Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 13 FRÉTTIR STÖÐUGUR straumur fólks var á námskynningu, sem skólar á háskólastigi efndu til í Að- albyggingu Háskóla Islands á sunnudaginn, en áætlað er að um 5.000 manns hafi sótt kynninguna. Morgunblaðið/Þorkell FÓLKI gafst kostur á að kynna sér hinar ýmsu námsgreinar á Námskynningu 99, en það voru kennarar og nemendur sem upplýstu fólk um námið. Skólar á háskólastigi kynntu starfsemi sína á sunnudaginn Um fímm þúsund manns sóttu kynninguna UM 5.000 manns sóttu sameigin- lega námskynningu, sem allir skólar á háskólastigi stóðu fyrir, en kynn- ingin, sem kallaðist Námskynning 99, var haldin á sunnudaginn. Að sögn Rögnu Olafsdóttur, námsráðgjafa við HI, og meðlims undirbúningsnefndar, var stöðugur straumur fólks á kynninguna frá því hún hófst klukkan eitt og þar til henni lauk um klukkan fimm. Hún sagði að mikil ánægja væri með þessa miklu aðsókn, en bætti því við að kynningin í ár hefði verið með öðru sniði en venjulega, því nú hefði í fyrsta skipti verið einblínt á skóla á háskólastigi. Ragna sagði að framhaldsskóla- fólk hefði verið mest áberandi á kynningunni, en samt hefði verið töluvert um það að aðrir, t.d. gamlir nemendur eða foreldrar, hefðu komið og skoðað það sem í boði var. Það voru kennarar og nemendur sem kynntu starfsemi skóla og deilda og sagði Ragna að aldrei fyrr hefðu kennarar tekið jafnvirkan þátt í námskynningu skólanna. Hinar nýju námsleiðir, sem HI býður í fýrsta skipti upp á næsta haust, vöktu sérstaklega mikla at- hygli, að sögn Rögnu. Frá og með næsta hausti verður hægt að velja á miUi 17 nýrra hagnýtra námsleiða við HI, þar sem námstíminn er eitt og hálft ár, en við útskrift fær nemand- inn sérstakt „diploma," sem viður- kenningu íyrir að hafa lokið náminu. Þeir skólar, sem tóku þátt í Nám- skynningunni og voru með bás í Að- albyggingunni, voru Háskóli Is- Dæmd í 8 og 12 mán- aða fangelsi 39 ÁRA gamall karlmaður var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í gær fyrir umferðarlagabrot, fjársvik, skjalafals og þjófnaði, sem framin voru á síðasta ári og hluta til á þessu ári. Kona á sama aldri, sem ákærð var fyrir að standa að fjársvikum, skjalafalsi og þjófnuðum með mann- inum og fyrir fíkniefnabrot ásamt honum og ein og sér, var dæmd í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi.. Saman var ákærðu gefið að sök að hafa svikið út vörur að verðmæti um 200 þúsund krónur í verslunum Húsasmiðjunnar og stela munum fyiir á aðra milljón króna af heimil- um og fyrirtækjum. Tvær ákærur voru gefnar út á hendur báðum ákærðu og játuðu þau brot sín að undanskildum nokkrum liðum, sem ákæruvaldið féll frá við upphaf aðalmeðferðai-. lands, Háskólinn á Akureyri, Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri, Samvinnuháskólinn á Bifröst, Tækniskóli Islands og Leiklistar- skóli Islands. Auk þessara skóla tóku tveir aðrir skólar, Kennarahá- skóli íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík, þátt í kynningunni, en þeir kynntu starfsemi sína í sínum eigin húsakynnum, þá var tann- læknadeild HÍ með kynningu í Læknagarði þar sem einnig var haldið upp á 50 ára afmæli Félags tannlæknanema. Boðið var upp á sætaferðir á milli kynningarstað- anna. Það voru ekki bara skólar sem