Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Vagninn á Flateyri
Bleyjurnar, drag-
drottningin, prestur-
inn og glysgaurinn
ALLSERSTÆÐIR út-
gáfutónleikar á óút-
kominni plötu Lýðs Ara-
arsonar, læknis, Olafs
Ragnarssonar POPP og
Jóns Rósmann Mýrdal
ásamt hljómsveitinni
COR voru haldnir á
Vagninum eftir mið-
nætti föstudagsins
langa. Það fór kliður
um salinn þegar
drengimir í COR
komu þrammandi í
bleyjum einum fata
upp á svið og gerðu
sig klára til að spila.
Stuttu seinna komu
Óli POPP, Lýður og Jón uppá-
klæddir sem prestur, dragdrottn-
ing og glysgaur. þeir félagar
eru orðnir ansi
þekktir fyrir að
> halda allsérstæða
tónleika og það
sannaðist best enn
einu sinni að þar
eru engir aukvisar
á ferð hvað varðar
textagerð og spila-
mennsku.
Eftir útgáfutón-
leikana var tekið til
við hefðbundna ball-
spilamennsku og stóð
gleðin fram undir
~ ’ morgun við mikið fjör.
84 i,
ó8l ».»»“•
Tötvunámskdð
i^:<m:cHþI4aþAqu
Windows, Word og Excel, frábært byrjendanámskeið...................15 klukkust.
Windows 95/98, stýrikerfið og tölvan................................6 klukkust.
Word ritvinnslan, ítarlegt námskeið, jafnvel fyrir vana............12 klukkust.
Excel töflureiknirinn, margt sem kemur á óvart.....................15 klukkust.
PowerPoint, glærugerð og notkun.....................................9 klukkust.
Outlook, dagbók, verkefnayfirlit, tölvupóstur og tengiliðir......6 klukkust.
Intemetið, upplýsingahraðbrautin................................6 klukkust.
Heimasíðugerð með FrontPage, grannur............................15 klukkust.
Access, frábært hönnunamámskeið fyrir byrjendur........15 klukkust.
FileMaker, gagnagrannsgerð og forritun (framhald)......24 klukkust.
Access framhaldsnámskeið..............................15 klukkust.
Visual Basic for Access, forritun.....................24 klukkust.
Windows NT netstjómun I (grannur)......................21 klukkust.
Windows NT netstjómun II (framhald)....................21 klukkust.
Novell NetWare námskeið I (grannur)....................21 klukkust.
Excel framhaldsnámskeið fyrir þá kröfuhörðu............12 klukkust.
Word framhaldsnámskeið fyrir lengra komna..............12 klukkust.
NetumsjónmeðWindowsNT
Mjög ítarlegt vikulangt námskeið...............30 klukkust./45 kennslust.
(Microsoft Certifíed Professional viðurkennd námsgögn)
GOÐMASTÆÐURFYRIRÞVIAD
KOMAÁ NÁMSKEffllN OKKAR:
• Þátttakendur fá aukinn afslátt eftir því sem þeir sækja fleiri námskeið.
• Innifalin er símaaðstoð í heilan mánuð eftir að námskeiði lýku r.
• Góð staðsetning, næg bflastæði.
1 íslensk námsgögn og veitingar innifalið í þátttökugjaldi.
Tölvu- og
verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 • Reykjavík
Ifo-vnl—
»109000
IsImaHIHIM
sem auðvelt er að muna
[EURO« Raðgreiðslur • VISAj
Morgunblaðið/Ásdís
DANÍEL Bjarnason og Margrét Lára Jónsdóttir tónlistarnemendur, Ingibjörg Böðvarsdóttir og Hanna
Christel Sigurkarlsdóttir eru myndlistarnemar og Hlynur Pálsson og Olafur Egilsson eru leikarar. A mynd-
ina vantar dansarana Alfrúnu Ornólfsdóttur og Gunnlaug Egilsson.
Listin er lykillinn að betri heimi
Eldur og ís snertast
„HVAÐ er betra en listin og
skapandi starf til að sameina
fólk?“ spyr Ása Hauksdóttir,
verkefnastjóri menningarsveitar
Hins hússins. En fyrir skömmu
lagði hún af stað með átta íslensk
ungmenni til Marokkó til að taka
þátt í samvinnuverkefninu Saga
Eldur/ís á vegum áætlunarinnar
„Ungt fólk í Evrópu“. Áætlunin
er á vegum Evrópusambandsins
og Evrópska efnahagssvæðisins
og er landsskrifstofan í Hinu hús-
inu. Hún veitir styrki til hópa
ungs fólks sem hefur áhuga á að
vinna verkefni með erlendum
jafnöldrum sem tengjast menn-
ingu, listum, umhverfisvernd,
fjölmiðlum eða atvinnumálum,
svo eitthvað sé nefnt..
