stela Bödda og eru illyrmi myndarinnar. Sem fyrr fara leiklistarverðlaunin ein og óskipt til voffa, hann bjargar því sem bjargað verður og gengur í augun á smáfólkinu. Sem er hið besta mál í okkar hundfjandsam- lega umhverfi. Sæbjörn Valdimarsson ar tónsmíðar við nokkrar af limr- um Þorsteins, lög sem hafa notið mikilla vinsælda. Þrjár limrur, Vagnar á skólalóð, Öld hraðans og Klukkan hans afa, voru sérlega vel sungnar. Eftir ágætan ljóðalestur Hjartar Pálssonar söng kórinn frá- bærar raddsetningar eftir Mátyás Seiber á júgóslavneskum þjóðlög- um við texta Þorsteins og var flutningur Hamrahlíðarkórsins, undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur, hreint út sagt frábær. Þar með lauk þessum tónleikum. Hag- leikur Þorsteins kom hvað best fram í þýðingum á söngtextum og er þar að finna sérstæðar perlur. Skáldið bíður samt enn vorkom- unnar, þegar limrur verða lagðar með öðrum kalviði og sungið verð- ur við eldinn um fegurð mannlífs og náttúru, sem átti huga Þor- steins, eins og lesa má í kvæði hans um Inga T. Lárusson: Svanur ber undir bringudúni banasár. Tærir berast úr tjarnarsefi tónar um §öll. Heiðin töfrast og hlustar öll. Sumir kveúja og síðan ekki söguna meir, aðrir með söng, er aldrei deyr. Svanur ber undir bringudúni banasár. Þetta er ævintýrið um Inga Lár. Jón Ásgeirsson ------------------- Fyrirlestur um goð- sögnina Tý JEAN Renaud prófessor, frá há- skólanum í Caen í Normandí, flyt- ur opinberan fyrirlestur fimmtu- daginn 15. apríl kl. 17.15 í boði heimspekideildar Háskóla Islands í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlestur- inn verður fluttur á frönsku en ís- lenskri þýðingu verður dreift til áheyrenda sem þess óska. Fyrir- lesturinn nefnist Goðsögnin um Tý: tilraun til sálgreiningar. I fréttatilkynningu segir: „I Gylfaginningu segir Snorri Sturlu- son frá guðinum Tý sem lagði handlegg sinn í munn Fenrisúlfs til að goðin gætu komið bandinu Gleipni á hann: „En er úlfurinn spyrnir, þá harðnaði bandið, og því harðar er hann braust um því skarpara var bandið. Þá hlógu allir nema Týr. Hann lét hönd sína.“ Sem kunnugt er byggði Sig- mund Freud kenningar sálkönnun- arinnar að hluta til á goðsögnum sem hann taldi gefa mikilvægar upplýsingar um eðli og starf dulvit- undarinnar, en jafnframt um þróun persónuleikans. I fyrirlestri sínum mun próf. Renaud ræða um gagn- semi kenninga Freuds til skilnings á goðsögnum almennt og velta því fyrir sér hvort hugmyndir hans um samspil sjálfs og dulvitundar í þroskaferli mannsins geti varpað ljósi á goðsögnina um Tý og Fen- risúlfinn." Jean Renaud er prófessor í nor- rænum bókmenntum við Uni- versité de Caen-Basse-Normandie og forstöðumaður norrænu deild- arinnar þar, en hún er ein stærsta deild af því tagi í Frakklandi. Hann skrifaði doktorsritgerð sína um ís- lenskar fombókmenntir, nánar til- tekið um Færeyinga sögu og Orkneyinga sögu, en hann hefur þýtt þessar sögur á frönsku ásamt fleiri fomsögum. Próf. Renaud hef- ur einnig ritað bækur um norræna goðafræði og tengsl norrænnar menningar við hina keltnesku, auk þess sem hann hefur rannsakað nomæn menningaráhrif á svæðum víkinga í Normandí og víðar. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Ruðningsrakki og rússapakk Norskur myndlistar- maður með FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla íslands stendur fyrir fyrirlestri miðvikudaginn 14. apríl í umsjá Terje Risberg, myndlistarmanns frá Noregi, í fyrirlestrasal MHI í Skipholti 1 kl. 12.30. Risberg er um þessar mundir fyrirlestur gestakennari við grafíkdeild MHI en hann hélt sýningu á verkum sínum í Hafnarborg í október 1998. Fyrirlesturinn nefnist „Slow- ness. A copper plate wiew on the world“ og verður fluttur á ensku. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. apríl 1999. 1. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.994.173 kr. 100.000 kr. 199.417 kr. 10.000 kr. 19.942 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.774.430 kr. 500.000 kr. 887.215 kr. 100.000 kr. 177.443 kr. 10.000 kr. 17.744 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.738.371 kr. 1.000.000 kr. 1.747.674 kr. 100.000 kr. 174.767 kr. 10.000 kr. 17.477 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.601.235 kr. 1.000.000 kr. 1.720.247 kr. 100.000 kr. 172.025 kr. 10.000 kr. 17.202 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.734.235 kr. 1.000.000 kr. 1.546.847 kr. 100.000 kr. 154.685 kr. 10.000 kr. 15.468 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.921.291 kr. 1.000.000 kr. 1.433.918 kr. 100.000 kr. 143.392 kr. 10.000 kr. 14.339 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.986.216 kr. 1.000.000 kr. 1.397.243 kr. 100.000 kr. 139.724 kr. 10.000 kr. 13.972 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.586.667 kr. 1.000.000 kr. 1.317.333 kr. 100.000 kr. 131.733 kr. 10.000 kr. 13.173 kr. 1. 2. oq 3. flokkur 1996: Nafnveró: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.287.022 kr. 100.000 kr. 128.702 kr. 10.000 kr. 12.870 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf Ibúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.