Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristilegi lýðræðisflokkurinn Kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Vilja banna fóstur- eyðingar og sambúð samkynhneigðra Ögmundur Jónasson gagnrýnir sölu Áburðarverksmiðjunnar I reynd verið að greiða tæpan hálfan milljarð fyrir fyrirtækið VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð gagnrýnir harðlega hvemig staðið var að sölu Áburðarverksmiðju i'íkisins fyrr á þessu ári og sagði Ög- mundur Jónasson alþingismaður í umræðum í sjónvarpi á sunnudag að í reynd væri verið að selja fyrirtækið á tæplega hálfan milljarð króna þótt Guðmundur Bjamason, umhverfís- og landbúnaðarráðherra, hefði sagt á þingi að söluverðið hefði verið 1.257 milljónir króna. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem var til andsvara í þættinum, sagði í gær að hann teldi að mjög viðunandi og gott verð hefði fengist fyrir Áburð- arverksmiðjuna. Ögmundur sagði í gær að komið hefði fram að með kaupunum á Áburðarverksmiðjunni hefðu fylgt birgðir, sem að verðmæti næmu 750 Finnur Ingólfsson segir söluna hafa verið ábatasama fyrir ríkið milljónum króna, og þar á ofan hefði sjóðbært fé fyrirtækisins verið 19 milljónir króna. Samtals næmi verð- mæti birgðanna og sjóðbæra fjárins 769 milljónum og í reynd væri því verið að greiða 448 milljónir fyrir verksmiðjuna. „Þetta er langt undir fasteigna- mati,“ sagði Ögmundur. „Fasteigna- mat lóða, húss og tækja var 630 milljónir og brunabótamatið á tæpa tvo milljarða. Bókfært verð fasteigna er hins vegar 414 milljónir. Þegar þetta dæmi er gert upp kemur í ljós að í stað þess að verið sé að selja þessa eign á 1.257 milljónir er þessi upphæð í reynd miklu minni, eða tæpur hálfur milljarður, og langt undir fasteignamati.“ Þarf að taka tillit til allra hluta í fyrirtækinu og utan þess Finnur Ingólfsson sagði að þegar fyrirtæki væri metið væri tekið tillit til allra þeirra hluta, sem í fyrirtæk- inu væru og fyrir utan það. „Ef ekk- ert væri innan dyi’a í fyrirtækinu, hvorki búnaður né starfsfólk, væri fyrirtækið einskis virði,“ sagði Finn- ur. „Þegar lagt er mat á verðmæti fyrirtækja tekur það verðmæti til fyrirtækisins eins og það er í rekstri á hverjum tíma fyrir sig.“ Hann kvaðst ekki nákvæmlega vita Framsóknarflokkurinn opnar kosningaskrifstofu í Reykjavík Um 400 manns á opn- unardaginn FRAMSÓKNARFLOKKURINN opnaði kosningaskrifstofu í Reykjavík á laugardag. Hún er á Hverfisgötu 33. Anna Kristinsdótt- ir, starfsmaður skrifstofunnar, segir opnunina hafa verið fjöl- menna og vel heppnaða. „Við teljum að um 400 manns hafi komið. Það var fólk hér á báð- um hæðum og jafnvel uppi á lofti. Hér var mjög gaman og allir mjög ánægðir.“ Auk skemmtiatriða, þar sem fram komu m.a. Öm Árnason og Magnús Scheving, fluttu ávörp Halldor Ásgnmsson, formaður Morgunblaðíð/Þorkell Framsóknarflokksins, Finnur Ing- KARL Friðrik Schiöth í fangi Halldórs Ásgrímssonar, formanns Fram- ólfsson og Jónína Bjartmarz. sóknarflokksins, við opnun kosningaskrifstofu í Reykjavík á laugardag. hvernig fyrirtækið hefði verið metið í ríkisreikningi, en mismunurinn á því hvemig ríkið hefði metið fyriitækið sem sína eign og söluverðinu hlyti að vera hinn beini ábati ríkisins og selt hefði verið yfir bókfærðu verði. „Eg held að það hafi fengist mjög viðunandi og gott verð fyi’h’ Áburð- arverksmiðjuna,“ sagði Finnur. „Því má bæta við að verðið hækkaði mikið vegna þess að ákveðið var að bíða. Nokkrum mánuðum áður en verk- smiðjan var seld var gerð tilraun til að selja hana, en menn felldu sig ekki við það verð, sem þá var boðið. Hækkunin, sem varð frá því verði, var allvenileg og það segir allt um það hversu gott verðið var.“ Ekki spuming um hvort rétt eða rangt var að selja Ögmundur sagði að salan á Áburð- arverksmiðjunni væri gagnrýni verð burtséð frá því hvort menn væra hlynntir einkavæðingu verksmiðj- unnar eða andvígir og líkti henni við sölu fyrirtækisins SR-mjöls árið 1993. Salan á þessum tveimur fyrir- tækjum hefði gert það að verkum að menn hefðu leyft sér að segja að þessar ríkisstjómir hefðu fært eignir almennings einkaaðilum á silfurfati. „Læt ég þar alveg liggja á milli hluta hvort það hafí verið rétt eða rangt að selja þessi tilteknu fyrh’- tæki,“ sagði hann. „Það er allt önnur spurning. En menn ætlast til þess að þetta sé selt á réttmætu verði og það hefur ekki verið gert. Því miður hef- ur