tóku þátt í kynningunni því stofnan- ir tengdar náminu, eins og Lána- sjóður íslenskra námsmanna, Al- þjóðaskrifstofan o.fl., kynntu einnig sína starfsemi. Valdís Gunnarsdótt- ir var framkvæmdastjóri Náms- kynningar 99. Stökktu til Benidorm 11. maí í 2 vikur frá aðeins kr. 29.955 Aðei, SiBti laiis "Slg Heimsferðir bjóða þér nú órrúlegti tækifæri hinn 11. maí. Nú getur þúy komist í sólina á ótrúlegu verði, frá/ aðeins 29.955 í 15 nætur. Á Benidorm er sumarið komið og á þessum tíma finnur þú eitt besta veðurfar í heimi. Með fararstjórum Heimsferða getur þú valið um fjölda spennandi kynn- isferða og þú gistir í hjarta Benidorm allan tímann. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og staðfestum við þig á hvaða gististað þú gistir. Bókaðu strax - síðustu sætin Verðkr. 29.955 M.v. hjón með börn, 11. maí, 15 nætur, með sköttum. Verð frá kr. 39.990 M.v. 2 í íbúð /studio, 11. maí, 15 nætur, með sköttum. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Sýnishorn úr söluskrá 1. Fallegt fyrirtæki í vaxandi umhverfi. Einstaklega smekkleg blóma- og gjafaverslun til sölu af sérstökum ástæðum. Góð og vaxandi velta enda allir mjög ánægðir sem þar versla. Fallegt og gott fyrirtæki fyrir smekklega og græna fingur. 2. Ljósmyndafyrirtæki sem einnig er með stúdíó, framköllunarþjónustu og innrömmun. Mikið að gera, góðartekjur. Selstvegna veikinda. Þekkt fyrirtæki sem ekki þarf sérmenntaðan eiganda. 3. Nýstandsett efnalaug, sem verið er að setja upp og ekki búið að opna, á frábærlega góðum stað í Hafnarfirði. Húsnæðið gæti einnig verið til sölu. Allt tilbúið til þess að opna í kvöld. 4. Ritfanga- og leikfangaverslun í verslunarmiðstöð sem allir þekkja. Skemmtileg atvinna fyrir snyrtilegan aðila sem leitar að skemmtilegu og gefandi framfærslufyrirtæki. Staðsett í þekktu og vinsælu verslun- arhúsnæði. 5. Framleiðslufyrirtæki sem getur verið hvar sem er á landinu. Framleið- ir myndbönd og tónbönd. Öll sambönd. Allar vélar sem til þarf. Vel samkeppnishæft við innflutning. Lager fylgir með. 6. Silkiprentun á boli og þess háttar. Allir geta lært þetta og kennsla er innifalin. Allar vélar og tæki sem til þarf. Endalausir möguleikar. 7. Ein þekktasta prentsmiðja landsins til sölu. Mikið af föstum viðskiptum. Mikið af vélum. Hægt að greiða kaupverðið með því að yfirtaka lán. 8. Einn þekktasti skyndibitastaður borgarinnar. Selur mikið af hamborg- urum, léttum steikum og fiskmeti. Einnig ís og sælgæti. Góð staðsetn- ing, siðlegur vinnutími og huggulegur staður. 9. Söluturn, myndbandaleiga og þær nýlenduvörur sem mest seljast. Mikil túristaverslun á sumrin enda ganga flestir túristar framhjá versluninni. Er góð hverfisverslun um leið. Hefur gott samband við sína viðskiptavini í hverfinu með dreifibréfum. Frábær staðsetning. 10. Einn þekktasti pizzastaður á höfuðborgarsvæðinu. Sá eini með þessu nafni í 20 þús. manna hverfi. Sæti fyrir 50 manns. Góð bjórsala. Færibandaofn á tveimur hæðum. Hægt að greiða að mestu með yfirtöku á skuld sem tryggð er með posagreiðslum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. ca SUÐURVE R 1 SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. J Fréttir á Netinu v4«> mbl.is A.LLTAT E!TTH\SAf3 NÝTt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.