Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 37 MENNTUN Jón Baldvin Hannesson heimsótti CMS skólann Siðfræði í hávegum höfð JÓN Baldvin Hannesson, for- stöðumaður skólaþjónustu Ey- þings, hefur kynnt sér City Montessori School en honum var boðið þangað í haust. Skólinn er í borginnni Lucknow í Uttar Pradesh og er sagður fjölmenn- asti einkaskóli í heimi með 22.300 nemendur. „Ég dvaldi þarna í fimm vikur en skólinn hefur vakið athygli víða um heim fyrir ótrúlegan ár- angur,“ segir Jón Baldvin. Sunita Gandhi, dóttir stofnenda skólans, sem starfar hjá Council for Global Education í Was- hington, samtökin vinna að framgöngu starfsaðferða sem notaðar eru við CMS, og buðu þau honum að kynna sér starf- semina í Indlandi. Hann hefur gert skýrslu um heimsóknina. „Ég tel að starfsaðferðir CMS eigi erindi hingað þótt það þurfi vissulega að laga þær að ís- lenskri menningu," segir hann, „rétt eins og þarf að hafa í huga með allar hefðir sem við viljum flylja á milli staða.“ Jón segir meginhlutverk CMS- skólans vera tvenns konar. Ann- ars vegar mannrækt eða sið- ferðilegan þroska sérhverrar persónu og hins vegar fræðsla. „Mannræktin er mikilvægari og er forsenda fræðslunnar í CMS. Slagorðið er að bömin eigi að verða góð og fróð eða „making every child good and smart“,“ segir hann. Hann segir að siðfræði sé í há- vegum höfð í skólanum; hún sé kennd í sérstökum tímum og að henni sé jafnframt fléttað inn í allt starf skólans. Hegðun nemenda og gildismat er megin viðfangsefni skólans og beitt er jákvæðum og upp- byggilegum aga. Allt er fyrir bí ef nemandinn temur sér nei- kvætt mat á lífinu. „Gildismatið birtist í hegðun nemenda," segir Jón, „og í skólanum er sífellt verið að spyrja: „Hvernig getum við séð hvort breytni okkar er rétt?“ Nemendum er kenndur sjálfsagi og reynt er að temja þeim umburðarlyndi, gleði, sjálf- saga, vináttu og önnur sammannleg gildi með mark- vissri umíjöllun í skóla og á heimili.“ Hann segir að einnig sé lagt upp úr því að nemendur rækti trú sína. Flestir nemendur skól- ans séu hindúar en áherslan er á að bera virðingu fyrir öllum trú- arbrögðum. „Kröfur til nemenda eru mikl- ar enda eiga þeir ætíð að gera sitt besta,“ segir Jón, „árangur- inn er líka með ólíkindum, því 99% þeirra eru með A í sam- ræmdum prófum á Indlandi. Þeir ná einnig framúrskarandi árangri í ýmiskonar Iandskeppni og hafa vakið athygli í alþjóð- legri keppni skóla t.d. í stærð- fræði, smíði vélmenna, forrita og starfi í gæðahópum." Siðfræðiáherslan í skólanum vakti athygli Jóns og stefnan að mennta engan nema til að verða góður maður. „Einnig er sam- starfið við heimilin áhugavert," segir hann, „kennarar sækja til dæmis nemendur heim til að kynnast þeim og aðstæðum þeirra og til að hlusta á foreld- rana og áhyggjur þeirra og ánægju." Hann segir alþjóðlega hugsun áberandi í skólanum. „Það er sí- fellt verið að minna nemendur á að þeir séu íbúar í þorpinu jörð. Einnig er mikið lagt upp úr sam- skiptum við nemendur annarra þjóða og töluvert um heimsóknir þeirra milli landa. Kennslan í CMS fer öll fram á ensku til að þessir nemendur geti orðið þegnar í alþjóðlegu samfélagi framtíðarinnar." Markmið CMS er að