Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Léleg heimild leiðrétt
I LIÐLEGA 60 ár
hef ég verið tryggur
lesandi Morgunblaðs-
ins, þótt ég hafí ekki
alltaf verið sammála
öllu því, sem þar hefur
verið haldið fram. Þess
vegna finn ég þörf hjá
mér til þess að þakka
ritstjórn og.. fram-
kvæmdastjóra fyrir
myndarlegt aukablað
. .31. mars sl. í tilefni 50
ára afmælis Atlants-
hafsbandalagsins. Er
það ágætt dæmi um til-
raun til þess að koma
umræðunni um utan-
ríkis- og öryggismálin
á vitrænna stig en hún hefur oft
verið á her á landi síðustu 50 árin
eða svo. I því sambandi er verðugt
að nefna grein Vals Ingimundar-
sonar, sagnfræðings, í blaðinu en
einnig bók hans „I eldlínu kalda
stríðsins“.
Af vh-ðingu við Vál og fræðistörf
hans vil ég þó koma á framfæri leið-
réttingu vegna rangra ummæla eins
heimildarmanns hans, þ.e. Freder-
- icks Iivings, sem var sendiherra
Bandaríkjanna í Reykjavík á árun-
um 1972-6. Sendiherrann heldur
því fram, að ríkisstjórn Olafs Jó-
hannessonar hafí verið klofin í af-
stöðunni til brottfarar vamarliðsins
frá Keflavík. Tveir ráðheirar hafi
Hannes
Jónsson
verið á móti, þrír fylgj-
andi, einn ekki afdrátt-
arlaust fylgjandi, ann-
ar beggja blands.
Allt eru þetta rang-
hugmyndir Ii-vings
sendiherra.
Það var eining um
öll atriði málefnasamn-
ingsins frá 1971, þ.á m.
um brottför hersins.
Eg sá um útgáfu
samningsins og vissi
vel um stöðu mála.
Það var einnig full
eining um, að hverju
skyldi stefnt í varnar-
málum á ríkisstjórnar-
fundi 21. mars 1974.
Þá gekk ríkisstjórnin frá drögum
að „umræðugrundvelli um endur-
skoðun á varnarsamningi Islands
og Bandaríkjanna" fyrir Einar
Ágústsson, utanríkisráðherra, sem
hann kynnti í viðræðum um varnar-
málin í Washington 8. og 9. apríl
1974. Er samþykkt þessi prentuð
orðrétt og í heild í fyrra bindi bókar
minnar „Sendihen-a á sagnabekk",
bls. 286-9. Einnig er hún prentuð í
heild í riti, sem ég tók saman að
frumkvæði forsætisráðherra og í
samráði við fagráðherrana undir
nafninu „Minnisverð tíðindi úr
stjórnarsamstarfinu", bls. 35-7. Is-
lenskir sagnfræðingar hafa þarna
aðgang að sannsögulegum íslensk-
Megi skyn-
semin ráða
SU LEIÐA stað-
reynd að ekki er til
nægilegt af öllum gæð-
um til þess að uppfylla
allar þarfir (langanir)
allra manna leiðir til
samkeppni og baráttu
um gæðin. Á máli hag-
fræðinnar heitir þetta
fyrirbæri, lögmál
skortsins. Hagræðin,
sem fræðigrein, væri
ekki til ef enginn
. skortur væri á efnis-
'legum gæðum. En
skorturinn er stað-
reynd. Spurningin er á j>(-)r
hvern hátt heppilegast Guðmundsson
se að bregðast við hon-
um. Ymsir möguleikar eru tiltækir.
Einn er að láta hnefaréttinn ráða.
Annar að fela stjórnvöldum að búa
Poverty of Nations eft-
ir David Lades).
Við Islendingar höf-
um reynt sértæk úr-
ræði við stjórn efna-
hagsmála oft og á
mörgum sviðum og
aldrei reynst vel. Má
t.d. nefna tímabii inn-
flutningshafta
1947-1950 og fjölgeng-
isstefnuna og báta-
gjaldeyriskerfíð
1951-1956. Ekki síst
þekkjum við þó áhrif
sértækra úrræða frá
tímum einokunarversl-
unar Dana, sem stóð í
um tvær aldir. Þá var
Efnahagsstjórn
Almennar reglur við
stjórn efnahagsmála,
segir Þór Guðmunds-
. son, gefa betri árangur
en sértækar.
