Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 56
* 56 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EYÞOR KR. JÓNSSON + Eyþór Kristinn Jónsson fæddist í Hafnarfirði 7. ágúst 1921. Hann lést 6. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Jó- hannesson, sjómað- ur, f. 18.3. 1884 í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi, d. 5.9. 1965, og Guðrún Kristjánsdóttir, húsfreyja, f. 6.8. 1892 á Selljarnar- nesi, d. 8.10. 1974. AJsystkini Eyþórs voru átta: Gyða Þorbjörg, 18.10. 1914, Kristín Helga, 20.7. 1916, látin, Kjartan Frið- berg, f. 13.2. 1919, Kristján Guðnason, f. 8.10. 1922, Jóhann- es, f. 11.7. 1925, Valgerður, f. 1.12. 1927, og Páll, f. 29.4. 1930. Eyþór átti þrjú hálfsystkini, Jón, sem er látinn, Laufeyju og Svandísi Borg. Hinn 11. desember 1948 kvæntist hann Þuríði (Lollu) Jó- hannsdóttur, f. 17. desember 1925, og bjuggu þau bæði alla sína ævi í Hafnarfirði, en Þuríð- ur lést hinn 8. ágúst 1996. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Jóhann Eyþórsson, rennismið- ur, f. 9.5. 1948, kvæntur Vaidísi Þorkelsdóttur kennara, f. 2.6. ,om v/ Frossvogst<ipkju0cu*ð Sími: 554 0500 Blómastofa Friðftnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. 1946. Þeirra börn eru: a) Anna, lög- fræðingur, f. 7.12. 1968, gift Jóni Erni Brynjarssyni, við- skiptafræðingi. Dóttir þeirra er Valdís Huld, f. 7.9. 1997. b) Eyþór Kristinn, verkamað- ur, f. 23.5. 1972. 2) Kristín Þórey Ey- þórsdóttir, kennari, f. 1.11. 1956, gift Gísla Þorlákssyni, stýrimanni, f. 16.11. 1951. Þeirra börn eru Þuríður, f. 18.4. 1981, og Þorlákur, f. 26.10. 1987. A yngri árum stundaði Eyþór ýmsar íþróttir og var virkur í félagsstarfi á því sviði. Hann var m.a. stofnfélagi Sundfélags Hafnarfjarðar og Skíða- og skautafélags Hafnarljarðar. Ey- þór starfaði í Rafha í Hafnar- firði í ellefu ár og kynntust þau Þuríður þar. Hann vann síðan ýmis störf, múrverk, málning- arvinnu o.fl., en síðustu tvo ára- tugina fyrir starfslok var hann baðvörður í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Útför Eyþórs fer fram frá FríkirJyunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Það er svo stutt síðan þú komst síðast til okkar í Grindavík og þá varst þú svo hress, en núna stuttu seinna eríu farinn og kemur aldrei aftur. Á þessum tímamótum hugsar maður til baka og rifjar upp margar góðar minningar, eins og öll þau sldpti sem ég fór með þér í íþrótta- húsið og ég spilaði á píanóið, við fór- um í lyftingasalinn og lékum okkur í stóra salnum. Þegar við löbbuðum upp í kartöflugarð og ég man ekki betur en þú héldir á mér meginpart heimleiðarinnar. ÖU þau skipti sem við fórum á skauta með sleðann góða og þú varst svo þolinmóður við að kenna mér. Göngutúrar, róló- ferðir og að sjálfsögðu rúntai- um Hafnarfjörð og þú gast alltaf sagt sögu um allt sem við skoðuðum. Það var svo auðvelt að umgangast þig, þú varst þoUnmóður og rólegur og vUdir ekki láta mikið fyrir þér fara og hvað þá láta of mikið hafa fyrir þér, sem gerðist nú reyndar aldrei því þú kvartaðir aldrei og sagðir að aðrir þörfnuðust hjálpar miklu frek- ar en þú. AUtaf varstu reiðubúinn að gera hlé á hverju sem þú varst að gera til þess annaðhvort að hlusta eða skýra eitthvað út fyrir forvitn- um og óþreyjufullum krakka sem vildi fá útskýringar strax. Þú varst hinn fullkomni afi og það er ómögulegt að hugsa til þess að geta ekki lengur komið til þín í Grænukinnina. En það huggar að vita af þér hjá ömmu og ég held að þú sért afskaplega hamingjusamur að vera kominn til hennar og sam- an eigið þið eflaust eftir að láta gott af ykkur leiða þar sem þið eruð núna eins og þið gerðuð hér. Ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll og ég vil enda á Utlum sálmaversum: Kallið er komið, komin er sú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Þín Þuríður (Lolla). Crfisclrykkjiir & VeiUA9ohú/lð GAPi~inn Síffli S55 4477 í dag kveðjum við hann afa minn, Eyþór Jónsson, í síðasta sinn. Afi missti mikið þegar hún Lolla amma féll frá fyrir tæpum þremur árum og sýndi ótrúlegan styrk og baráttuþrek meðan á veikindum hennar stóð. Hann hélt ágætri heilsu fram undir það síð- asta, keyrði ennþá bílinn sinn, kíkti í heimsókn og kom stundum í göngutúr með okkur mæðgunum þegar við spásseruðum um bæinn með kerru eða vagn. Eins langt aftur og ég man vann afi í Iþróttahúsinu við Strandgötu hér í Hafnarfirði. Það voru ótvíræð- ir yfirburðir að eiga afa sem vann í íþróttahúsinu, því þangað fórum við systkinin í skólaleikfimi og á íþróttaæfingar. Stundum leysti hann líka af í Sundhöllinni á sumrin og það var nú ekki verra. Það var ekki bara að hinir baðverðiinir þekktu okkur systkinin með nafni, heldui' fékk maður að fara inn á kaffistofuna þeirra, jafnvel var stungið einhverju góðgæti að okkur og við kvödd með kveðjum heim. Það sem var enn betra var að við fengum stundum að koma þegai- verið var að ganga frá eftir síðustu æfingu eða leik að kvöldi og leika okkur í tækjunum sem voru allt of sjaldan í boði í leikfimitímum; hanga í hringjunum, klifra í köðlun- um, hoppa á trambólíninu og gera ýmsar kúnstir sem ekki var leyfí- Íegt að gera undir strangri stjóm leikfimikennaranna. Þetta var æv- intýraheimur sem aðrir krakkai- komust ekki í nema helst þegar var „Tarsantími" í lok skólaársins. Harmonikulög eru órjúfanlega tengd afa. Elstu minningamar um afa í Kinninni er þegar sett var plata á gamla grammófóninn og spiluð það sem ég kallaði „afalög" þegar ég var lítil og afi dansar með mig í fanginu um gólfið við hressi- legan polka eða vals. Afi hafði óskaplega gott lag á okkur barnabörnunum og við sótt- umst eftir að vera hjá honum og með honum. Það sama gilti um langafabarnið, dóttur mína. Við sóttum öll í að vera hjá afa og sum okkar vildu helst verða eftir í Kinninni þegar foreldrarnir ætl- uðu að halda heim. Afi átti alltaf húsbóndastól sem hægt var að mgga sér í og skemU sem hægt var að klifra upp á og snúa á ýmsa vegu. Hann átti líka töfratæki að mér fannst þegar ég var lítil - hann hafði sett kallkerfi úr bflskúmum inn í hús og amma gat kallað í hann í mat og kaffi þeg- ar hann var að dytta að einhverju í skúmum. Afi var óskaplega nostur- samur og hirðusamur um sína hluti og ég man varla eftir að hafa nokkum tíma séð óhreinindablett á bílnum hans. Hann byggði húsið í Grænukinninni sem hann og amma bjuggu í allt til æviloka og hélt því við af mikilli natni. Hann og amma em nú sameinuð aftur á betri stað og hafa fengið hvíldina og friðinn. Anna Jóhannsdóttir. Stimpla GERÐIN FRAMLEIÐUM Skilti á krossa Síðumúla 21 - Selmúlamegin » 533 6040-Fax: 533 6041 Email: stimplar@isholf.is LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. ai S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KOP. SIMI 557 6677 / FAX 557 8410 MAGNEA S. HALLDÓRSDÓTTIR + Magnea S. Hall- dórsdóttir fæddist á Saurum í Laxárdal 18. júní 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 4. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Bjarnason og Kristín Eyjólfsdótt- ir. Systkini Magneu voru Guðrún, f. 1895, Gróa, f. 1896, Sigríður, f. 1897, Elína, f. 1900, Eyjólfur, f. 1903, og Bjarni, f. 1903. Þau eru öll látin. Eiginmaður Magneu var Frím- ann Guðjónsson bryti, f. 16. maí 1909, d. 1990. Utför Magneu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Magga ömmusystir okkar er dá- in. Að missa Möggu er eins og að missa ömmu sína, því að Magga tók við af ömmu þegar hún lést 1973. Magga og maður hennar Frímann hafa því veitt okkur margar ógleymanlegar stundir. Sem börn og unglingar og einnig eftir að við urðum fullorðnar var alltaf gaman að koma og vera hjá Möggu og Frímanni, því að þau voru svo samhent um allt. Þegar við vorum börn voru það ekki leik- föng eða þess háttar sem hændi okkur að þeim því að Magga hafði fastar reglur á því sviði. Aðdráttar- aflið var að það var svo gaman að ræða við þau um allt mögulegt og þau gáfu sér tíma til að hlusta á það sem við höfðum að segja. Bæði það sem var alvarlegt og ekki síður það skemmtilega. Ef umræðumar urðu of alvöruþrungnar kom alltaf sjónarmið sem hægt var að hlæja að. Fram á síðustu stund hélt Magga þessum eiginleika. Sem ungum stúlkum þótti okkur líka lærdómsríkt að vera hjá þeim, því að okkur var leyft að gera allt aðra hluti en við vorum vanar við heima. Hjá þeim var frjálsræði, en ábyrgð