Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Mismunandi áherslur Kostnaður við komu flóttamanna til Islands Ferðin til BJÖRGVIN Jónsson gaf sem samsvarar 1.000 krónum á hvern fjölskyldumeðlim, því fara tíu pakkar til Kosovo frá fjölskyldu hans. l.evmmi t-ílir Srhlínk tninir Á topjrf li*ta >T«r Wkur mtootolii Fjallar um sekt- ina sem þjakar Þjóðveija vegna helfararinnar 7. apfílrr www.mm.is Pakkarnir rifnir út LANDSMENN hafa greinilega mikla samúð með flóttamönnum í Kosovo, því matarpakkar, sem seldir voru I verslun Hagkaups í Skeifunni í gær voru hreinlega rifnir út. Upphaflega var áætlað að selja 5.000 pakka og átti salan að standa yfir alla helgina, en klukkan sex í gærkvöld var þegar búið að selja rúmlega 3.000 pakka og því útlit fyrir að afgangurinn kláraðist fyrir hádegi í dag. Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, sagði að ákveðið hefði verið að bæta við 2.500 pökk- um, en sagði að það myndi ekki koma sér á óvart þótt þeir kláruð- ust líka í dag, svo góðar hefðu undirtektirnar verið hingað til. 45 tonn af mat í matarpakkanum, sem kostar 500 krónur, er matur sem á að endast einstaklingi í allt að 14 daga. Jón sagði að í 7.500 matarpökkum væru um 45 tonn af mat og að pakkarnir fylltu þrjá gáma. Hann sagði að gámarnir yrðu sendir með skipi til Kosovo í næstu viku. Atakið er að stórum hluta knúið áfram af sjálfboðaliðum og að sögn þeirra, sem tóku á móti pökkunum og settu þá í gám fyrir utan verslunina í gær, var komin röð af fólki fyrir utan gáminn klukkan tíu um morguninn þegar átakið hófst. Hjónin Haraldur Björnsson og Þóra Stefánsdóttir vomæinaffjöl- mörgum sem ákváðu að leggja flóttamönnunum lið í gær. „Þetta er gott málefni og vonandi að þetta komist til skila og verði að gagni þótt þetta mundi nú varla duga okkur,“ sagði Haraldur. Ellilífeyrisþegi gaf 40 pakka Helga Garðarsdóttir, sjálfboða- liði úr ungmennahreyfingu Rauða krossins, sagði að fólk væri ekki endilega bara að kaupa einn pakka því margir keyptu fleiri og sem dæmi hefði kona um sjötugt keypt 40 pakka fyrir hluta af elli- lífeyrinum. Þegar Morgunblaðið var á staðnum var stöðugur straumur fólks að koma með pakka í gám- inn. Lítil ljóshærð stelpa kom með pakka í lítilli innkaupakerru og rétti einum sjálfboðaliðanum, þetta var hún Sigrún Harpa Harð- ardóttir, sem var í verslunarferð með móður sinni Söru Arnbjöms- dóttur, Sigríði Guðmundsdóttur frænku og Kristólínu Þorláksdótt- ur ömmu, en þær eru allar úr Gr- indavík. Þær voru sammála um að velmegunin væri svo mikil á Is- landi og að fólk hefði það svo gott hér að sjálfsagt væri að rétta hin- um sem minna mættu sín hjálpar- hönd á erfiðum tímum. „Þarna eru miklar hörmungar og hræðilegir atburðir að eiga sér stað, við höfum aldrei upplifað þetta og eigum vonandi aldrei eft- ir að upplifa þetta og þvi er sjálf- sagt að hjálpa fólkinu," sagði Kristólína. Þær voru sammála um að þetta fyrirkomulag, þ.e. matar- pakkarnir, væri að mörgu leyti sniðugi-a en hinar hefðbundnu peningagjaíir, því oft virtist sem lítið yrði úr þeim peningum sem gefnir væru. Gaf sem samsvarar 1.000 krón- um á fjölskyldumeðlim Jenný Erlingsdóttir, sem var ein á ferð, var sömu skoðunar og stúlkurnar úr Grindavík, og sagði að það væri góð tilbreyting að gefa pakka í staðinn fyrir pening. Henni fannst málstaðurinn góður og gott að vita að peningarnir hennar færu í mat fyrir nauð- stadda í Kosovo. Björgvin Jónsson átti aðeins eitt erindi í Hagkaup og það var að kaupa matarpakka. „Þarna eru allir svangir og mér fínnst sjálf- sagt að hjálpa til,“ sagði Björgvin. Björgvin sagðist hafa ákveðið miða framlag sitt við 1.000 krónur á fjölskyldumeðlim og hefði því keypt tíu matarpakka, en honum fannst það ekkert mikið. Átakið er samstarfsverkefni Rauða krossins, Hagkaups, Sam- skipa, Islandspósts og útvarps- stöðvarinnar Létt 96,7, sem hefur kynnt átakið í dagskrá sinni. Þess ber að geta að fólk sem býr á landsbyggðinni getur keypt pakk- ana í gegnum póstverslun Hag- kaups og þannig. lag±.