Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 31 STARFSEMI SÍF HEIMA OG ERLENDIS Loppa Fisk a.s. Mar-Nor a.s. Eidet Fisk a.s. SÍFhf.® • Nykvág Fisk a.s. Saltkaup hf • Christiansen Partners a.s. Skaltskip hf Noregi J.B. Delpierres.a.®lcebrit Ltd' Bretlandi San Souci Seafoods Ltd. @ ........Frakklandi # Söluskrifstofa SÍF ftalíu Kanada Un.on Islandias.a.* * Union SÍF Hellas s.a. italíu • Nord Mar Ltd. Brasilíu STJÓRN' og varstjórn SÍF árin 1976 til 1978. í fremri röð frá vinstri eru Stefán Runólfsson, Víglundur Jónsson, Sigurður Markússon, Tómas Þorvaldsson, formaður stjórnar, Helgi Þórarinsson, framkvæmdastjóri, Margeir Jónsson og Bjarni Jóhannesson. I aftari röð eru Þorsteinn Jóhannesson, Valgarð J. Ólafsson, sölustjóri, Sigurður Einarsson, Friðrik Pálsson, skrifstofustjóri, Benedikt Thorarensen, Einar Sveinsson, Soffanías Cecilsson og Hallgrímur Jónasson. Á 50 ára afmæli SH var slegið á létta strengi og fitjað upp á ýmsu. Meðal annars fékk starfsfólk félagsins, dótturfyrirtækja og aðildarhúsa SH, eldhússvuntur í afmælisgjöf. Hér hafa þeir Jón Ingvarsson, stjórnarformaður, og Friðrik Pálsson, forstjóri, fært Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra, eina slíka að gjöf. okkur grein fyi'ir því að lægðimar koma. Eg er ekki með þessu að pré- dika einhverja svartsýni. A síðasta ári gekk nánast allt upp. Það var eiginlega ekkert, hvorki í okkar innra né ytra umhverfi, sem ekki var okkur hagstætt. Okkur ber að vera þakklát fyrir það og flestir eru að nota þessa góðu útkomu mjög skynsamlega.“ Samkeppnin er við kjötið Hvernig er útlitið á okkar helztu mörkuðum? „Þorskurinn, sem við íslendingar lítum á sem okkar aðalfísktegund, hefur geysilega gott orð á sér víð- ast, þar sem við seljum hann, hvort sem hann er frystur eða saltaður. Þegar framboð af þorski var hvað mest, voru veiddar um 3 milljónir tonna af þorski við Norður- Atlants- hafíð. Þessi veiði féll svo niður í um 1,3 milljónir tonna fyrir nokkrum árum. Þetta hefur gengið svolítið á víxl. Þegar illa árar við Kanada hef- ur gengið betur hjá okkur og Norð- mönnum og þegar Norðmönn um hefur gengið illa, hefur okkur vegn- að betur og svo framvegis. Fyrir vikið hefur heildarveiði verið nokk- uð jöfn undanfarin ár. A þeim tíma þegar þorskveiðin var að dragast verulega saman og Alaskaufsinn streymdi inn á markaðina, hrópuðu margur úlfur, úlfur og töldu að nú yrði allt ómögulegt. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hefði alaskaufs- inn ekki komið inn á þessum tíma, hefði fískneysla í veröldinni minnk- að verulega, öllum fiskseljendum til skaða. Við megum ekki gleyma því, að fískneyzla er afskaplega lítil borið saman við neyzlu á kjöti, hvort sem það er hvítt eða rautt. í baráttunni um að selja fískinn erum við fyrst og fremst að berjast við þá, sem selja kjöt, miklu fremur en að físk- seljendur séu að berjast hvorir við aðra. Það hefur komið fram á ráð- stefnunni um botnfískinn, Ground- físh Forum, sem við höfum staðið fyrir mörg undanfarin ár, að barátt- an er fyrst og fremst við kjötið og svo nú síðar við pasta og önnur tízkumatvæli. Alaskaufsinn bjargvættur Alaskaufsinn hefur því í rauninni verið okkur bjargvættur. Hann hjálpaði til við að mæta eftirspurn- inni, þegar þorskurinn var í sem mestum öldudal. Á hinn bóginn fylgdi sá böggull skammrifi að það var farið að kalla allan þennan físk hvítfísk. Þessi nafngift var að kröfu þeirra, sem notuðu mest af Ala- skaufsablokk og markmiðið var að reyna að keyra verð á dýrari teg- undum niður með því að hætta að greina á milli tegundanna. Það tókst tímabundið að lækka verðið á þorskinum og öðrum dýrari tegund- um. Andsvar þorskframleiðenda var að halda uppi þorskverðinu með aukinni fullvinnslu. Þannig hefur að miklu leyti tekizt að halda þorskin- um utan við hvítfiskhugtakið og halda verð inu uppi. í þessi 13 ár mín í