Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 29
Erik Ásbrink, fjármálaráðherra, Svía segir af sér
Afall fyrir Persson
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„EG furða mig á því, að Erik skuli ekki hafa
séð, að betra hefði verið að bíða fram á mið-
vikudag,“ sagði Göran Persson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, meðal annars á blaðamanna-
fundi í gær er hann kynnti nýjan fjármálaráð-
herra, Bossen Ringholm, eftir að Erik Ás-
brink sagði af sér sem fjármálaráðherra.
Persson nefndi miðvikudag, því þann dag
verða kynntar nýjar efnahagsráðstafanir, sem
stjórn Jafnaðarmannaflokksins leggur fram í
samvinnu við Vinstriflokkinn og Umhverfis-
flokkinn. Afsögnin, sem Ásbrink skýrir með
því að hann eigi ekki lengur stuðning Pers-
sons vísan, þykir áfall fyrir Persson, þar sem
hún sé meðal annars sprottin af skorti hans á
leiðtogahæfileikum. Ásbrink er þriðji ráðherr-
ann, sem hættir á hálfu ári. Viðbrögðin á
sænskum fjármálamarkaði voru vaxtahækk-
anir og lækkandi gengi hlutabréfa í kauphöll-
inni. Carl Bildt, formaður Hægi’iflokksins,
kallaði afsögnina „stórbrotið skipbrot" stefnu
stjórnarinnar, sem í reynd ræki enga stefnu.
„Einstakur atburður" og „merki um
stjórnarkreppu" voru nokkur þeirra ummæli,
sem sænskir stjórnmálaskýrendur notuðu
um atburði gærdagsins eftir að Ásbrink til-
kynnti á blaðamannafundi um hádegið í gær
að hann segði af sér. Ástæðan sem hann gaf
upp var að Persson tryði ekki á hagspár fjár-
málaráðuneytisins og viki frá þeirri stefnu,
sem þar væri lögð. Tilefnið var að kvöldið áð-
ur hafði Persson sagt i sjónvarpsviðtali að
uppi væru hagspár, sem bentu til að hugsan-
lega yrði svigrúm til skattalækkana á næsta
ári. Komu þær spár þó ekki frá fjármálaráðu-
neytinu.
Þrátt fyrir að Persson slægi ýmsa varnagla
urðu ummælin dropinn, sem fyllti mælinn. I
gærmorgun kl. 11 lét Ásbrink Persson vita af
ákvörðun sinni, sem hann tilkynnti síðan á
blaðamannafundi klukkustundu síðar. Þar
sagði hann orð Perssons hafa komið sér al-
gjörlega á óvart. Með þeim viki Persson frá
þeirri stefnu, sem kæmi fram í væntanlegum
efnahagsráðstöfunum. Ásbrink lagði áherslu á
að ákvörðunin stafaði ekki af þessum eina at-
burði, heldur hefðu fleiri ágreiningsefni farið á
undan. Ásbrink minnti á að hann væri ekki
andstæðingur skattalækkana, þó ágreiningur
þar að lútandi væri honum tilefni til að láta af
störfum.
Gagnrýni á forystu-
hæfileika Perssons
„Þetta eru sterk viðbrögð," sagði Persson,
sem var þó ekki lengi að fínna mann í ráð-
herrastólinn, því þegar hann hélt blaðamanna-
fund kl. 15 sat nýr maður við hlið hans, Bosse
Ringholm, gamalreyndur jafnaðarmaður, sem
þó hefur ekki setið í ríkisstjórn áður. Persson
sagðist ekki skilja afsögn Ásbrinks, þar sem
hann hefði aðeins talað um hugsanlega mögu-
leika í stöðunni. Reiði hans leyndi sér þó tæp-
ast og hann upplýsti meðal annars að Ásbrink
hefði áður hótað að segja af sér. Því væri held-
ur ekki að leyna að Ásbrink hefði oft fengið
Reuters
Erik Ásbrink eftir afsögnina í gær.
sitt í gegn, þó hinir átján ráðherrarnir hefðu
verið á móti.
