Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Einkaskóli Áhugamannahópur hugar að stofnun einkaskóla á Akureyri. Hann yrði starfræktur í anda einka- skóla á Indlandi sem hefur vakið athygli fyrir góðan árangur. Gunnar Hersveinn spurðist fyrir um væntanleg- an skóla og hugmyndirnar sem liggja honum að baki. Mannræktin verður undirstaða starfseminnar. Fræðslan hvílir á dyggðinni / • I skólum eiga nemendur að verða góðir á tvennan hátt • Markviss umfjöllun um dyggðir birtist í betri námsárangri NOKKRIR einstaklingar á Akureyri eru að kanna möguleika á stofnun einkaskóla á grunnskóla- stigi. Þeir hafa áhuga á að reyna hér á landi aðferðir sem þróaðar hafa verið af stofnendum City Montessori-skólans í Lucknow á Indlandi. „Hugmyndin er að láta ,Akureyrarskólann“ byrja sem til- raunaskóla og hefur m.a. verið leit- að til Háskólans á Akureyri um samvinnu sem myndi felast í hlut- lausu mati á hvernig tekst að ná markmiðum sem unnið verður að,“ segir Böðvar Jónsson lyfsali og einn að hvatamönnum um stofnun þessa skóla. Uppruni og árangur Starfsaðferðir CMS-skólans hafa verið í þróun frá árinu 1959 en þá var hann stofnaður af Jagdish og Barthi Gandhi. Skólinn er nó í 16 útibúum og fjöldi nemenda 22.300. Nemendur hefja nám á leikskóla- braut þriggja ára að aldri og út- skrifast til háskólanáms átján ára. Brottfall úr skólanum er nánast ekkert. Níutíu og níu prósent nem- enda ljúka samræmdum prófum með vitnisburðinn A í öllum grein- um. Nemendur CMS hljóta mikið lof í háskólum þar sem þeir hefja nám og hefur árangur skólans vak- ið mikla athygli. Að sögn skóla- stjórnenda þar er undirstaða ár- angursins samstillt starf heimilis og skóla í þjálfun almennra sið- rænna gilda. Alþjóðleg samtök í Washington, Council for Global Education, hafa kynnt þessi vinnubrögð víða um heim, veitt ráðgjöf til skóla og kennt kennurum sem vilja beita þeim. Samtökin hafa m.a. kynnt starfsaðferðir CMS hér á landi og hefur dóttir Gandhi-hjónanna kom- ið hingað oftar en einu sinni. Böðvar segir að stefnt hafi verið að því að hefja rekstur þessa skóla á Akureyri í haust, hins vegar er enn ekki ijóst hvort það muni nást, því margt þurfi að undirbúa. „Ann- ar möguleiki er að byrja með fimm ára krakka eftir áramót og byrja svo haustið 2000,“ segir hann. Böðvar hefur að mestu séð um tengslin við The Council for Ed- ucation og CMS-skólann á Ind- landi. Karl Frímannsson, kennari við skólann í Varplandi, hefur verið að undirbúa ýmsa faglega þætti og kennt nemendum sínum siðfræði eftir aðferðum CMS. Hann hefur einnig kynnt sér lög og reglugerðir um einkaskóla. Bjarni Hjarðar, for- stöðumaður rekstrardeildar Há- skólans á Akureyri, hefur kannað rekstrargrundvöllinn fyrir þessum einkaskóla. Gögn um skólann og beiðni um aðkomu að honum eru bæði hjá bæjarstjórn Akureyrar og Háskól- anum á Akureyri. Markmið og vinnubrögð „Markmið „Akureyrarskólans“ taka bæði til mannræktar og fræðslu," segir Böðvar. „Með skýr- um kröfum um siðferðisþroska og námsárangur verður best sinnt for- varnarstarfi sem dregið getur úr líkum á félagslegum vanda síðar á lífsleiðinni. Beitt verður fjölbreytt- um kennsluaðferðum og óformlegri hvatningu ásamt skipulögðu hrósi og látið styðja við nám og félagsleg- ar athafnir. Vinna kennara mun einkennast af sveigjanleika sem skólar/námskeið nudd ■ Kennsla í ung- barnanuddi fyrir foreldra bama á aldr- inum 1—10 mánaöa. Næsta námskeið byrjar fimmtudaginn 15. apríi kl. 14.00. Ungbamanudd er gott fyrir öll börn og hefur reynst