Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Um menn- ingarneyslu „Með fjöldaframleiðslunni er hin dularfulla (nánast guðlega) tilurð verksins afhelguð sem færir það nær hinum almenna neytanda oggerirhann jafnvel þátttakanda í sköpunarferlinu, fjöldaframleiðslan demókratíserar með öðrum orðum listina. “ M enn hafa ekki verið á eitt sáttir um áhrif hins svokallaða menningariðnað- ar. Á fyrri hluta aldarinnar lýstu margir yfir áhyggjum sín- um af því að hann hefði for- heimskandi áhrif, hann hefði ekki aðeins skemmandi áhrif á fegurðarsmekk almennings heldur væri hann beinlínis tæki valdastéttanna til þess að hafa stjórn á lýðnum. Þýsku heim- spekingarnir Theodor Adomo og Max Horkheimer, héldu því fram í frægri grein sinni frá miðjum fimmta áratugnum, „The Culture Industry: En- lightenment as VIÐHORF Eftir Þröst Helgason Mass Decept- ion“, að menn- ingariðnaður- inn væri not- aður á markvissan hátt til þess að fella fjöldann í sama mótið, dælt væri í hann endalausu rusli sem sendi í raun allt sömu skilaboðin en liti út fyrir að vera bæði frumlegt og sínýtt á yfirborðinu. Þannig væri byggt undir ríkjandi ástand, ríkjandi valdahlutföll með afþreyingu sem leiddi huga fjöldans frá hans raunverulegu aðstæðum. Adomo og Horkheimer töldu reyndar að menningariðnaður- inn hefði smitað út frá sér, menningin setur sama merki- miðann á alla hluti, sögðu þeir. Það er blekking að það ríki menningarlegt upplausnará- stand af einhverju tagi vegna þess að trúin hafi misst opin- bera stöðu sína eða tæknin sundrað heimsmyndinni. Kerfið sem við búum við er þvert á móti einsleitt, eins og kvik- myndimar og fjölmiðlai-nir era til merkis um, sögðu þeir enn- fremur. Meira að segja póli- tíkusamir era allir steyptir í sama mótið, enda ríkir í raun og vera einræði. Þessi grein Adomo og Hork- heimer hefur haft mikil áhrif allt til þessa dags, að minnsta kosti er þetta algengur tónn í greinum alvarlega þenkjandi vitundarvarða; varað hefur ver- ið við óæskilegum og heimsk- andi áhrifum kvikmyndanna, sjónvarpsins, tölvuleikjanna o.s.frv. Nokkram áram áður en Adomo og Horkheimer birtu grein sína skrifaði hins vegar annar þýskur fræðimaður, Walter Benjamin, grein sem hefur ekki fallið jafn vel að andróðurshneigð vitundarvarð- anna en hún lýsti öllu jákvæðari sýn á tækni- og vélhyggju menningariðnaðarins. Nýstár- leg hugsun þessarar greinar, sem heitir því fráhrindandi nafni „The Work of art in the Age of Mechanical Reproduet- ion“, hefur þó engu að síður sí- ast inn í skrif fræðimanna á síð- ustu áratugum, þótt hún hafi lengi framanaf legið í þagnar- gildi. Benjamin, sem var félagi þeirra Adorno og Horkheimer í fræðahópi sem kenndur er við Frankfurtarskólann, var raunar einn af mikilvægustu fyrirrenn- uram póstmódernista sjöunda og áttunda áratugarins, ekki síst Jean Baudrillard. Benjamin var þannig fyrstur til þess að rannsaka hvemig þeir mögu- leikar sem tæknin býður upp á til að endurframleiða (eða búa til staðgengla fyrir, fjöldafram- leiða) alla hluti, þar á meðal listaverk, hefði áhrif á skynjun okkar á veraleikanum. Þegar listaverk er endurframleitt sagði Benjamin að það missti uppranaleika sinn (vísun til upprana síns, höfundar). Þetta hafði góð áhrif að hans mati vegna þess að um