Morgunblaðið - 13.04.1999, Side 45

Morgunblaðið - 13.04.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 45 UMRÆÐAN Feigðarflan borgar- stjórans í Reykjavík í LOK síðustu aldar kom Sigurður Guð- mundsson málari fram með þá hugmynd að Laugardalurinn væri heppilegur sem útivist- ar- og samkomustaður bæjarbúa. Þetta þótti skondið, þar sem Reykjavíkurbær í þá daga einskorðaðist við kvosina og nokkur hús til viðbótar og Laugar- dalurinn langt uppi í sveit. En þessi hug- mynd Sigurðar málara átti eftir að rætast. Þegar bærinn stækkaði og bæjarstjórnin fór að huga að íþrótta- og útivistarsvæði íyrir bæjarbúa varð Laugardalurinn fyrir valinu. Þetta gerðist um miðja þessa öld og allar götur síðan hafa bæjar- og síðar borgaiyfirvöld haft það að leiðarljósi að í Laugardalnum væri eingöngu íþrótta-, umhverfis- og útivistarsvæði eða með öðrum orðum, að í dalnum væri menningar- leg og fjölskylduvæn starfsemi. Skrifstofuhús og Bíóhús Nú bregður svo við að Ingibjörg Sólrún borgarstjóri og félagar henn- ar í vinstri meirihlutanum ætla að úthluta Landssimanum hf. stórri lóð þar sem heimilt verði að byggja skrifstofubyggingu, margar hæðii-, allt að 14.000 fermetrar og mörg hundruð bíla- stæði. A sama tíma kemur fram í fréttum hjá Morgunblaðinu að bíóhúsajöfrar vilji fá stóra lóð við hlið ski’if- stofubyggingarinnar og byggja þar bíóhús með veitingaaðstöðu og leik- tækjasölum. Undin-it- aður heyrði fyrir nokkru að þetta gæti staðið til, en taldi það útilokað þar sem um- rædd starfsemi lóð- aumsækjenda er full- komlega á skjön við all- ar samþykktir um nýt- ingu dalsins. En sá sem þetta skrif- ar átti að vita betur, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem vinstri meiri- hlutinn í Reykjavík gerir tilraun til að skaða og raunverulega stór- skemma yfirbragð Laugardalsins. Vinstri meirihlutinn 1978 til 1982 Vinstri flokkarnir komust í fyrsta skipti til valda í borgarstjóm Reykjavíkur árið 1978. Ekki verður þeirra saga rakin hér að öðm leyti en því að þá stóð einnig til að úthluta stómm hluta Laugardalsins undir íbúðarbyggð og þar með skemma yf- irbragð dalsins. Þúsundir Reykvík- inga mótmæltu fyi-irhuguðum skipu- lagsbreytingum og málið gekk til Laugardalur Þetta er ekki í fyrsta sinn, segir Júlíus Hafstein, sem vinstri meirihlutinn í Reykja- vík gerir tilraun til að skaða og raunverulega stórskemma yfírbragð Laugardalsins. baka. Það sem nú er að gerast er öllu verra. Vilyrði er komið fyrii’ skrifstofubyggingu Landssímans hf. og það vita allir að lóðammsókn bíó- húsajöfranna kemur ekki fram nema að undangengnum viðræðum við forystumenn vinstri meirihlut- ans. Nú á aftur að ráðast að dalnum og manni kemur helst til hugar að vinstri flokkunum sé sérstaklega uppsigað við dalinn og þá starfsemi sem þar blómstrar. Tónlistarhús Sjálfsagt munu borgarstjóri og fylgissveit hennar reyna að slá íyki í augu borgarbúa með því að líkja skrifstofubyggingunni og bíóhúsinu við tónlistarhúsið, sem fyrirhugað var að reisa á svipuðum slóðum. En JÚIÍUS Hafstein hér er ólíku saman að jafna. Tónlist- ina sárvantar boðlega aðstöðu enda tónlistin ein af hornsteinum íslenskr- ar menningar, sem þess vegna á samleið með annarri menningarlegri starfsemi í dalnum. En aftur á móti er ekkert sem kallar á stórt bíóhús og stærðar skrifstofubyggingu inn í miðjan Laugardalinn, starfsemi