Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 32

Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kristján Jóhannsson syngur Ótelló í Vínaróperunni „Fórum sjö eða átta sinnum framfyrir tjaldið“ KRISTJÁN Jóhannsson söng titil- hlutverkið í Ótelló eftir Giuseppe Verdi á frumsýningu í Vínaróper- unni á sunnudagskvöldið við geysi- góðar undirtektir áhorfenda. í lok frumsýningarinnar risu óperugestir úr sœtum og liylltu Kristján og með- söngvara hans í 20 mínútur með lófaklappi og fagnaðarhrópum. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég syng hlutverk Ótellós hér í Vínar- óperunni," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær og kvaðst að sjálfsögðu ekki geta verið annað en himinlifandi ineð viðtökurnar. „Ég er í skýjunum yfír þessu. Áhorfendur hér eru þekktir fyrir að hreyfa sig aldrei. Nú stóðu allir á fætur og hrópuðu og kölluðu. Við fórum sjö eða átta sinnum framfyr- ir tjaldið. Þetta var stórkostleg upplifun.“ _ Kristján hefur sungið hlutverk Ótellós víða í óperuhúsum undan- farin ár og segist því hafa lagt meg- ináherslu á leiktúlkun hlutverksins. „Hér í Vínarborg hefur Ótelló ekki komið á svið í tvö ár og þá söng Placido Domingo hlutverkið og hann var löngu orðinn heimsþekkt- ur fyrir Ótelló og þá ekki síst leik- KRISTJÁN Jóhannsson í hlutverki Ótellós í Teatro Comunale í Bologna á Italíu fyrir nokkrum árum. Með honum á myndinni er Kallen Esperian í hlut- verki Desdemónu. ræna túlkun sína. Ég vildi því kom- ast jafnfætis honum í leiknum en hafði engar áhyggjur af samanburði á söngmim. Ég þurfti að taka heil- mikið á í leiknum og ég held að með aðstoð allra hafi það tekist ágæt- lega.“ Með Kristjáni syngja kunnir söngvarar, þ.á m. Barbara Frittoli í hlutverki Desdemónu og Ruggero Reimondi syngur hlutverk Iagós. „Frittoli er ung söngkona sem hefur orðið heimsþekkt á undanförnum árum. Við höfum sungið saman áður og erum góðir vinir og náðum mjög vel saman. Reimondi er Iöngu heimsþekktur barítonsöngvari sem hefur sungið á ferli sínum í öllum helstu óperuhúsum heimsins." Kristján mun syngja á sex sýning- um á Ótelló í Vínarborg, þrjár núna og þrjár í haust. „Síðan er ég ráðinn til að syngja II Trovatore hér í Vín- arborg árið 2001, á 100 ára dánar- ári Verdis. Héðan fer ég til Feneyja og syng aðalhlutverkið í Samson og DahÍu eftir Saint-Saéns. Þar á eftir fer ég til Hamborgar og syng Ótelló,“ sagði Krislján Jóhannsson óperusöngvari glaðbeittur eftir frumsýninguna í fyrrakvöld. Fyrirlestur um lista- verk og tvítekning- ar þeirra ROGER Pouivet, dósent í heim- speki við Rennes-háskóla í Frakk- landi, heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands og Félags áhugamanna um heimspeki næstkomandi fimmtu- dag kl. 12. Fyrirlesturinn nefnist „The Work of Art and its Doubles" (Listaverk og tvítekningar þeirra) og verður fluttur á ensku í stofu 201 í Árnagarði. I þessum lestri mun Roger Poivet ræða um verufræðilega stöðu lista- verka og „tvítekninga" þeh-ra, til dæmis viðgerðir,- eftirlíkingar og upptökur. ER lagfært málverk sama verk og áður I fréttatilkynningu segir: „Er málverk, sem hefur verið lagfært og endurbætt, sama verk og áður? Eða er það orðið annað og nýtt verk? Er fullkomin eftirlíking eða afrit af málverki fullgilt listaverk út af fyrir sig, e.t.v. sama verkið og frumritið? Þegar tónleikar er teknir upp á band og við hlustum á bandið, erum við að hlusta á tónleika, eftir hljóm- sveit, eða nýtt verk eftir upptöku- stjóra?“ Fyrirlesturinn er öllum opinn. Ljósmyndir af látnum SJOJWARP Stöð-2 CORPUSCAMERA Heimildarmynd eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Framleiðendur: Böðvar Bjarki Pétursson, Hrafnhildur Gunn- arsdóttir og Siguijón Baldur Haf- steinsson. LÍKLEGA hefur undirritaður ekki verið einn um að fínnast efni myndarinnar Corpus Camera frem- ur fráhrindandi í dagskrárkynn- ingu. Ljósmyndir úr einkaeigu af látnu fólki voru sagðar uppistaða myndarinnar. Vissulega reyndist myndin fjalla um þetta en risti þó mun dýpra og sýndi hvaða tilfínníngar búa að baki ljósmyndinni af hinum látna, hvers vegna fólk geymir myndir af kistu- lagningu og útför, hvernig fólk sættist með þessum hætti við miss- inn og sorgina sem fylg- ir í kjölfar dauðsfalls ástvinar. Eitt af því sem sér- hæfíng nútímasamfé- lagsins hefur leitt af sér er fjarlægðin við dauð- ann. Dauðinn er í þeim skilningi aðskilinn frá lífmu, þó hann sé um leið óaðskilj- anlegur hluti þess. Corpus Camera fjallaði um hvemig fólk hefur sætt sig við og náð samkomulagi við dauðann, hvernig við í nútímasam- félagi kveðjum okkar dánu og hvemig fólk kýs að hlúa að minn- ingu hins látna. Persónulegar frá- sagnir viðmælanda í myndinni af missi