frystingunni, hefur verið fróðlegt að sjá hvernig saltfískurinn og söltunin hafa fylgt sömu lögmálum og fí-ystingin, þar sem söltunin hefur ekki farið var- hluta af verð sveiflum og breyting- um á framboði. Á hinn bóginn virð- ist sem þol saltfiskmarkaðanna sé miklu meira en markaða fyrir fíyst- ar afurðir. Neyzluhefðin á saltfiski er miklu ríkari en á þeim afurðum, sem unnar eru úr frystum fiski. í gegnum þykkt og þunnt hafa salt- fískmarkaðarnir meira og minna haldið styrk sínum og nánast náð til sín þeirri hlutdeild í þorskinum, sem þeir hafa viljað. Auðvitað hafa þeir stundum lent í skorti og kenna um of háu verði á dollarnum eða á frystum afurðum, en þegar fylgst er með gangi mála sést að frystingin hefur búið við meiri sveiflur í magni og hlutdeild en söltunin hefur þurft að þola. Gjörbreyting á mörkuðum Þegar ég byrjaði hjá SH voru markaðir okkar í raun aðallega þrír. Bandaríkin voru langstærst, Rúss- land var þá inni með tiltölulega mik- ilvægan hluta af sölu okkar. Nokkur stöðugleiki var á viðskiptunum við Evrópu, aðallega Bretland og Þýzkaland. Við unnum mikið braut- lyðjendastaif og opnuðum meðal annars nýjar söluskrifstofur í Tokyo, París og Barcelóna og síðan hefur orðið gjörbreyting. Eftir mjög markvissa uppbyggingu hefur Austur-Asíumarkaðurinn hefur ver- ið okkar stærsti markaður í fjölda ára. Sá markaður verður áfram mjög mikilvægur. Markaðarnir í Frakklandi og á Spáni eru að verða mikilvægir fyrir frystinguna, en áð- ur fór nær eingöngu saltfiskur þangað. Þetta eru áfram mjög mik- ilvægir saltfiskmarkaðir, en SÍF hefur náð yfirburðastöðu á mark- aðnum fyrir kældar afurðir í Frakk- landi og saltfískafurðir á stærsta einstaka saltfiskmarkaði í heimi, Barcelona. Markaðimir okkar í Bretlandi og Þýzkalandi hafa haldið ágætlega velli, en eini markaðurinn þar sem sala afurða frá íslandi hef- ur verulega dregist saman er í Bandaríkjunum. Til þess liggja ýmsar ástæður, m.a. tímabundinn skortur á þorski, en engu að síður er þessi markaður mjög mikilvægur fyi-ir íslenzka framleiðendur. Þar er krafizt mikilla gæða og yfirleitt borgað hátt verð. Hins vegar eru hinir markaðarnir að verða fyllilega færir um að keppa við slíkt vöru- verð, þegar þannig árar. Þess vegna eigum við eftir að verða vitni að miklu harðari samkeppni milli þess- ara markaða um afurðirnar en verið hefur. Neytendur eru ílialdssamir Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með saltfiskmörkuðunum. Þegai' ég byrjaði hjá SIF fyrh' 25 árum síðan, spurðu margir vinir mínir í Háskólanum hvernig í ósköpunum mér dytti í hug að fara að vinna hjá SÍF í saltfiski. Þetta væri deyjandi framleiðsla, aldagöm- ul vinnsla og úreltar vörur sem við værum neyddir til að borða á laugar dögum hér heima. Þessi vara væri einfaldlega að líða undir lok. Það er hins vegar aðeins laugardagssalt- fískurinn okkar sem er næstum því horfinn. Þvert á þessar hrakspár hefur sannast að saltfískurinn er fjarri því að líða undir lok. Þetta sannar okkur, sem framleiðum og seljum matvæli, að það er enginn eins íhaldsamur og neytandinn. Fáu er eins erfitt að breyta og neyzlu- venjum fólks og erfiðast er að breyta venjum í mat. Þessi stað- reynd hjálpar sérstaklega afurð eins og saltfíski, en saltfiskur er mjög sérstök vara sem þeim, sem á annað borð kunna að meta hana þykir mjög góð. Það hefur tekizt með ágætum á undanförnum árum að viðhalda þeirri neyzluvenju og fyrir vikið er ég afar bjartsýnn fyrir hönd saltfískiðnaðarins." Útrásin á sér langa sögu Útrás íslenzkra fyrirtækja hefur verið mikil síðustu árin. Hvernig sérð þú fyrirþér að hún þróist? „Utrás íslenzkra fyrirtækja í sjávarútvegi á sér í rauninni bæði langa sögu og stutta. Hún er auðvit- að lengst hjá físksölufyrirtækjun- um, sem hófu sína útrás fyrir 50 ár- um. Þau hafa náð ágæt um árangri með ýmsum fjárfestingum erlendis eins og dæmin