Ringholm er gamalreyndur í flokksstarfinu,
en hefur ekki verið í sviðsljósinu. Persson
undirstrikaði hve reyndur Ringholm væri, en
hann þykir dæmigerður „grákrati", jafnaðar-
maður, sem fylgir hefðbundnum leiðum líkt og
Persson, en er ekki neinn nýjungamaður eins
og Ásbrink þykir vera.
Enginn vafi er á að afsögn Ásbrinks mun
mjög magna upp gagnrýni á Persson en það
hefur annars ekki tíðkast í sænska Jafnaðar-
mannaflokknum að forystuhæfileikar for-
manns flokksins væru í efa dregnir.
Renndu við hjá okkur í dag og
reynsluaktu Suzuki Baleno.
Hann kemur þér þægilega á óvart.
TEGUND:
1.3 GL3d
1.3 GL 4d
1,6 GLX 4d, ABS
1,6 GLX 4x4, 4d, ABS
1,6 GLX WAGON, ABS
1,6 GLX WAGON 4x4, ABS
VERÐ:
1.195.000 KR.
1.295.000 KR.
1.445.000 KR.
1.575.000 KR.
1.495.000 KR.
1.675.000 KR.
Sjálfskipting kostar 100.000 KR.
BALENO
-00-
Skeifunni 17. Sími 568 51 00
Heimasíða: www.suzukibilar.is
Málaferl-
um gegn
Jeltsín
frestað
Moskvu. Reuters.
LEIÐTOGAR helztu þingflokka í
dúmunni, neðri deild rússneska
þingsins, ákváðu í gær að fresta því
um óákveðinn tíma að taka á dag-
skrá málflutning til embættissvipt-
ingar Borís Jeltsíns forseta, sem til
hafði staðið að gera á fimmtudag-
inn.
Þingflokkaformennirnir, sem
komust sín í milli að samkomulagi
um frestunina á fundi í gær, mynda
meirihluta í forsætisnefnd dúmunn-
ar, en hún átti enn eftir að taka
formlega ákvörðun um frestunina.
Jeltsín hafði sjálfur fyrr í gær
hvatt þingmenn til að fresta málinu
ekki, greinilega fullviss um að til-
lagan um málflutning til embættis-
sviptingar myndi ekki hljóta nauð-
synlegan lágmarksstuðning.
„í símasamtali við forseta
dúmunnar, Gennadí Seleznjov, ít-
rekaði forsetinn þá afstöðu sína, að
annaðhvort yrði málið tekið fyrir
núna eða það látið niður falla með
öllu,“ sagði einn talsmanna Jeltsíns.
Aðeins eitt ákæruatriði talið
líklegt til að hljóta stuðning
Kommúnistar, sem hafa tögl og
hagldir í dúmunni, vilja málsókn til
embættissviptingar Jeltsíns á
grundvelli mai'gþættrar ákæru.
Meðal ákæruatriða er að hann hafi
gerzt sekur um að grafa undan Sov-
étríkjunum, að hafa árið 1993 fyrir-
skipað upplausn þingsins sem þá
sat enn frá því á Sovéttímanum, og
að hafa komið af stað stríði í rúss-
neska sjálfstjómarhéraðinu Tsjet-
sjníu árið 1994.
Fáist stuðningur 300 eða fleiri af
hinum 450 þingmönnum dúmunnar
við eittvert ákæruatriðanna verða
stjórnlagadómstóllinn og hæstirétt-
ur að taka málið til umfjöllunar. Úr-
slitaákvörðun um embættissvipt-
ingu yrði í höndum Sambandsráðs-
ins, efri deildar þingsins. Frétta-
skýrendur telja að eingöngu Tsjet-
sjníu-ákæran eigi sér örlitla von um
að fá stuðning 300 þingmanna.
Nokkrir forystumanna dúmunn-
ar, þar á meðal Seleznjov, höfðu
lagt til að því yrði frestað að taka
embættissviptingannál á dagskrá
vegna þess að þjóðarleiðtoginn sé
nú í broddi fylkingar Rússa í andófi
þeirra gegn árásum NATO á Jú-
góslavíu. Árásirnar hafa eflt einhug
meðal ólíkra stjórnmálaafla Rúss-
lands.