sem á engan hátt tengist núverandi og samþykktri nýtingu dalsins. Feigðai-flan borgarstjóra Verði af því sem hér um ræðir verður um alvarlegt stílbrot að ræða. Ekki er of mikið af grænum svæðum í Reykjavík og engin rök fyrir því að þétta byggð á þeim svæðum sem líta má á sem græn, umhverfis- og fjölskylduvæn. Borg- aryfii’völd verða að finna aðra lausn fyi-ir þær stórbyggingar og þá starf- semi sem um er að ræða. Verði það aftur á móti niðurstaðan sem hér er vikið að verða borgarbúar alvarlega minntir á þá stjórnmálamenn og flokka sem missa heildarsýn á fram- tíð borgarinnar og yfirbragði og gera sig seka um jafn ósvífin mistök og hér eru á ferðinni. Þetta er sams- konar feigðarflan og vinstri meiri- hlutinn ætlaði að vaða út í fyrir tæp- um 20 árum. Hvað gerir Sjálfstæðis- flokkurinn? Lítið hefur borið á minnihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn síð- ustu fimm árin. Helst er að oddviti Sjálfstæðismanna hafði áhyggjur af því hver stjórnaði fundi í borgarráði. Það er aukaatriði. Aðalatriðið er, hvað gerist á fundum borgarráðs, hvaða sjónarmið Sjálfstæðisflokkur- inn hefur í málefnum borgarinnar og hvernig þeim er komið á fram- færi. Verður nú beðið eftir því með óþreyju hvaða stefnu minnihlutinn tekur í því skipulags- og umhverf- isslysi sem vinstri meirihlutinn stefnir að í uppbyggingu og starf- semi Laugardalsins, helsta íþrótta- og útivistarsvæði innan borgar- markanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að þessu haft sterka stöðu í íþrótta- og útivistarmálum í Reykjavík. Þá stöðu þarf að styrkja en ekki veikja. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. 'freemmz Vor- og sumarlistinn 1999 er kominn út! ‘ET 565 3900 NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Vesturgötu 17, Ólafs- firði, miðvikudaginn 21. apríl 1999 kl. 14.00: IT-894 JJ-365 JT-711 K-53 ZS-343. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 12. apríl 1999. FUIMOIR/ MAIMMFAGNAÐUR 1 TÓNUSMRSKÓU KÓPPNOGS Vortónleikar nemenda í strengja- og blásaradeild verða haldnir í Saln- um, tónlistarhúsi Kópavogs, miðvikudaginn 14. apríl kl. 18.00. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Skólastjóri. UPPBQQ Lausafjáruppboð Eftirtalin bifreið verður boðin upp við Lögreglu- stöðina, Melagötu 2, Neskaupstaðföstudaginn 16. apríl 1999, kl. 16.30: Bifreidin IF-200 Mitsubishi Pajjero, árg. 1987. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamars- högg. Sýslumaðurinn í Neskaupstað. TIL Loftræstikerfi Hlutar úr loftræstikrefi sem tekið var niður úr Málningarverksmiðjunni Málningu hf., Funa- höfða 9, í Reykjavík er til sölu. Hér er um að ræða m.a. reimdrifinn blásara — afköst um 30.000 m31, ásamt mótor, 2 stk. vatnshitara, afköst samtals um 300 kw ásamt samstæðum kössum, 2 stk. útsogsblásara, af- köst 10.000 m3 t og 3.000 m3 t. Þá eru stokkar í hinum ýmsu stærðum allt frá d. 1.000 mm í 160 mm ásamt köntuðum stokkum. Upplýsingar í símum 553 1630 og 568 0030. Sökkull sf., Dugguvogi 9—11. Var Hornafjarðarfundurinn 30.3 '99 um fíkniefnavandann og löggæslu tímamótaviðburður? Hætta íslendingar að taka við snuð- og blekkilausnum valdhafa, en krefj- ast upplýsingar þjóðmála og glöggra stefnu- miða? Skýrsla um samfélag fæst í Leshúsi, Reykjavík. AT VI NNUHÚSNÆÐI VIÐSKIPTAHÚSIÐ ATVINNUHÚSNÆÐI, SKIP OG KVÓTI Opnuð hefur verið sala fyrir