Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Helmingur landsmanna fær endurmenntun eða hliðstæða fræðslu
Kostnaður áætlaður
3 milljarðar á ári
UM HELMINGUR landsmanna
fékk endurmenntun eða hliðstæða
fræðslu á tólf mánaða tímabili,
samkvæmt könnun sem Jón Torfí
Jónasson prófessor kynnti á
stefnuþingi Mennta. Áætlað er að
um þremur milljörðum sé varið til
starfstengdra námskeiða og tóma-
stundanámskeiða á ári hverju.
Á stefnuþingi Menntar sem er
samstarfsvettvangur atvinnulífs og
skóla kynnti Jón Torfí drög að yfir-
litsskýrslu sem hann og Jóhanna
Rósa Amardóttir vinna að um
stöðu endurmenntunar á Islandi.
Skýrslan byggir á könnun sem
gerð var fyrir tæpu ári á endur-
menntun Islendinga á aldrinum 18
til 75 ára. í úrtaki voru 1.800
manns og fengust svör frá 1.350
eða 75%.
30% fá enga
endurmenntun
Þegar öll endurmenntun og hlið-
stæð fræðsla er tekin saman kem-
ur í ljós að um helmingur svarenda
fékk slíka fræðslu á 12 mánaða
tímabili. Því til viðbótar er nefnt að
Veruleg aukning
á síðustu árum
miðað við eldri
kannanir
samtals sóttu 46% svarenda
starfstengd námskeið eða tóm-
stundanámskeið.
Þegar litið er á lengra tímabil
kemur í ljós að 69-72% svarenda
höfðu tekið þátt í endurmenntun á
síðastliðnum þremur árum og því
aðeins um 28-31% svarenda sem
höfðu ekki tekið þátt í endur-
menntun á því tímabili. Fram
kemur í samanburði við eldri
kannanir að þátttaka fólks í end-
urmenntun og hliðstæðri fræðslu
hefur aukist verulega á síðustu ár-
urn.
Áhugi, löngun til að afla sér auk-
innar þekkingar og ásetningur að
auka færni sína í núverandi starfi
hefur afgerandi áhrif á ákvörðun
fólks að sækja námskeið. Vakin er
athygli á því að þættir eins og
launahækkun og afþreying virðast
ekki hafa haft mikil áhrif á það að
fólk fór á námskeið.
Atvinnurekendur borga
Skýrsluhöfundar áætla að þrem-
ur milljörðum sé varið til
starfstengdra námskeiða og tóma-
stundanámskeiða á ári hverju. Þá
er tekið tillit til þátttökugjalda,
fjölda námskeiða á mann og launa-
kostnað við þann tíma sem búast
má við að fólk sé frá vinnu meðan á
námskeiðinu stendur. Áætlaður
kostnaður við námskeiðin byggir á
svörum þeirra sem sóttu námskeið
og vissu hvað síðasta námskeiðið
sem þeir fóru kostaði.
Kostnaðurinn skiptist þannig að
námskeiðsgjöld starfstengdra
námskeiða eru áætluð liðlega 1800
milljónir og launakostnaður þátt-
takenda tæpur milljarður til við-
bótar. Námskeiðsgjöld á tóma-
stundanámskeið eru áætluð liðlega
400 milljónir kr.
Fram kom að algengast er að at-
vinnurekendur greiði þann kostnað
sem hlýst af starfstengdum nám-
skeiðum.
Morgunblaðið/Golli
Rauða fjöðrin
til forsetans
LIONSHREYFINGIN á Norður-
löndum tók til starfa árið 1949
og er því að verða 50 ára gömul.
Af þessari ástæðu ákváðu nor-
rænir Lionsklúbbar að efna til
sameiginlegs söfnunarátaks und-
ir merki Rauðu fjaðrarinnar og
verður söfnunarfénu varið til
þess að bæta líf eldri borgara.
Söfnunarátakið hófst formlega
10. apríl sl. og nær hámarki
föstudaginn 16. aprfl með út-
varps- og sjónvarpssöfnun. 6.
apríl sl. hélt fjölumdæinisráö
Lionshreyfingarinnar á Islandi
hátíð í Grafarvogskirkju þar sem
söfnuninni var ýtt úr vör. Við
það tækifæri aflienti Halldór
Kristjánsson, fjölumdæmisstjóri
Lionshreyfingarinnar, Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta ís-
lands, Rauða fjöður.
Andlát
JON SIGURÐSSON
í SKOLLAGRÓF
JÓN Sigurðsson,
bóndi í Skollagróf í
Hrunamannahreppi,
lést á heimili sínu að
morgni sunnudagsins
11. apríl sl. eftir nokk-
urra mánaða veikindi.
Hann var á 78. ald-
ursári. Jón var lands-
kunnur hrossaræktar-
maður.
Jón var fæddur að
Stekk við Hafnarfjörð
6. september 1921,
næst yngstur fimmtán
systkina. Foreldrar
hans voru Helga Ei-
ríksdóttir húsfreyja og Sigurður
Magnússon bóndi. Ólst hann upp í
Stekk við hefðbundin landbúnaðar-
störf.
Tvítugur að aldri festi Jón kaup
á jörðinni Skollagróf og bjó þar til
dauðadags. Bjó alla tíð alhliða bú-
skap með kýr, kindur og hross.
Þekktastur var hann fyrir árangur
sinn í hrossarækt.
