Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ AÐ LOKNUM próf- kjörum í Reykjavík og á Reykjanesi var fróð- legt að virða fyrir sér útkomu tveggja fram- bjóðenda í Samfylking- unni, þeirra Ágústs Einarssonar á Reykja- - -nesi og þó sérstaklega Ástu R. Jóhannesdótt- ur í Reykjavík sem segja má að hafi verið sigurvegarar ásamt Jó- hönnu Sigurðardóttur. Allir sem fylgst hafa að nokkru ráði með umræðum á Alþingi á kjörtímabilinu, sem nú er að líða, hafa veitt því athygli að það eru einmitt þessir þingmenn sem hafa öðrum fremur verið iðnastir við að halda á lofti bar- áttumálum aldraðra, öiyrkja og ann- arra minnihlutahópa, þeir uppskáru nú hjá því fólki sem flokkunum hefur til þessa þótt ástæðulaust að hafa ■ miklar áhyggjur af þegar til kosn- inga kæmi því það muni hvort eð er kjósa gamla flokkinn sinn eins og venjuiega, en nú kom annað í ljós. Það hefur greinilega orðið við- horfsbreyting, þessum hópum í þjóðfélaginu hefur skilist eftir átta ára valdaferil sjálfstæðismanna með Davíð Oddsson í broddi fylk- ingar, að frá því liði væri einskis góðs að vænta þeim til handa. Eftir að stjómarliðar hans höfðu ^afnumið tengingu eftirlauna við lág- markslaun í desember 1995, og gert alla aldraða, sem fengu greiðslur úr sameiginlegum tryggingasjóði Tryggingastofnunar að ölmusum- önnum, sem áttu að eiga allt sitt undir náð og miskunn misviturra ráðherra í næstu framtíð, sá hann sitt óvænna eftir stóran mótmæla- fund aldraðra á Austurvelli, tengdi greiðslumar við vísitölu neyslu- verðs og gumaði mikið af tveim lás- um sem hafa þó ekki haldið betur en svo, samkvæmt Ríkisendurskoð- un í desember 1998, að aftenging bótanna frá lágmarkslaununum hef- ur rýrt kjör aldraðra einstaklinga um 7% og sambúðar- og hjónafólks ^um 14% á árunum 1995-1998. Mestur er munurinn árið 1997 en þá hækkuðu lágmarks- laun um 13%, en grunn- lífeyrir aðeins um 4% og launavísitalan um 5%. Svona skilaði nú góðærið hans Davíðs sér til aldraðra! Mismunun En það er ekki bara að ríkisstjómin skerði tryggingabætumar, þeir sem fá einhveija greiðslu úr lífeyrissjóði síns stéttarfélags verða að greiða af hverri krónu 38% tekjuskatt þó svo að fv. formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, Páll Gíslason læknir, hafi sýnt fram á - samkvæmt trygginga- Kjaramál Fylkjum okkur í kosn- ingunum nú í vor að baki þeim frambjóð- endum, segir Hlöðver Kristjánsson, sem hafa talað okkar máli á síð- asta kjörtímabili. fræðilegri úttekt sem félagið lét gera og enginn hefur getað mót- mælt - að 2/3 hlutar þeirrar greiðslu era arður og ætti því að bera 10% fjármagnstekjuskatt, þá hefur gamla fólkið verið látið greiða af sín- um ævispamaði 38% á meðan hluta- bréfa- og aðrir fjármagnseigendur sleppa með 10% á sínar tekjur. í þessu sambandi er rétt að minna á það að þingmenn stjómar- innar létu sig hafa það á sínum tíma þegar lögin um fjár- magnstekjuskatt vom sett, að aldr- aðir skyldu fara að greiða hann fjómm mánuðum fyrr en lögin tækju til annarra! SES Viðbrögð sjálfstæðisþingmanna eftir fyrmefndan mótmælafund á Austurvelli, vom satt best að segja brosleg, þeir áttuðu sig allt í einu á því að ekkert var til sem hét SES hjá gamla íhaldinu, bara SUS, og stofnuðu með hraði samtök eldri sjálfstæðismanna sem síðan hefur ekkert heyrst í. Enda vill Davíð ekkert af þeim vita eftir að