Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Verðlækkun fer illa í grásleppuveiðimenn Tilbúnir að hætta veiðum DRÆM veiði hefur verið á grá- sleppuvertíðinni á Norður- og Norðausturlandi, sem hófst 20. mars sL, og markaðshorfur ekki góðar. Vegna birgða frá fyrra ári og verðlækkana á mörkuðum hafa sumir framleiðendur tilkynnt við- skiptavinum sínum að frá og með morgundeginum eða eftir hann verði verðið 35 þúsund krónur fyrir hverja tunnu af söltuðum grá: sleppuhrognum í stað 41 þús. kr.. í orðsendingu Landssambands smá- bátaeigenda til grásleppuveiði- manna um helgina eru veiðimenn hvattir til að selja ekki tunnu af söltuðum grásleppuhrognum á minna en 41 þús. kr. eða sama verði og gilti á síðustu vertíð og gengið var út frá þegar vertíð hófst í mars. Tónninn í grásleppuveiðimönnum er á sömu lund. Grásleppuveiðimenn á Bakkafírði funduðu um málið á laugardag og samþykktu 17 fundarmenn með öll- um greiddum atkvæðum að gefa kaupendum kost á að endurskoða ákvörðunina um tilkynnta verð- lækkun. Fundarmenn gáfu kaup- endum frest til morgundagsins en annars lögðu þeir til að öllum grá- sleppuveiðum yrði hætt enda rekstrargrundvöllur brostinn. Auk þess hvatti fundurinn alla aðra veiðimenn til að fara að dæmi þeirra. Fundur grásleppuveiði- manna á Húsavík komst að ámóta niðurstöðu í gær en þar undirrituðu 11 grásleppuveiðimenn sams konar samþykkt. Verðlækkunin mælist illa fyrir I fyrra var afli Islendinga samtals 6.500 tunnur af grásleppuhrognum sem var það lakasta í mörg ár. Með- altalið er 10.500 tunnur sl. 10 ár en var 13.400 tunnur 1997. Um 520 til 540 bátar hafa haft heimild til að fá leyfi til veiðanna en undanfarin ár hafa um 380 til 390 leyfanna verið notuð. Að sögn Arnar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, má gera ráð fyrir að á annað hundrað báta hafi hafið veiðar fyrir norðan og austan að þessu sinni en þess ber að geta að veiðitímabilið hefst ekki fyrr en 20. apríl fyrir sunnan. Tímabilið er þrír mánuðir á hverju svæði og sagði Öm að samtals hefði verið samið um sölu á 5.000 tunnum fyrir 41 þús. kr. tunnuna. „Þetta hefur verið ósköp lélegt og ótíð alveg skelfileg,“ sagði Bragi Sigurðsson, formaður grásleppu- nefndar LS, um veiðarnar hjá bát- unum á Húsavík, sem em alls 14 til 15. „Ég held að sá sem hefur fengið mest hafi fengið um 12 tunnur en ég er kominn með 10 tunnur. Hins veg- ar er verðið ofarlega í hugum manna og einhugur er um að sam- þykkja ekki þessa lækkun því engar forsendur eru fyrir henni. Þeir eru að bjóða hrognin á mikið lægra verði en Danir era að selja inn á sama markað." Bragi sagði að í bréfi frá Strýtu á Akureyri kæmi fram að verðlækk- unin næði til hrogna sem bærast eftir 13. apríl en hjá Ora í Kópavogi væri miðað við 14. apríl. Hins vegar væri orðalagið þannig að ekki væri víst að boðuð verðlækkun héldi, verðið gæti haldið áfram að lækka. „Ef við tökum þessu halda þeir bara áfram. Menn vora ginntir af stað með 41 þúsund króna tilboði en það veiðir enginn fyrú- 35 þúsund. Menn taka frekar upp enda ekki hægt að fá menn til að vinna kauplaust.