Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 33
LISTIR
Nördahöfð-
inn í Mýrinni
MYNDASAGA eftir Svíann Ulf Lundkvist, í kjallara Norræna hússins.
niYMHJST
IVorræna hiísið
TEIKNIMYNDASÖGUR
NORRÆNIR
MYNDASÖGUHÖFUNDAR
Til 23. raaf. Opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18.
NORRÆNA húsið er nú undir-
lagt undir heljarmikið, norrænt
myndasöguþing og sýningar, bæði í
anddyri og í kjallara. Sýningin heit-
ir „Cap au Nprd", eða „Nörda-
höfði“, en kallast á íslensku
„Myndasögur í Mýrinni". Að sýn-
ingunni og sýningarskránni, sem
um leið er áttunda tölublaðið af
myndasöguritinu (gisp!), koma tug-
ir innlendra myndasöguhöfunda og
starfsfélaga þeirra frá hinum Norð-
urlöndunum. Satt best að segja er
þetta veisla fyrir þá fjölmörgu ís-
lendinga sem unna þessari tegund
lista.
Teiknimyndasögur er ung list-
gi-ein; varla eldri en frá ofanverðri
19. öldinni. Vegur hennar hefur þó
vaxið jafnt og þétt, og smám saman
hefur hin teiknaða myndasaga ver-
ið að brjóta undir sig æ stærra
markaðssvæði. Það sem til skamms
tíma var nær eingöngu ætlað börn-
um og unglingum er nú orðið
ómissandi hluti af bókakosti hinna
fullorðnu. Um leið má sjá hvernig
frásögnin - textinn sem fylgir
myndunum - þróast frá einföldum
söguþræði fyrir yngi'i lesendurna
til flóknari fléttu með harðsoðnu
ívafi sem ekki getur talist barna-
efni.
Fyrir einungis þremur vikum var
góður vinur minn að blaða í mynda-
sögum eftir amerískan blaðamann,
sem gerast í fátækrahverfunum á
Gasa-svæðinu, vestast í Palestínu.
Pessar myndasögur voru komnar
býsna langt frá Andrési Önd og Co.
enda fjölluðu þær um hin dramat-
ísku örlög unglinga sem alast upp í
skjóli gaddavírs og eftirlitsstöðva,
án þess að eiga sér nokkrar, raun-
verulegar framtíðarhorfur. Þá
minntist ég, um leið og ég las mig
eftir veggjunum í kjallara Norræna
hússins, Robert C. Crumb og miður
sómakærra myndasagna hans um
köttinn Fritz og aðrar óprúttnar
andhetjur sem flæddu undan penna
hans á 7. og 8. áratugnum.
Það er einmitt andi Crumb og
annarra, skyldra umturnenda hinn-
ar hefðbundnu myndasögu, sem
ríkir í Norræna húsinu, enda virðist
frjómagnið vera í þess háttar fram-
leiðslu öðru fremur. Það er heilmik-
ið og upplýsandi stúdíum að skoða
þessa gjöfulu sýningu og sjá hvern-
ig tæknileg úrvinnsla slíkra lista-
verka fer fram. Einkum er athygl-
isvert að sjá hvernig listamennirnir
lagfæra og breyta, líma yfir og má
út, hver með sínum hætti.
Þá er grafísk útfærsla, stílfærsla,
raunsæi og ýmis tækniieg blæbrigði
látin lyfta sýningunni og gefa henni
gróskumeiri svip. Enn verður
manni starsýnt á textagerðina og
söguþráðinn. Ný og bersögul frá-
sögn hefur mótast með hinni nýju
myndasögu, stundum hráslagalega
hæðin, meinfyndin eða klúr, en oft-
ast í hæsta máta gagnrýnin og nú-
tímaleg. Þeirrar ögrandi bein-
skeytni gagnvart samtímanum sem
maður saknar svo oft í fögrum list-
um - einkum málaralist, sem oft
virkar líkt og altaristafla, svo yfir-
máta upphafin og órafjarri líðandi
stund - má hvarvetna njóta á þessu
óhátíðlega upphengi.