formað- ur þeirra upplýsti í Morgunblaðs- gi-ein, að í góðærinu hans væm: „um 21 þúsund manns fyrir neðan fátækramörk hvað varðar afkomu- tekjur“ af 24 þúsund ellih'feyris- þegum, og að afleiðing af stefnu stjórnvalda í málum aldraðra „feli í sér fátækt og lífskjarahmn hjá þúsundum manna“ eins og segir í fyrrnefndri grein Guðmundar H. Garðarssonar, sem er tæplega um þessar mundir í miklu dálæti hjá foringjanum. Dúsan Ráðherrar reyna nú rétt fyrir kosningar að hreinsa af sér þennan smánarblett, stinga smá dúsu að öldmðum með því að hækka gmnnlífeyrinn um kr. 1.100, en lát- ið ekki blekkjast, takið eftir því að á næsta launaseðli TR koma ekki í budduna nema kr. 680 af þessari upphæð, og þannig munu þeir áfram láta hálaunaða reiknimeist- ara ráðuneytanna reyna að telja okkur trú um að aldrei hafi verið eins vel búið að öldmðum. Treyst- um heldur því sem buddan segir okkur, hún lýgur ekki. Framsókn mun átta sig á því að áframhaldandi bandalag við Davíð hefur hmn í för með sér fyrir flokkinn, þeim er í raun vorkunn í þeirri gíslingu sem þeir hafa flækst inn í, enginn þarf að segja mér að Ingibjörg Pálmadóttir vilji ekki setja aldraða og öryi-kja framar í forgangsröðina, henni er þá illa í ætt skotið, málið er að það em aðr- ir sem hafa fjármálin á sinni könnu, hjá þeim em forgangshóp- amir allt aðrir, og þá fyrst og fremst þeir sem líklegastir em til að ausa fé í sjóði flokksins, sægreif- ar og einkavinavænir. Fylkjum okkur í kosningunum nú í vor að baki þeim frambjóðend- um sem hafa talað okkar máli á síð- asta kjörtímabili, þá er von um að tillit verði tekið til okkar á því næsta, okkar sem höfum lagt mikið til þessa forríka samfélags sem heldur þó tuttugu og eitt þúsund ellilífeyrisþegum fyi-ir neðan fá- tækramörk, að sögn formanns Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Höfunclur er félagi í aðgerðarhópi aldraðra. Hvað nú, aldraðir? Hlöðver Kristjánsson Kvótaþrautir KVÓTAKERFIÐ skilar árangri! Þetta er fullyrt af ráðherr- um, þingmönnum og sægreifum. Já, það skilar árangri og færir gríðarlegt fjármagn úr greininni, þegar afla- heimildir skipta um eigendur og menn jl'lraga sig út úr útgerð með milljarða verð- mæti. Skuldir útgerðar- innar hafa aukist um 54 milljarða á þremur árum, eða um 18 millj- arða á ári. Ráðherrar og þingmenn tönnlast á árangri ár eftir ár. Þeir virðast veruleikafirrtir að koma ekki auga á hvað kvótakerfið er gríðarlega dýrt fyrir þjóðfélagið í heild. Það færir örfáum mönnum fúlgur, sem ^skipta milljörðum. Það eru ódýrar yfirlýsingar utanríkisráðherra og forsætisráðherra, þegar þeir segj- ast tilbúnir til að breyta kvótalög- unum, ef sættir náist um kvótann. Það verður alltaf ósamkomulag um jafn arfavitlaust kerfi. Vel er farið af stað 1984. Kaup- ffjaldsvísitalan var tekin úr sam- ■%andi, en lánskjaravísitalan negld föst og hélt áfram með gríðarleg- um verðbótum. Sem dæmi voru verðbætur frá miðju ári 1985 að miðju ári 1989 að með- altali um 29% milli ára. Á sama tímabili hækk- aði dollarinn um 9,25%. Þetta kom nið- ur á mörgum sem skulduðu, t.d. loðdýra- rækt, fiskeldi og smærri útgerðum og heimildum. Þessi að- gerð bauð peninga- mönnum háa vexti og háar verðbætur og kom peningunum á hendur örfárra manna. Stærri útgerðir notuðu tækifærið og keyptu vertíðarbáta og færðu aflaheimildir yfir á togara eða