“ Bragi sagði að ástandið væri slæmt og aðgerða væri þörf. „Menn hafa heldur engan þorsk. Hægt er að hrópa á viðbætur í rækju og loðnu en ekki er hægt að sjá af nokkram kílóum íyrir þennan báta- flokk til að menn hafi lifíbrauð af þessu. Þegar ástandið er svona teldi maður eðlilegast að menn gætu snú- ið sér að öðru og fiskað en þessir bátar era með skertan kvóta vegna þess að þorskur og grásleppa ganga á sama tíma og menn verða að velja. Þeir sem völdu grásleppuna á við- miðunaráranum sitja eftir með miklu minni kvóta en annars hefði verið. Með framsalinu á seinni áram hafa menn sem vora með þokkaleg- an þorskkvóta keypt sig inní þetta til að afla sér reynslu því þetta fer í kvóta. Ekki bætir úr skák að inn- lendu verksmiðjurnar kaupa hrogn á mörkuðunum og hæla sér af því að fá tunnuna á 14 þúsund krónur en ekki er hægt að taka á þessu því um er að ræða meðafla hjá mönnum." Sjálfhætt Eðvald Daníelsson á Hvamms- tanga sagði að veiðin hefði verið slök, útlitið væri ekki gott og sjálf- hætt væri ef verðið lækkaði. „Ég er nýbúinn að leggja og fer að taka upp. Ég hef einu sinni kom- ist í hluta af þessu og er kominn með í eina tunnu. Ég lagði fyrstu trossurnar 2. apríl en veðrið hefur verið vitlaust og því hef ég ekki komist í þetta. En vegna verðlækk- unarinnar tek ég bara upp.“ Eðvald sagði að mikil umræða hefði verið í gangi þess efnis hvort ætti að byrja þegar boðið var 41 þús. kr. fyrir tunnuna. „Með hálfum huga fóram við með nokkrar tross- ur og lögðum þær en ég var rétt bú- inn að koma í tunnuna þegar hringt var í mig og sagt að ákveðin hefði verið lækkun upp á sex þúsund krónur. Þá er ekki um annað að ræða en taka upp því ég hef ekki fyrir kostnaði. Útlitið er heldur ekki sérstaklega gott hérna fyrir norðan. Ég frétti af trillu sem fékk í þrjár tunnur í 50 net norður með Strönd- um en það er lang besta sem ég hef heyrt eftir fjögurra daga legu. En mikill kostnaður liggur í þessu. Þessir bátar era með net fyrir þrjár milljónir að nývirði en um þriðjungi er skipt út á hverju ári og því er sjálfhætt. Auk þess era menn mjög ósáttir með þessa hegðun hjá kaup- endum, að gefa út verð sem heldur ekki fram á fyrsta drátt.“ Fylgjum hinum Júlíus Magnússon í Ólafsfirði tók í sama streng og aðrir viðmælendur. „Þetta hefur gengið treglega, verið mjög dapurt yfirleitt. Bæði hefur tíðarfarið verið óvenju slæmt, stanslausar norðan- og norðvestan- áttir, og veiðin gengið mjög illa.“ Fjórir bátar hafa verið á grá- sleppu í Ólafsfirði og jafnmargir á Grenivík og boðuð verðlækkun hef- ur farið illa í þá eins og aðra, að sögn Júlíusar. „Komin er fram sam- þykkt að austan og frá Húsavík um að menn dragi upp verði verðið ekki endurskoðað. Menn á svæðinu hérna hafa verið að tala sig saman og verði þessu neytt upp á okkur era menn tilbúnir að draga upp og hætta. Það er vonlaust að gera út á þetta með boðuðu verði, 41 þúsund er algjört lágmark.“ Nýtt sölufyrirtæki stofnað? Áki Guðmundsson á Bakkafirði sagði að bátaflotinn sem fékk skell í fyrra vegna mikillar verðlækkunar og takmarkaðrar veiði hefði orðið fyrir gífurlegum tekjumissi og útlit- ið væri ekki bjart. „Þegar tunnan er komin í 35 þúsund krónur er borð- leggjandi að útgerðin gengur ekki með þrjá karla á.“ Að sögn Áka hafa menn hugleitt stofnun nýs sölufyrirtækis. „Menn hafa veralega velt því fyrir sér hvort ekki væri möguleiki á að hrogn yrðu ekki boðin til sölu nema í gegnum einn aðila.