Þegar öll kurl koma til grafar er
myndasagan mitt á milli smásögu
og myndlistar. Það gerir hana líkari
leikhúsi en nokkurn annan miðil.
Svipbrigði, sem sjást sjaldan eða
aldrei í venjulegri myndlist, og eru
gjarnan ýkt og færð í stílinn. Itrek-
uð með textabólunni minna þau á
öfgafull samskipti sviðsleikara í
venjulegum fai'sa eða drama þar
sem raunveruleikinn er málaður ei-
lítið sterkari litum en efni standa til
í sjálfu lífinu og tilverunni.
Sýningar eins og „Cap au Nord"
gefa til kynna að ævintýri mynda-
sögunnar sé rétt að byi'ja. Það eru
ef til vill slíkar undirliggjandi vænt-
ingar sem gera svona sýningu svo
heillandi. Ekkert af þeirri viðvar-
andi kreppu og meinlæti sem ein-
kennir „alvarlegri" myndlist nær til
myndasögunnar. Sýningin í Nor-
ræna húsinu virðist staðfesta níu líf
þessarar ungu listar og sívaxandi
áhrifamátt hennar. Ef eitthvað er
vafasamt er það einna helst barokk-
ið og ofurfágunin sem því fylgir.
Aðalógn myndasögunnar er klisjan;
sama óendanlega fágunin og ofur-
hlæðið sem einkenndi symbólis-
mann á lokastigi þeirrar stefnu und-
ir aldamótin síðustu. En líkt og
táknsæið ber myndasagan jafn-
framt í sér frjómagn nýrra tíma; þá
háleitu von að í einu formi megi
tvinna saman sögu og mynd ef rétt
er á spöðunum haldið. Það er ekki
svo lítið þegar horft er um öxl til
allra undangenginna tilrauna í þeim
efnum.
Halldór Björn Runólfsson
Sveiflubopp
hinna miðaldra
Knéfiðlugal í Salnum
TOJVLIST
Sölvasuliir — Sólon
í s I a n d u s
ALFREÐ ALFREÐSSON OG
HLJÓMSVEIT
Þorleifur Gíslason tenórsaxófón,
Stefán Ómar Jakobsson básúnu, Carl
Möller pianó, Birgir Bragason bassa
og Alfreð Alfreðsson trommur.
Sunnudagskvöldið 11. 4.
MAÐUR færðist nokkra áratugi
aftur í tímann þegar Alfreð Alfreðs-
son og félagar hófu tónleika sína á
Múlanum á Sóloni Islandusi með
Flight of the foo bh'ds, enda fjörutíu
ár síðan Neal Hefti skrifaði ópusinn
fyi'ir Basie-bandið og platan sem
hann heyrðist fyrst á löngu klass-
ísk: The Atomic mr. Basie. Kalli
Möller spilaði þetta líka í frægum
sjónvarpsþætti með Ormslev, Vidda
Alfreðs, Adda Scheving og Guð-
mundi Steingríms.
Bandið hans Alla var dálítið seint
í gang þetta kvöld. Það var lítið fútt
í fúfuglinum en í fjórða laginu á efn-
isskránni, Five spots after dark, fór
að hitna í kolunum og Þorleifur blés
ki-aftmikinn sóló. Hann er „bí-
boppsvíngari" einsog Rúnar Ge-
orgsson, með rætur í Gene Ammons
og Sonny Stitt frekar en Coltrane
og Rollins - hvort sem hann hefur
hlustað á þá eða ekki. Eg heyrði
hann síðast með þessari hljómsveit
á Fógetanum á Jazzhátíð Reykja-
víkur fyrir hálfu ári og þar á undan
man ég hvorki hvar né hvenær ég
heyrði Þorleif. Það er leitt til þess
að vita hve sjaldan manni g’efst færi
á að heyra í mönnum á borð við
Þorleif, Alfreð Alfreðsson, Rúnar
Georgsson og Árna Scheving. En
það er meiren að segja það, fyrir
menn á miðjum aldri sem starfa á
fullu við annað en tónlist, að koma
saman hljómsveit og æfa og æfa og
eiga svo kost á að halda örfáa tón-
leika fyrir lítil sem engin laun.
