Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Meðfer ðarþj ónusta við Bláa lónið MEÐFERÐARÞJÓNUSTA fyr- ir húðsjúklinga hefur verið rekin við Bláa lónið frá árinu 1994. Hefur þessi þjónusta verið veitt í sérstakri með- ferðarstöð, þar sem búnings- og baðklefar, Bláalónsmeðferðar- laug, notkun Bláa- lónskrema og aðstaða til ljósabaða eru til af- nota eingöngu fyrir meðferðargesti. Með- ferðarstöðin er til húsa £ bráðabirgðahúsnæði nærri orkuveri Hita- veitu Suðurnesja. Starfsemin hófst í kjölfar viðurkenningar íslenskra heilbrigðisyf- irvalda á lækninga- mætti Bláa lónsins við psoriasis, en niðurstöður vísinda- rannsókna, sem framkvæmdar voru á árunum 1992-93, staðfestu, svo ekki varð um villst, lækningaá- .hrif böðunar í Bláa lóninu á psori- asissjúkdóminn. Var hér því kom- inn nýr náttúrulegur meðferðarval- kostur í baráttunni við þennan erf- iða, langvinna sjúkdóm, sem engin varanleg lækning hefur fundist við. Hefur starfsemi meðferðarstöðv- arinnar verið á formi göngudeildar- þjónustu, en frá hausti 1997 hafa heilbrigðisyfirvöld einnig greitt fyr- ir dvöl psoriasissjúklinga á Hótel Bláa lóninu, til að auðvelda sjúk- lingum af landsbyggðinni og þeim ^ með mjög erfíðan sjúkdóm að stunda meðferð við Bláa lónið. Óhætt er að fullyrða að reynsla af þessari starfsemi hafi verið mjög góð, og hafa fjölmargir psoriasis- sjúklingar fengið bata af sjúkdómi sínum eftir meðferð við Bláa lónið, og eru mörg dæmi um, að batinn hafi verið betri en þeir hafa áður kynnst. Frá upphafi hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra psori- asissjúklinga á þessum nýja meðferðarvalkosti og hefur m.a. tekist að stofna til samstarfs við færeysk heilbrigðisyf- irvöld um, að senda hópa færeyskra psori- asissjúklinga til Is- lands. Stóð þetta sam- starf til reynslu undan- farin tvö ár en hefur nú verið framlengt ótímabundið. Hefur verið ánægja með þetta samstarf bæði af hálfu fær- eyskra sjúklinga og yfirvalda og telja þessir aðilai- meðferð við Bláa lónið bæði árangursríkari og ódýr- ari en aðra meðferðarkosti, sem standa til boða. Einnig hafa einstakir sjúklingar komið á eigin vegum frá eftirtöldum löndum: Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Hollandi, Belgíu, Bretlandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu og Bandaríkjunum, m.a. frá hinni sólríku Kalifomiu. Hér er um fjölbreytt þjóðerni að ræða, sem er um leið staðfesting á því, að orðstír Bláa lónsins og lækn- ingamáttar þess hefur farið víða. Eins og sjá má af framanskráðu er gjaldeyrisskapandi heilbrigðisþjón- usta við Bláa lónið því hafin. Starfsemi meðferðarstöðvarinn- ar við Bláa lónið hefur vaxið fiskur Psoriasis Það er ómetanlegt fyrir frekari uppbyggingu meðferðarþj ónustu við Bláa lónið, segir Grímur Sæmundsen, að íslenskir psoriasis- sjúklingar nýti áfram þennan valkost. um hrygg eins og meðfylgjandi stöplarit sýnir. Heilsulindarhótel Eins og kunnugt er verður nýr baðstaður fyrir almenna gesti við Bláa lónið opnaður á næstu vikum. Ætla má, að sumir hafi haldið, að þá sé uppbyggingarstarfi við Bláa lónið lokið. Því fer fjarri, því hér er aðeins um fyrsta áfanga uppbygg- ingar við heOsulindina Bláa lónið að ræða. Næsti áfangi, sem þegar er hafinn undirbúningur að, er upp- bygging heilsulindarhótels auk sér- stakrar meðferðarstöðvar fyrir húðsjúklinga, sem byggir á þeiiri reynslu, sem menn hafa aflað sér við rekstur núverandi meðferðar- stöðvar. Verða þessi uppbyggingar- áform kynnt nánar á næstunni. Deilur um meðferðar- valkosti Tryggingayfirlæknir fyrir hönd Tryggingastofnunar og formaður samtaka psoriasis- og exemsjúk- linga (SPÓEX) deildu í fjölmiðlum fyrir nokkru vegna ákvörðunar um að samræma reglur í almanna- tryggingalögunum um lækninga- ferðir erlendis, þannig að allar beiðnir um slíkar ferðir færu í gegnum s.k. siglinganefnd Trygg- ingastofnunar. Áður höfðu gilt sérstök ákvæði um lækningaferðir psoriasissjúk- linga til útlanda, sem sköpuðu þeim sérréttindi, er ekki giltu um aðra sjúklingahópa. Starfsemi meðferðarstöðvarinn- ar við Bláa lónið hefur verið