leið taldi hann að viðtaka verkanna breyttist; með fjöldaframleiðsl- unni er hin dularfulla (nánast guðlega) tilurð verksins af- helguð sem færir það nær hin- um almenna neytanda og gerii' hann jafnvel þátttakanda í sköpunarferlinu, fjöldafram- leiðslan demókratíserar með öðrum orðum listina. Benjamin taldi því menningariðnaðinn geta frelsað almúgann, léð hon- um mál í hinni pólitísku um- ræðu, en ekki hneppt hann í fjötra eins og Adorno og Hork- heimer héldu fram. Neytandinn er ekki óvirkur og þögull, held- ur tekur hann þátt í því að skapa eða ákveða merkingu sem tiltekið verk inniheldur. I grein sinni skilgreindi Benjamin það sem hann kallaði „ára“ klassískra listaverka fyrri alda. Með tilkomu nýrra miðla og nýrrar tækni taldi hann að listaverk hefðu tapað þessari ára. Missir árannar var Benja- min ekki að öllu leyti sársauka- laus. Hann taldi til dæmis að með áranni gæti horfið dýr- mætur menningarlegur fjár- sjóður sem lifað hefði í ólíkum listformum, bókmenntum, tón- list, myndlist. Á hinn bóginn taldi hann að hvarf hennar væri einungis ein af birtingarmynd- um þeirrar sögulegu hneigðar almúgans til þess að yfirvinna muninn á háu og lágu (bæði í menningarlegu og samfélags- legu tilliti). I þeim skilningi væri áramissirinn af hinu góða. Grein Benjamins hefur ann- ars vegar verið kveikjan að hugmyndum á borð við þær sem Baudrillard hefur sett fram um að hinn póstmódemi heimur sé ekki raunveralegur heldur eftirlíking raunveruleik- ans. Tákn hafa misst skírskotun sína að mati Baudrillards, era orðin tóm, ef svo má segja. Hins vegar hefur greinin opnað mönnum sýn á virkni einstak- lingsins eða neytandans í sköp- unarferli listaverks; þannig hef- ur neytandinn ekki verið talinn fórnarlamb menningariðnaðar- ins sem héldi honum í greipum fáfræði heldur gagnrýnn þátt- takandi sem kynni að velja og hafna, gagnrýna og nýta. UMRÆÐAN Ofugmælin um kvdtann og landsbyggðina ÞVÍ er stundum haldið fram að núver- andi kvótakerfi í fisk- veiðum feli í sér ein- hverja sérstaka vernd fyrir landsbyggðina. Einstaka menn nefna jafnvel orð eins og „stöðugleika" í þessu viðfangi. Ef aðrir tjá sig á hinn bóginn um skort á réttlæti og jafn- ræði í þessu kerfi eru þeir umsvifalaust sak- aðir um „aðför að landsbyggðinni“. Hugs- anlegt veiðileyfagjald eða uppboð á aflamarki er í sama dúr kallað „álögur á landsbyggðina". Hvorttveggja er, þegar að er gáð, hrein öfugmæli. Markmið hugmynda af þessum toga er ekki síst að lækka verðið á þeim kvóta sem býðst og auðvelda smáum byggðarlögum þannig að komast yfir aflaheimildir. Þeir sem berjast fyrir breytingum á núver- andi kerfi benda á þá byggðaröskun sem það veldur eða ýtir undir og við þekkjum nú þegar frá stöðum eins og Ólafsfirði og Breiðdalsvík. Þessi grein er skrifuð til að skýra allt þetta nokkra nánar. Óseyri eftir með sárt ennið: Öll meiri háttar útgerð er horfin af staðnum en þar er í staðinn verkaðm' fiskur sem^ fluttur er frosinn til Óseyrar frá öðram heimsálfum. Upphæðin sem fjölskyldurnar fengu fyrir kvótann hefði hins vegar dugað til að kaupa húsnæði handa öllum íbúum Ós- eyrar á höfuðborgar- svæðinu. Er nokkm' furða að lofsöngur stjórnmálamanna um ágæti kvótakerfisins fyiir landsbyggðina hljómi sem öfugmæli í eyram þessa fólks? Þessi