Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Halldór Ásgrímsson um fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel
Samstaða um málefni Kosovo
„ÞETTA var að mínu mati mjög
góður fundur en hann hófst með
því, að okkur var gerð grein fyrir
ástandinu á svæðinu og síðan voru
umræður um málið. Það kom fram
mikil samstaða um að halda áfram
að minnka möguleika Slobodans
Milosevic Júgóslavíuforseta á því
að ráðast gegn fólkinu í Kosovo
með því að halda loftárásum
áfram,“ sagði Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra í samtali við
blaðið um utanríkiráðherrafund
NATO-ríkjanna í Brussel í gær.
Halldór sagði, að ástandið í
Kosovo væri mjög alvaríegt. Talið
væri, að um 260.000 manns væru
þar á flótta matar- og drykkjar-
laust og aðstæðumar miklu verri
en hjá því fólki, sem hefði tekist að
flýja til nágrannalandanna.
„Það er mikið vandamál hvernig
hjálp verður komið til fólksins en
það er verið að meta hvernig unnt
er að gera það úr lofti. Það er ekki
hættulaust en vonandi láta Serbar
það afskiptalaust þótt engu sé að
treysta í þeim efnum,“ sagði Hall-
dór.
Reuters
HALLDÓR Ásgrímsson kemur
til utanríkisráðherrafundarins í
Brussel í gær.
Halldór sagði, að það hefði kom-
ið skýrt fram á fundinum, að ekki
væri stefnt að landhemaði. Áhætt-
an við það væri mikil og ljóst, að
það hefði í for með sér rnikið mann-
fall af beggja hálfu. Þá sagði hann,
að nokkuð hefði verið rætt um
framtíðarstöðu héraðsins en í
Rambouillet-samningnum hefði
verið gert ráð fyrir einhvers konar
sjálfstjóm, sem Kosovo-Aibanir
túlkuðu sem sjálfstæði að nokkrum
árum liðnum og Serbar einnig. Það
færi þó mikið eftir því hvers konar
stjóm yrði við völd í Júgóslavíu í
framtíðinni. Engin leið væri að bú-
ast við, að Kosovo-Albanir sættu
sig við þau stjómvöld, sem nú
hefðu staðið fyrir ofsóknum gegn
því.
Vonir bundnar við
milligöngu Rússa
Sagði Halldór, að komið hefðu
fram hugmyndir frá Evrópusam-
bandinu, Tyrkjum og Bandaríkja-
mönnum um nánara svæðasam-
starf á Balkanskaga, sem tryggt
gæti betur frið á þessum slóðum.
Væra þær að vísu ekki mikið mót-
aðar enn en að því væri unnið.
Madeleine Albright, utanríkis-
ráðheraa Bandaríkjanna, og Igor
Ivanov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, munu hittast í Osló í dag og
sagði Halldór, að vonir væra við
það bundnar, að Rússar gætu beitt
sér meira í þessu máli. Állir væru
sammála um að þeir gegndu lykil-
hlutverki í væntanlegum friðar-
samningum. Sagði hann, að engar
upplýsingar hefðu þó verið um það
hvað ívanov ætlaði að færa fram á
fundinum.
Halldór kvaðst hafa rætt við Al-
bright í síma á laugardag um fund-
inn sem framundan var og um
nauðsyn þess, að NATO-ríkin
stæðu saman sem órofaheild. Þá
hefði einnig fundur hennar og
Ivanovs borið á góma.
„Ég hafði lagt á það áherslu við
hana viku áður, að haldið urði
áfram að hafa samband við Rússa
og um það ræddi ég líka við Knut
Vollebæk, utanríkisráðherra Nor-
egs, en hann hefur unnið að því
að koma þessum fundi á og á
miklar þakkir skildar fyrir það.
Barentshafíð
Vonast eftir
samningi
í dag
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að vonast
væri tO, að í dag tækist að ljúka
samningum við Norðmenn og
Rússa um veiðar í Barents-
hafím. Viðræðurnar fara fram í
Moskvu.
Halldór sagði, að samning-
arnir hefðu verið mjög erfiðir
og tekið lengri tíma en nánast
allir aðrir samningar á síðustu
árum. Þyrfti að leita aftur til
landhelgissamninganna til að
fínna eitthvað sambærilegt.
Sagði hann, að ýmislegt hefði
tafiðjtil dæmis gólfíð svokallaða
eða ákvæði um, að færu veiði-
heimildir niður fyrir ákveðið
magn, félli okkar kvóti niður.