til leikreglur, sem eru í senn rétt-
látar og gefa góðan árangur. Þá er
um tvo meginflokka úrræða að
velja. Almenn úrræði og sértæk úr-
ræði. Almenn eru úrræðin, þegar
leikreglur þær sem settar eru,
gilda jafnt fyrir alla. Allir hafa
sama rétt, ef til vill ekki sömu
möguleika, en sama rétt. Sértæk er
úrræðin þegar þegnunum er mis-
munað, þá fá einstaklingar eða fé-
lög í eigu þeirra úthlutað gæðum
umfram aðra, fá sérréttindi. Oftast
eru í upphafí búnar til einhverjar
reglur til þess að auðvelda og rétt-
læta úthlutunarkerfíð, en þær hafa
þá náttúru að vilja riðlast af ýmsum
ástæðum og verða til tjóns áður en
yfír lýkur. Öllum þjóðum á öllum
^ímum hafa sértækar reglur við
stjórn efnahagsmála reynst illa.
(Sjá t.d. bókina The Wealth and
einstökum dönskum kaupmönnum
úthlutað einkaleyfi, gegn gjaldi til
konungs, til þess að versla á
ákveðnu landssvæði. Rétt er að
taka það fram að leyfið var ekki
framseljanlegt. Vegna þess hversu
illa þessar sértæku reglur reyndust
voru tekin upp almenn úrræði. I
stað innflutningshafta og fjölgeng-
isstefnu (úthlutun á gæðum til for-
réttindahópa) lýtur verðlagning
gjaldeyris nú lögmálum framboðs
og eftirspurnar, svo og öll verslun í
landinu. Með hliðsjón af framan-
greindu má spyrja hvernig standi á
því, að teknar hafa verið upp sér-
tækar reglur við stjórnun fískveiða
hér á landi. Er Islendingum fyrir-
munað að læra af eigin reynslu og
annarra? Almennar reglur við
stjórn efnahagsmála, reglur sem
gilda jafnt fyrir alla, hafa allar og
alltaf sýnt sig gefa betri árangur og
réttlátari en þær sértæku. Sem
dæmi um almennar reglur sem
nota mætti við stjórn fískveiða,
mætti nefna sóknardagatakmark-
anir eða útboð á veiðiheimildum
(með skilyrðum ef vill). Þeir sem
þegar eru í náðinni og hafa fengið
úthlutað veiðiheimildum í samræmi
við hinar sértæku reglur, verða þó
að sjálfsögðu seinni sáttir vð að
teknar verði upp almennar reglur
en það er óumflýjanlegt ef ekki á
illa að fara.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sagnfræði
Natóaðild án hersetu,
segir Hannes Jónsson.
Þetta var kjarninn í
stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í varnarmálum.
um heimildum um málið og þurfa
því ekki að byggja á ímyndunarafli
erlends sendiherra.
Landhelgismálið
hafði forgang
Hitt er svo annað mál, að forsæt-
isráðherra lét framkvæmd stefn-
unnar í hennálinu liggja í salti
framan af stjórnarsamstarfínu.
Þetta stafaði af því, að hann lagði
höfuðáherslu á að ná einróma sam-
stöðu um landhelgismálið á Alþingi,
svo sem raun varð á 15. febrúar
1972. Framan af var hann í vafa
um, að þetta tækist nema því að-
eins að hann léti aðgerðaleysi gott
heita varðandi stefnuatriðið um
brottför varnarliðsins. Áhættuna af
vafanum vildi hann ekki taka. Þótt
margir þingmenn stjórnarandstöðu
Sjálfstæðisflokksins væru ötulir
stuðningsmenn stefnunnar í land-
helgismálinu voru þeir allir sem
einn á móti stefnu stjórnarinnar um
brottfór hersins.
Hitt kom einnig til, að um tíma
efaðist forsætisráðherra um, hvort
þingmeirihluti væri fyrir stefnuat-
riðinu um brottför hersins. Kom
þessi efi hans mjög greinilega fram,
þegar hann bað mig að fresta
enskri útgáfu á baksviðsupplýs-
ingariti um stefnu stjórnarinnar í
varnar- og öryggismálum, en mikil
þörf var fyrir það vegna ágangs er-
lendra blaðamanna, sem margir
hverjir gerðu ekki greinarmun á
landhelgismálinu og herstöðvar-
málinu. Er þetta rakið nánar í fyiT-
greindri bók minni, bls. 244-8.
Af þessum ástæðum vora að-
gerðir stjórnarinnar í herstöðva-
málinu næsta máttlausar, þar til í
apríl 1974. Að vísu fóru viðræður
fram í Washington 24.-26. janúar
1973. Hinn 25. júní var formlega
óskað eftir umsögn Nato um málið
skv. 7. grein varnarsamningsins.
