Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forvitnast
um lífíð í
Reykjavík
KOSOVO-ALBANARNIR sem
komu hingað til lands í síðustu
viku fóru í skoðunarferð um
Reykjavík um helgina. Að sögn
Hólmfríðar Gísladóttur starfs-
manns Rauða krossins gekk ferð-
in vel og var hópurínn mjög
áhugasamur um Reykjavík. Voi-u
þau frædd um sögu borgarinnar
og sýndir helstu einkennisstaðir
hennar. Meðal annars var farið
með hópinn í Perluna og Arbæj-
arlaug, en einnig var ekið með
hann um borgina, honum sýnd
höfnin, Viðey, Laugardalurinn
og miðbærinn.
Að sögn Hólmfríðar verður
farið að kenna hópnum íslensku
eins fljótt og hægt er. Einnig
verður farið með hann í göngu-
ferð um miðbæinn, sund og
margt fleira þegar betur viðrar,
en nokkuð kalt var í veðri á
sunnudaginn.
I gær fóru öll börnin í hópnum í
Barnaríki, og léku sér í boltalandi
og fleiri ævintýralegum leiktæhj-
um. Þessir þrír virtust skemmta
sér vel í boltalandinu.
Matarsöfnun fyrir
flóttamenn á Balkanskaga
RKI vonast til að geta sent 3 tonn af
mat til Albaníu þegar söfnun lýkur
RAUÐI kross íslands hefur mat-
arsöfnun til handa flóttafólki á
Balkanskaga á fímmtudag. Söfnun-
in er gerð í samstarfi við Hagkaup,
útvarpsstöðina Létt 96,7, Samskip
og Islandspóst. Seldir verða matar-
pakkar í Hagkaup í Skeifunni og
vonast RKÍ til þess að eigi færri en
5.000 pakkar seljist á nokkrum
dögum.
100.000 manns enn í flótta-
mannabúðum í Albaníu
Hver pakki inniheldur 20.000
kaloríur og á að fæða einn einstak-
ling í allt að tvær vikur. I pakkan-
um eru sex kíló af mat: olía, hrís-
grjón, salt, sykur, bakaðar baunir
og pasta og vonast RKI til að geta
sent 3 tonn af matarpökkum til Al-
baníu strax og söfnuninnni lýkur.
Söfnunin gengur fvrir sig á þann
hátt að fólk kaupir matarpakka á
600 krónur í Hagkaup og fer með
hann í gám sem stendur fyi-ir utan
verslunina.
Svipaðar aðgerðh- eiga sér stað í
öðrum löndum á vegum landsfélaga
Rauða krossins en Sigrún Araa-
dóttir framkvæmdastjóri RKI er
nýlega komin frá Albaníu þar sem
hún kynnti sér framkvæmd verk-
efnisins og aðstæður flóttamanna.
Að hennar sögn verða matar-
pakkarnir sendir sjóleiðina til
hafnarborgarinnar Durres í Alban-
íu og verða væntanlega komnir
þangað viku eftir brottför. Þaðan
verða þeir fluttir til flóttamanna-
búða víða í Albaníu þar sem yfír
300.000 manns halda enn til.
Kapp lagt á að koma í veg fyrir
útbreiðslu sjúkdóma
Að sögn Sigrúnar er brýn þörf
fyrir mat og eru matvæli, hreinlæt-
Morgunblaðið/Mikkel 0stergaard
SIGRÚN Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross íslands skoðaði
aðstæður (lóttamanna í Albaníu í síðustu viku.
Morgunblaðið/J6n Svavarsson
isvörur og lyf fremst á forgangs-
listanum um hjálpargögn. Fatnað-
ur er nægur og ekki jafnmikil þörf
á honum nú og áður. Sigrún segir
að hún hafí fyrst áttað sig á hversu
gífurlega stórt verkefni það væri
að aðstoða allan þennan fjölda, sem
hefur verið hrakinn frá heimilum
sínum, þegar hún skoðaði aðstæður
á svæðinu.
Segh- hún að í Albaníu sé nú lagt
kapp á að flytja alla flóttamenn
sem fyrst frá flóttamannabúðum
við landamæri Kosovo og Albaníu.
200.000 flóttamönnum hefur verið
komið fyrir á opinberum stöðum
eins og barnaheimilum, íþróttahús-
um og skólum auk þess sem al-
banskai' fjölskyldur hýsa fjölskyld-
ur á heimilum sínum.
„Það var vægast sagt mjög dap-
urlegt og eiginlega alveg ömur-
legt að horfa upp á ástandið
þarna. Mikilvægustu verkefnin
núna eru að reyna að koma fólki í
öruggt skjól eins fljótt og auðið
er. Einnig er lagt kapp á að koma
í veg fyrir að sjúkdómar breiðist
út. Mannúðarsamtök standa
frammi fyrir gífurlega stórum
verkefnum og sinna því eftir
fremsta megni, en það sem þarf
eru pólitískar lausnir og það
fljótt,“ sagði Sigrún í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Að sögn Sigrúnar hefur Alþjóða
Rauði krossinn sent út neyðar-
beiðni fyrir næstu 6 mánuði og er
reiknað með að skipulagt hjálpar-
starf í Albaníu einni muni kosta um
3 milljarða.
