Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Verðum áfram til fyrirmyndar“ Friðrik Pálsson er nú seztur í stól stjórn- arform anns SIF hf. eftir óvænt starfslok hjá SH. Friðrik hefur starfað í aldar- fjórðung að útfiutningi sjávar afurða, fyrst 12 ár hjá SIF og síðan 13 hjá SH. Hjörtur Gíslason ræddi við Friðrik um SIF, við skilnaðinn við SH, stöðu físk- vinnslunnar og út flutningsfyrirtækjanna og útrás íslenzkra fyrir tækja. FRIÐRIK Pálsson á skrifstofu forstjóra SH. Á borðinu fyrir framan hann er smástytta af asna, en Friðrik á íjölbreytt safn af slikum styttum. AÐ leggst mjög vel í mig að takast á við stjómarfor- mennsku í SÍF. SÍF er fé- lag, sem ég þekki vel frá því ég starfaði þar og hef haft mikl- ar taugar til síðan. Sá tími sem ég vann þar var afar skemmtilegur kafli í lífi mínu, fyrst sem skrifstofu- stjóri í 4 ár og síðan 8 ár sem fram- kvæmdastjóri. Ég hef fylgzt vel með félaginu alla tíð síðan og haldið sambandi við ágæta kunningja, bæði í kaupendahópnum og eins meðal starfsmanna og framleið- enda. Þess vegna er skemmtilegt að kynnast því upp á nýtt,“ segir Frið- rik Pálsson. „Meðan ég var hjá SH fylgdumst við líka með breytingum á rekstri SIF og ágætum gangi félags ins. Meðal annars vegna þess ákváðum við hjá SH að fjárfesta verulega í SIF á síðasta ári. SH er nú annar af tveimur stærstu eigendum félags- ins. Við fórum fyrst og fremst í þessa fjár festingu vegna þess að við höfðum trú á því að þama væri félag í svipuðum rekstri og við sjálf- ir, rekstri, sem við þekktum. Þess vegna væri æskilegt að taka þátt í vextinum með þeim. Breytt form Ég kem auðvitað að SÍF nú í breyttu formi frá því sem var, þegar ég kvaddi það á sínum tíma. A þeim 13 árum sem liðin eru síðan hafa orðið miklar breytingar í öllu rekstr- arumhverfi hér á landi með tilkomu verðbréfamarkaðsins og reyndar hefur orðið gjörbreyting á við- skiptaumhverfínu í heild. Á fyrstu árum mínum hjá SÍF og reyndar einnig hjá SH einkenndist starfið í útflutningsfélögunum SIF, SH og gamla Sambandinu að verulegu leyti af hagsmunagæzlu fyrir framleið- endur, ekki síður en markaðsstarf semi. Það var mikill tími, sem fór í það. Það voru mikil átök um fisk- verð, en þá var Verðlagsráðið sáluga við lýði og Verðjöfnunarsjóður, stöðugar gengisfellingar og þráset- ur yfir öllu saman og fund ir með ráðherrum og ríkisstjómum fram á nætur til þess að hnýta alla lausu endana. Það má segja að rekstur fyrirtækjanna, bæði sjávarútvegs- fyrirtækja og útflutningsfyrirtækja, hafi verið slagur um það að bjarga hverri viku, fremur en að verið væri að byggja upp til langs tíma. Þó er ljóst að útflutningssamtök- in,sem svo voru kölluð þá, voru dæmi um félög, sem gátu þó leyft sér það annað veifið að horfa svolít- ið lengra fram í tímann og gera ein- hverjar áætlanir, sem voru heldur raunhæfari en hjá félögunum héma innan lands, meðal annars vegna þess að stór hluti af starfsemi þeirra fór fram erlendis. Þau vom því í erlendu rekstrammhverfi, en ekki að öllu leyti í því umróti sem einkenndi Island á þessum áram. Sannleikurinn er sá að rekstrar- umhverfi atvinnulífsins á íslandi hefur gjörbreytzt á ótrúlega skömm um tíma. Mér hefur stundum verið hugsað til þess hvað það væri fróð- legt að geta spólað til baka og sýnt þeim, sem nú em mest áberandi í viðskiptalífinu, hvernig umhverfið var fyrir aðeins 10 áram. Breyting- arnar á þessum fáu áram era svo ótrúlegar að það er varla hægt að ímynda sér hvernig viðskipti gátu hreinlega gengið á þessum tíma. Við þessar aðstæður nú, þegar höft og miðstýring hafa loks verið afnumin og verðbréfamarkaður inn hefur slitið barnsskónum, era fyrir- tækin smátt og smátt að læra að lifa við nýjar aðstæður. Þá verða til ný tækifæri sem spennandi er að takast á við og því leggst mjög vel í mig að takast á við þau störf sem bíða mín með stjórnendum SIF.