Svar frá Nato fékk ríkisstjórnin 17.
sseptember 1973. Viðræður fóru
fram í Washington 3.-4. október og
í Reykjavík 13. nóvember 1973.
Natoaðild án hersetu
William Rogers, utanríkisráð-
heira Bandaríkjanna, kom í heim-
sókn til Islands og átti fund með
forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra í ráðherrabústaðnum 3. maí
1972. Eg var í fylgdarliði forsætis-
ráðheira og fylgdist vel með við-
ræðunum. Fundurinn var bæði um
ýmis alþjóðamál, sem á dagskrá
voru, en síðan sérstaklega um tví-
hliða samskipti íslands og Banda-
ríkjanna. Þegar kom að varnar- og
öryggismálum var af Islands hálfu
lögð höfuðáhersla á, að ákvæði mál-
efnasamnings ríkisstjórnarinnar
um öryggismál væru tvíþætt: Aðild-
in að Atlantshafsbandalaginu, sem
ekki stæði til að breyta, og í öðru
lagi vera varnarliðsins í landinu,
sem ekki væri lengur þörf fyrir.
Markmiðið væri því að koma aftur á
því fyrirkomulagi, sem hér ríkti á
árunum 1949-51, þ.e. Natoaðild án
hersetu. Þetta var kjarninn í stefnu
ríkisstjórnarinnar í varnaiTnálum.
William Rogers notaði þetta til-
efni til þess að árétta það, sem
hann sagðist hafa sagt Einari
Ágústssyni þegar þeir hefðu talast
við í september 1971, að Banda-
ríkjamenn mundu flytja her sinn
frá Kefiavík, ef Islendingar óskuðu
þess. Það væri þáttur í grundvallar-
stefnu Bandaríkjanna að hafa ekki
herlið eriendis nema samkvæmt
ósk viðkomandi ríkis.
í svari sínu sagði Einar Ágústs-
son m.a., að landhelgismálið hefði
algjöran forgang hjá stjórninni, og
túlkaði málstað okkar í því með
miklum ágætum. Tók Rogers mjög
jákvæða afstöðu til málsins. Síðan
sagði Einar, að vegna fámennis í
utanríkisþjónustu okkar hefðu
flestir verið uppteknir við landhelg-
ismálið. Þess vegna hefði orðið út-
undan að undirbúa formlegar við-
ræður um brottför varnarliðsins.
Rogers svaraði Einari með því að
segjast vera reiðubúinn að taka á
móti honum í Washington til við-
ræðna um málið á tíma, sem báðum
hentaði. Er nánari frásagnir af mál-
inu að finna í 8. kafla bókar minnar
„Sendiherra á sagnabekk".
Eftir samkomulagið við Breta um
landhelgismálið 13. nóvember 1973
var sú skýring ekki lengur trúverð-
ug, að utanríkisþjónustan væri svo
ofhlaðin störfum, að hún gæti ekki
farið að undirbúa framkvæmd
stefnunnar um brottfor hersins. I
framhaldi af því hertu ráðherrar Al-
þýðubandalagsins á um aðgerðir í
hermálinu. Hinn 21. mars 1974 sam-
þykkti ríkisstjórnin svo samhljóða
„drög að umræðugrundvelli“, sem
utanríkisráðheiTa kynnti í Was-
hingtonviðræðunum 8. og 9. apríl
1974 og ég gat um hér að framan.
Stjórnin „féll“ ekki
I grein sinni segir Valur, að
stjórnin hafi fallið vorið 1974.
Tæknilega er þetta ekki rétt. Mað-
urinn, sem alltaf þóttist vera að
„sameina" vinstrimenn með því að
kljúfa samtök þeirra, Hannibal
Valdimarsson, beitti sér gegn
stefnu stjórnarinnar um ráðstafan-
ir í efnahags- og fjái-málum, ekki
varnarmálum. Hann og fjórir af
fimm þingmönnum flokks hans
ákváðu að ganga til liðs við stjórn-
arandstöðu viðreisnarflokkanna og
fella ríkisstjórnina. Olafur Jóhann-
esson gaf þeim hins vegar ekki
tækifæri til þess. Þegar hann var
orðinn fullviss um óheilindi Hanni-
bals og flokksbrots hans beitti hann
sér fyrir þingrofi og að boðað yrði
til kosninga 30. júní 1974.
Urslit þeiira kosninga urðu eins
konar ,jafntefli“ í herstöðvarmál-
inu og samsvarandi aðgerðarleysi í
því, þótt samkomulag yrði um
minniháttar breytingar á varnar-
málunum eftir að ný stjórn fram-
sóknar- og sjálfstæðismanna tók
við völdum síðar á árinu undir for-
ustu Geirs Hallgrímssonar.