þá engu skipt hvort það er Fram- sóknarflokkurinn eða Alþýðuflokk- urinn, sem hefur setið við kjötkatl- ana með Sjálfstæðisflokknum, og það er þess vegna sem við í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði segj- um að til þess að standa vaktina á þessu sviði sem öðrum þurfi afl á borð við okkar að vera til staðar inni á Alþingi." KRISTILEGI lýðræðisflokkurinn birti stefnuskrá sína í Ki’istilega dagblaðinu, sem kom út í gær, en þar kemur m.a. fram að flokkurinn vilji afnema lög sem leyfi fóstureyð- ingar og lög um staðfesta sambúð fólks af sama kyni, Að sögn Guðmundar Arnar Ragn- arssonar, sem skipar fyrsta sæti list- ans í Reykjavík, lítur flokkurinn á fóstureyðingar sem manndráp og sambúð fólks af sama kyni sem kyn- villu. I stefnuskránni leggur flokkur- inn áherslu á að kristinfræði og bibl- íusögur verði kenndar í öllum bekkj- um gnmnskólans og að þar verði nemendur upplýstir um óeðli kynvill- unnar. „Flokkurinn vill alfarið banna læknisaðgerðir í því skyni að skipta um kyn á fólki enda eru þær til þess eins fallnar að gera fólk örkumla," segir í stefnuskrá flokksins. „Trúin á að stýra okkar lífi, ekkert síður stjómmálum en hinu daglega lífi og mikilvægt er að kristilejgur andi berist inn á Alþingi," sagði Arni Björn Guðjónsson, sem skipar annað sæti listans í Reykjavík. Að sögn Árna leggur flokkurinn mikla áherslu á fjölskylduna og sið- ferðileg efni, en í stefnuskrá flokks- ins er einnig að finna hugmyndir um sjávarútvegsmál, sveitarstjómarmál, umhverfismál, skattamál, mennta- mál, atvinnumál, landbúnaðaiinál og utanríkismál. Sjávarútvegsstefna flokksins snýst um það að kvótakerfið verði Morgunblaðið/Sverrir ÁRNI Björn Guðjónsson og Guðmundur Örn Ragnarsson. afnumið og settur verði á sérstakur landskvóti. Landskvótanum á að skipta eftir landshlutum í átta svæði og úthluta á aflaheimildum í hvem landshluta. Óheimilt verður að fram- selja aflaheimildir. Flokkurinn vill leggja mikla áherslu á landbúnaðar- mál og m.a. tryggja landbúnaðinum raforku á því verði sem stóriðjan borgar fyrir hana. Að sögn Guðmundar var Kristi- lega dagblaðinu dreift í 5.000 eintök- um í Reykjavík og á Reykjanesi, en flokkurinn býður íram í þessum kjördæmum. Hann sagði að þó birt hefði verið sérstök stefnuskrá í blað- inu, sé Biblían í raun hin eina sanna stefnuskrá flokksins. Morgunblaðið/Þorkell DAVÍÐ Oddsson ávarpar gesti við opnun kosningamiðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Skipholti 19 á laugardag. Fjölsótt opnunar- samkoma TALIÐ er að um fimm hundruð manns hafi komið á opnun kosn- ingamiðstöðvar Sjálfstæðis- fiokksins í Reykjavík í Skipholti 19, að sögn Ágústs Ragnarsson- ar, starfsmanns Sjálfstæðis- fiokksins. „Það var stappað út úr dyrum allan daginn. Þarna voru ýmis skemmtiatriði og formaður fiokksins, Davíð Oddsson, ávarp- aði gesti. Hann fiutti m.a. frum- samda smásögu. Svo voru veit- ingar og tónlistarflutningur. Það var mál manna að þetta hefði tekist vel,“ sagði Agiíst. Reykjanes- kjördæmi Fram- boðslisti Húmanista Húmanistaflokkurinn hefur gengið frá framboðslista sínum í Reykjaneskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga: Listinn er þannig skipaður: 1. Júlíus Valdimarsson verkefnis- stjóri. 2. Melkorka Freysteins- dóttir sölufulltrúi. 3. Sigurður M. Grétarsson fulltrúi. 4. Jaquiline Cardoso da Silva húsmóðir. 5. Helga Óskars- dóttir tónlistarkona. 6. Vil- mundur Kristjánsson sjúkra- liði. 7. Ásvaldur Ki’istjánsson rafeindavirki. 8. Sigurjón A. Pálmason tónlistarmaður. 9. Gunnar Sveinsson verkamað- ur. 10. Dagrún Ólafsdóttir sjúkraþjálfari. 11. Arilíus Arilí- usson listamaður. 12. Svanfríð- ur Sverrisdóttir framkvæmda- stjóri. Framboð K-listans KRISTILEGI lýðræðisflokk- urinn hefur gengið frá fram- boðslista í Reykjaneskjördæmi fyrir komandi alþingiskosning- ar. Listinn er sem hér segir: 1. Guðlaugur Laufdal kristniboði. 2. Kolbrún Björg Jónsdóttir naglasnyrtifræðingur. 3. Skúli Bruce Barker verkfræðingur. 4. Loftur Guðnason verkamað- ur. 5. Hafliði Helgason bygg- ingarmaður. 6. Páll Rósin- krans tónlistarmaður. 7. Sverrir Júlíusson, dagskrár- gerðarstjóri Hljóðnemans. 8. Sigurður Björgvin Halldórs- son sölumaður. 9. Bragi Hjört- ur Ólafsson leiðbeinandi. 10. Rakel Sveinsdóttir öryrki. 11. Gils Guðmundsson hermaður. 12. Kristbjörg Guðmundsdótt- ir húsmóðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.