„Ég ræddi við Vollebæk ut-
anríkisráðheiTa Noregs tvíveg-
is í dag og svo áttum við stuttan
fund á skrifstofu fastanefndar
Noregs hjá NATO. Ég vænti
þess, að sá fundur leiði til þess,
að við getum lokið málinu,“
sagði Halldór.
Fjölskylda í Sandgerði rukkuð um 238.743 kr. í sím-
kostnað í febrúar vegna 76 símhringinga til Chile
Hélt að þetta
væri aprílgabb
Morgunblaðið/Arnór
JÓNA Birna Kristinsdóttir ásamt Hönnu Maríu dóttur sinni.
Aðfluttir 322
fleiri en
brottfluttir
Á FYRSTA fjórðungi ársins voru í
þjóðskrá skráðar 12.414 breytingar á
lögheimili einstaklinga. Þar af fluttu
7.047 innan sama sveitarfélags, 3.641
milli sveitarfélaga, 1.024 til landsins
og 702 frá því. Breyting er skráð í
hvert skipti sem einstaklingur skipt-
ir um lögheimili.
Á þessu tímabili fluttust 322 fleiri
einstaklingar til landsins en frá því.
Þar af voru aðfluttir íslendingar 64
fleiri en brottfluttir og aðfluttir er-
lendir ríkisborgarar 258 fleiri en
brottfluttir. Á sama tíma árið 1998
var heildarfjöldi aðfluttra umfram
brottflutta 143, þar af fluttu 52 fleiri
íslendingar af landi brott en til þess
og 195 fleiri erlendir ríkisborgarar
til landsins en frá því.
Stal smápening-
um úr sjálfsala
MAÐUR braut upp símasjálfsala í
verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gær
og hafði með sér innihald hans,
væntanlega að verðmæti nokkur
þúsund kr.
Þjófnaðurinn uppgötvaðist við það
að lögreglumenn í Reykjavík höfðu
seint í gærkvöldi afskipti af manni
sem er þekktur fyrir afbrot af þessu
tagi en hann var þá á ferð við Vatna-
garða. Fundu þeir plastpoka með
smápeningum í bfl hans. Fleiri mun-
ir reyndust vera í bflnum og er málið
í rannsókn.
Tekinn með
amfetamín
LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í
gærkvöldi afskipti af þremur mönn-
um á Grettisgötu vegna grans um
fíkniefnamisferli.
Reyndist einn þeirra hafa liðlega
15 grömm af amfetamíni í fórum sin-
um. Viðurkenndi hann brot sitt og
var sleppt úr haldi að lokinni yfir-
heyrslu.
Þrjár tilraunir
til íkveikju
REYNT var að kveikja í þremur
húsum við Byggðarenda og Ásenda
síðdegis í gær. Bensíni var hellt á
útihurðir, í póstkassa og ruslatunnu
og eldur borinn að. Lögregla og
slökkvilið kom á staðinn. Skemmdir
reyndust ekki miklai-. í gærkvöldi
vann lögreglan að rannsókn málsins.
Ráðist á
aldraða konu
RÁÐIST var á aldraða konu skammt
frá Dvergabakka í Breiðholti í gær-
morgun. Árásarmennirnir, sem voru
á unglingsaldri, hrifsuðu tösku af
konunni sem féll við það í götuna.
Að sögn lögreglu komst konan
heim til sín og þar hringdi hún á lög-
reglu. I veskinu voru peningar auk
ýmissa skilríkja og greiðslukorta.
HEIMILISFÓLKINU á Víkurbraut
5 í Sandgerði brá í brún þegar þau
fengu símreikninginn fyrir febrú-
armánuð. Rukkaðar voru 238.743
krónur. „Þeir segja að við höfum
hringt 76 sinnum í febrúar í eitt-
hvert númer í Chile og eytt í það
yfir 50 þúsund skrefurn," segir
Jóna Birna Kristinsdóttir um sím-
reikninginn sinn. „Ég kann ekki
stakt orð í spænsku og enginn hér;
það er rétt svo að maður sé mellu-
fær í ensku.“
Jóna Birna fékk upplýsingar um
símreikninginn himinháa 31. mars
sl. „Ég sprakk úr hlátri fyrst og
spurði hvort þetta ætti að vera
aprílgabb,“ sagði hún í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hún hefur nokkrum sinnum ver-
ið í sambandi við starfsmenn
Landssímans, fyrst í Sandgerði og
nú síðustu daga í Reykjavík og þar
er málið í athugun. „Það var
hringt í mig á fóstudaginn og sagt
að það hefði verið hringt í öll þessi
skipti í símatorg í Chile og að
þetta væri reikningurinn sem ég
ætti að borga."