Eg vona að framangreindar
ábendingar verði íslenskum sagn-
fræðingum og öðrum að einhverju
gagni og hjálpi þeim til að hafa það
heldur sem sannara reynist.
Höfundur er fyrrverandi sendiherru
og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Olafs
Jóhannessonar.
Gjöld öldrunarþjónustu
í Reykjavík hækkar
Á FUNDI borgar-
ráðs 2. mars sl. lögðu
borgarráðsfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins
fram svohljóðandi fyr-
irspurn:
„Oskað er upplýs-
inga um allar hækkan-
ir hjá Félagsmála-
stofnun (Félagsþjón-
ustunni í Reykjavík)
frá 15. júní sl., sem
varða húsnæði, fæði,
þjónustu og námskeið.
I hverju eru viðkom-
andi hækkanir fólgnar,
fyrir hvaða þjónustu er
verið að greiða og
hverjar eru viðbótar-
Ólafur F.
Magnússon
tekjur vegna þeiira áætlaðar a) á
áririu 1998 og b) á árinu 1999?“
I svari Félagsþjónustunnar í
Reykjavík, sem lagt var fyrir borg-
arráð 23. mars sl. kemur fram að
aukin útgjöld aldraðra Reykvíkinga
vegna þessara hækkana verða 33
milljónir króna á þessu ári. Hækk-
anirnar sundurliðast þannig:
1. Kaffi og meðlæti á félags- og
þjónustumiðstöðvum aldraðra
hækkar úr 60 kr. í 70 kr. eða um
16,67%. Áætlaðar viðbótartekjur
vegna þessa nema 1,5 milljónum
króna á þessu ári.
2. Matur á félags- og þjónustu-
miðstöðvum aldraðra hækkar úr
320 kr. í 360 kr. eða um 12,5%.
Áætlaðar viðbótartekj-
ur nema 10 milljónum
króna á þessu ári.
3. Heimsending
matar hækkar úr 100
kr. í 110 kr. eða um
10%. Áætlaðar viðbót-
artekjur nema 925
þúsundum króna á
þessu ári.
4. Gjaldskrá fyrir
heimaþjónustu hækkar
úr 175 kr. í 200 kr. á
klukkustund eða um
14,2%. Áætlaðar við-
bótartekjur nema 7
milljónum króna á
þessu ári.
5. Þjónustugjald í
aldraðra í Furugerði,
Félagsþjónusta
Aukin útgjöld aldraðra
Reykvíkinga vegna
þessara hækkana, segir
Ólafur F. Magnússon,
verða 33 milljónir
íbúðum
Lönguhlíð og Norðurbrún verður
ki’. 6.500 á mánuði en var ekkert
áður. Þjónustugjald í einstaklingsí-
búðum í Seljahlíð verður kr. 12.023
á mánuði, en kr. 13.715 í hjónaíbúð-
um. Nauðsynlegt er að taka fram
að verið er að taka upp áðurnefnd
gjöld til samræmis við hliðstæða
þjónustu annars staðar. Þar ber
hæst sólarhrings öryggis- og þjón-
ustuvakt. Áætlaðar viðbótartekjur
vegna þessa nema 12 milljónum
króna á þessu ári.
6. Gjald verður tekið fyrir nám-
skeið í félagsstarfi aldraðra, sem
ekki var áður. Áætlaðar viðbótar-
tekjur vegna þessa nema 1,5 millj-
króna á þessu ári.
ónum króna á þessu ári, enda tekur
gjaldskrá vegna þessara námskeiða
ekki gildi fyrr en 1. september nk.
Sumar áðurnefndra hækkana eru
rökstuddar með vísitölubreytingu
yfir mislangt tímabil, aðrar eru
vegna samræmingar. Þjónustu-
gjaldið í Furugerði, Lönguhlíð og
Norðurbrún eykur dvalarkostnað
íbúa þar um tugi prósenta og er því
tilfinnanlegt fyrir þá. Hagi'æðing-
araðgerðir vegna matai'gerðar og
fækkun þjónustueldhúsa á öldrun-
arheimilum hefur í för með sér að
fleiri aldraðir fá nú aðsendan og oft
lakari mat í stað heimatilbúins.
Fjölbreytt og góð fæða er mikilvæg
fyiir heilsu og vellíðan aldraðs fólks
og því mikilvægt að viðhalda val-
kostum á þessu sviði sem öðrum.
Höfundur er læknir og
borgnrfulltrúi í ltcykj;i\ ík.