“ Kynnast stjórnenduni og starfsfólki Hver verða fyrstu verkin þín hjá SÍF? „Það verður að kynnast með- stjórnarmönnum mínum, stjórnend- um og starfsfólki og fara með þeim yfir þau verkefni, sem félagið er að vinna að núna. SIF hefur stækkað mjög hratt á síðustu örfáum misser- um og það ríður á að sú starfsemi sem félagið hefur verið að taka yfir að undanfórnu fái þá athygli stjóm- endanna sem nauðsynleg er til að góður árangur náist. Það gefst gott tækifæri til þess á evrópsku sjávar- afurðasýningunni í Brassel í næstu viku að hitta marga af helztu stjóm- endum félagsins og marga við- skiptavini þannig að það er kærkom ið tækifæri til að koma mér af stað. Það er dálítið skondin tilhugsun í því sambandi, að ég ætlaði á vegum SH til Brassel en núna skipti ég um hótel og fer með SÍF.“ Fer frá SH sáttur við mín störf Viltu tjá þig eitthvað um starfslok þín hjá SH? „Ég hef nokkram sinnum áður tjáð mig um skoðun mína á þeim og sé ekki ástæðu til að gera það einu sinni enn, en þau vora vissulega óvænt og viðbrigðin snögg. Eg sagði það hins vegar við starfsfólkið í SH, þegar ég kvaddi það, að á sín- um tíma hefði ég hætt hjá SÍF vegna þess að mér hefði boðizt ann- að starf. Núna lendi ég hins vegar í því að nýir stjórnendur SH óska ekki eftir því að ég haldi þar áfram, þótt mér finnist sjálfum ég eiga mikið þar óunnið. Ég stend hins vegar upp úr forstjórastóli SH mjög sáttur við það starf, sem ég hef unn- ið þar og þær breytingar sem hafa orðið á SH á þeim tíma. Fyrirtækið hefur verið í mjög öram vexti alla mína forstjóratíð. Við Jón Ingvars son, stjómarformaður og margir mjög hæfir samstarfsmenn okkar höfum breytt félaginu úr því að vera með eggin í tiltölulega fáum körfum úti á mörkuðunum í upphafi, í það að vera komið með mjög góða og trausta fótfestu á öllum helztu mörkuðum heims fyrir frystar fiskafurðir. Jóni hefur jafnframt tekizt að leiða félagið í gegnum mjög miklar breytingar allt frá því að vera samlag þar sem hver fram- leiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til stærðar í það að koma félaginu á Verðbréfaþing. Um þessar breyt- ingar voru mjög mikil átök og þrátt fyrir þau tókst Jóni með lagni að stýra félaginu í höfn þannig að eng- in viðskipti höfðu tapast og félagið klofnaði ekki, eins og hætta var á á tímabili. Síðustu 20 mánuði hefur félagið unnið eftir ítarlegri stefnu- mótun, sem stjórn félagsins vann og samþykkti á vormánuðum 1997. Vinna við endurskoðun á henni hef- ur verið í gangi síðustu mánuði og því hefur ekki komið til neinna átaka um stefnu félagsins, eins og látið hefur verið í veðri vaka. Átökin innan SH er persónulega valdabar- átta, sem ég ætla mér ekki að fjöl- yrða um, það er mér að baki. Fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við höfum skilað ágætum hagn aði Heildarsala SH hefur aukizt um 50% á þeim tíma, sem ég hef veitt henni forstöðu og á síðasta áratug hefur hagnaður félagsins verið að meðaltali 360 milljónir króna á ári og fjármuna myndunin um 800 milljónir króna að meðaltali á ári. Það tel ég mjög góð- an árangur sérstaklega þegar þess er gætt, að aðalmarkmið félagsins var lengst af þessum tíma ekki að skila hámarkshagnaði, heldur að skila eigendum sínum, framleiðend- um, hæsta verði. Ég tel því að ég skilji við SH í mjög góðri stöðu fyrir nýja stjórnendur og óska þeim alls hins bezta í starfi. Mér þykir vænt um SH og hef helgað félaginu alla mína krafta í 13 ár. Ég fer frá félag- inu sáttur við mín störf þar og á það- an margar og góðar minningar. Ég vann þar allan minn forstjóratíma í nánu og góðu samstarfi við stjórn og starfsfólk og um meira er ekki hægt að biðja. Þegar hins vegar milljarðs verðmæti af hlutafé félagsins skipta um hendur og þær nýju hendur sjá ekki ástæðu til að nýta starfskrafta mína lengur, hlýt ég að hverfa af vettvangi og það geri ég sáttur við minn hlut.