Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 44

Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 44
■' 44 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLYSINGA Félágsþjónustan Sjúkraliðar/starfsfólk Sjúkraliðar og/eða annað starfsfólk óskast til aðhlynningarstarfa sem fyrst og í sumarafleys- ingar á hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði, Snorrabraut 58. Einnig vantar starfsfólk í býtibúr og ræstingu. Nánari upplýsingar veitirforstöðumaður, Ingi- björg Bernhöft í síma 552 5811. Húsvörður Húsvörður óskast í 100% starf sem fyrst á Fé- lags- og þjónustumiðstöð aldraðra að Lindar- götu 59 (Vitatorg). Starfið felst aðallega í umsjón og eftirliti með húseigninni og tilheyrandi lóð, einnig umsjón með ræstingu á sameign og þjónusturými, innkaupum á hreinlætis- og ræstivörum. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags borgarinnar. Nánari upplýsingar veitirforstöðumaður, Edda Hjaltesteð í síma 561 0300. Umsóknum skal skilað á Lindargötu 59 á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Félagsþjónustan er fjölrrtennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fraeöslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Ailir nýir starfsmenn fá sérstaka fraeðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarinnar. Félagsþjónustan í Reykjavík hét áður Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Bessastaðahreppur Sumarstörf 1999 Bessastaðahreppur auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar: Vinnuskóli Verkstjóri hefuryfirumsjón með vinnuflokk- um unglinga. Flokksstjórar til að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga. Umsækjendur skulu vera 20 ára og elöri. Almenn sumarvinna s.s garðyrkjustörf og sláttur. Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1982 eða fyrr. Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum og í íþrótta- miðstöð. Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstunda- fulltrúi í síma 565 2511. Umsóknarfrestur um ofangreind störf ertil 26. apríl 1999. íþrótta- og tómstundafulltrúi. Vélstjórar Yfirvélstjóra og 1. vélstjóra vantar á Skutul ÍS-180. Verið er að Ijúka umfangsmiklum breyt- ingum og endurbótum á skipinu, í Póllandi. Upplýsingar í símum 894 3026 og 894 1638. Básafell hf. ísafirði. Flugmálastjórn Flugmálastjórn óskarað ráða starfsmann sem fyrst í skírteinadeild flugöryggissviðs á Reykja- víkurflugvelli. Starfið er einkum fólgið í að yfirfara og stað- festa þau gögn um menntun, þjálfun og heil- brigði sem þarf til útgáfu flugskírteina auk ann- arra almennra skrifstofustarfa. Leitað er að samviskusömum, grandvörum, þjónustuliprum starfsmanni með almenna þekkingu á að nota tölvur og góða enskukunn- áttu. Stúdentspróf eða sambærilegt nám er nauðsynlegt og helst einhver háskólamenntun. Hæfileikartil að setja sig inn í reglugerðirá íslensku og ensku eru nauðsynlegir. Laun eru samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu Flugmálastjórnareigi síðaren 26. apríl 1999. Nánari upplýsingarfást hjá starfsmannahaldi, sími 569 4100. Öllum umsóknum verður svarað. FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Laus störf við Framhaldsskólann á Húsavík Á næsta skólaári eru eftirtalin störf við Fram- haldsskólann á Húsavík laus til umsóknar: Kennarastöður í: Stærðfræði, viðskipta- og tölvugreinum, dönsku (1/2 staða), frönsku (1/2 staða) og sálfræði (1/2 staða). Einnig stundakennsla í sérgreinum verk- námsbrautar. Þá vantar skólann námsráðgjafa í hluta- starf og fjármálastjóra í hálft starf (afleys- ing í eitt ár) Launakjör samkv. kjarasamningum HÍK, KÍ og ríkisins og meira er í boði! Umsóknarfresturertil 30. apríl 1999 og upplýs- ingar veita skólameistari og aðstoðarskóla- meistari í síma 464 1344. Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari. KOPAVOGSBÆR Kópavogsbær auglýsir Við leikskólann Dal v/Funalind er laus 100% staða leikskólakennara og 100% staða matráðs. Dalurer nýlegur4deilda leikskóli í nýju íbúðar- hverfi. I leikskólanum er lögð sérstök áhersla á gæði í samskiptum og í daglegu starfi er unnið með hugtökin virðing, ábyrgð og sjálf- stæði. Upplýsingar um störfin gefur leikskólastjóri, Sóley Gyða Jörundsdóttir, í síma 554 5740. Laun eru skv. kjarasamningum milli FÍL og launanefndar sveitarfélaga og SfK og launa- nefndar sveitarfélaga. Starfsmannastjóri. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Lauseru til umsóknar kennslustörf við skólann í eftirtöldum greinum frá 1. ágúst nk. Eðlisfræði 67% starf. Efnafræði 100% starf. íslensku 50% starf. Stærðfræði 100% og 50% störf. Tölvufræði 50% starf a.m.k. Líffræði 4 til 8 kennslustundir á viku. Umsóknarfresturertil 21. apríl nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólanum á Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sér- stakt umsóknareyðublað. Skólameistari, aðstoðarskólameistari, veita nánari upplýsingar í síma 562 8077. Launakjör eru skv. samningum kennarafélaga og ríkisins. Skólameistari. HOTEL REYKJAVIK Gestamóttaka Óskum eftir að ráða góðan starfsmann í gesta- móttöku. Krafist er almennrar háttvísi og tungu- málakunnáttu. Þarf að geta byrjað strax. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknum skal skilað á Hótel Reykjavík, Rauð- arárstíg 37, fyrir 15. apríl nk. Skólastjórastaða! Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Fljótshlíðarskóla. Fljótshlíðarskóli er staðsettur í einni fegurstu og sögufrægustu sveit landsins. í skólanum eru um 26 nemendur í 1.—7. bekk. Skólinn er einsetinn og starfræktur í nýlegu og vistlegu skólahúsnæði. Húsnæði í boði skammt frá skólanum. Nánari upplýsingar veitir starfandi skólastjóri í síma 487 8347 eða 487 8448 og formaður skólanefndar í síma 487 8486. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. MÚLAKAFFI Múlakaffi Veisluréttir Óska eftir að ráða starfsfólktil afgreiðslustarfa. Upplýsingar gefnar á staðnum. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða járnsmiði, vana skipavið- gerðum, strax til starfa. Við erum í Hafnarfirði í nýju og björtu húsnæði. Nánari upplýsingar gefur Benedikt í síma 565 0399 og 892 7687. Stál-Orka ehf., Hvaleyrarbraut 37, Hafnarfirði. Matreiðslumaður/ starfsfólk Veitingastaðurinn Hverinn, Mývatnssveit óskar eftir að ráða matreiðslumann og annað starfs- fólktil starfa í sumar. Upplýsingar í símum 464 4189 og 464 4186.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.