Skapandi kraftur
„Það eru þrjátíu og tvö ung-
menni á aldrinum 18-22 ára frá
íslandi, Finnlandi, Marokkó og
Túnis sem taka þátt í þessu verk-
efni sem á að stuðla að menning-
arlegum samskiptum milli ung-
menna frá ólfkum löndum,“ út-
skýrir Ása. „Við höfum áhuga á
að sameina fjögur listform í eina
sýningu; leiklist, myndlist, dans
og tónlist, og út frá því valdi
hvert land tvö ungmenni úr
hverri listgrein til að taka þátt í
verkefninu. Islensku þátttakend-
urnir eru allir komnir býsna
langt í sinni listgrein og sumir
Eitt
g-shock meðöllu
hverjir hafa stundað hana allt frá
blautu barnsbeini, og urðu þess
vegna fyrir valinu.“
Ungmennin hittast fyrst í
Marokkó og dvelja bæði í höfuð-
borginni Rabat og svo í Marakesh
þar sem þau vinna í listsmiðjum
undir leiðsögn innlendra lista-
manna. Allir fjórir hóparnir hafa
undanfarið unnið stutt atriði þar
sem þemað eldur/ís og snerting
eru megininntakið, og munu
kynna atriðin sín fyrir hinum
hópunum. „Skapandi kraftur
krakkanna og listsköpun endur-
speglar auðvitað menningarlegan
bakgrunn þeirra meðvitandi og
ómeðvitandi og það verður gam-
an að sjá hvernig heildarútkoman
verður. Við munum setja upp
sýningu áður en við höldum til
Túnis til að vinna þar í eina viku.
Sýningin vonandi stækkar svo og
verður betri. f lok ágúst hittumst
við öll aftur á íslandi og síðan í
Finnlandi þar sem Iokasýningin
verður haldin.“
Að uppræta fordóma
„Eins og ég sagði áðan þá
koma þátttakendurnir frá mjög
óifkum menningarheimum og búa
þar með við mjög ólík kjör að öllu
leyti, s.s félagsleg, þjóðfélagsleg
og trúarleg. Áætlunin Ungt fólk í
Evrópu er að vissu leyti hugsuð
sem fyrirbyggjandi starf. Þegar
ungd; fólk vinnur saman þá eykur
það skilning þess á bakgrunni
hinna og verður vonandi til að
uppræta fordóma, aihæfingu
ímynda og auka umburðarlyndi
og minnka hræðsluna við hið
óþekkta.
Flestir segjast fordómalausir
en þegar á reynir búum við flest
yfir einhverjum fordómum og
ekki síst í garð múhameðstrúar-
manna, og erum þá fljót að grípa
til alhæfinganna.“
- Hvað eiga ungmennin sjálf að
fá tít tír þessu?
, &
GOLFEFNABUÐIN
Borgartúni 33
æða flísar
^daparke.
^jyóð verð
í%óð þjónusta
„Það er vonandi að þau komi
á einhverjum tengslum og vinni
meira út frá þeim. Eg efast ekki
um að það sé ómetanlegt fyrir
þau sem eru að hefja sinn feril á
Iistbrautinni að fá tækifæri til
að kynnast iistamönnum frá öðr-
um menningarheimi og viðhorf-
um þeirra til Iistarinnar og lífs-
ins.“
Mest spennandi að kynnast
menningu Afríkubúa
Píanóleikarinn Daníel segir sig
og Margréti Láru fiðluleikara
hafa verið að vinna með mjög ís-
lenska tónlist; Jón Leifs, Vísur
Vatnsenda-Rósu „og svo er ég að
semja smá verk. Við erum að
blauda þessu öllu saman f eina
heilsteypta sýningu þar sem er
dansað og leikið við okkar undir-
leik og myndlistarnemar sjá um
bakgrunninn. Svo verður vægast
sagt mjög spennandi að blandast
hinum hópunum því við vitum
ekkert hvað þeir eru að gera.
Sýningin okkar er ennþá mjög
opin, allt getur breyst ennþá og
það er líka forsendan fyrir því að
heildin geti virkað.“
- Hvað finnst þér mest spenn-
andi við þetta verkefni?
„Mér finnst mjög spennandi að
blanda þessum listgreinum sam-
an, en kannski mest að kynnast
tónlistarhefð og menningu Af-
ríkubúa. Við förum vonandi á list-
sýningar og svo fæ ég innlendan
tónlistarkennara. Vonandi kem
ég með nýjar hugmyndir með
mér heim. A.m.k. nokkra arab-
íska hljóma.“
- Hvernig heldurðu að þessi
ferð eigi eft.ir að nýtast þér?
„Það er alltaf gott að fá tæki-
færi til að víkka sjóndeildar-
hringinn. Að kynnast ólíkri tón-
list og menningu á án efa eftir að
nýtast mér. Svo er aldrei að vita
nema það verði eitthvert fram-
hald á samstarfi innan fslenska
hópsins í framtíðinni, ég skal
ekki segja um það. Við erum orð-
in þokkalegir félagar.11
Stjörnuspá á Netinu
ýj> mbl.is
_ALLTAf= £ITTH\SAÐ NÝTT