sanna. Síðan var ekki hugað mikið að útrás annarra fyrirtækja fyrr en settar voru á laggirnar tvær nefndir á áttunda áratugnum, önnur á vegum sjávar- útvegsráðherra og hin á veg um iðn- aðarráðherra. Báðar voru þær und- ir forsæti vinar míns Magnúsar Gunnarssonar og ég tók þátt í því starfí með honum og fleirum. Upp úr þeirri vinnu var félagið Ieecon stofnað. Það má segja að Icecon hafí að miklu leyti verið brautryðjand- inn að ýmsum verkefnum, sem nú eru í gangi, eins og þátttöku Granda í Friosur í Chile og fleiri tilrauna- verkefnum, sem ýmist báru árangur eða ekki. Þrátt fyrir þetta starf allan þenn- an tíma, er það ekki fyrr en á allra síðustu árum, sem önnur fyrirtæki hafa lagt í að hasla sér völl á er lendri grundu. Andramálið við vest- ur strönd Bandaríkjanna á sínum tíma hræddi íslenzk fyrirtæki mjög. Það mál var því miður skýrt dæmi um slæma erlenda ráðgjöf. Sporin hræða í svona málum. Eg er hins vegar sannfærður um það, að við ís- lendingar hefðum getað farið í verk- efni erlendis miklu fyi'r en við gerð- um. Það er engin skynsamleg ástæða fyrir því að íslenzk fyrirtæki hefðu ekki getað náð hliðstæðum árangri og Norðmenn í Alaska og við vesturströnd Bandaríkjanna í Alaskaufsanum og öllu því ævintýri. Norðmenn vora þar lengst af alls- ráðandi og eru það að nokkru leyti enn. Við höfðum alla þekkingarlega burði til að gera það líka. Slæm staða sjávarútvegsfyrirtækjanna hér heima, óðaverðbólga og barátt- an við að eiga fyrir laununum á föstudögum skýi-ir þó vissulega að miklu leyti, hvers vegna stjórnend- ui' fyririækja á þessum tíma voru ekki að huga að tækifærum utan landsteinanna. Því miður held ég að enn hafi enginn náð að hagnast á starfsemi erlendis svo nokkru nemi. Það sýnir að ekki er auðvelt að takast á við verkefni á nýjum svæðum. Þrátt fyrir alþjóðavæðingu, þrátt fyrir góða og aukna menntun Islendinga, og þrátt fyrir mikil og góð sam- skipti út í heim, er töluvert ólíkt að reka viðskipti erlendis eða hér heima. Menn þurfa að læra að laga sig að nýjum siðum og nýjum hátt- um og ýmislegt er með öðrum brag en menn eiga að venjast heima hjá sér. Ég held hins vegar að flest þau fyrirtæki, sem nú vinna erlendis og hafa verið að því síðustu misserin hafí með því aflað sér geysilega dýr- mætrar og mikilvægrar þekkingar. Ég held að að framundan sé mikill vöxtur og árangur á þessu sviði, ef mörinum endist úthald svolítið leng- ur til að koma málum sínum áfram. Kunnum ekki að gera út á styrkina Einu megum við ekki gleyma. Það er okkur íslendingum afar framandi að gera út á styrkjakerfi. Þeir sem vinna í sjávarútvegi víðast hvar annars staðar í heiminum gera út á styrki. Það er snar þáttur í starfseminni og það útheimtir til- tekna þekkingu og þýðir annað hug- arfar. Ég veit að sum af útrásarfyi'- irtækjum okkar náðu ekki að til- einka sér slíka „útgerð“ í byrjun en eru læra á hana nú. Þannig læra þau að lifa í því umhverfí, sem ríkir á hverjum stað. Það gerir mig því jafnframt bjartsýnni en ella um að þau nái árangri á þessu sviði líka. Þeir yfirburðir sem við höfum haft á íslandi og höfum enn, byggja á þeim sterka sjávarútvegs- “kúltúr“, sem er til staðar hérlendis og á rætur að rekja til þeirrar stað- reyndar að þjóðin veit að við lifum á físki. Á meðan við gerum það, skiptir afar miklu máli að við skynj- um það öll, að okkur beri ekki að- eins að umgangast fiskistofnana með varúð og virðingu, heldur um- hverfíð allt í heild sinni á ábyrgan hátt. Við þurfum jafnframt að standa þannig að útflutningsfyrir- tækj um okkar og markaðsstarf- semi erlendis, að við verðum áfram til fyrirmyndar. Við höldum áfram að stækka markaðsnet þessara traustu íslensku fyrirtækja þannig, að stærri og stærri hluti heimsvið- skipta með fiskafurðir fari um okk- ar hendur. Fiskurinn er okkar ol- ía,“ segir Friðrik Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.