dregin inn í þessar deilur og hún gerð að hálfgerðu bitbeini deiluaðila. Það er ljóst að til eru margir meðferðar- kostir við psoriasis og sú meðferð sem hentar einum sjúklingi hentar öðrum ekki eins vel. Þess vegna er ekki hægt að halda fram, að með- ferð við Bláa lónið komi alfarið í staðinn fyrir annars konar ólík meðferðarfonm við psoriasis. En meðferð við Bláa lónið er innlendur meðferðarvalkostur, og spyrja má, hvort ekki sé eðlilegt, að heilbrigð- isyfirvöld fari fram á, að hann sé reyndur, áður en sótt er til útlanda eftir bata. Til samanburðar má nefna, að ósennilegt verður að telja, að norsk heilbrigðisyfirvöld hefðu staðið fyrir uppbyggingu og rekstri meðferðarstöðvar á Kanaríeyjum fyrir norska psorias- issjúklinga og aðra, eins og raun hefur orðið á, ef til staðar væri heilsulind eins og Bláa lónið í Nor- egi. Ætla má, að þeim fjármunum hefði fyrst og fremst verið varið í uppbyggingu og greiðslu meðferð- ar heima fyrir. Fallið hafa óviðeigandi ummæli, sem af mætti ráða, að engar vís- indalegar rannsóknir stæðu að baki meðferð við Bláa lónið. Slíkum um- mælum er alfarið vísað á bug, enda verið vandlega skýrt frá staðreynd- um í því efni. íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa stutt við þróun meðferðarþjónustu gegn psoriasis við Bláa lónið. Það er ómetanlegt fyrir frekari upp- byggingu meðferðarþjónustu við Bláa lónið, að íslenskir psoriasis- sjúklingar nýti áfram þennan með- ferðarvalkost til fulls og stjóm og félagsmenn SPOEX styðji kynn- ingu starfseminnar fyrir erlendum heilbrigðisyfirvöldum, sjúklinga- samtökum, læknum og sjúklingum. Það er einlæg ósk starfsmanna meðferðarstöðvarinnar við Bláa lónið að eiga áfram, eins og hingað til, gott samstarf við íslenska psori- asissjúklinga og að stjórn SPOEX styðji frekari þróun og uppbygg- ingu meðferðarþjónustu við Bláa lónið með sama krafti og hún hefur sett í bai'áttu fyrir óbreyttu fyrir- komulagi á lækningaferðum til út- landa. Höfundur er læknir og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf. Grímur Sæmundsen WHITE SWAN Dreífing: Engey ehf. Hverfisgata 103 s: 552 8877 fax: 552 0060 ■/elina Fegurðin kemur inncn frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Hafa skal það sem sannara reynist HVERNIG er með það sem við í daglegu tali nefnum lýðræði? Við höfum verið vitni að nokkrum skondnum prófkjörum hin síðari ár. Þau ár hafa einnig verið sérstök hvað varðar það „nýja vinstri" sem margir skipbrotsmenn sovét- skipulagsins hamast við að boða. Prófkjörs- reglur hins „nýja vinstri“ til uppstillingar á framboðslista, eru eitt sérlegt tilfelli, sem ekki hefur verið krufið til mergjar af hauk- fránu augum rannsóknarblaða- manna okkar eða fréttamanna. Nú á Þorra og Góu hafa aðstandendur Samfylkingarinnar staðið fyrir kostulegum prófkjörum, þar sem niðurstöður eru annaðhvort lagaðar áður en gengið er til kjörs eða stuttu eftir. Allt auðvitað í sérstakri samheldni og sérlegu bræðralagi því menn vilja ekki skemma fyrir „ferlinu" og líta á sína persónu sem aukaatriði £ heildarmyndinni. Hugsunarleti Til hvers voru menn þá að bjóða sig fram til forystu, ef þeir töldu sig ekki þess verða að leiða lista eða vera £ það minnsta ofarlega? Allt fer þetta fyrir ofan garð og neðan hjá fréttamönnum okkar, ekki vilja þeir bijála ferlið og eru þeir auðvitað menn að meiri. Sighvatur var inntur eftir þv£ hvort hann hefði nokkuð haft áhrif á ákvörðun flokksbróður síns á Norðurlandi eystra. Hvati svaraði að bragði, að hann hefði ekk- ert talað við sigurvegara prófkjörs- ins - og var þar látið við sitja í spumingum. Gott og vel en £ blaði nokkru - Degi Tímanum - var stutt klausa, svona eins og ekkert væri sjálfsagðara, að Sighvatur hefði átt fund með Sigurbimi en ekkert talað um efni fundarins. Auðvitað var Sighvatur búinn að steingleyma þvf að hann hefði rassakastast norður á Akureyri, það liggur svo sem ekkert mikið fyrir i hans eigin kjördæmi og samgöng- ur milli Vestfjarða og Norðurlands eystra svo sérlega góðar og örar, að hann hefur vart tek- ið eftir þvi að hann hefði