Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 49

Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 49 UMRÆÐAN Er þorskgengd minnkandi? TVEIR togaraskip- stjórar, annar frá Skagaströnd og hinn frá Akureyi’i, hafa vakið athygli á minnk- andi þorskafla á tog- tíma fyi’ir Norður- landi. Sjónarmið þehTa eru án efa rétt, en gefa tilefni til að rifja upp nokkur skyld atriði. Síðustu ár hafa fiskimenn oft bent á mjög mikinn þorsk út af Vestfjörðum. Ný- yrðið „skeiðklukku- hol“ varð til vegna erf- iðleika á að ná það stuttu togi að aflinn yrði ekki það mikill að pokinn rifnaði. Heyrðist talað um 500 þúsund tonna „þorsk- kökk“ fyrir Vestfjörðum. Reynt var að fá Hafrannsóknastofnun til að mæla þorskmagn þarna með bergmálsmælingu fyrir fáum ár- um. Ekki mátti reikna með þann þorsk sem lá við botn í mælingunni nema „varlega". Mælingin varð því marklítil, enda asnalegt fyrir ráð- gjafa að ný mæling stangist á við þorskbókhaldið eins og gerðist í Noregi! Fiskvinnslumenn sem fylgjast með nýtingu hafa tekið eftir fallandi nýtingu þorsks frá Vest- fjarðamiðum sl. þrjú ár. I fyrra- sumar tók þorskurinn á Vest- fjarðamiðum upp á því að tvístra sér norður fyrir land í óþægðar- kasti. Skeiðklukkuhol varð því ekki lengur vandamál! Svangur þorskur fór hins vegar að haga sér við rækjuna eins og minkur í hænsna- húsi. Rækjuveiðar fyrir Norður- landi skila því ekki arði lengur. Sannaðist þá að tæplegaa þyrfti kvóta á úthafsrækju, þar sem veið- ar myndu minnka sjálfkrafa þegar afli á togtíma minnkaði! Svo einföld speki þykir ekki fín. „Úthlutun kvóta með komma tveimur auka- stöfum, - 5 tonn af rækju, 2,35 steinbítar, 3,18 kolar 5,74 ufsar o.s.fi-v.! Hraðskeyti með hótunum þegar menn nálgast 0 + aukastafi er líka mun meira spennandi stjómun en eitthvert bölvað frjáls- ræði. Þorskur á togslóð fyrir Norður- landi virðist hafa tvístrast í ætisleit og afli á togtíma minnkað þess vegna. Líklegt er að um sé að ræða afleiðingu af of lítilli þorskveiði undanfarin ár. Það er fullt mark takandi á íslenskum skipstjómm. Við eigum bestu fiski- menn í heimi. Fiski- fræðingum hefur samt tekist að hræða suma þeirra að óþörfu með tölfræðilegri ofveiði- dellu. Innleggi fiski- manna í umræðu um fiskveiðistjórnun er allt of lítill gaumur gefinn. Þeir hafa t.d. margsinnis varað við of mikilli karfa- og grálúðuveiði en talið aukna þorskveiði skynsamlegri. A þetta hefur ekki verið hlust- að í mörg ár. Skip- stjórar sfldarflotans stöðvuðu síldveiðar á sínum tíma. Sendu sameiginlega símskeyti í Fiskveiðistjórnun Við eigum bestu físki- menn í heimi. Kristinn Pétursson segir að fiskifræðingum hafi þó tekist að hræða suma þeirra með tölfræði- legri ofveiðidellu. land, kröfðust þess að veiðum yrði hætt og sigldu í land! Það dæmi sýnir vel hversu ábyrgir fiskimenn eru þegar á reynir. Þorskveiðar á línu hafa líklega aldrei skilað eins miklum afla á sóknareiningu og sl. mánuði. Bendir það ekki einnig til harðn- andi samkeppni um fæðu og mik- illar þorskgengdar? I dag væri skynsamlegra að hafa línuveiðar tímabundið t.d. 50% útan kvóta á stærri bátum og alveg utan kvóta á smábátum. Smábátar eru í dag óbeint þvingaðir til grásleppuveiða vegna skorts á þorskveiðiheimild- um, þótt grásleppuhrogn séu illseljanleg! Afleiðingai-nar verða að öllum líkindum dýpri kreppa í sölu grásleppuhrogna. Stjórnun fiskveiða á ekki að vera svona staurblind tölfræði. Það vantar alla víðsýni og sveigjanleika. Markaðsaðstæður hvetja til meiri veiði á þorski og minni grásleppu- veiða. Of mikil veiði á karfa og fleiri fisktegundum með þvingun- um, - og þvinguð framleiðsla á grásleppuhrognum minnir frekar á heimsku en „ábyrga fiskveiði- stjórn". Reynslan hefur sýnt að við of mikla friðun þorsks vex sam- keppni um fæðu og þorskurinn tvístrast fyrr í ætisleit. Svo fellur vaxtarhraði, kynþroskaaldur lækkar, dánartíðni hækkar, sjálfát vex, og - afli minnkar. Þá verður gamla platan um „ofveiði" aftur sett á fóninn. Reynslan er þessi. Sjávarútvegur og þjóðin öll hefur verið að tapa verðmætum hund- raða þúsunda tonna sem hefur ver- ið hent afur í sjóinn, eða næst aldrei að veiða því þorskkvótinn er allt of lítill. Höfundur er framkvæmdastjóri. NÁTTÚRULEG SNVRTIVÖRU LÍNA FYRIR DÖMUR OG HERRA kynninqarafslárttur í nokkra < Ráðgjöf á staðnui rá kl. 12-17 [£b LYFJA U Lágmúla 5 Kristinn Pétursson REGNFATNAÐUR A 6ÖRN SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425 FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 © FRÆÐSLUMIÐSTOÐ RAFIÐNAÐARINS Hvert skal stefna með nám í rafeindavirkjun? Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins boðartil ráðstefnu um fræðslumál rafeindavirkja. Ráðstefnan verður haldin í sal Viðskipta- og tölvuskólans Faxafeni 10, þriðjudaginn 13. apríl og hefst kl. 18:00. Dagskrá: 2. 3. Hver er stefna starfsgreinaráðs í rafiðnaði? Jón Árni Rúnarsson formaður starfsgreinaráðs. Séreigna- eða starfsgreinaskóli? Birgir Benedikísson formaður Meistarafélags rafeindavirkja. Sjónarmið rafeindavirkja. Andri Jóhannsson meðstjórnandi í sveinafélagi rafeindavirkja. 4' Sjónarmið skólans. Fulltrúi frá Iðnskólanum í Reykjavík. ' Hvernig menntun þarf rafeindavirki framtíðarinnar að hafa? e Þórir Þórisson þjónustustjóri Nýherja. Kaffihlé. 7. Fyrirspurnir og almennar umræður. Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins Aðalfundur 1999 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl 1999 í Sunnusal, Hótel Söqu, Reykjavík oq hefst kl. 15.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: Lagt er til að tekin verði upp í samþykktir heimild til að hlutabréf félaqsins verði gefin út með rafrænum hætti. Lagt er til að stjórn skipi sjö menn í stað fimm og ekki verði kosnir varamenn. Lagt er til að hægt sé að breyta samþykktum á félagsfundi þegar mættir eru fulltrúar 50% atkvæða í stað 75%. 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningarfélagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF Fréttir á Netinu v^mbl.is _ALLJTAF eiTTHVAÐ NÝTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.