ástvina og hvers vegna þeir ákváðu að varðveita minninguna með ljósmjmd eða myndbandsupp- töku voru áhrifamiklar í hógværð sinni. I vissum skilningi var myndin óður til lífsins því hún sýndi að lífið heldur áfram þrátt fyrir sáran og nær óbærilegan ástvinamissi. Fram kom að viðmælendur litu á ljós- myndatöku við kistulagningu sem eðlilegan lokapunkt og fyrir suma var ljósmyndin eins konar staðfest- ing þess að viðkomandi væri raun- veralega látinn. „Síðasta minningin áður en kistunni var endanlega lok- að,“ sagði einn viðmælandi um ljós- myndina sem hann varðveitti. Falleg myndvinnsla einkenndi myndina með tengingum við opnar dyr, rennandi vatn, endalausa strönd og ljós við enda ganga; al- þekktar líkingar við hina eilífu hringrás og annað líf að loknu þessu sem áttu mjög vel við í þessu samhengi. Viðkvæmara og van- meðfarnara efni er varla hægt að hugsa sér en höfundar myndarinn- ar voru verkinu vaxnir og náðu að sýna hversu mikil alvara fylgir ávallt dauðanum, hversu persónu- legur hann ætíð er en einnig hversu mikla virðingu við sýnum í návist dauðans og hve miklu skiptir að eftirlifendur fái að fást við sorg sína á þann hátt sem þeir sjálfír kjósa. Hávar Sigurjónsson Aldamótahús í undirbúningi við Barðastaði Áhugi vakinn á vandaðri byggingarlist og hönnun Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐMUNDUR Jónsson arkitekt á lóð aldamótahússins við Barðastaði. FÉLAG áhugamanna um alda- mótahús hefur fengið Guðmund Jónsson, arkitekt í Osló, til að teikna svokallað aldamótahús sem mun rísa af granni í haust í Staða- hverfi, í næsta nágrenni Korpúlfs- staða. Markmiðið með byggingu hússins er að hvetja til framfara í listrænni mótun umhverfís, auka veg innlendrar framleiðslu og vekja áhuga almennings á gildi vandaðrar byggingai-listar og hönnunar. Hafist verður handa við bygg- ingu hússins í haust en við hönnun, val byggingarefna og byggingu hússins verður kappkostað að það falli vel að þörfum íslenskrar fjöl- skyldu í upphafi nýrrar aldar, auk þess að vera dæmi um vandaða og framsækna byggingarlist sem er til prýði í umhverfi sínu. Stefnt er að því að húsið verði fullbúið upp úr miðju ári 2000 og mun það þá verða opið almenningi til sýnis út árið og jafnvel lengur, en verkefnið tengist Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Einnig er gert ráð fyrir að húsið nýtist til kynn- ingar og fræðslu um hönnun, arki- tektúr og íslenska framleiðslu í tengslum við heimsóknir nemenda af öllum skólastigum. Áætlaður heildarkostnaður um 20 milljónir króna Miðað er við að húsið verði á bil- inu 140-160 fermetrar að gi-unnfleti og er áætlaður heildarkostnaður við byggingu þess um 20 milljónir króna. Ahersla er lögð á að bygg- ingarkostnaður liggi sem næst þeim ramma sem tíðkast í einbýlis- húsum af svipaðri stærð sem byggð eru á almennum markaði og innlent byggingarefni verður notað að svo miklu leyti sem hægt er. Þegar verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í gær sagði Ágúst Þór Amason, einn stjórnar- manna í Félagi áhugamanna um aldamótahús og stjómarmaður í Reykjavíkurakademíunni, að alda- mótahúsið ætti sér orðið um fímm ára aðdraganda. „Þá fórum við að huga að því hvort ekki væri rétt að endurvekja þá einbýlishúsahefð sem var komin á hér á sjöunda ára- tugnum og Happdrætti DAS átti veg og vanda af,“ sagði hann. Auk Ágústs Þórs eru í stjórninni Eyjólfur Pálsson, hönnuður og framkvæmdastjóri EPAL, sem jafnframt er formaður félagsins, Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri og formaður Versl- unarráðs Islands, Kristinn Tryggvi Gunnarsson, markaðsstjóri SPRON, og Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Með stjórninni starfa sem ráðgjafar Vífill Oddsson verk- fræðingur og Pétur H. Ármanns- son arkitekt. Samningar hafa tekist við Spari- sjóð Reykjavíkur og nágrennis um fjármögnun verkefnisins meðan á framkvæmdunum stendur, en til að standa undir kostnaðinum verður húsið selt á almennum markaði að sýningu lokinni. Verði hagnaður af sölunni, verður hann allur látinn renna í sérstakan sjóð til eflingar nýsköpunar í hönnun og bygging- arlist á Islandi. Utsýni yfír Leirvoginn í átt að Esjunni og Kjalarnesi Reykjavíkurborg hefur lagt til byggingarlóð við Barðastaði 67, í jaðri Staðahverfis, með opið svæði á tvo vegu og útsýni til vesturs og norðurs yfir Leirvoginn í átt að Esjunni og Kjalarnesi. Lóðin er á brán klappabeltis og ekki verður byggt á næstu lóð austan við hana, en þar era klettar. Arkitektinn, Guðmundur Jónsson, hyggst nýta klappirnar við mótun hússins „og undirstrika samhengi náttúru og húss og útsýnisins sem er alveg einstakt á þessum stað,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.