skundað norður. Heiðarlegh fréttamenn hefðu nú tekið upp sim- ann og spurt Sighvat hvort hann væri virkilega þeirrar skoðunar, að allur almenningur sé alger fífl, að sjá ekki i gegnum svoddan ósannindi. Ef eitthvað þessu líkt hefði komið fyrir í Sjálfstæðisflokknum, hefðu líklega margir fréttatímar verið undirlagðir af rannsóknum og fréttaskýringum. Fagurgali Samfylking og aðrir „til vinstri" bjóða nú fram stefnuskrár, þar sem öllum er boðið til veislu, sumir eru þó, eins og ætíð, jafnari en aðrir. Aukinn stuðningur við þá sem minna mega sín er ætið líklegur til vinsælda. Koma á pínu úlfúð og öf- und hefur einnig verið nokkuð drjúgt til atkvæðaveiða. Sérlega er þægilegt að hafa í för menn sem ekkert muna og einskis spyrja, þeg- ar fram eru sett stefnumið. I þann hóp er hentugast að setja Frétta- menn sem kokgleypa, sem sannleik, allt það sem fram er sett. Dæmi: Þegar Sighvatur var inntur eftir því í hverju stefna þeirra í fjármálum ríkisins væri fólgin, sagði hann pent eitthvað i þessa veru. Samfylkingin mun starfa eftir varkárri og skyn- samri stefnu í ríkisfjármálum. Stjórnmál Til hvers voru menn að bjóða sig fram til forystu, spyr Bjarni Kjartansson, ef þeir töldu sig ekki þess verða að leiða lista? Fréttamenn spurðu hann ekki einusinni af hverju hann og Jó- hanna hefðu ekki farið að þeim leik- reglum þegar þau bundu sveitarfé- lögum á Vestfjörðum þær drápsklyfjar, sem þau gerðu, með þvi að hvetja til fjárfestinga í „fé- lagslegu húsnæði" og leggja í ótímabærar fjárfestingar til þess eins að rústa fasteignamarkaðinn og koma þeim illa sem létu blekkj- ast til kaupa í því kerfi. Heimamenn vita að þeir margir hafa ekki enn náð sér að fullu eftir stuðið. Auðlindin Nokkuð þykir mér týra þegar menn á borð við Ágúst Einarsson klifa á því, að nú sé kominn tími til að menn fari að leggja á auðlinda- skatt, með því að bjóða upp afla- heimildir og leggja þeim einum til sem aura hafa til að borga fyrir greiðann. Þessi sami maður belgdi sig upp í hverri þingræðunni eftir aðra um, að tonn fyrir tonn reglan kæmi ekki niður á neinum nema hans sérlegu vinum - sjómönnun- um. Gústi virðist vera búinn að gleyma þessum ræðum sínum því að með sömu rökum og hann notaði um að sjómenn greiddu fyrir kvóta- braskið hlýtur að liggja í augum uppi, að enginn nema þeir sem vinna í greininni mun greiða fyrir auðlindaskattinn. Það þýðir ein- vörðungu, að þeir sem vinna við vinnslu og veiðar lækka í kaupi. Þetta vilja þessir heilögu menn ekki tala um, heldur þyrla þeir upp sínu þekkta moldviðri um að þeir muni skattleggja helvítis Gróðapungana. Undir þetta tekur herra Sighvatur Björgvinsson, þingmaður úr því kjördæmi, sem menn búa einna helst við kjörin af sjónum. „Jaðarskattar“ Lygamerðir munu ætíð geta villt fyrir fólki um einhvern tiltekinn tíma en þegar nánar er skoðað liggja verkin fyrir. Þegar tekju- tenging var upp tekin, var það eitt það besta sem núverandi Samfylk- ingarmenn töldu til síns ágætis. Þeir ætluðu nú ekki að fara að borga einhverjum „hátekjumönn- um“ bætur. Gamlingjar sem ættu helling af peningum ættu ekki að fá neinar bætur úr sameiginlegum sjóðum, einnig ættu ríkar kerlingar og breiðvaxnir milljónerar ekki að fá neitt úr ríkissjóði. Ef ég man þetta rétt, var „sanngirniskrafa" um, að flest skyldi tekjutengt. Fé- lagshyggjumenn töluðu sig ráma um réttlæti og sanngimi (löngum talið sig eiga bæði hugtökin) þess, að tengja bætur tekjum. Nú væla sömu menn um, að ,jaðarskattar“ séu allt að drepa og að það verði eitt aðalverkefni þeirra, ef þeir komist til valda, að koma þessari skottu fyrir kattarnef. Skerðingar- áhrif laganna frá Jóhönnu og henn- ar meðreiðarsveinum hafa svínvirk- að, breiðu bökin eru fundin. Hugs- un fréttamanna virðist ekki ná svona langt aftur, þannig að þögn ríkir í þeirra herbúðum um þessi efni. Fréttamenn voru skarpari að grafa upp ummæli Matthíasar Bjamasonar og Sverris Hermanns- sonar hvors um annan hér á ámm áður, þá þeir vora að kýta. - Af hverju? Höfundur er verkefnisstjóri. Bjarni Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.