Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Plastos-umbúðir kaupa húsnæði Rafveitu Akureyrar og munu sameinast AKOplasti Öflugt fyrirtæki með 70 starfsmenn verður til PLASTOS-umbúðir hf. hafa keypt fasteign Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg og er kaupverðið 86 milij- ónir króna. Plastos-umbúðir eru að stærstum hluta í eigu Upphafs ehf., sem jafnframt á AKOpIast og meiri- hluta í Kexsmiðjunni. Fyrir liggur að sameina AKOplast og Plastos-umbúðir í eitt öflugt fyrirtæki á umbúðamarkaði undir nafni AKO/Plastos. Sameigin- leg velta fyrirtækjanna er um 600 milljónir króna og starfsmanna- fjöldi um 70 manns. Flutningi lokið fyrir áramót Daníel Ámason, framkvæmda- stjóri Plastos-umbúða, sagði að markmiðið með kaupunum á húsi Rafveitunnar væri að koma fram- leiðslustarfsemi hins sameinaða fyr- irtækis undir eitt þak á Akureyri en til að svo geti orðið verður að byggja um 2.000 fermetra verk- smiðjuhúsnæði við þær byggingar sem fyrir eru. í þá byggingu verður ráðist á næstu vikum og gert ráð fyrir að flutningi verði lokið fyrir næstu áramót. Hús Rafveitu Akureyrar, sem er um 1.800 fermetrar að stærð, varð fyrir valinu vegna þess að þar er unnt að hefja starfsemi strax en það er forsenda þess að af flutningi geti orðið, að sögn Daníels. Ekki kom til greina að byggja frá grunni tímans vegna og annað ákjósanlegt fram- tíðarhúsnæði ekki í augsýn þannig að það samræmdist þeim áformum að flutningur gæti átt sér stað á þessu ári. Ekki margir starfsmenn norður Daníel sagði að ástæður fyrir staðai'vali á allri framleiðslu sam- einaða fyrirtækisins á Akureyri, þrátt fyrir að húsnæði væri fyrir hendi í Garðabæ, vera þær helstar að vegna þenslu á vinnumarkaði á höfuðborgarsvæðinu væri of mikil hreyfíng á starfsfólki. Ekki er gert ráð fyrir því að margir starfsmenn í Garðabæ flytji með starfseminni norður. Til stendur að selja eignina í Garðabæ og verður söluverðið notað til að styrkja reksturinn enn frekar. Þá er annað fyrirtækjanna á Akureyri og hafa stjórnendur fyrirtækjanna reynslu af rekstri iðnaðar og sölustarfi þaðan. Einnig stendur til að selja húsnæði AKOplasts við Tryggvabraut á Akureyri. I kaupsamningi á húsnæði Raf- veitunnar er forkaupsréttarákvæði sem gildir í tæp þrjú ár, á lóðinni þar sem áhaldahús og véladeild bæjarins eru með aðsetur. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að þetta þýddi að starfsemi áhaldahúss og véladeildar væri í uppnámi en að skipaður hafi verið vinnuhópur til að vinna að málefni þeirra deilda og Rafveitunnar. Kristján Þór sagði að með þess- Morgunblaðið/Kristján KRISTJÁN Þór Jiílíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Baldur Dýrfjörð bæj- arlögmaður og Daníel Amason, framkvæmdastjóri Plastos-umbúða, skoða kaupsamninginn um kaupin á húsnæði Rafveitu Akureyrar. um samningi væri bærinn að leggja sitt af mörkum til að skjóta styrkari stoðum undir fyi’irtækið og undir atvinnulífíð í bænum. Jafnframt væri verið að breyta til í rekstri og starfsemi bæjarins. „Við ætlum ekki að hætta þeirri starfsemi sem Rafveita Akureyrar sinnir, heldur er ætlunin að bæta þjónstuna og gera gott fyrirtæki betra.“ Meginhluti markaðsdeildar Pla- stos-umbúða verður áfram á höfuð- borgarsvæðinu ásamt lager og dreifmgu. Þar munu starfa 12-15 manns. Með flutningi á framleiðslu og yfirstjórn úr Garðabæ til Akur- eyrar skapast milli 40 og 50 ný störf í bænum. Meðallaun starfs- manna hjá fyrirtækjunum á síðasta ári voru liðlega 2 milljónir króna. Karlmaður hlaut opið fótbrot í Grímsey KARLMAÐUR í Grímsey fótbrotn- aði illa síðastliðinn fostudag, óhappið varð um kl. 18 um kvöldið en maður- inn var kominn undir læknishendur tæpum þremur klukkustundum síð- ar. Hann tvíbrotnaði neðan við hné og var neðra brotið galopið. Maður- inn sem hélt á barni þegar slysið varð datt á gangstétt heim að húsi, en hann reyndi að verja barnið í fall- inu og lenti því illa á kantsteini stétt- arinnar. Sæmundur Olason sjómaður sagði að í kjölfar þessa slys hefði hann viðrað þá skoðun sína að nauðsyn- legt væri að þjálfa upp tvo til þrjá menn í eynni til að bregðast við beri slys að höndum. Hann sagði atburð- inn einnig varpa ljósi á þá staðreynd að nauðsynlegt væri að þyrla væri til taks á Akureyri eins og t.d. sjómenn