“ Ótrúlega ólík staða Mikið umrót hefur nú átt sér stað innan helztu útflutningsfyrirtækja sjávarafurða. Hvernig horfir það við þér? ,Á sínum tíma voru þetta í raun fjögur félög, SH, SÍF, ÍS, áður Sjávarafurðadeild Sambandsins og Íslandssíld, sem áður hét Sfldarút- vegsnefnd. Það er afar fróðlegt að velta því fyrir sér hvernig þessum félögum hefur vegnað. Staða þeirra í dag er ótrúlega ólík. Sölumiðstöðin stendur mjög traustum fótum. Það hafa verið skiptar skoðanir um það hvers konar form eigi að vera á við- skiptunum og hvar eigi að ná meiri hagnaði út úr rekstri samstæðunn- ar. Ég tel að við, fyrri stjómendur, höfum verið á góðri leið með að koma því verki í farsæla höfn. Nú er það nýrra stjórnenda að finna því þann farveg, sem þeir telja að muni duga til að ná viðunandi árangri. í höndum fyrri stjómenda hafa öll meiri háttar áform félagsins staðizt. Þar hafa verið stigin öragg og far- sæl skref og allt hefur það verið fram á við. Við höfum ekki þurft að stíga nein skref til baka. Um stöð- una hjá ÍS þarf ekki að hafa mörg orð. Það þekkja það allir hvernig staðan er þar núna. Finnboga Jóns- sonar bíður mikið og erfitt verk að leysa úr þeim vandamálum, sem fyrri stjórn endur hafa komið því fé- lagi í. IS hefur verið hampað svo mikið á síðustu áram, að með ólík- indum hefur verið, en nú er eins og allir vilji helzt sem minnst eftir því muna. SIF hefur á undanförnum árum náð að byggja ofan á gamlan en traustan gi-unn, hasla sér völl í vax- andi mæli á öllum saltfiskmörkuð- um með aukinni vinnslu og miklu meiri nánd við neytendur en félag- inu auðnaðist áður. Ég tel að þar hafi vel verið haldið á málum og nú með sameiningunni við íslandssfld eykur félagið enn þjónustu sína við helztu framleiðendur á íslandi. Það tel ég vera mjög mikilvægan styrk fyrir félagið. Þó öll þessi félög sækji í vaxandi mæli út á markaðina, má ekki gleyma því að þeirra megin- styrkur er baklandið hér á landi.“ Sameining fyrirtækja til góðs Hver er staða íslenzkrar fiskvinnslu og hverjir eru möguleikar hennar? „Frá því ég byrjaði að starfa við fisksölu, hefur verið stöðug umræða hér á landi um nauðsyn fullvinnslu og aukna landvinnslu, meðal annars til að halda uppi atvinnu víða á landsbyggðinni. Það er í sjálfu sér ekkert vit í því að halda uppi með handafli einhverri vinnslu hér heima, sem skapar meiri arð er- lendis en hér. Hins vegar held ég líka að menn megi ekki gleyma því að hér heima hafa opnast miklu meiri möguleikar á fullvinnslu eftir að framleiðslufyrirtækin stækkuðu og efldust. Skýrasta og nýjasta dæmið um það er ef til vill Útgerð- arfélag Aiíureyringa, sem hefur lagt sérstaka áherzlu á vöruþróun og fullvinnslu á undanförnum misser- um og það er að skila sér. Þróunarstjóri SH, Alda Möller, hefur í mörg ár lagt mikla áherzlu á það við framleiðendur innan Sölu- miðstöðvarinnar, að þeir efldu þró- unarvinnu hjá sér sjálfum til að komast nær neytendum með meira unnar afurðir og þar sem það hefur verið gert, hefur það skilað árangri. I öðram tilfellum þar sem fyrirtæk- in era smærri, eru menn ekki sér- staklega að leiða hugann að þessum möguleikum, en einbeita sér að arð- samri einfaldri vinnslu. I mínum huga leitar þetta einfaldlega eðli- legs jafnvægis. Sú þróun, sem orðið hefur hér á landi með miklum sameiningum fyr- irtækja, held ég að hafi verið og sé tvímælalaust æskileg og hafi skilað mjög góðum árangri. Rekstur fyrir- tækjanna er allur annar og gengur miklu betur en áður. Ég held að fleiri fyrirtæki eigi eftir að samein- ast, en ég skil vel að minni byggðar- lögin hafi af þessu talsverðar áhyggjur. Þeim ber að hafa slíkar áhyggjur, því hætta er á því að starfsemin safnist á stærri staðina og inn í stærri fyrirtækin, en það er auðvitað ekki lögmál að svo þurfi að fara. Það er alveg til í dæminu að það henti að vera með vinnslu á fleiri stöðum ef menn ná sérhæf- ingu. Árið 1998 var fiskvinnslunni ein- staklega hagstætt. Við þekkjum öll þær miklu sveiflur sem geta orðið í sjávarútvegi, hérlendis og erlendis, og því tel ég að rétt sé að við við minnumst þess, að góðærið kemur og fer. Þess vegna held ég að við verðum að gæta okkar á því, að fara ekki offari í fjárfestingum þegar vel árar, sem afar oft hefur gerzt í sjáv- arútveginum. Við verðum að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.