“ Reuters SHINl’ARO Ishihara eftir borgarstjórnarkosningarnar á sunnudag. Þjóðernissinni kjörinn borgar- stjóri Tókýó Tókýó. Reuters. HÖRÐUM kosningaslag um emb- ætti borgarstjóra Tókýóborgar lauk á sunnudag með sigri þjóðernissinn- ans Shintaro Ishihara, sem er þekkt- ur fyrir mjög gagnrýna afstöðu til Bandaríkjanna og vera bandarískra hermanna í Japan. Sigur Ishiharas setur forsætisráðherrann Keizo Obuehi og flokk hans, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, í vanda. Ishihara fékk 29,6% atkvæða, vel yfir þeim 25% sem eru lágmarkið til að kosningin geti talizt bindandi eftir eina umferð. 19 manns kepptust um embættið og sá sem kom Ishihara næstur fékk nærri helmingi minna fylgi en sigurvegarinn. Helzta slagorð Ishiharas í kosn- ingabaráttunni var „Sú Tókýó sem getur sagt nei“, en það vísar til titils bókar sem hann skrifaði árið 1989, þar sem hann hvetur til þess að Jap- an taki upp sjálfstæðari utanríkis- stefnu. Ishihara sat áður á þingi fyr- ir Frjálslynda lýðræðisflokkinn (LDP) og sat um skeið í ríkisstjórn- inni. Sonur hans er þingmaður og í forystusveit flokksins. Kjósendur langþreyttir á úrræðaleysi ráðamanna Sumir fréttaskýrendur telja skýr- inguna á hinu mikla fylgi Ishiharas þó síður liggja í þjóðernissinnuðum áróðri; málið snúist miklu frekar um efnahag landsins og tiltrú lands- manna á ráðamönnum. „Þetta þýðir ekki að kjósendur séu þjóðernissinnar, heldur era þeir orðnir langþreyttir á þeirri pattstöðu sem einkennt hefur stjórnmálaá- standið og kjósa frekar mann sem talar tæpitungulaust," sagði Shigen- ori Okazaki, stjómmálaskýrandi hjá fjármálafyrirtækinu Warburg Dillon Read, í samtali við Reuters. Scotland Yard á netið London. Reuters. BRESKA rannsóknarlögregl- an, Scotland Yard, hefur tekið Netið í þjónustu sina við að hafa uppi á afbrotamönnum. Verða birtar myndh- af þeim á síðu lögi-eglunnar yfir eftir- lýsta menn og aðrar upplýs- ingar. Um 200.000 manns skoða síður Scotland Yard á mánuði hverjum og talið er víst, að þeim muni ekki fækka þegar þar verða birtar myndir af eftirlýstum mönnum eða al- menningur beðinn að veita upplýsingar, sem orðið gætu til að leysa afbrotamál, allt frá morðum til rána. Beðið um upplýsingar Á síðu Scotland Yard í gær var skýrt frá átta málum og birtar myndir af tveimur mönnum og ein teikning. Var meðal annars beðið um upp- lýsingar um mann, sem er grunaður um að hafa myrt sænskan ferðamann, og um annan, sem er sagður hafa rænt sínum eigin syni. Hugmyndina sóttu Bretar til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, sem hefur notað Netið í þessum tilgangi með góðum árangri. Reyndi Scotland Yard fyrst fyrir sér með einni auglýsingu á Net- inu og hún leiddi strax til þess, að maður, sem er grun- aður um fjöldamorð, var handtekinn. Slóðin er: http:// www.met.police.uk, og hjá FBI: http://www.fbi.gov. Danir tortryggnir á hugmyndir Prodis Kaupmaiinaliöfn. Morgunblaðið. ROMANO Prodi nýút- nefndur forseti fram- kvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins hefur viðrað hugmyndir sínar um að litlu ESB-löndin geti ekki búist við að halda fulltrúa í fram- kvæmdastjóminni