Jón ritaði fjölda greina og rit-
gerða í dagblöð, tímarit
og bækur um stjóm-
mál, ættfræði, landbún-
að, hrossarækt og
fleira. Hann var hag-
mæltur og margar
stökur hans urðu lands-
frægar. Félagsmála-
störf Jóns voru mest á
sviði hestamennsku og
hrossaræktar en einnig
var hann formaður
skólanefndar Flúða-
skóla um árabil og tók
þátt í starfi Sjálfstæðis-
flokksins. Jón var um-
boðsmaður Morgun-
blaðsins í Hrunamannahreppi í
fjölda ára.
Árið 1957 kvæntist hann Emu
Sigurjónsdóttur frá Leifshúsum á
Svalbarðsströnd en leiðir þeirra
skildu árið 1973. Ema lést í janúar
1998. Börn þeirra em þijú, Aðal-
heiður húsmóðir á Flúðum, Sigur-
jón Valdimar kaupmaður búsettur
á Selfossi og Sigurður Haukur
bóndi í Skollagróf.
ANDLEGURaUÐUR
I Ching,
Veraldarviska,
List friðarins og
Leið pílagrímsins.
Fjögur klassísk rit
um andleg málefni,
áhugaverðar
handbækur um
leiðir að farsæld
I lífi og starfi.
Bækur sem vekja
til umhugsunar.
0
FORLAGIÐ
Danskur styrkur til ís-
lensks dýralæknanema
Morgunblaðið/Sigrún
BENEDIKTA prinsessa aflrendir Þórunni Þórarinsdóttur viðurkenn-
ingu fyrir rannsóknir á hrossasótt. Þær ræddu meðal annars um fyrri
samskipti fjölskyldnanna.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞÓRUNN Þórarinsdóttir nemi í
dýralækningum hlaut á laugar-
daginn styrk danska Hesta-
verndunarfélagsins, „Hestens
værn“, úr hendi Benediktu
prinsessu, verndara félagsins.
Þórunn hlaut viðurkenninguna
fyrir lokaritgerð sína, sem fjall-
ar um orsök hrossasóttar.
Þegar Benedikta prinsessa
heimsótti ísland 1994 kom hún
að Laxnesi, þar sem faðir Þór-
unnar rekur hrossabú, og í
samtali við Morgunblaðið
minntist prinsessan heimsókn-
arinnar með ánægju. Fjölskylda
Þórunnar hefur átt önnur sam-
skipti við konungsfjölskylduna
dönsku, því Júh'us Hafstein,
sýslumaður á Húsavík og
langafi Þórunnar, tók föður
Þórunnar með sér í heimsókn
til Friðriks IX. Þá sögu hafði
Benedikta gaman af að heyra
er Þórunn sagði henni hana við
styrkveitinguna, sem fór fram í
tengslum við 90 ára afmæli
Hestaverndunarfélagsins.
íslenski hesturinn
of IítiII
„Ég hef aðallega áhuga á
stóium hestum,“ sagði Bene-
dikta í samtali við Morgunblað-
ið, er hún var innt eftir því
hvort hún hefði áhuga á ís-
lenskum hestum. Prinsessan er
annáluð hestakona og hefur
sjálf fengist við hrossarækt og
tamningar. „íslenski hesturinn
er eiginlega of lítill fyrir mig,“
segir hún brosandi, því hún er
með hávaxnari konum. „En ég
man eftir að þegar ég var barn
áttum við íslenskan hest, sem
var notaður til að spenna fyrir
lítinn tvíhjóla vagn, sem við
krakkarnir fengum að keyra í,“
riQar hún upp.
Prinsessan segist tvisvar hafa
komið til Islands. „Það er ótrú-
lega áhugavert,“ rifjar hún upp
með ánægju. „ísland er eyja,
sem með þessu hrjóstruga
landslagi líkist engum öðrum
stað. Og svo er auðvitað heill-
andi að sjá hestana út um allt,“
bætir hún við.
Þegar Þórunn spjallaði við
prinsessuna eftir at.höfnina
sagði hún henni frá því þegar
faðir hennar fór með afa sínum
Júliusi Hafstein í heimsókn til
Friðriks IX. Drengnum varð
starsýnt á lífverðina með háu
bjamarskinnshúfurnar og
spurði konunginn af hverju
verðirnir væru með svona háar
húfur. Kóngurinn hugsaði sig
um augnablik, en svaraði svo að
það væri til að þeim yrði ekki
kalt.
Lokaverkefni
um hrossasótt
Verkefnið, sem Þómnn vinn-
ur að ásamt Marianne Kaiser,
felur í sér faraldsfræðilega
rannsókn á hrossasótt í Dan-
mörku, en hestar eru helsta
áhugasvið hennar. Að sögn Þór-
unnar figgja niðurstöður enn
ekki endanlega fyrir, en þó
megi sjá að kynbótahestum og
hestum, sem ekki em stöðugt
brúkaðir, sé hættara við að fá
sóttina en ella. Líklega skipti
fóður einnig máli og eins eigi
hestar, sem hafí veikst af
hrossasótt, á hættu að slá niður.
Þómnn segir einnig að ís-
lenskir hestar í Danmörku komi
ekki vel út í rannsókninni, en
skýringin á því sé líklega sú að
þeir era álitnir svo harðgerðir
að ekki þurfi að sinna þeim
mikið og þeir iðulega látnir
standa úti. Vísast sé heldur
ekki hugsað eins mikið um þá
og stóm dým hlaupahestana.
Þómnn leggur þó áherslu á að
rannsókninni sé ekki lokið og
því of snemmt að fullyrða nokk-
uð um endanlegar niðurstöður.
Eftir að Þómnn lýkur námi í
vor hefur hún áhuga á að starfa
í Danmörku í 2-3 ár og afla sér
starfsreynslu áður en hún
hverfur til starfa heima.