saga er því miður sönn sem Fiskveiðistjórnun Það gangverk byggða- röskunar sem núver- andi kvótakerfí felur í sér, segir Þorsteinn Vilhjálmsson, er eins Þorsteinn Vilhjálmsson Uppskrift að byggðaröskun Uppskriftin að byggðaröskuninni sem kvótakerfið felur í sér er ofureinföld: Hugsum okkur að afkomendur Jóhanns Bogesens, kaupmanns og útgerðannanns á Óseyri við Axlar- fjörð, ættu alla útgerð þar ásamt kvótanum. En kynslóðaskipti standa íyrir dyi-um og í ljós kemur að næsta kynslóð er afhuga útgerð. Ekki sakar að nokkrar fjölskyldur sjá sér þarna færi á að auðgast um nokkra milljarða króna með því að selja aflaheimildirnar (varanlega kvótann). Það er síðan gert og stór- útgerðarmennirnir á Sflisfirði kaupa kvótann þrátt fyiir óskiljanlega hátt verð. En þetta geta þeir í skjóli þess að þeir eiga fyrir mikinn kvóta sem þeir hafa ýmist fengið ókeypis í upp- hafi vega eða keypt fyrir slikk með- an kerfið var að mótast. Bankinn er þeim líka innan handar í þessu. Sveitarfélagið á Óseyri hefur að vísu forkaupsrétt að kvótanum en hann er svo dýr að sveitarstjórnin treystir sér ekki í slík ævintýri. Hún reynir að ýta undh' aðra líklega aðila í plássinu að ganga inn í kaupin eða kaupa kvóta í staðinn, en allt kemur fyi-ir ekki. Og að lokum situr fólkið á öruggt og gangur himintunglanna. dæmisaga: Hún hefur gerst, er að gerast og mun gerast í hverju sjáv- arplássinu á eftir öðra ef ekkert er að gert. Þetta er eins víst og að nótt kemur á eftir degi. Gangverk þess- arar sögu er nefnilega alveg eins ör- uggt og gangverkið sem veldur dægraskiptum. I stað þyngdarkrafts og lögmála Newtons eru helstu þættirnir í gangverki Óseyrarsög- unnar framsal kvóta, lítið framboð á honum, þar af leiðandi hækkun kvótaverðs upp úr öllu valdi og síðan vanmáttur sveitarfélags eða annarra á sama stað að kaupa kvóta til út- gerðar þar í stað þess kvóta sem fer. Allt þetta ber að sama brunni. Rétt eins og vatn rennur undan halla er spurningin ekki hvort Óseyranum muni fjölga heldur hvar hinn beitti ljár kvótans ber niður næst, og ná- kvæmlega hvenær. Eðlileg „hagræðing"? Nú kann einhver að spyrja hvort þetta sé ekki bara allt í lagi; er þetta ekki það sama og er að gerast allt í kringum okkur og í öllum atvinnu- vegum, að fýrirtæki eða rekstrarein- ingar eru að stækka? Er þetta ekki það sem kallað er hagræðing? En svarið við því er nei; útgerðarfyrir- tæki eru ekki að svo stöddu sam- bærileg við verslanir að þessu leyti. Oft og tíðum er þjóðhagslega hag- kvæmt að verslanir renni saman enda hefur það leitt til verulegrar lækkunar á vöraverði. Við höfum aukinheldur sjálf stuðlað að þessu með því að versla við stói-markaðina. En það liggur alls ekki fyrir með óyggjandi rökum að stækkun fýrir- tækja í útgerð með tilfærslu á veiði sé þjóðarheildinni hagkvæm á sama hátt. Þetta stafar af því að „það er nefnilega vitlaust gefið“ eins og skáldið sagði. Það sést einna best af þvi sem ég sagði áðan, að möguleik- ar manna til að kaupa kvóta á upp- sprengdu verði takmarkast að mestu við þá sem eiga hann mestan fyrir. Þeir byrja leikinn með greini- legri forgjöf fram yfir smærri fyrir- tæki og smærri byggðarlög að ónefndum þeim bjartsýnismönnum sem kynnu að láta sér detta í hug að byrja útgerð frá grunni. Þess konar