ryksuguskipin sín. Svo var það rúsínan í pylsuend- anum. Fjánnögnunarfyrirtæki höfðu leyfi stjórnvalda til að taka erlend lán og endurlána hér. Þeir gátu líka keypt skuldabréf hjá rík- inu og haft yfir 20% í hagnað þegar þeir höfðu borgað erlenda lánið í Bandaríkjunum. Já, mikil er snilli ráðamanna þegar koma skal krón- unum til útvalinna! Þegar þingið kom saman eftir síðasta jólaleyfi ræddu þingmenn um skuldasöfnun sveitarfélga og Sjávarútvegur Skuldir útgerðarinnar, segir Halldór Hall- dórsson, hafa aukist um 54 milljarða á þremur árum. hvað dýrt væri fyrir sveitarfélögin á suðvesturhominu að taka á móti öllu því fólki, sem flutti af lands- byggðinni, og tekjutap sveitarfé- laganna, sem misstu fólkið frá sér, væri mikið. Má ekki bæta þessu við skuldasöfnun útgerðarinnar ásamt verðmætarýrnun fasteigna á lands- byggðinni? Gerviblinda ráðamanna er of augljós, hún er ekki fyrir hendi heldur ráða annarleg sjónar- mið ferðinni. Nokkrir þingmenn og einhverjir ráðherrar eiga beint og óbeint mik- illa hagsmuna að gæta í sambandi við kvótakerfið. Það vekur undrun, hvað samtryggingin er sterk hjá þeim, því þingmenn verja almennt kvótakerfið með kjafti og klóm þvert gegn hagsmunum almenn- ings í landinu. Höfundur er ajómaður. Halldór Halldórsson ATM - Andvana tækni og moðreykur ÞANN 31. mars sl. sér sk. forstöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála hjá Lands- síma Islands (LI), Ólafur Stephensen, ástæðu tii að gagnrýna stutta grein eftir Árna Gunnarsson um mis- munun fyrirtækja úti á landi hvað varðar gagnaflutninga. Mér er málið skylt og vil ég hér svara Ólafi. Ólafur byrjar á því að greina frá því að breytingar á verði leigulína séu væntan- legar og er það gleði- efni. Það eni nefnilega nokkur ár síðan bent var á hvað gjaldskrá fyrir leigulínur er ósanngjörn og raunar hreint og klárt okur sem engin rök standa undir. Itrekað er gefið í skyn af hálfu LÍ að það sé Póst- og fjarskiptastofnun (PF) að kenna að gjaldskráin er ekki tilbú- in. Hið rétta er að þegar LÍ skilaði loks af sér gjaldskrártillögum til PF, þá vantaði töluvert á að full- nægjandi upplýsingar um kostnað- argreiningu lægju fyrir, því eins og Ólafur bendir á, þá skal þessi gjaldtaka taka mið af kostnaði, skv. reglum EES. Svo ekki sé meira sagt, tók afar langan tíma fyrir LI að útvega þessi gögn og er PF nú að meta þau á meðan LI treður á áðurnefndum EES-reglum og hagnast um tæpar 6 milljónir króna á dag. Háhraðanetsþjóðbrautin úr sér gengin og holótt Það hefur jafnan verið reglan hjá LI, þegar fyrirtækið er gagn- rýnt, að slá um sig með ýmiskonar moðreyk, og helsti heilaþvotturinn, þegar rætt er um gagnaflutninga út á land, er að benda á háhraðanet LÍ (HHN) og nú síðast er tækifær- ið gripið og sk. ATM-net kynnt til sögunnar raunar ásamt „Frame Relay“ sem allsherjarlausn. Eins og fram kemur hjá Ólafi á HHN fátt sameiginlegt með leigu- línum. Háhraðanetið er virðisauk- andi starfsemi sem rekin er á leigulínum LI, á sama hátt og Intemetþjónustur. Meginmunur- inn á þeirri umferð sem Internet- þjónustur flytja og HHN er hins vegar sá að netþjónustur flytja að- eins einn samskiptastaðal, en HHN flytur marga, sk. fjölstaðla- samskipti. Vegna þessa eðlismunar, þá krefst rekstur HHN ekki bara nægjanlegra víðra leigulína (band- breiddar), heldur einnig öflugra leiðstjóra, sem geta