Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska Smáfólk THI5 15 THE BOOK I didn't REAP IN NOVEMBER.. D=r THIS is the BOOKI DIDM'T READIN DECEMBER, ANDTHIS I5THE ONEI DIDN'T READIN JANOARV. 50 THIS MUST BE FEBROAKT.. I CAN ALUJAT5 TELL UlHAT MONTH IT 15 BV THE BOOK1 DIPN'T REAP THERE'5 A NEU) UIEIRP LI5T OUT, 5IR... YOU'REATEN.. Þetta er bókin sem ég Þetta er bókin sem ég Svo að það Ég get alltaf séð hvaða Það hefur borist Ias ekki í nóvember... las ekki í desember, hiýtur að vera mánuður er á þeirri bók sem ég nýr undarlegur listi, og þetta er sú sem ég febrúar... las ekki. herra... þú ert tíu... las ekki í janúar... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stöðvum hval- veiðiáformin Frá Björgvini Björgvinssyni: ÉG las í ferðablaði Morgunblaðsins 28.3. sl. að Alþingi hefði samþykkt hinn 10.3. sl. að hefja undirbúning hvalveiða við Island eftir 10 ára hlé. Þetta eru mjög slæmar fréttir sem sýna enn á ný að þrjóskan er að drepa fjölmarga íslenska stjórn- málamenn. Þeir berja hausnum endalaust við steininn og vilja ekki skilja að hvalveiðar heyra sögunni til og þeir skilja ekki heldur að slík- ar veiðar geta bara skaðað ímynd íslands. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta væru nákvæmlega sömu ís- lensku stjórnmálamennirnir og hafa framfylgt þeirri óskiljanlegu stjórn- málastefnu á Islandi að hygla örfá- um fjölskyldum og fyrirtækjum með milljarða gjafakvótum úr sam- eiginlegri auðlind hinnar íslensku þjóðar. Þessir íslensku stjórnmála- menn skilja ekki muninn á réttu og röngu. Þess vegna munu þeir vafa- laust halda áfram að ausa út millj- örðum í gjafakvóta, ef þeir mögu- lega geta, og hefja hvalveiðar á ný þó svo að allur hinn siðmenntaði heimur sé á móti slíkum veiðum. En þessa óvita verður að stöðva. Þeir hafa að vísu völdin og geta gert hvað sem þeim sýnist og völdin verða vafalaust áfram í þeirra hönd- um eftir næstu kosningar. Þess vegna hvet ég alla hvalfriðunar- sinna sem látið hafa í sér heyra á liðnum árum, að safna saman liði og kröftum í eina samstæða heild, og reyna að koma í veg fyrir að hval- veiðar hefjist á ný við Island. Ég tel nefnilega að í dag sé sá hópur á Is- landi mjög stór sem er andsnúinn hvalveiðum. Þetta fólk þarf endilega að láta í sér heyra. Næsta sumar kem ég með finnsk- an ferðamannahóp til Islands héðan frá Finnlandi. í íslandsferðinni er m.a. ætlunin að fara með hópinn í hvalaskoðunarferð, líklegast frá Snæfellsnesi enda hefur fólkið sýnt mikinn áhuga á slíkri hvalaskoðunar- ferð. Það er einmitt þessi þróun í ís- lenskri ferðaþjónustu sem þarf að hlúa að, og þar eru hvalaskoðunar- ferðirnar orðnar mjög vinsælar. En ferðafólkið hefur áhuga á lifandi hvölum, en ekki dauðum. Sama má segja um hina íslensku náttúru, fólk vill sjá hana óspillta og lifandi, og tala ég af eigin reynslu, því ég kom með ferðahóp til Islands fyrir tveim- ur árum, og enn eldra dæmi er fyrir tæpum 20 árum: En þá ók ég tvö sumur með franska og þýska ferða- menn hringinn um Island, og var komið víða við á hálendinu. Fólk hreifst af rými landsins og villtri náttúru. Enn í dag er það nákvæm- lega það sama sem dregur ferða- menn til Islands, og þetta er yfirleitt ferðafólk sem er sér afar meðvitandi um umhverfið, náttúruunnendur og oftast miklir dýravinir. Þetta fólk hættir vafalaust að koma til Islands ef hálendinu er spillt með virkjunar- framkvæmdum og hvalveiðar hafnar á ný. Jákvæð uppbygging ferðaþjón- ustu á Islandi gefur miklu meira af sér en steindauðir hvalir. Það yrði gæfuspor fyrir Island ef fólki tækist að stöðva tímanlega hin skaðlegu áform hvalapólitíkurinnar. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Skógaskóli 50 ára Frá Helgu R. Einarsdóttur: SKÓGASKÓLI fimmtíu ára, bréf til gamalla nemenda: Á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá stofnun Héraðsskólans í Skógum. Við erum orðin nokkuð mörg sem þangað höfum sótt menntun og fé- lagslegan þroska. Ég er ekki viss um að við höfum öll á skólaárunum gert okkur grein íyrir því hvað þessi skólavist gerði okkur gott, við vorum bara í skóla og þótti flestum gaman, enda á þeim aldri sem allt er svo óskaplega skemmtilegt. Auðvitað munum við kennarana okkar sem við bjuggum í nánu sambýli við stóran hluta ársins, þá var ekki farið heim um helgar og gat jafnvel gengið á ýmsu að komast í jólafríið. Já, við munum kennarana en kannski ekki nákvæmlega allt sem þeir reyndu að kenna okkur, en öll munum við'skólann og umhverfið. Við munum fótbolta á túninu, göngu- ferðir í útitíma, inn í Kvernugil eða út að Fossi. Sólbaðslautirnar uppi á heiði og flangs bakvið hurðir og hóla. Flangs var reyndar stranglega bannað og er þetta líklega í fyrsta sinn sem ég voga mér að nefna það upphátt - hvað þá á prenti. Á seinni árum hafa orðið breytingar á skóla- starfinu, byggingum hefur fjölgað og flangs er líklega ekki lengur ein af höfuðsyndunum. En skólinn okkar gamli er eins og áður, matsalurinn niðri og stelpugangurinn nokkrum þrepum ofar strákaganginum. Áfmælishátíð verður haldin í skól- anum í nóvember og þótt ég eigi ekkert með að bjóða til þeirrar veislu, skal ég segja ykkur að þai- vai- gaman í afmælisveislu fyrir tíu árum. Eigum við að gefa skólanum af- mælisgjöf? Eitt þúsund krónur frá hverjum einasta nemanda sem þar hefur gengið um ganga gæti orðið nokkuð myndarleg upphæð. Ég hef eftir áreiðanlegum heimildarmanni að þeim aurum yrði varið til nútíma tæknivæðingar skólans. Opnaður hefur verið söfnunarreikningur í Landsbankanum á Selfossi. Afmæl- issjóður Skógaskóla, kt. 190344- 3399. Bankanr. 0152, reikningsnr. 264471. Látið nafn og skólaár fylgja. Þið sem þetta lesið, verið svo væn að hjálpa mér að flytja þessi tilmæli til skólafélaganna. Skrifið númerin á miða til að hafa með næst þegar farið verður í bank- ann. Það verður spennandi að sjá hvaða árgangur nær bestum árangri. Minnumst skólaáranna myndarlega, einnig þeirra kennara og félaga sem hafa kvatt þennan heim, ég veit þeir fylgjast með okkur eins og alltaf áður. HELGA R. EINARSDÓTTIR, Rauðholti 9, Selfossi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.