Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 27 ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Stúlkum nauðgað og* karlar notaðir í herþjónustu Serba Kukes, Washington, Röm. Reuters. The Daily Telegraph. Reuters ARBENITA Pilana, finini ára gömul stúlka frá Kosovo var mjög hrygg þegar hún kom ásamt fjölskyldu sinni yfir landamærin til Albaníu á sunnudag. Afi hennar, sem getur ekki gengið óstuddur, hafði verið leiddur í burtu til aðhlynningar. OHÆFUVERKIN ÞJÓÐERNISHREINSANIR serbneskra hersveita í Kosovo eru stundaðar með kerfisbundnum hætti til að valda fórnarlömbunum, fjöl- skyldum þeirra og samfélagi ómæld- um skaða' og að „hreinsa" héraðið af Kosovo-Albönum. Hreinsanimar fela ekki aðeins í sér að fólk sé hrak- ið af heimilum sínum heldur eru nauðganir, barsmíðar, morð og nið- urlæging, hluti aðgerðanna. Frásögnum af nauðgunum serbneskra hermanna og sjálfboða- liða í vopnuðum hersveitum Serba á albönskum stúlkum og konum fjölg- ar á degi hverjum. Af vitnisburði fórnarlamba og sjónai’votta að dæma, virðist oft erfitt að greina á milli þess hvort nauðganirnar séu hermönnunum til skemmtunar eða í hernaðarlegum tilgangi. Afklæddu stúlkumar og nauðguðu Hvað hernaðarlegan tilgang varðar er talið að nauðgunum sé ætlað að skaða samfélag Kosovo-Al- bana með því m.a. að niðurlægja fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra, en í samfélagi þein-a geta nauðgan- ir haft þær afleiðingar að konur, sem verða fórnarlömb þeirra, eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. I fjölda tilfella leiðir þetta til þess að stúlkur, ekki síst þær sem voru óspjallaðar, stytti sér aldur. Bubuque Kastroti er sautján ára gömul frá þorpinu Dushanov í Kosovo. Hún flúði ásamt ell- efu skyldmenn- um í vörubfl frá Kosvo til Alban- íu í lok mars sl. Sagði hún her- menn hafa stoppað bflalest flóttamanna á leiðinni og nauðgað konum úr þeina hópi og numið þær síðan á brott. „Serbnesku hermennirnir skipuðu öllum, nema börnunum, í vörubílnum sem var fyrir framan okkur að yfirgefa hann. Karlmenn og konur voru skilin að. Svo tóku þeir stúlkurnar og af- klæddu þær allra augsýn. Sumar alveg en aðrar voru klæddar úr pilsum eða því sem þær voru í að ofan. Þeir fóru með þær í burtu [...] Svo heyrðum við öskrin í þeim, sem ég mun aldrei gleyma." „Ef þeir nauðga mér þá drep ég mig“ Burbuque sagðist hafa séð 30 stúlkur vera teknar burt, en tveim- ur tímum síðar komu flestar til baka aftur. „Fallegustu stúlkurnar komu ekki aftur, þær voru fjórar eða fimm talsins," sagði Burbuque í samtali við ítalska dagblaðið La Republica. „Þær sem komu aftur voru niðurlútar, ataðar í mold á fót- um og baki. Þær virtust ekki geta gi-átið.“ Frænkur Burbuque voru með henni í vörubílnum er ódæðisverkið átti sér stað. Að sögn annarrar þeirra, Albertu, völdu þeir yngstu stúlkurnar úr hópnum. „Þeir voru að leita að stúlkum eins og okkur. Ég hugsaði með mér, ef þeir nauðga mér þá drep ég mig.“ „Það er erfitt fyrir okkur Albani að útskýra þetta. Fyrir konu frá okkar heimkynnum er betra að vera dáin en að vera nauðgað." Ekki er fáheyrt í vitnisburði flóttamannana að þeim hafi verið þyrmt þar sem þeir gátu borgað hermönnunum peninga eða önnur verðmæti. I ferðalagi Burbuque og skyldmenna hennar til Albaníu var engin undantekning þar á. „Ef þú áttir pening, hring eða hálsfesti til að gefa þeim [hermönn- unum] þá létu þeir þig í friði. En ef þú lést þá ekki hafa neitt, þá nauðg- uðu þeir þér.“ Albanir neyddir í þjónustu serbneska hersins Þegar flóttamennirnir koma yfir landamæri nærliggjandi landa eru konur og börn oft í meirihluta. Óvíst er um afdrif hundruð þúsunda al- banskra karlmanna en fréttir hafa borist af því sl. vikur og mánuði að fjölmargir karlar hafi verið myrtir í Kosovo eða þeim safnað saman og þeir fluttir á brott. Að sögn vitna eru flestir karl- mannanna á aldrinum 16 til 60 ára og þeim safnað saman á lögreglu- stöðvum, íþróttavöllum og herstöðv- um, þar sem sumir þeirra, og stund- um allir, eru drepnir. Rudolf Schai-ping, varnarmála- ráðherra Þýskalands, hafði frá svip- uðu að segja á sunnudag, og sagði að sannanir væru fyrir því að Ser- bar hafi komið upp fangabúðum í Kosovo. Flóttamenn sem komu yfir landa- mærin til Albaníu seint á sunnudag sögðust hafa séð albanska karlmenn klædda eins og serbneska hermenn, þar sem þeir voru þvingaðir til þess, af hópi hermanna, að koma fyrir jarðsprengjum meðfram landamær- unum. Sögðust þeir hafa verið þvingaðir til að hjálpa serbnesku hersveitunum við verkið, en talið er að Serbar hafi aukið mjög við jarð- sprengjur á landamærunum í kjöl- far háværra radda um að senda eigi landgöngulið á vegum NATO til Kosovo. HR-V Tímamót í umferdinni Honda HR-V er tímamótabíll. Með honum hefst ný öld í íslenskri umferð. Útlitið er ögrandi og framúrstefnulegt en þegar þú sest upp í bílinn uppgötvar þú að það er eitthvað alveg nýtt og frábært á ferðinni. Komdu og skoðaðu. - betri bíll Honda á íslandi ■ Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 Opið virka daga kl. 9-18 og kl. 12-16 á laugardögum. Umboðsmenn Honda á islandi: Akranes: Bilver sf„ Akursbraut 11c, sími 431 1985 Akureyri: Höldurhf., Tryggvabraut 12, simi 4613000 Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan ht, Miðási 19, sími4712011 Keflavík: BG Bílakringlan eht. Grófinni 7-8, sími421 1200 Vestmannaeyjar: Bilaverkst. Bragginn, Flötum 20, sími 481 1535
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.