skólinn eigi að vera betri en samfélag- ið. Hann eigi að vera því leiðar- Ijós. „Hann á að sýna samfélag- inu hvaða árangri er hægt að ná,“ segir Jón og að mikil áhersla sé lögð á þjónustu við samfélagið. Jón Baldvin Hannesson segist fús til að fræða áhugamenn um City Montessori School. „Ég hef aldrei séð árangur í líkingu við þetta og tel mikið hægt að læra af þessum vinnubrögðum." Skrifstofuhúsnæði 54 fm Til sölu er 54 fm (brúttó) skrifstofuhúsnæði á 2. hæð með sérinngangi frá stigahúsi. Er húsnæðið í Ármúla. Það skipt- ist í skrifstofuherbergi og afgreiðslu. Húsnæðið er nú laust. Söluverð er kr. 3.990 þús. Veitir Hanna Rúna nánari upp- lýsingar á skrifstofutíma í síma 515 5500. Hraðnámskeið í tungumálum Næstu námskeið hefjast í apríl Enska • Danska • Sænska • Norska Þýska • Franska • Spænska • ítalska Rússneska • Japanska • Kínverska Portúgalska • íslenska fyrir útlendinga Myndlistar- og enskunámskeið fyrir börn í júní og ágúst. TOMSTUNDASKOLINN Grensásvegi 16A • Sími 588 7222 • www.mimir.is Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Bókmennta- áætlun ESB Sumarstörf Fleiri sumarstörf hafa verið sett inn á heimasíðu EES-vinnu- miðlunar, www.vinnumalastofn un.is, veljið EES-Vinnumiðlun. Einnig er hægt að skoða EURES- gagnagrunn- inn með teng- ingu frá heimasíðunni. ARIANE-bókmenntaáætlun Evrópusambandsins Eini skilafrestur umsókna fyr- ir árið 1999 er 7. mars nk. Um- sóknargögn og nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu upplýsinga- þjónustunnar, Hallveigarstöð- um, Túngötu 14, 101 Reykjavík, s. 5626388, fax 5627171, netfang: culturalcontactpoint@centrum.is Námsgagnagerð í tungumálakennslu SÓKRATES/LINGUA styrkir námsgagnagerð í tungumála- kennslu. Umsóknarf'restur er til 1. júlí nk. Samstarfsverkefni a.m.k. tveggja stofnana frá ESB/EES- löndum. Verk- efni geta var- að í allt að þrjú ár. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Neshaga 16, s. 5255813, netfang: rz@hi.is ■ Kennsla í ung- barnanuddi fyrir foreldra bama á aldr- inum 1—10 mánaða. Næsta námskeið byrjar fimmtudaginn 15. apríl kl. 14.00. Ungbamanudd er gott fyrir öll börn og hefur reynst gagnlegt m.a. við magakrampa, lofti í þörmum og óróleika. Nýlegar rannsóknir sýna að nudd af hendi foreldra hraðar almennt tauga- og heilaþroska, líkamsvexti og hormóna- og frumustarfi ungbama. Sérmenntaður kennari með próf frá I.A.M.I. (Intemational Association of Inf- ant Massage Instmctors) og yfir 10 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c í símum 562 4745, 552 1850 og 896 9653. Aðsendar greinar á Netinu mbl.is _/U-LTa/= G/TTH\SAÐ /VÝTT TIL SÖLII Vegna breytinga á rekstri eru eftirtaldir hlutir tií sölu: 1. Tankgámur - 1000 lítra með utanáliggjandi stálkápu og innri kassa úr plasti (sjá mynd). 2. Vörubretti - mjög sterk. Stærð 180-120 sm. 3. Hrognaskilja. 4. Rafmagnsmótor - Westinghouse, ónotaður, eldra módel - 20 ha, 220/360 V. 5. 8000 lítra mjög góður tankur úr ryðfríu stáli, tvöfaldur.einangraður. Verð samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar gefa Steinar eða Bernhard í síma 551 1570/ 892 1570. MlíSUBiSHl t tiMWÍi nn inui í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.