bjöguð samkeppni á lítið skylt við raunverulegt markaðskerfi og tryggir engan veginn hámarks hag- kvæmni. „Allt í plati“? Byggðin úti um land á sem kunn- ugt er í vök að verjast af ýmsum ástæðum sem varða raunverulegar og yfirleitt óumflýjanlegar breyting- ar á lífsháttum, leikreglum og at- vinnulífi. En þar á ofan bætist fisk- veiðistjórnarkerfi sem er hreinar mannasetningar íslenski'a stjórn- valda og er í rauninni „allt í plati“ eins börnin mundu segja. Stjórnmálamenn okkar era nú að hita sig upp í kosningabaráttunni. Eg vona að þeir láti af þeim öfug- mælum að hugmyndir um breyting- ar á fiskiveiðistjórninni séu „aðför að landsbyggðinni." Margar þessar hugmyndir stefna að stórlækkun á verði kvótans og eru því þvert á móti til þess fallnar að stuðla að sterkari byggð í sjávarplássum þeg- ar til lengdar lætur. Sem dæmi um það vil ég nefna hugmyndir áhuga- hóps um Auðlindir í almannaþágu sem er að finna á veffanginu kvot- inn.is. Heilbrigð, vönduð og ígrund- uð fiskveiðistjórn mun að sjálfsögðu umfram allt styrkja íslenskan sjáv- arútveg um allt land, ekki með dekri við hverfula stundarhagsmuni ein- stakra manna, heldur með aðhaldi og umhyggju sem skilar sér í traust- um undirstöðum í framtíðinni. Höfundur er prófessor i eðlisfræði og vísindasögu. Vinsamleg ábending til „talsmanns námsmanna“ KOSTULEG ritdeila virðist í uppsiglingu. I grein sinni „Botnlaus heimtufrekja stúdenta" í Morgunblaðinu þriðjudaginn 23. mars gagnrýndi Björgvin Guðmundsson fram- komu fulltrúa hags- munasamtaka stúdenta fyrir að reka ósvífna kröfugerðarpólitík. Benti hann þar á þá gjöf sem færð er náms- mönnum frá vinnandi fólki í landinu með nið- urgreiddum lánum, nið- urgreiddum íbúðum, niðurgreiddri barna- pössun og ýmsum öðram fríðindum námsmannsins. Jafnframt benti Björgvin á þá staðreynd að mál- flutningur „talsmanna námsmanna" endurspeglar ekki afstöðu nema hluta háskólanema, því 60% þeirra fjármagna nám sitt sjálf, þrátt fyrir ríkulega úthlutun almannafjár til námsmanna. Því má við þetta bæta að innan við 24% af heildarfjölda háskólanema styðja „talsmenn náms- manna“ í Röskvu, þrátt fyrir að þeir tali í nafni allra. I grein sinni „Ur Vöku í Heimdall" í Morgunblaðinu fimmtudaginn 25. mars svarar einn „talsmanna námsmanna", Pétur Maack Þorsteinsson grein Björgvins. í grein sinni teflir „tals- maðurinn“ fram ýms- um kostulegum stað- hæfingum. Aðeins skal gerð athuga- semd við þá fullyrðingu sem fram kom í útdrætti greinarinnar. Þar sagði: „Námsmenn fara ekki fram á annað, segir Pétur Maack Þor- steinsson, en að lögum frá 1982 verði komið í framkvæmd." Athygli „talsmanns námsmanna" Stúdentar Lög sem hafa verið felld úr gíldi eru ekki lög, segir Einar Hannesson, þau eru réttarsaga. skal vakin á því að lögunum frá 1982 verður ekki komið í framkvæmd úr þessu fremur en lögum nr. 23/1914 um verndun héra. Stafar það af því að hvor tveggja þessi lög hafa fyrir löngu verið felld úr gildi. Lög sem hafa verið felld úr gildi era ekki lög, þau eru réttarsaga. Um lánasjóð ís- lenskra námsmanna gilda nú lög nr. 21/1992 sem eru allfrábrugðin eldri lögum eins og „talsmenn náms- manna“ bentu rækilega á fyrir sjö áram. Höfundur er lögfræðingur. Einar Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.