Carl, Stefán Ómar og Birgir eru á
fullu í tónlistai-vinnu þó djassinn sé
unninn í hjáverkum. Stefán Ómar
lék lengi með Stórsveit Reykjavík-
ur, en það er fyrst með hljómsveit
Alfreðs sem ég heyri hann spinna.
Tónninn er fínn, en það skortir dá-
lítið uppá öryggi í spunanum - þó
var túlkun hans fín á ballöðu Gers-
hwins: Our love is here to stay.
Ekki veitir af að fá fleiri djass-
básúnuleikara á Islandi.
Tvö vei'k eftir Carl Möller voru
fiutt þetta kvöld: Hvað varð af
kórnum? og Haustdagar. Það fyrr-
nefnda heyrði ég fyrst með hljóm-
sveit Carls á fimmtán ára afmælis-
tónleikum Jazzvakningar á Ömmu
Lú 1995 og það síðara við opnun
RúRek djasshátíðarinnar 1997.
Kórhvarfið var með gospelbrag, en
satt best að segja á það dálítið
langt í land með að vera frambæri-
legt - flutningur þeirra félaga var
laus við allan ástríðuhita. Aftur á
móti tókst vel að flytja boppópusinn
Haustdaga - hann var léttur og
leikandi og línan grípandi. Þorleifur
átti sinn besta sóló þarna þegar
undan er skilin argentíska samban
sem hann lék strax á eftir: Meus
melhoris momentos eftir Erinen
Edson Marans. Glæsileg túlkun á
undrafögru lagi. Svo hvíldu blásar-
arnir sig og tríóið lék Isn’t she
lovely og „svíngaði" villt. Píanistinn
með þessa skemmtilegu kalla-
hljóma í vinstri og Birgir og Alli
þéttir einsog vígindi.
Það voru ýmis önnur lög á efnis-
skránni og sum ágætlega leikin
einsog Fiesta, samban hans Victors
Feldmans, og guðspjall djassins: It
don’t mean a thing, if it ain’t got
that swing eftir meistara Ellington.
Þessi hljómsveit þarf að koma
oftar fram en á hálfsárs fresti og
það væri mikil missir fyrir íslenskt
djasslíf ef Þorleifur Gíslason legði
saxófóninn á hilluna.
Vernharður Linnet
TOIVLIST
S a 1 ii r i n ii
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Einleiksverk eftir Schnittke, Hans
Abrahamsen, Svein L. Björnsson,
Hafliða Hallgrímsson og Kodály. Sig-
urður Halldórsson, selló. Sunnudag-
inn 11. apríl kl. 20:30.
EFTIR nærri tveggja alda
hunzun klassíkur og rómantíkur á
sellói án undirleiks tók greinin við
sér á ný í byrjun þessarar aldar,
sumpart vegna endurlífgunar Pa-
blos Casals á sellósvítum Bachs, og
síðan hafa knéfiðluleikarar haft úr
nógu að moða, ef leggja má út af
tónleikaskrártextanum á sunnudag-
inn var. Dagskráin var reyndar öll
frá okkar öld. Elzt var Sónata
Zoltáns Kodálys op. 8 (1915) eftir
hlé, en verkin þar á undan nýlegri,
þ.e.a.s. Klingende Buchstaben
(1988) eftir Rússann Alfred Schnitt-
ke, Hymne (1990) eftir hinn danska
Hans Abrahamsen og tvö íslenzk
verk, Ego is emptiness (1998) eftir
Svein L. Björnsson og fimmþætta
svítan Solitaire (1970/1991) eftir
Hafliða Hallgrímsson.