Jóna Birna sagði að sér hefði í
fyrstu dottið í hug að um gæti ver-
ið að ræða kostnað tengdan notk-
un á Netinu, en hún fékk sér tölvu
um áramótin. „Margmiðlun segir
mér að við höfum verið á Netinu í
samtals 27 klst. í febrúar þannig
að ekki er skýringarinnar að leita
þar. Þeir héldu að ég væri að grín-
ast þegar ég sagði þeim frá reikn-
ingnum og fullvissuðu mig um að
ég borgaði bara fyrir innanbæjar-
símtal þann tíma, sem ég er á Net-
inu.“
Var Ijarverandi í 13 daga
Jóna Birna segir að það geri
málið enn furðulega að hún var að
heiman í 13 daga í febrúar en þá
var hún í Reykjavík með son sinn á
sjúkrahúsi en hún á tvö börn, 4 og
8 ára.
Hún segist nú hafa farið yfír alla
símreikninga sína aftur til ársins
1996, flestir reikningar fyrir 3
mánaða notkun hafi verið frá 7-8
og upp í 10-15 þúsund. Einn reikn-
ingur sker sig úr, í janúar sl. var
rukkað fyrir rúmlega 28 þúsund
króna notkun.
„Pahbi minn var á spítala í Dan-
mörku í þeim mánuði þannig að ég
vissi að þá fengi ég háan símreikn-
ing en í dag [gær] fékk ég að vita
að af þeim reikningi þar sem voru
8.536 umframskref voru 4.448
skref vegna 10 hringinga í þetta
sama númei' í Chile,“ segir hún. „í
reikningum fyrir notkun í mars
fékk ég svo að vita að þar eigi ég
um hundrað þúsund króna reikn-
ing fyrir 46 hringingar til viðbótar
í þetta sama númer."
Hún segir að í janúarmánuði hafi
sambýlismaður sinn einnig verið
framverandi frá heimilinu, rúm-
liggjandi sjúklingur á Reykjalundi
þannig að ekki sé skýringar á sam-
bandinu við Chile þar að leita.
Hún hefur fengið að vita fyrstu
stafina í númerinu, sem eru 005-
925-644, en sfðustu tveimur stöfun-
um heldur sfminn leyndum. Þessi
vitneskja breytir engu því Jónu
Birnu er jafnóskiljanlegt eftir sem
áður hvernig stendur á þessu
mikla símasambandi sem er milli
heimilis hennar og hins spænsku-
mælandi heims.
Bilun ekki útilokuð
Kristjana H. Guðmundsdóttir,
skrifstofustjóri hjá innheimtudeild
Landssímans, sagði að mál þetta
væri þar til skoðunar og í hefð-
bundnum farvegi. „Við erum að
skoða niálið og erum búin að biðja
um að kanna línur og inntak,“
sagði hún.
Kristjana sagði að enn væri ekki
vitað hvernig málið væri vaxið en
ekki væri útilokað að um bilun
væri að ræða. „Við vitum ekkert
um það ennþá,“ sagði hún. Krist-
jana sagði að aðeins þrír aðilar
innan Landssímans hefðu heimild
til að kanna málið ofan í kjölinn í
símstöð og væntanlega lægi niður-
staða athugunar ekki fyrir fyrr en
í lok þessarar viku.
LANDSFRÆGT URVAL
gi t-jpKiu i simum
BILAÞING HEKLU
W O T A Ð » R ÆMá BlLAR
LAUGAVEGI 174 • SÍMI 569 5660 • FAX 569 6662
opnunartími:
mánud.- föstud. kl. 9-18,
laugardagar kl. 12-16.
S K 11> PltVAI H> Á IH IfllAMJHJ 0» K l> A K ,
WWW.IIJKIA.li-
Til sofu VW Golf Highline 1800, ekinn 17.000 km, 5 dyra, 5
gíra, topplúga, álfelgur, spoiler. Ásett verð kr. 1.970.000.
Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu (símum
569 5500 og 569 5660.