gagnlegt m.a. við magakrampa, lofti í þörmum og óróleika. Nýlegar rannsóknir sýna að nudd af hendi foreldra hraðar almennt tauga- og heilaþroska, líkamsvexti og hormóna- og fmmustarfi ungbama. Sérmenntaður kennari með próf frá I.A.M.L (Intemational Association of Inf- ant Massage Instmctors) og yfir 10 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c í símum 562 4745, 552 1850 og 896 9653. ýmislegt ■ Tréskurdarnámskeið Nokkur laus pláss í maí. Hannes Flosason, sími 5540123. heilsurækt HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU ■ IMámskeið í smáskammta- laekningum (Hómópatíu) Til sjálfshjálpar og heimanotkunar laugar- daginn 17. apríl á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c. Kennari Þórgunna Þórarins- dóttir smáskammtalæknir LCPH. Upplýsingar og innritun í símum 552 1850/562 4745 og 896 9653. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson NEMENDUM verður kennt að gera skýran greinarmun á réttu og röngu og ntiða hegðun sína við almenn siðræn giidi,“ segir Böðvar Jónsson. gefur tækifæri til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda. Framkoma kennara mun endur- spegla ákveðni um leið og jákvætt viðmót, stuðning og traust. Náms- mat verður hvetjandi og miðað við einstaklinga.“ Böðvar segir að skólastarfið í heild verði metið reglulega í sam- starfi við íoreldra. Könnuð verður líðan nemenda og árangur og matið notað til að skipuleggja úrbætur á þeim sviðum sem kunna að koma veikt út. Loks verður tekið mið af starfsaðferðum CMS-skólans og byggt á eftirtöldum fjórum megin- þáttum: Fræðsla, siðfræði og mannrækt, samstarf heimila og skóla og hnattræn hugsun. Fræðslan Þjóðfélagið þarfnast vel upp- lýstra þegna, samkvæmt CMS- skólanum. Hverjum einstaklingi er nauðsyn að nýta hæfileika sína og samfélagið verður að virkja dýr- mætustu auðlind sína, atgervi æsk- unnar. Lögð verður mikil áhersla á grunngreinar „AkurejTarskólans" og námsmarkmið verða sett ofar þeim sem aðalnámskrá grunnskóla gerir ráð fyrir. Ahersla verður lögð á metnað og markvissa nýtingu námstímans. Kröfur eiga að vera skýrar og öllum ljósar. Arangur hvers nemanda miðast við hans eig- in forsendur en ekki annarra. Við- mið um framfarir byggjast ekki á samanburði og ríg heldur heil- brigðu kappi og að gera ætíð sitt besta. Nemendur vinna áætlanir um eigið nám í samstarfi við for- eldra og kennara. Bregðast á skjótt og vel við vísbendingum um frávik frá eðlilegum framförum og allt gert til að tryggja þann stuðning sem þarf til að koma öllum til eðli- legs þroska. Siðfræði og mannrækt Mannrækt felur í sér að hafa áhrif á siðferðisþroska og sjálfs- mynd. „Við vitum að viska felst í Fréttir á Netinu vni>mbl.is _ALLTAH eiTTHVAÐ NÝTT vali, ekki bara að kunna eitthvað. Við erum stöðugt að velja og hafna og val okkar byggist á lífsgildum, ýmist meðvituðum eða ómeðvituð- um,“ segir Böðvar, „mannrækt er grundvöllur manngildis og siðvits en þekking án manngildis og góðs hjartalags er einskis virði.