Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 H- MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIRJ EKKERT bendir til þess, þrátt fyrir mikinn pólitískan stríðsdans, að æðsti greifi þurfi að hafa áhyggjur af tittunum sínum. Morgunblaðið/Þorkell PÁLL Gíslason, nýkjörinn heiðursfélagi Skurðlæknafélags fslands (t.h.), með Bjarna Torfasyni, fráfarandi formanni félagsins. Páll Gísla- son heiðurs- félagi Skurðlækna- félagsins PÁLL Gíslason, sérfræðingur í æðaskurðlækningum, var kjörinn heiðursfélagi í Skurðlæknafélagi íslands á aðalfundi þess síðastlið- inn föstudag. Fundurinn var haldinn um leið og þing félagsins sem var í samstarfi við Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag fslands. Bjarni Torfason, fráfarandi formaður Skurðlæknafélagsins, tjáði Morgunblaðinu að Páll hefði verið kjörinn heiðursfélagi fyrir störf sín í þágu félagsins og fyrir frumkvöðulsstarf sitt á svæði æðaskurðlækninga á íslandi. Páll var um árabil skurðlæknir á Sjúkrahúsi Akraness en síðan á Landspítala og sérhæfði hann sig í æðaskurðiækningum. Aðrir núlifandi heiðursfélagar Skurð- læknafélagsins eru Friðrik Ein- arsson og Hannes Finnbogason. Ný stjórn var skipuð á aðal- fundi Skurðlæknafélags íslands og er formaður hennar Hannes Petersen, sérfræðingur á Sjúkra- húsi Reykjavíur. ------------ Leitað umsagna um veg um Vatnaheiði FYRIRHUGAÐUR vegur um Vatnaheiði, vestan Kerlingarskarðs á Snæfellsnesi er nú til athugunar vegna umhverfisáhrifa hjá Skipu- lagssstofnun. Leitað er umsagna hjá ýmsum aðilum vegna væntan- legra framkvæmda. VSÓ ráðgjöf vann frummat á um- hverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að þeim ljúki fyrir árið 2002. Kostnaður er áætl- aður 460 milljónir króna. Aldamótahúsið í Staðahverfi Einbýlishús fyrir hinn al- menna borgara Eyjólfur Pálsson FIMM manna hópur áhugamanna um arkitektúr og hönn- un hefur skipulagt bygg- ingu aldamótahúss árið 2000 í tilefni af því að Reykjavíkurborg er ein af níu menningarborgum Evrópu. „Okkur finnst hönnun nýrra einbýlishúsa hafa hrakað stórlega frá því sem áður var og lítið um framsækinn arkitektúr í nýjum hverfum hér á höf- uðborgarsvæðinu. Við höfum lengi velt fyrir okkur hvernig við getum haft jákvæð áhrif á hönn- un einbýlishúsa og þegar Reykjavíkurborg var val- in ein af menningarborg- um Evrópu árið 2000 fannst okkur kjörið að tengja hönnun aldamótahúss við það til- efni,“ segir Eyjólfur Pálsson sem er einn fimm félaganna í áhuga- mannafélaginu. Auk hans eru í því Ágúst Þór Árnason, stjórnar- maður í Reykjavíkurakademí- unni, Kolbeinn Kristinsson, for- maður Verslunarráðs Islands, Kristinn T. Gunnarsson, mark- aðsstjóri SPRON, og Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Með áhuga- mannahópnum hafa unnið tveir ráðgjafar, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Vífill Oddsson verk- fræðingur. - Hvernig á aldamótahúsið að vera? „Aldamótahúsið á að vera ein- býlishús fyrir hinn almenna borgara. Arkitektúrinn á að vera framsækinn og húsið á að vera 140-150 fermetrar að stærð og vera á viðráðanlegu verði.“ Eyjólfur segir að fimmmenning- arnir hafi lagt hugmyndina fyrir Reykjavíkurborg og fengið út- hlutað lóð á afar fallegum stað í Staðahverfi, nánar tiltekið að Barðastöðum 67. „Vel hannað hús á þessum stað mun án efa hafa fordæmisgildi fyrir einbýlishúsabyggingar.