Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttui- hádegis- verður. Samverustund foreldra ungra bama kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6-9 ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Æskulýðsfélagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17. Laugarneskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- stund. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hjúkrunarfræðingar frá heilsu- gæslustöðinni koma í heimsókn. Breiðlioltskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. @texti:Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15 í umsjá Önnu Sigurkarlsdóttur. Leikfími, léttur málsverður, helgistund og sam- vera. Æskulýðsstarf, unglingastarf 13 ára og eldri á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Æsku- lýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30-15.30. Helgi- stund, söngur, handavinna, létt spjall og kaffiveitingar. Æskulýðs- starf fyrir 8. bekk kl. 20-22. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. „Kirkjukrakkarar" í Rimaskóla fyrir böm 7-9 ára kl. 17-18. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrð- arstund þriðjudag kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10- 12. Seljakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. HÁTEIGSKIRKJA í Reykjavík. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Von- arhöfn Strandbergs. Kristin íhug- un í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Róm- verjabréfíð, lestur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Keflavíkurkirkja. Helgistund í Hvammi, félagsmiðstöð eldri borg- ara, kl. 14-16. Upplestur, söngur og hugvekja. Umsjón hefur Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni. Einar Öm Einarsson annast undirleik. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Hvammstangakirkja. F or- eldramorgunn kl. 10-12 á prests- setrinu. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Undir- búningur undir uppskerahátíð fyr- ir foreldra. Leikrit og föndur. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Samvera á vegum systrafélagsins kl. 20. Herdís Hallvarðsdóttir flyt- ur hugleiðingu. Allar konur hjart- anlega velkomnar. Lágafellskirkja. Æskulýðsstarf fermingarbama á miðvikudögum kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar Ragnarsson. Háaleitisbraut 58. Kl. 20.30. Eng- inn afsláttur, - ókeypis! Kjartan Jónsson talar. Heiðinginn og siðir hans. Birna Jónsdóttir og Guðlaug- ur Gíslason skyggnast inn í málið. Carina Holmvik vitnar. Selfosskirkja. Hádegisbænir þriðjudag til fóstudags kl. 12.10. -^INNLENT Löggild próf hjá Alliance Frangaise DELF og DALF-próf verða haldin í apríl og maí hjá Álliance Frangaise í Reykjavík, Austurstræti 3, fimmta árið í röð. Þetta era alþjóðleg próf í frönsku sem franska menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með. Þeir nero- endur sem Ijúka DALF-prófi öðlast rétt til inngöngu í franska háskóla. Þessi skírteini DELF og DALF era alþjóðlega viðurkennd sem vitnis- burður um frönskukunnáttu. Alli- ance Frangaise sér um að skipu- leggja, undirbúa og veita allar upp- lýsingar sem fólk óskar eftir í sam- bandi við þessi próf. Prófín era þannig uppbyggð að þau skiptast í nokkur mismunandi stig (4 í DELF, 2 í DELF og 4 í DALF). Fólki skal bent á að taka öll stigin í einu og að prófin fymast ekki heldur geta nemendur geymt hvert stig sem þeir taka. Síðar geta þeir tekið þau stig sem upp á vantar hvort sem er hér á landi eða erlend- is. I dag bjóða u.þ.b. eitt hundrað lönd upp á að taka þessi próf. Þeir nemendur sem komið hafa í prófin eru einstaklingar, nemendur frá Háskóla Islands og nemendur frá Alliance Frangaise en fyrstu stigin ættu góðir menntaskólanemendur að ráða við. Síðustu stig DALF- prófsins era hins vegar nokkuð erf- ið, segir í fréttatilkynningu. DELF 1 mun fara fram í Alliance Frangaise helgina 24.-25. apríl, DELF 2 verður haldið dagana 8. og 9. maí (til kl. 12) og DALF 9. maí (frá kl. 13) og 15. maí. Innritun er virka daga frá kl. 15-18. Verðið er 4.000 kr. fyrir DELF 1 og DALF, 2.000 kr. fyrir DELF 2 og 1.000 kr. fyrir 1. stig. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvað er að ger- ast hjá SAA? ÉG er ein af þeim sem hef nokkrum sinnum leitað mér hjálpar hjá SÁA á Vogi og göngu- deild SÁA í Síðumúla. Nýlega hafði ég sam- band við Vog og svarar mér þá kona sem gat ekkert hjálpað mér og hafði ekkert vit á sjúk- dómnum alkóhólisma og fékk ég enga leiðbein- ingu á þeim bæ. Það er af sem áður var þegar Elín svaraði í sím- ann á Vogi (hún hætti fyrir jól, en nokkrum sinnum hefur verið skrif- að til hennar í Velvak- anda af okkur alkóhólist- um). Alltaf svaraði hún glaðlega og innilega og ævinlega tilbúin að gefa góð ráð og minna mann á ráðgjafana í Síðumúla. Alltaf leið mér betur eft- ir samtal við hana Elínu, hún peppaði mann alltaf upp. Jæja, ég þakkaði kon- unni fyrir þessa litlu hjálp og hringdi á göngudeildina í Síðu- múla og viti menn, tveir bestu ráðgjafar SÁÁ hættir störfum; Valdís og Fríða. Ég spyr; hvað er að gerast hjá SÁÁ? Allt besta fólkið hættir störf- um (að hinum ólöstuð- um). Ég held að yfir- menn SAA ættu að huga betur að starfsfólki sínu. Ein óvirk. Tapað/fundið GPS-tæki tapaðist GPS-tæki af gerðinni Garmin GPS 12XL tap- aðist um páskana við Bláfell á Kili. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 557 4714 eða 899 8803. Gæludýr Artemis er týnd HUN Artemis er 4 mán- aða gömul læða, grá- bröndótt. Hún fór frá heimili sínu að Kúrlandi í Fossvogi 6. apríl sl. Ef einhver hefur séð til hennar þá vinsamlegast hringið í síma 553 9484 eða 862 4713. Hennar er sárlega saknað. 30. Dxf6+ - exf6 31. He8+ - Kg7 32. Hg3+ - Kh6 33. Heg8 og svartur gafst upp því það er orðið mjög stutt í mátið. STAÐAN kom upp á opna Metalis-mótinu í Belisce í Króa- tíu í mars í viðureign tveggja heima- manna. M. Palac (2.585) hafði hvítt og átti leik gegn B. Kutuzovic (2.465) 27. Bxh7! - Hxh7 28. Hee3! - Dg6 29. Dc3+ - Df6 SKÁK IJnisjóii Margeir Péturssiin HVÍTUR leikur og vinnur. COSPER CosPER. NÆSTI! Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Við Tjörnina í Reykjavík Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífs- reynslu að standa uppi peningalaus alla páskana þar sem debetkortið hans rann út í lok mars. I góða veðrinu á skírdag, þann 1. apríl, ákvað hann að gæða fjölskyldunni á góðgæti úr bakaríi í morgunmat. Þegar kom að því að greiða í bak- aríinu kom í ljós að posavél bak- arísins hafnaði kortinu þar sem það var útrunnið. Kunningi Víkverja komst að því sér til skelfingar eftir mikla leit að ekki vora til neinir seðlar á heimil- inu og neyddist hann því til þess að nota kreditkortið í öllum viðskipt- um um páskana þrátt fyrir að eiga næga innistæðu á tékkareikningn- um. Sama hvort um kaup á lyftu- korti á skíðasvæðum í nágrenni höfuðborgarinnar var að ræða eða leigð var myndbandsspóla. Á þriðjudeginum eftir páska hugsaði hann sér gott til glóðarinn- ar og fór í sitt útibú hjá Búnaðar- bankanum til þess að sækja debet- kortið sem hann taldi fullvíst að biði sín þrátt fyrir að ekkert bréf hafi borist heim til hans um það líkt og venjan er. Eftir talsverða leit í bankanum kom í ljós að ekkert debetkort beið viðkomandi. Af- greiðslustúlkan í bankanum baðst innilegrar afsökunar á þessum mis- tökum og pantaði nýtt kort fyrir hann. Enn hefur ekkert bólað á nýju debetkorti og er kunningi Víkverja orðinn ansi kvíðinn niðurstöðu þessa kreditkortatímabils. Fullvíst er að reikningurinn verður ansi umfangsmikill og hár að sama skapi. Það sem hefur bjargað kunningj- anum er að hann hefur getað greitt reikninga á Netinu undanfarna daga og gat tekið út peninga í af- greiðslu Búnaðarbankans á mið- vikudag í síðustu viku. Að vísu reyndi hann að taka út pening í Kringluútibúi Búnaðarbankans á þriðjudag en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem tölvukerfi bankans lá niðri á þeim tíma sem hann heim- sótti útibúið. Að sjálfsögðu hefði hann getað fengið ávísanahefti en í hvert skipti sem greitt er með ávísun greiðir reikningseigandi 19 krónur í kostn- að. Þess fyrir utan er fólk með ávís- anir víða litið hornauga þar sem margir telja fullvíst að þeir sem greiða með ávísunum eigi ekki inni- stæðu á reikningnum. SÍÐASTLIÐINN föstudag var stofnað Félag kvenna í atvinnu- rekstri. Meðal framsögumanna á fundinum var Finnur Ingólfssonj iðnaðar- og viðskiptaráðherra. I ræðu ráðherra kom fram að konur væru betri stjórnendur en karlar. Víkverji getur nú ekki að því gert að fínnast kosningaþefur af orðum Finns. Ætli hann hefði látið þessi orð falla á stofnfundi karla í at- vinnurekstri?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.