átakinu lið. Skopje kostaði 3,5 miiljónir KOSTNAÐUR ríkisins vegna ferð- ar til Skopje í Makedóníu í síðustu viku nemur um 3,5 milljónum ki-óna. Að sögn Magnúsar Gunn- arssonar, fjármálastjóra Landhelg- isgæslunnar, kostaði leiga á flugvél Landhelgisgæslunnar um 3 milljón- ir króna. I því felst kostnaður við rekstur vélarinnar, þjónustugjöld (í stað lendingargjalda þar sem um er að ræða. ríkisflugvél) og kostnaður vegna undirbúnings við verkefnið. Við þessar 3 milljónir bætist um hálf milljón vegna ýmissa útgjalda, að sögn Stefáns Skjaldarsonar ski’ifstofustjóra almennrar skrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Að sögn Stefáns liggur annar kostnað- ur vegna komu flóttamanna hingað til lands ekki fyrir og er ekki vitað hve mikill hann verður enda veltur sú upphæð á ýmsu: hversu lengi flóttamennirnir verða hér og hve margir koma til landsins. „Þetta verkefni bar mjög skyndi- lega að eins og allir vita og voru ákvarðanir teknar mjög hratt. Það var samt sem áður skuldbinding Is- lands að taka þátt í að aðstoða flóttamenn frá Kosovo. Tími og að- stæður hafa ekki leyft að kanna til hlítar hver endanlegur kostnaður við verkefnið verður,“ segir Stefán. Ríkisstjórnin ákvað að verja 10 milljónum króna til aðstoðar við flóttamenn frá Kosovo og rann helmingur þeirrar fjárhæðar til Rauða kross íslands og hinn helm- ingurinn til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Stef- áns rann þessi upphæð til flótta- mannahjálpar erlendis svo kostnað- ur við komu flóttamanna hingað til lands er undanskilinn. Sala á matarpökkum sem senda á til Kosovo hófst í gær en ekki ágreiningur Á KOSNINGAFUNDI á Akranesi í fyiTadag dró Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, í efa hugmyndir framsóknarmanna um sérstaka skattlagningu á söluhagn- að þeirra sem selja frá sér afnota- rétt á auðlindum hafsins. Hann taldi að stjórnarskráin heimilaði ekki að skattur væri lagður á til- tekna atvinnugrein en ekki aðrar. Halldór Ásgrímsson hefði sömu- leiðis „ýmsa fyrirvara og þá kannski helsta að þetta væri alls ekki hægt“, eins og Davíð komst að orði. Ummæli Davíðs voru í gær borin undir formann Framsóknarflokks- ins, Halldór Ásgrímsson. „Ég skildi Davíð þannig að hann ætti við að það væri ekki hægt að hafa aðrar reglur um meðferð hlutabi’éfa í sjávarútveginum og öði-um atvinnu- greinum. Það er alveg rétt hjá hon- um. Ég tel hins vegar að það sé rétt að skoða þetta nánar. Ég sé ekki að það sé um neinn ágreining á milli okkar að ræða. En það er hins veg- ar ekkert óeðlilegt að það komi fram mismunandi áherslur á milli flokka." Halldór sagði að það væri ekki hægt að hafa aðrar skattareglur um meðferð hlutabréfa í sjávarútvegs- fyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum. Það sama gilti um sölu á lausafé og fastafjármunum. „Nú eru þær regl- ur í skattalögum að ekki er heimilt að afskrifa veiðiheimildir. Þannig að þær eru að því leyti meðhöndlaðar öðruvísi en lausafjáimunir og fasta- fjármunir. Ef fyrii’tæki selur veiði- heimildir kemur hagnaðurinn til skattlagningar í viðkomandi fyrir- tæki sem hagnaður. Ef einstakling- ur selur veiðiheimildir borgar hann skatt eins og um fjármagnstekjur sé að ræða.“ Hægt að hafa aðrar reglur um hagnað af veiðiheimildum „Ég er þeirrar skoðunar að það sé vel hægt að hafa aðrar reglur um hagnað af veiðiheimildum en lausa- fjármunum. Hér er um að ræða af- notarétt sem er sameign þjóðarinn- ar og ég tel að það stangist á engan hátt á við stjómarskrána. Það liggur fyrir að það særir réttlætiskennd mjög margra þegar aðilar fara út úr greininni með miklum hagnaði án þess að hafa unnið sérstaklega til þess. Ég geri mér vel grein fyrir því að hér er um flókið skattalegt viðfangsefni að ræða. Það hefur verið uppi mjög hörð krafa í mínum flokki um að takast á við þetta og fiokksþingið samþykkti þessa stefnu. Það er mitt viðfangsefni og annarra að koma til móts við þessar háværu kröfur bæði innan míns flokks og víðar í þjóðfélaginu." MorgunDiaoio/Asais MATARPAKKARNIR standa á brettum inni f Hagkaupi, en einn pakki kostar 500 krónur. Þau Haraldur Björnsson og Þóra Stefánsdóttir lögðu átakinu lið. SIGRÚN Harpa Harðardóttir var ein þeirra íjölmörgu sem komu í Hagkaup í Skeifunni í gær og keyptu matarpakka sem fara til Kosovo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.