“ Eyjólfur segir að fimmmenning- arnir hafi farið og kynnt sömu skýrslu fyrir forsvarsmönnum SPRON. „Niðurstaðan var sú að SPRON ákvað að fjármagna byggingu þessa húss og mun nota það í kynningar- og auglýsinga- skyni. Til stendur að sýna húsið fullbúið seinni part ársins 2000 en síðan verður það selt á almennum markaði." Eyjólfur segir að verði afgang- ur af söluverðinu verði hann lagð- ur í sérstakan sjóð sem er ætlað að stuðla að eflingu nýsköpunar í hönnun og byggingarlist. - Hvern fenguð þið til að teikna húsið? „Við völdum Guðmund Jónsson arkitekt sem rekur arkitektastofu í Ósló. Hann hefur unnið fjölda hönnunarsamkeppna og hlaut m.a. menningarverð- laun DV fyrir hönnun á raðhúsi framtíðar- innar á norrænni sýn- ingu í Malmö árið 1990. Hann vann m.a. samkeppni um hönnun tónlistarhúss á íslandi og Amtsbókasafns á Akureyri og hlaut önnur verðlaun um tillögu að Ráðhúsi Reykjavík- ur árið 1987. Það er sannfæring okkar að Guðmundur geti uppfyllt þær óskir að útfæra svona hús.“ - Verður lögð áhersla á íslenskt handbragð við byggingu hússins? „Sýnt verður fram á kosti og ► Eyjólfur Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1946. Hann lærði húsgagnasmíði hjá JP innréttingum og útskrifaðist sem húsgagnasmiður árið 1966. Hann nam húsgagnahönnun við Danmarks design skole og lauk námi þar árið árið 1970. Eyjólfur vann hjá teiknistof- unni Arkitekt Kay Körbing í Kaupmannahöfn um árabil. Hann sat um árabil í sljórn verkefnisins Handverks og hönnunar á vegum forsætis- ráðuneytisins. Eyjólfur starfaði hjá innan- hússarkitektinum Gunnari Ingi- bergssyni um skeið og hjá arki- tektunum Hróbjarti Hróbjarts- syni og Geirharði Þorsteins- syni. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Epal frá árinu 1980. Eiginkona hans er Mar- grét Ásgeirsdóttir og eiga þau 3 börn. möguleika innlends hráefnis og verkkunnáttu. Arkitektinn verður að kynna sér til hlítar þá kosti sem nú bjóðast í íslenskum bygg- ingariðnaði sem og að benda með úrlausn sinni á áhugaverðar hug- myndir sem enn hafa ekki verið kannaðar en gætu opnað leiðir að nýrri framleiðslu." Eyjólfur segir að hönnuði hússins verði í sjálfsvald sett hvaða efni og aðferðir hann velur til endanlegrar útfærslu og ábyrgðin er hans að steypa þeim saman í sannfærandi heild. „Full- búið mun húsið hafa umtalsvert auglýsingagildi fyrir íslenskar framleiðsluvörur jafnt á innlend- um sem erlendum markaði." -Hvenær verður hafíst handa við byggingu þess? „í byrjun sumars verður hafist handa við að reisa húsið en það tekur um eitt ár að koma því upp.“ Þegar hann er spurður hver hanni garðinn segir hann að vænt- anlega sjái Guðmundur einnig um hönnun hans. - Mun áhuga- mannahópurinn halda áfram að starfa sam- an? „Við ljúkum þessu verkefni fyrst og sjá- um svo til hvað verð- ur. Við erum mjög þakklátir Reykjavíkurborg svo og SPRON fyrir að taka vel í hug- myndir okkar um aldamótahúsið og það er lofandi hvað þeir sem talað hefur verið við, svo sem arkitekt og byggingai-verktaki, hafa tekið vel í þessa hugmynd okkar.“ Áhugaverðar hugmyndir gætu opnað leiðir að nýrri framleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.