Fyrstu þrjú verkin voru í styttri
kantinum, milli u.þ.b. 3 og 6 mín.
hvert. „Hljómstafir" Schnittkes er
byggt á stefjaefni úr nafni tileinkun-
arþegans Alexanders Ivshkins, ein-
leiksknéfiðlara B o 1 sj oj -s vei tari n nar í
Moskvu. Stykkið beitti ýmsum ný-
stárlegum effektum, m.a. niður-
skrúfun stakra strengja meðan leik-
ið var, og endaði á háum flaututón-
um. Hymne Hans Abrahamsens var
jafnvel enn litríkara, en hið saman-
þjappaða öivei'k Sveins L. Björns-
sonar sýnu lótlausast í líðandi lag-
línuferli sínu, þar sem sellisti raulaði
víða með unisono. Margra ára
reynsla Sigurðar Halldórssonar af
tónrænni framsækni í Caput-hópn-
um og öðru samhengi skilaði sér að
vonum vel í einbeittri túlkun hans á
þessum smástykkjum, sem öðluðust
furðumikla dýpt og spennu þrátt
fyrir nauma tímalengd.
Þættirnir fimm í Solitaire Haf-
liða Hallgi'ímssonar heita Oration,
Serenade, Nocturne, Dirge og Jig.
Þetta er svipmikið og krefjandi
verk, skrifað sem vænta má af ger-
þekkingu á möguleikum knéfiðl-
unnar, og samsvöruðu þáttaheitin
nokkuð vel stemmningsinntaki á
hverjum stað. í mælska fyrsta
þættinum kom fram mest áberandi
veikleiki Sigurðar, misörugg inn-
tónun í stökkum upp á efsta svið,
en að öðru leyti var verkið hið bezta
flutt, enda sellistinn þegar þekktur
fyrir bæði yfn-vegaða og skapheita
spilamennsku, gott tímaskyn, næm
tök á andstæðum og 20. aldar
tækni, sem hann skilar oft á mjög
sannfærandi músíkalskan hátt. Sér-
staklega stóð Noktúrnan upp úr;
ægifögur næturstemmning í ýmist
líðandi eða iðandi fjörugu
melódísku lagferli.
Zoltán Kodály (1882-1967) sem
ásamt vini sínum Bela Bartók kom
nútíma þjóðlagasöfnun á koppinn
(að ekki sé minnzt á eitt virtasta
tónlistaruppeldiskerfi veraldar),
var eins og Bartók undir sterkum
áhrifum frá alþýðutónmennt Ung-
verjalands og Balkanlanda, en fór
aðra leið og nálægari en Bartók, er
kaus að vinna meira afstrakt og
hugvísindalega úr þessum blómlega
efnivið í tónverkum sínum. Engu að
síður er Sónatan frá 1915 furðu
huglæg miðað við seinni verk Kodá-
lys, og bendir það til að þeir félagar
hafi lagt úr svipaðri vör, þótt leiðir
ætti síðar eftir að skilja. Sónatan er
langt og óhemju kröfuhart verk,
sem afrek er út af fyrir sig bara að
komast í gegnum, enda markaði
það nýja braut með nýrri notkun á
hljóðfærinu sem aldrei hafði heyrzt
áður, en ber einnig ótvíræðan svip
af þjóðlagahefðinni, einkum í II.
þætti, n.k. stjörnubjartri nætur-
stemmningu á ungversku púszt-
unni, og í III. þar sem jafnvel örlar
á sígaunalegum tilþrifum hér og
þar. Sigurður túlkaði verkið afar
músíkalskt, og léku flestir tækni-
legir fingurbrjótar þess í höndum
hans. Hljóðfærið hljómaði fallega í
Salnum, bæði jafnt og skýi't, þó að
e.t.v. hefði mátt óska sér segjum
hálfrar sekúndu lengi-i ómtíma fyr-
ir „uxann er breyttist í næturgala",
svo notuð sé fræg líking á hljóm-
miklu sellói Sigurðar.
Ríkarður Ö. Pálsson
SJÚKRAHÚS
REYKJ AVÍ K U R
Rannsóknadagar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 14.—21. apríl nk.
Veggspjaldasýning á rannsóknarverkefnum starfsfólks
Sjúkrahúss Reykjavíkur veröur í anddyrum sjúkrahússins
í Fossvogi dagana 14.—21. apríl nk. og er öllum opin.
Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku,
mun flytja erindi miðvikudaginn 14. apríl kl. 13.15 ífundar-
sal á G-1 um „Hlutverk Sjúkrahúss Reykjavíkur í
bráðaþjónustunni."
Vísindaráð Sjúkrahúss Reykjavíkur.