Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 37 MENNTUN Jón Baldvin Hannesson heimsótti CMS skólann Siðfræði í hávegum höfð JÓN Baldvin Hannesson, for- stöðumaður skólaþjónustu Ey- þings, hefur kynnt sér City Montessori School en honum var boðið þangað í haust. Skólinn er í borginnni Lucknow í Uttar Pradesh og er sagður fjölmenn- asti einkaskóli í heimi með 22.300 nemendur. „Ég dvaldi þarna í fimm vikur en skólinn hefur vakið athygli víða um heim fyrir ótrúlegan ár- angur,“ segir Jón Baldvin. Sunita Gandhi, dóttir stofnenda skólans, sem starfar hjá Council for Global Education í Was- hington, samtökin vinna að framgöngu starfsaðferða sem notaðar eru við CMS, og buðu þau honum að kynna sér starf- semina í Indlandi. Hann hefur gert skýrslu um heimsóknina. „Ég tel að starfsaðferðir CMS eigi erindi hingað þótt það þurfi vissulega að laga þær að ís- lenskri menningu," segir hann, „rétt eins og þarf að hafa í huga með allar hefðir sem við viljum flylja á milli staða.“ Jón segir meginhlutverk CMS- skólans vera tvenns konar. Ann- ars vegar mannrækt eða sið- ferðilegan þroska sérhverrar persónu og hins vegar fræðsla. „Mannræktin er mikilvægari og er forsenda fræðslunnar í CMS. Slagorðið er að bömin eigi að verða góð og fróð eða „making every child good and smart“,“ segir hann. Hann segir að siðfræði sé í há- vegum höfð í skólanum; hún sé kennd í sérstökum tímum og að henni sé jafnframt fléttað inn í allt starf skólans. Hegðun nemenda og gildismat er megin viðfangsefni skólans og beitt er jákvæðum og upp- byggilegum aga. Allt er fyrir bí ef nemandinn temur sér nei- kvætt mat á lífinu. „Gildismatið birtist í hegðun nemenda," segir Jón, „og í skólanum er sífellt verið að spyrja: „Hvernig getum við séð hvort breytni okkar er rétt?“ Nemendum er kenndur sjálfsagi og reynt er að temja þeim umburðarlyndi, gleði, sjálf- saga, vináttu og önnur sammannleg gildi með mark- vissri umíjöllun í skóla og á heimili.“ Hann segir að einnig sé lagt upp úr því að nemendur rækti trú sína. Flestir nemendur skól- ans séu hindúar en áherslan er á að bera virðingu fyrir öllum trú- arbrögðum. „Kröfur til nemenda eru mikl- ar enda eiga þeir ætíð að gera sitt besta,“ segir Jón, „árangur- inn er líka með ólíkindum, því 99% þeirra eru með A í sam- ræmdum prófum á Indlandi. Þeir ná einnig framúrskarandi árangri í ýmiskonar Iandskeppni og hafa vakið athygli í alþjóð- legri keppni skóla t.d. í stærð- fræði, smíði vélmenna, forrita og starfi í gæðahópum." Siðfræðiáherslan í skólanum vakti athygli Jóns og stefnan að mennta engan nema til að verða góður maður. „Einnig er sam- starfið við heimilin áhugavert," segir hann, „kennarar sækja til dæmis nemendur heim til að kynnast þeim og aðstæðum þeirra og til að hlusta á foreld- rana og áhyggjur þeirra og ánægju." Hann segir alþjóðlega hugsun áberandi í skólanum. „Það er sí- fellt verið að minna nemendur á að þeir séu íbúar í þorpinu jörð. Einnig er mikið lagt upp úr sam- skiptum við nemendur annarra þjóða og töluvert um heimsóknir þeirra milli landa. Kennslan í CMS fer öll fram á ensku til að þessir nemendur geti orðið þegnar í alþjóðlegu samfélagi framtíðarinnar." Markmið CMS er að