endurreiknað ákvörðunarstaði netumferðar sem beint er á þúsundir móttakenda með mismunandi samskiptaaðferð- um. Þetta er einmitt akkillesarhæll HHN. - Vegna þess að leiðstjórar eiga erfitt með að sinna álaginu, er viðbragðstími oft verulega síðri en ef línurnar era notaðar beint. Oft kemur þetta fram í því að netum- ferð hreinlega týnist í meðföram LI og þar með þarf að endursenda hana með tilheyrandi sóun á til- tækri bandvídd. HHN er verulega flókið í út- færslu og er rekstraröryggi þess að mörgu leyti áfátt. Sem dæmi tók nýlega yfir 4 klst. að lagfæra villur í uppsetningu hjá LI og á meðan var ekkert samband að fá til Intís fyrir þá sem tengjast þangað um HHN. Á meðan svo er þá dynja skammir á okkur fyrir lélega þjón- ustu, skammir sem ég vísa nú áfram til föðurhúsanna. Nú um páskahelgina varð Snerpa t.d. fyrir rekstrartruflunum af völdum net- umferðar til netþjón- ustu á Sauðárkrók þar sem þurfti að kalla út mann sérstaklega og er þá bara lítið dæmi aukaverkana nefnt. Fari rafmagn af hér fyrir vestan, þarf að gera sérstakar ráð- stafanir, þar sem net- samband HHN bilar ávallt við rafmags- tniflanir. Þannig er ekki rétt að „tenging um háhraðanetið er ekki síðri að gæðum en tenging með leigu- línu“. Háhraðanet LI er barn síns tíma sem var stofnað til að sinna þörfum sýsluskrifstofa, skattstofa, banka og vegagerðar- Gagnasamskipti Háhraðanetið og nýtt ATM-net Landssímans henta alls ekki hátæknifyrirtækjum á landsbyggðinni og eru sóun á bandvídd, segir Björn Davíðsson, sem svarar hér Olafi Þ. Stephensen. innar, og er klárt mál að þessi sk. þjóðbraut er úr sér gengin og holótt. Þessu hefur LI reyndar gert sér grein fyrir og nú er svarið ATM-net. ATM er skammstöfun fyrir enska heiti kerfísins „Asyncronous Transfer Mode“ eða í lauslegri þýðingu „ósamhæfður flutningsmáti“. Undanfarið hefur LI rekið nokkurn áróður fyrir því að þessi tækni væri byltingar- kennd og svaraði þörfum allra hvað varðar gagnaflutning. Þetta er ekki rétt. Þá er samlíking Árna um leigu- línur og þjóðvegi einmitt mjög góð fyrir utan að gjald er tekið af leigu- línunum. Um Ijósleiðarann gildir hinsvegar að um þann þjóðveg skal enginn ferðast nema í landssíma- strætó. Þurfi önnur farartæki að fai-a sömu leið skulu þau einnig flutt með landssímastrætó nema þau greiði ofurtolla. Beina leigulín- an er hinsvegar eins og hraðferðar- strætó á meðan HHN-strætóar stoppa á öllum biðstöðvum þar sem afar dýr búnaður setur nýja far- þega í vagninn! ATM ókostir Ókostir ATM-netsins eru að mörgu leyti þeir sömu og HHN en við fáum þó nokkra í ábót. ATM- netið er hannað af símafélögum fyrir símafélög til þess að flytja á bandbreiðum línum margs konar netumferð, jafnvel sjónvai'psmerki, ef því er að skipta. Á undanförnum misserum hafa hinsvegar komið fram vísbendingar um að ATM sé að ýmsu leyti andvana fædd tækni og verulega síðri kostur en t.d. sk. „Gigabit Ethemet“ en það mun ég ræða við betra tækifæri. Áherslan sem LÍ leggur á samnýtingu end- urspeglast þó mjög vel. Snerpa á Isafirði samnýtir tengingu sína til Intís, fyrir alla notendur sem hér era tengdir á alveg sama hátt og netþjónustur í Reykjavík samnýta sína tengingu og slík samnýting er sjálfsögð þar sem einungis er um eina flutningsaðferð (IP-flutning) að ræða. Björn Davíðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.