atvinnuhúsnæði, skip og kvóta á Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin við Faxafen) sem mun einbeita sér að sölu á: • Almennu atvinnuhúsnæði, skrifstofu- húsnæði og verslunarhúsnæði. • Bátum og skipum með eða án veiðiheim- ilda. • Kvóta og öðrum veiðiheimildum. Vinsamlega hafið samband ef þið eruð að huga að kaupum eða sölu. Jóhann Magnús Ólafsson sölustjóri, Kristján V. Kristjánsson, lögg. fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 50,108 Reykjavík, netfang vidskiptahusid @islandia.is. S: 568 2323, GSM 863 6323, sb. 568 4094. KENNSLA Garðyrkjuskóli ríkisins Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, vekur athygli á tveimur endurmenntunarnám- skeiðum: Jarðgerð á vegum sveitarfélaga, sem verð- ur haldið í Borgartúni 6, Reykjavík, föstudaginn 16. apríl frá kl. 13.00 til 18.30. Götutré og stórtré sem verður haldið í Borgartúni 6, Reykjavík, mánudaginn 19. apríl frá kl. 9.30 til 18.00. Skráning fer fram í síma 483 4061 eða 483 4262, á skrifstofutíma. Endurmenntunarstjóri. LISTMUNAUPPBOQ Listaverk Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum gömlu meistar- anna. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, s. 551 0400. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLA6SLÍF I.O.O.F. Rb.1 = 1484138-M.A.* □ Hlín 5999041319 VI □ EDDA 5999041319 1 Aðaldeild KFUK. Holtavegi Enginn fundur í AD KFUK í kvöld vegna Tilboðsdaga. Fjölmennum á samkomu í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MOMHW 6 - SIMt SCS-1S33 Miðvikudagur 14. apríl kl. 20.30 Myndakvöld Ferðafé- lagsins. Myndakvöldið er í FÍ- salnum í Mörkinni 6. Fyrir hlé sýnir Oddur Sigurðsson, jarö- fræðingur, myndir m.a. af Snæ- fellsnesi og Vesturlandi en nefna má að nýjar ferðir eru á dagskrá Ferðafélagsins á þær slóðir í sumar. Eftir hlé sýnir Gerður Steinþórsdóttir myndir frá Ferða- félagsferðum á Öræfajökul og í Esjufjöll. Fjölbreytt myndasýning sem enginn ætti að missa af. Ennfremur verða hvítasunnuferð- irnar kynntar. Góðar kaffiveiting- ar í hléi. Aðgangur kr. 500 (kaffi og meðlæti innifalið). Staðfestið bókanir ( sumar- leyfisferðir sem fyrst, margar ferðir eru að fyllast. Færeyjaferð Fl og Vestfjarða- leiðar er 26/5—3/6. Sunnu- dagsferðir 18. apríl: Kl. 10.30 Kalmanstjörn — Staðahverfi, gömul þjóðleið. Kl. 13.00 Gengið í Fornasel. Ferðir eru kynntar á textavarpi bls. 619 og heimasíðu www.fi.is. □ Hamar 5999041319 1 ,,,,, SAMBAND ÍSLENZKRA '^jgí' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Tilboðsdagar Samkoma á Háaleitisbraut 58 kl. 20.30. Enginn afsláttur — Ókeypis: Kjartan Jónsson talar. Heiðinginn og siðir hans: Birna Jónsdóttir og Guðlaugur Gísla- son skoða málið. Carina Holmvik vitnar. Eftir samkomuna verður kaffi selt á vægu verði. KENNSLA Nudd.is Kynning á námi í hómópatíu. Um er að ^oeop®^ ræða 4ra ára nám, sem byrjar í maí nk. Mæting 10 helgar á ári. Robert Davidson, skólastjóri, kynnir. Stjórnunarskólinn, Sogavegi 69. Fös. 23. apríl kl. 14.00. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 8020 ðg 567 4991. DULSPEKI Þýski heilarinn Karína Becker verður með helg- arnámskeið helgina 17.—18. apríl. Síðastliðin 4 ár hefur hún stundað nám hjá Barböru Brem- ans sem skrifaði bókina Hendur Ijóssins. Hún verður líka með* einkatima. Nánari uppl. eru i s. 551 6146.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.