“ Böðvar vitnar í Aristóteles: „Menntun hugans án menntunar hjartans er alls engin menntun." I Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna segir um menntun: „Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinga og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúflokka." „Þjóðfélag okkar þarfnast þegna sem láta sér annt hver um annan, einstaklinga sem forðast andfélags- lega hegðun og standast þrýsting neikvæðra afla. Nemendum verður kennt að gera skýran greinarmun á réttu og röngu og að miða hegðun sína við almenn siðræn gildi,“ segir hann. „Þessu markmiði verður náð með nánu og markvissu samstarfi heimilis og skóla. Skilningur nem- enda verður dýpkaður á almennum siðrænum gildum sem alls staðar teljast mikilvæg eins og heiðar- leika, tillitssemi, sannsögli, náunga- kærleika, virðingu, sjálfsaga, ábyrgð, þakklæti, sköpunargleði, umburðarlyndi o.s.frv. Siðfræði verður kennd sérstaklega en um- fjöllun um siðrænt gildismat verður jafnframt felld að hverri grein og verður viðfangsefni allra kennara. Með því að kryfja til mergjar þá merkingu sem dyggðir fela í sér geta nemendur metið eigin hegðun og annarra og séð hvernig hún samræmist því gildismati sem við teljum best. Spakmæli og vísdóms- orð verða notuð sem uppspretta umræðna og viðmiða um hæstu stig manniegrar hegðunar." Samstarf heimilis og skóla Samstarf heimilis og skóla þarf að vera náið og markvisst, að mati Böðvars. Foreldrum verða m.a. kynnt ítarlega almenn siðræn gildi sem lögð verður áhersla á í kennsl- unni. Litið verður á skólann sem „framlengingu" af heimilinu og þurfa báðir aðilar að vera samstiga eigi góður árangur að nást við að móta viðhorf og starfshætti nem- enda. Farsælt samstarf styrkir um leið bæði foreldra og kennara í ólík- um hlutverkum sínum. Böðvar segir að með skýrum kröfum um siðferðisþroska og námsárangur verði forvarnarstarf best tryggt og dragi það úr líkum á félagslegum vanda síðar á lífsleið- inni. „Til að þetta sé hægt þarf gagnkvæmur skilningur og traust að vera fyrir hendi milli heimilisins og skólans, það tryggir samvinnu á réttum forsendum. Komið verður á samráðsfundum, gerðir samningar um ábyrgð í einstökum málum, haldin sameiginleg námskeið um uppeldi og nám,“ segir hann. Nýtt verða foreldra-verkefni sem hafa verið í notkun hér og sannað hafa gildi sitt. Hvetja á til myndunar stuðningshópa sem ýmist veita inn- byrðis stuðning eða glíma við verk- efni í þágu allra nemenda, hér má nefna mat á skólastarfinu, félags- starf og forvarnarstarf. Hnattræn hugsun „Sem íbúar heimsins verðum við í vaxandi mæli að leggja hugsun okkar og vinnubrögð undir alþjóð- leg mæliker. Þjóðir verða sífellt háðari hver annarri og börn okkar munu þurfa að keppa á alþjóðlegum mörkuðum um atvinnu. Þau þurfa að koma skoðunum sínum á fram- færi við alþjóðasamfélagið og vinna með öðrum þjóðum að margþætt- um sameiginlegum verkefnum. Skólinn þarf því að búa þau undir þessi hlutverk," segir Böðvar. Mið- að er við að börnin þjálfist í að líta á sig sem þorpsbúa í Jarðarþorpinu þar sem þau hafi bæði réttindi og skyldur. Þeim þurfa að vera ljósir möguleikar framtíðarinnar, enda verður þeirra að móta nýtingu jarð- ar og frið næstu aldar. Nemendur eiga að ná góðum tök- um á einu alþjóðatungumáli og þar er enska nærtækust, að mati Böðvars. Þjálfun á að hefja snemma, meðan færni til málanáms er mest. Tölvunám verður ríkur þáttur í náminu og m.a. skipulögð sameiginleg verkefni með erlend- um skólum um netsamskipti og síð- ar gagnkvæmar heimsóknir. „Þetta eru í hnotskurn hugmynd- irnar að baki þeim einkaskóla sem áhugamannahópurinn vill að verði að veruleika á Akureyri," segir Böðvar, „markið er sett hátt. Þannig á það líka að vera vilji menn sjá mikinn árangur. Háleit og metnaðarfull markmið verða meg- ineinkenni skólans sem nú er í und- irbúningi að stofna á Akureyri." Hann segir að þótt nafn CMS feli í sér tilvísun til aðferða Mariu Montessori þá eigi það einungis við um yngstu bekki skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.