á Norðurlandi hefðu margbent á, því oft viðraði ekki til flugs með slasað eða sjúkt fólk frá eynni. Þegar þannig viðraði væri heldur ekki að treysta á báta. Morgunblaðið/Kristján Bæklunarlæknir - Akurevri Hef opnað læknastofu í Læknaverinu, Högnastræti 97. Tímapantanir í síma 461 2223. Guðni Arinbjarnar, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. FERMINGARTILBOÐ FOTONEX 101ix APS Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsefning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aöeins kr. 9.990 UJOSMVIN DAV.ORU R Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 Vetur konungur í heimsókn enn og aftur ÞÓTT sumardagurinn fyrsti sé ekki langt undan, er lítið vorlegt víða um land. Vetur konungur heimsótti Norðlendinga enn og aftur um helgina og í gær var leiðindaveður á Akureyri. Lög- reglan hafði í nógu að snúast, enda óvenju mikið um minni háttar umferðaróhöpp í hálkunni. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar, því næstu daga er áfram spáð norðlægum áttum. En það eru ekki allir sem eru farnir að bíða eftir vorinu og börnin kunna alltaf jafn vel við sig í snjónum. Þessir ungu menn voru í gær að klifra upp á Snæf- inn snjókarl, sem stendur í öllu sínu veldi á Ráðhústorginu. Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Framkvæmd- um lokið í janúar SAMNINGUR um verklok barna- deildar í nýbyggingu Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri var undir- ritaður í gær, en hann nemur 163 milljónum króna. Samkvæmt samn- ingnum verður framkvæmdum við barnadeildina lokið í janúar árið 2000. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að með samningnum yrði nú unnt að ljúka mikilvægum áfanga við sjúkrahúsið, áfanga sem lengi hefði verið beðið eftir. Auk þess sem lokið verður við barna- deildina nær samningurinn einnig til frágangs lóðar umhverfís nýbygg- inguna og aðkomu að henni. „Til að gera þetta mögulegt þurftum við á samvinnu bæjaryfirvalda á Akureyri og stjórnar sjúkrahússins að halda þar sem framkvæmdir voru dýrari en áætlað var. Nú höfum við yfir að ráða fjármunum til að ijúka verkinu og það er ástæða til að gleðjast yfir því,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er mikill og merkur áfangi," sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri. „Ég túlka hann þannig að með þessum samn- ingi sé ráðherra að lýsa yfir og und- irstrika þá stöðu sem sjúkrahúsið hefur og á að hafa í framtíðinni." Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri nefndi að sýn á heilbrigðis- kerfið væri að breytast, í vaxandi mæli væri nú horft til dagdeildar- þjónustu. í því Ijósi yrði að horfa til þess ónýtta rýmis sem væri í ný- byggingu sjúkrahússins, en þar biðu þrjár hæðir og mikið rými sem full þörf væri á að koma í notkun. Stæðu væntingar manna til þess að það yrði hægt og væri vilji til að ganga til samninga um að ljúka því verkefni þannig að unnt yrði að bjóða skjól- stæðingum sjúkrahússins betri að- búnað og veita þeim betri þjónustu. Mörg spennandi verkefni bíða Nýja barnadeildin sem tekin verð- ur í notkun í byrjun næsta árs verð- ur í um 730 fermetra rými, en hún hefur nú um 320 fermetra til afnota. Aður var hún í um 160 fermetrum og sagði Magnús Stefánsson yfirlæknir deildarinnar að hefð hefði skapast fyrir því að flytja aldrei nema stækk- unin næmi um 100%. A deildinni verður pláss fyrir 12 börn, 8 á legu- deild og 4 á dagdeild auk þess sem rými verður fyrir tvo nýbura. Þá verða tvö einangrunarherbergi á deildinni, en barnadeildin hefur ekki áður haft yfir slíku rými að ráða. Rúmgóð vakt með góðri vinnuað- stöðu fyrir starfsfólk verður á nýju deildinni og opin svæði þar sem verða t.d. leik- og föndurherbergi. Aðstaða fyrh’ foreldra mun einnig batna til muna með tilkomu nýju deildai’innar. „Það er talsverð til- hlökkun í okkur starfsfólkinu að hefja störf í þessu nýja húsnæði. Það bíða okkar mörg spennandi verkefni að takast á við og með tilkomu nýju deildarinnar skapast jarðvegur til að breyta og bæta þjónustuna, m.a. með því að búa til alvöru göngu- deild,“ sagði Magnús. Morgunblaðið/Kiistján INGIBJÖRG Pálmadóttir skoðar húsakynni barnadeildar í fylgd lækn- anna Þorvaldar Ingvarsson og Magnúsar Stefánssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.