skólinn eigi að vera betri en samfélag- ið. Hann eigi að vera því leiðar- Ijós. „Hann á að sýna samfélag- inu hvaða árangri er hægt að ná,“ segir Jón og að mikil áhersla sé lögð á þjónustu við samfélagið. Jón Baldvin Hannesson segist fús til að fræða áhugamenn um City Montessori School. „Ég hef aldrei séð árangur í líkingu við þetta og tel mikið hægt að læra af þessum vinnubrögðum." Skrifstofuhúsnæði 54 fm Til sölu er 54 fm (brúttó) skrifstofuhúsnæði á 2. hæð með sérinngangi frá stigahúsi. Er húsnæðið í Ármúla. Það skipt- ist í skrifstofuherbergi og afgreiðslu. Húsnæðið er nú laust. Söluverð er kr. 3.990 þús. Veitir Hanna Rúna nánari upp- lýsingar á skrifstofutíma í síma 515 5500. Hraðnámskeið í tungumálum Næstu námskeið hefjast í apríl Enska • Danska • Sænska • Norska Þýska • Franska • Spænska • ítalska Rússneska • Japanska • Kínverska Portúgalska • íslenska fyrir útlendinga Myndlistar- og enskunámskeið fyrir börn í júní og ágúst. TOMSTUNDASKOLINN Grensásvegi 16A • Sími 588 7222 • www.mimir.is Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Bókmennta- áætlun ESB Sumarstörf Fleiri sumarstörf hafa verið sett inn á heimasíðu EES-vinnu- miðlunar, www.vinnumalastofn un.is, veljið EES-Vinnumiðlun. Einnig er hægt að skoða EURES- gagnagrunn- inn með teng- ingu frá heimasíðunni. ARIANE-bókmenntaáætlun Evrópusambandsins Eini skilafrestur umsókna fyr- ir árið 1999 er 7. mars nk. Um- sóknargögn og nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu upplýsinga- þjónustunnar, Hallveigarstöð- um, Túngötu 14, 101 Reykjavík, s. 5626388, fax 5627171, netfang: culturalcontactpoint@centrum.is Námsgagnagerð í tungumálakennslu SÓKRATES/LINGUA styrkir námsgagnagerð í tungumála- kennslu. Umsóknarf'restur er til 1. júlí nk. Samstarfsverkefni a.m.k. tveggja stofnana frá ESB/EES- löndum. Verk- efni geta var- að í allt að þrjú ár. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Neshaga 16, s. 5255813, netfang: rz@hi.is ■ Kennsla í ung- barnanuddi fyrir foreldra bama á aldr- inum 1—10 mánaða. Næsta námskeið byrjar fimmtudaginn 15. apríl kl. 14.00. Ungbamanudd er gott fyrir öll börn og hefur reynst gagnlegt m.a. við magakrampa, lofti í þörmum og óróleika. Nýlegar rannsóknir sýna að nudd af hendi foreldra hraðar almennt tauga- og heilaþroska, líkamsvexti og hormóna- og frumustarfi ungbama. Sérmenntaður kennari með próf frá I.A.M.I. (Intemational Association of Inf- ant Massage Instmctors) og yfir 10 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c í símum 562 4745, 552 1850 og 896 9653. Aðsendar greinar á Netinu mbl.is _/U-LTa/= G/TTH\SAÐ /VÝTT TIL SÖLII Vegna breytinga á rekstri eru eftirtaldir hlutir tií sölu: 1. Tankgámur - 1000 lítra með utanáliggjandi stálkápu og innri kassa úr plasti (sjá mynd). 2. Vörubretti - mjög sterk. Stærð 180-120 sm. 3. Hrognaskilja. 4. Rafmagnsmótor - Westinghouse, ónotaður, eldra módel - 20 ha, 220/360 V. 5. 8000 lítra mjög góður tankur úr ryðfríu stáli, tvöfaldur.einangraður. Verð samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar gefa Steinar eða Bernhard í síma 551 1570/ 892 1570. MlíSUBiSHl t tiMWÍi nn inui í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.