í stækkuðu ESB. Þeim hefur verið illa tekið í Danmörku og skoðana- munurinn sem þar kemur fram er vís- bending um átök, sem gætu orðið í framtíð- inni um þróun ESB. Það hefur aldrei far- ið leynt að eins og flestir ítalskir stjórnmálamenn er Prodi ekki aðeins einlægur ESB- sinni, heldur stefnir hann á sam- bandsríki Evrópu, ekki á Evrópu þjóðanna eða aðrar lausmótaðri hugmyndir á Norðurlöndum, þar sem flestir taka því fjarri að hug- leiða evrópskt sambandsríki. Á norðurslóðum er þessi tilhneiging Prodis og landa hans talin stafa af vantrú á ítalska ríkið, meðan trú á þjóðríkið er sterk í Norður-Evrópu. í nýlegu viðtali við Financial Times reifar Prodi hugmyndir um starfsvið sitt. Þar kemur fram að hann ætlar sér sterk tök, því hann leggur áherslu á að ef löndin ætli að tilnefna duglitla fulltrúa í fram- kvæmdastjórnina þá sé það skylda hans að hafna þeim, en reyndar álít- ur hann að þeir tímar séu liðnir að tilnefndir séu menn, sem þurfi að losna við af heimavelli. En Prodi talar einnig um að fram- kvæmdanefndin eigi ekki aðeins að vera skrifræðisvald, heldur móta „sameiginlega evrópska sál“, pólitíska Evrópu, sem með sam- eiginlegri mynt sé komin handan Evrópu þjóðríkjanna. Þetta sé viðfangsefni fram- kvæmdanefndarinnar, ekki að skapa atvinnu í Evrópu. í framhaldi af þessu talar hann um að stækkun ESB sé meg- inviðfangsefni og kem- ur þá að því viðkvæma máli um skipun framkvæmdastjórn- ar í ESB með 25-30 ríkjum. Það sé erfitt, en þó gjörlegt að stýra 20 manna framkvæmdastjóm eins og nú, en 25-30 manna stjórn sé óvið- ráðanleg. Og það gangi heldur ekki að halda fast við neitunarvald ein- stakra landa í svo stóru ESB. „Prodi fær ekki atkvæðið mitt“ Það eru þessi síðustu ummæli, sem hafa valdið úlíúð í Danmörku, þar sem fulltrúar helstu flokkanna höfnuðu þessari skoðun Prodis í samtali við Berlingske Tidende í kjölfar viðtalsins við Prodi. Jakob Buksti formælandi Jafnaðarmanna- flokksins í ESB-málum segir skoð- anir Prodis áhugaverðar, en óvitur- legt sé af honum að viðra þær, enda hvorki hlutverk Prodis né fram- kvæmdastjórnarinnar að ákveða stærð framkvæmdanefndarinnar og neitunarvald. Charlotte Antonsen formælandi Venstre ráðleggur Prodi að sýna meiri auðmýkt í starfi sínu og hann verði að tala í öðrum tón um litlu löndin í ESB. Og miðað við þá miklu áherslu, sem bæði Göran Persson forsætisráðherra Svía og hinn danski starfsbróðir hans Poul Nyr- up Rasmussen hafa lagt á atvinnu- sköpun fellur þessi endurskilgrein- ing Prodis á starfi framkvæmda- stjórnarinnar tæplega í góðan jarð- veg þar. „Prodi er sambandsríkjasinni og ég mun ekki ljá honum atkvæði mitt,“ sagði danski Evrópuþing- maðurinn og ESB-andstæðingurinn Jens Peter Bonde í samtali við sænska útvarpið strax og útnefning Prodis lá fyrir. Vísast hefði tilnefn- ing Prodis og þýðing hennar verið rædd meira ef ekki kæmi til stríðið í Kosovo. Með sambandsríkjasinna í forsvari stefnir í að þau ríki, sem ekki aðhyllast þá stefnu, muni þurfa að láta meira til sín taka ef forset- inn mun nota aðstöðu sína til að hlaða undir sannfæringu sína um þróun ESB, því hann er vissulega ekki sá eini sem er þessarar skoð- unar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.