fylgdi. Það var líka svo gaman að hlusta á Möggu segja sögur úr lífi þeirra. Magga og Frímann ferðuðust mikið á meðan heilsan leyfði. Við höfðum þá ánægju að fá þau oft I heimsókn til Danmerkur. Danmörk hafði sérstöðu í huga þeirra því að þau bjuggu í Kaupmannahöfn í mörg ár fyrir seinna stríðið. Oft ferðuðust þau áfram til Miðjarðar- hafslanda til að njóta sólarinnar. Lífið var þeim þó ekki alltaf jafn auðvelt. Frímann lenti ungur í Goðafoss-slysinu og varð alvarlega veikur upp úr því það sem eftir var ævinnar. Magga annaðist hann öll þessi ár með mestu umhyggju. Þetta varð til þess að hún fór að hugsa um hvemig maður lifir lífi sínu heilsusamlega. Á heimili þeirra var því alltaf boðið upp á nýtt grænmeti, gróft brauð og ávexti í staðinn fyrir sælgæti. Meira að segja urðum við systurn- ar að tyggja japanskt þang vegna þess að það átti að vera hollt. í mataræði var Magga langt á undan tímanum. Áhugi Möggu á hollum mat þýddi ekki að maturinn væri ólystugur. Nei, Magga var frábær í matreiðslu og bakaði gómsætar kökur. Hún kenndi okkur að baka dýrindis tertur eins og íslenskar konur eru svo duglegar að baka. Magga sýndi öðru fólki mikla umhyggju, sérstaklega þeim sem áttu við erfiðleika að stríða. Hún mátti ekkert aumt sjá. Ýmsir hafa notið góðs af því, meðal annars systkini hennar tvö, sem bjuggu í húsinu hjá þeim í mörg ár. Þó að við búum fjarri Islandi söknum við Möggu mjög mikið. Hin jákvæða lífssýn Möggu og Frímanns mun ávaUt verða okk- ur leiðarljós. Megi hún hvíla í friði og hitta Frímann sinn aftur. Blessuð sé minning hennar. Kristín og Margrét Pétursdætur, Kaupmannahöfn. í örfáum orðum langar mig að minnast ömmusystur minnar, Magneu S. Halldórsdóttur. Magga frænka eins og hún var alltaf köll- uð hafði ákaflega sterkan og skemmtilegan persónuleika. Hún var falleg kona og glæsileg og í alla staði hrífandi. Að koma á Kaplaskjólsveginn sem barn til Möggu og Frímanns var ævintýri líkast. Magga og Frím- ann ferðuðust mikið og oft áttu þau dósakók, sem ekki var fáanlegt á Is- landi þá. Við systkinin fengum að eiga tómu dósimar og skárum af lokið og notuðum þær undir penna og blýanta. Þau voru afar gjafmild og oft höfðu þau keypt eitthvað fal- legt handa okkur í útlöndum sem vaUð hafði verið af kostgæfni og smekkvísi. Magga og Frímann áttu líka sérstakt og fallegt heimfli sem var gaman að koma á, þau voru mjög bamgóð og tóku vel á móti okkur. Garðurinn þeirra var ákaf- lega fallegur og þar ræktaði Magga matjurtir innan um blómin. Minn- ingin um garðinn þeirra er sól og alltaf sól og var eins og að vera komin til útlanda að koma í hann. Magga sagði mér stundum frá gömlu dögunum. Einna minnis- stæðast er mér sagan af henni smástelpu, nýfluttri til Reykjavík- ur. Hún var að sjálfsögðu forvitin að litast um og kanna þetta nýja framandi umhverfi og áður en menn gátu snúið sér við var Magga komin á samkomu inn á Herkast- ala. I framhaldi af því hitti hún ókunna stelpu og fór með henni í bíó. Magga gleymdi tímanum á meðan dauðhræddir foreldrar og eldri systkini hlupu bæjarhluta á milli að leita að stelpunni. Hún var yngst systkina sinna og naut þannig nokkurra forréttinda eins og við yngstu börnin gerum. Fyrir vikið erum við kannski dáUtið dekruð. En Magga endurgalt það margfalt til baka. Systkini hennar, Eyjólfur og Gróa, giftust ekki og bjuggu hjá henni á Kaplaskjólsveginum til margra ára. Hún annaðist þau ákaflega vel, eins og Frímann en hann var sjúklingur allt frá því að hann var skotinn niður á Goðafossi í seinni heimsstyrjöldinni. Ég hef verið þeirrar gæfu að- njótandi að eiga Möggu frænku að svona lengi og litið á hana sem hálfgerða ömmu. Hún hefur ávallt skipað stóran sess í lífi okkar fjöl- skyldunnar og er skrítið til þess að hugsa að hún sé ekki lengur meðal okkar. Ég veit að Frímann hefur beðið hennar allt frá því hann yfir- gaf þennan jarðneska heim og nú er sú bið á enda. Ég veit að þau hittast nú aftur og hugsunin um það færir mér gleði, því þau voru svo samrýnd. En í staðinn eigum við hin minninguna um Möggu, fal- lega og góða konu, sem við geym- um í hjarta okkar. Rúna Hilmarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.