Kveðjum frá týndu
fólki útvarpað
Sigríður Guðmundsdóttir, skrif-
stofustjóri alþjóðadeildar Rauða
kross Islands fór til Genfar í gær á
fund Alþjóða Rauða krossins um
stöðu mála í Kosovo. Tilgangur
fundarins er að ræða um ástandið á
Balkanskaga og samhæfa aðgerðir
um hjálparstarf. Verður þar farið
yfir hvað búið er að gera og hvað
verður gert á næstunni.
Rauði krossinn vekur athygli á
því að útvarpsstöðvarnar Radio
Tirana, Voice of America og
Deutsche Welle eru með útsend-
ingar sem eiga að nást hérlendis
þar sem fólk sendir kveðjur til
skyldmenna og aðrir láta vita um
hvar það er statt. Hægt er að nálg-
ast bylgjulengdir stöðvanna hjá
Rauða krossi Islands auk þess sem
tekið er við beiðnum um leit að
skyldfólki.
Fagnaðarfundir þegar síðustu flóttamennirnir komu til landsins um helgina
Morgunblaðið/RAX
OSMAN Haziri, Zejnie kona hans og elstu börnin þeirra þrjú, Lindita,
Artan og Valjbone, eru þakklát fyrir að vera komin saman á ný.
Yngsta meðlim fjölskyldunnar, Gezim, vantar á myndina.
Langaði að faðma
hana en menning-
in leyfði það ekki
HAZIRI-fjölskyldan er samein-
uð á ný eftir aðskilnað sem þau
héldu að myndi vara að eilífu.
Allir flóttamennirnir 23 frá
Kosovo eru því komnir til
landsins. Sameinuð í nýju landi
horfa þau björtum augum til
framtíðarinnar eftir erfiðan að-
skilnað.
„Þegar við fórum frá Grikk-
landi hélt ég að ég myndi skilja
þær eftir að eilífu. Ekki bara af
því að við vorum að fara sitt í
hvort landið heldur vegna þess
að ég var hræddur við ferðalag-
ið, bjóst alveg eins við því að
flugvélin færi niður á leiðinni
yfir hafið,“ sagði fjölskyldufað-
irinn Osman Haziri í gær.
Stundin sem hann sá konu sína
og dóttur á flugvellinum var
engu lík. Að hans sögn hefur
hann aldrei verið svo nálægt
því að brjótast út úr albanskri
menningu, og láta tilfinningar
ráða. Venjan er að láta tilfinn-
ingar ekki brjótast út í marg-
menni.
„Þegar ég sá hana langaði
mig að hlaupa að henni og
faðma hana að mér. Þetta var í
fyrsta skipti í okkar 25 ára
hjónabandi sem ég var næstum
búinn að gleyma menningunni
og láta tilfinningarnar ráða inn-
an um annað fólk. Á síðustu
stundu áttaði ég mig, og við tók-
umst í hendur,“ sagði Osman.
Skildi hjartað eftir í Kosovo
Valjbone, elsta dóttir hjón-
anna varð eftir með móður
sinni á Korfú. Hún sagði að
þungu fargi hefði verið af sér
létt þegar þær mæðgur komust
í faðm fjölskyldunnar. Þær fóru
í læknisskoðun í gær og var
móðirin Zejnie óðum að ná sér.
Hún var ekki lengur með verk
fyrir brjósti og hafði náð að
hvfla sig svolítið þótt hún þarfn-
aðist meiri hvfldar. Starfsmenn
Rauða krossins sem verið hafa
með hópnum segja að Haziri-
fjölskyldan hafi tekið stakka-
skiptum eftir að þær mæðgur
komu til landsins og móðirin
hafl ekki síst verið ánægð með
að vera komin heil á húfl í faðm
fjölskyklunnar.
„Við höfum gengið í gegnum
svo ómennskar aðstæður að það
var ekki réttlátt þegar við loks
vorum á leið til friðarins að
móðir okkar skyldi þurfa að
verða eftir. Mér finnst það vera
kraftaverk að við skulum vera
sameinuð á ný,“ sagði Artan, 17
ára sonur hjónanna.
Fjölskyldan lítur framtíðina
hér á landi björtum augum
þrátt fyrir að hér sé allt nýtt
fyrir þeim: „Ég lít framtíðina
björtum augum, en ber hana
ekki saman við fortíðina. Ég er
snortinn af þeim móttökum sem
við höfum fengið hér en hjartað
skildi ég eftir í Kosovo. Það er
landið mitt,“ sagði Osman að
lokum.