Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjórnar- kreppa á Indlandi? Nýju-Delhí. Reuters. STJÓRNARKREPPA virtist vera yfirvofandi á Indlandi í gær þegar þing landsins hóf umræðu um til- lögu þess efnis að það lýsti yfir trausti á samsteypustjórn Atals Beharis Vajpayees forsætisráð- heiTa, sem hefur verið við völd í þrettán mánuði. Umræðan um trauststillöguna á að standa í tvo daga og ráðgert er að hún verði borin undir atkvæði á morgun. Vajpayee kvaðst vongóður um að stjórnin héldi velli og forystu- menn Bharatiya Janata-flokksins, flokks forsætisráðherrans, sögðust reiða sig á stuðning nokkurra smá- flokka til að afstýra því að boða þyrfti til kosninga. K.R. Narayanan, forseti Ind- lands, óskaði eftir atkvæðagreiðsl- unni eftir að einn stjórnarflokk- anna, AIADMK, sagði sig úr stjóminni. Bíði stjórnin ósigur í at- kvæðagreiðslunni er talið nánast öruggt að forsetinn feli stærsta stjómarandstöðuflokknum, Kon- gress, að mynda nýja stjórn. Sonja Gandhi, leiðtogi Kon- gress, og Jayaram Jayalalitha, leiðtogi AIADMK og fyrrverandi kvikmyndaleikkona, héldu fund fyrir luktum dyrum um hugsan- lega stjómarmyndun í gær. „Stjómin fellur á laugardaginn,“ sagði Jayalalitha eftir fundinn. „Eftir það taka hlutirnar að gerast leifturhratt.“ AIADMK er með 19 þingmenn og samsteypustjómin hélt velli með aðeins 13 atkvæða mun í sams konar atkvæðagreiðslu á þinginu á liðnu ári. Bhutto dæmd í fímm ára fangelsi fyrir spillingu Islamabad, London. Reuters. BENAZIR Bhutto, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Pakistans, og eigin- maður hennar, Asif Zardari, voru í gær dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu. Hjónin voru voru einnig dæmd til að greiða andvirði 600 milljóna króna fyrir að hafa þegið mútugreiðsl- ur af svissnesku fyrirtæki, en eiginmaður Bhutto afplánar nú fangelsisdóm fyrir spill- ingu. Bhutto kveðst saklaus af sakargiftunum og segir að dómstóllinn, sem kvað upp dóminn, hafi verið stofnaður sérstaklega til að binda enda á stjórnmálaferil hennar. Bhutto var ekki viðstödd réttarhöldin og var í London þegar fangelsisdómurinn var kveðinn upp. Flokkur hennar, Þjóðarflokkur Pakistans, kvaðst ætla að áfrýja dómnum til hæstaréttar landsins á næstu dögum og standa fyrir verk- föllum í heimahéraði Bhutto, Sindh-héraði, til að mótmæla sakfellingunni. Heimildarmenn, sem tengjast Bhutto-fjöl- skyldunni, sögðu að hún myndi óska eftir því við hæstarétt að afplánun dómsins yrði frestað. Án slíkrar verndar á Bhutto á hættu að verða handtekin þegar hún snýr aftur til Pakistans. Má ekki gegna opinberum embættum Bhutto hefur tvisvar sinnum gegnt embætti forsætisráðherra og henni hefur tvisvar verið vikið úr embættinu fyrir meinta spillingu. Dómarinn sagði að Bhutto, sem er dóttir Zulfikars Alis Bhuttos, fyri’verandi forsætis- ráðherra Pakistans, gæti ekki gegnt neinum opinberum embættum. Ekki var þó Ijóst í gær hvort hún yrði strax svipt þingsæti sínu. Bhutto og eiginmaður hennar hafa verið sök- uð um að hafa dregið sér andvirði allt að sjö milljarða króna á valdatíma hennar. Hún hefur neitað því og sakar Nawaz Sharif, forsætisráð- herra Pakistans, um að hafa staðið fyrir réttar- höldunum til að binda enda á stjórnmálaferil hennar. Benazir Bhutto Réttarhöldin snerust um ásakanir þess efnis að Bhutto og eiginmaður hennar hefðu þegið mútur af svissnesku fyrirtæki, Societe Generale de Surveillance, sem átti að hafa eft- irlit með vöruflutningum frá Pakistan til að koma í veg fyrir skattsvik. Saksóknararnir sögðu að mútumar hefðu verið greiddar inn á bankareikninga í Sviss. Lögfræðingar Bhutto segja að skjöl, sem lögð voru fram og sögð koma frá svissneskum yfir- völdum, séu fölsuð. Dómstóllinn, sem fjallaði um málið, var stofnaður sérstaklega til að skera upp herör gegn spillingu í landinu. Stjómmál Pakistans hafa einkennst á síðustu árum af harðvítugri baráttu milli Sharifs og Bhutto, sem hafa hvað eftir annað sakað hvort annað um spillingu, skattsvik, fjármálamisferli og fjárdrátt. Sharif hefur mikinn þirigmeirihluta á bak við sig og er sagður hafa lagt kapp á að kveða nið- ur allar gagnrýnisraddir í stjórnkerfinu. Farooq Leghari forseti, Sajaad Ali Shah, for- seti hæstaréttar, og Jehangir Karamat, forseti pakistanska herráðsins, hafa allir sagt af sér á síðustu átján mánuðum. Vinur Sharif-fjölskyld- unnar, Rafiq Tarar, er nú forseti landsins. Eiginmaður Bhutto hefur verið í fangelsi frá því henni var vikið úr forsætisráðherraembætt- inu árið 1996. Hann var meðal annars sakaður um að vera viðriðinn morð á bróður Bhutto, .Murtaza. Óttast handtöku Bhutto sagði í viðtali við BBC-sjónvarpið í Bretlandi að hún óttaðist mjög um öryggi sitt ef hún sneri aftur til Pakistans. „Eg hef áhyggjur af framtíðinni. Eg hef áhyggjur af börnunum mínum en ég hef líka búið við þá hættu að verða handtekin síðustu tvö og hálft árið.“ Bhutto kvaðst þó vera tilbúin að taka áhætt- una og fara aftur til Pakistans. Hún kvaðst miður sín vegna fangelsisdómsins og taldi að dómarinn hefði verið hlutdrægur. „Að sanna sakleysi sitt fyrir dómara, sem er sonur manns sem hengdi fóður minn, fyrir dómara sem er náinn fjölskylduvinur Nawaz Sharifs ... nei, sá dómari er ekki hlutlaus, hann er ekki sann- gjarn, hann er ekki réttlátur." Bandamaður Netanyahus í fangelsi Jerúsalem. Reuters. DÓMSTÓLL í ísrael dæmdi í gær stjórn- málmanninn Aryeh Deri í fjögurra ára fangelsi fyrir spillingu en málarekstur- inn gegn honum hefur verið mikið hitamál og af- hjúpað þann djúpstæða klofning, sem er í ísra- elsku samfélagi. Deri er einn af leiðtog- um flokks bókstafstrú- aðra „sephardim“-gyðinga Aryeh Deri Og stuðningsmaður Benjamins Net- anyahus, forsætisráðherra ísraels, og ríkisstjómar hans. Hefur hann og flokkur hans lengi haft lykil- stöðu við stjórnarmyndanir í land- inu og var Deri sakaður um að hafa notfært sér það. Mútuþægni í blóð borin Deri var fundinn sekur 17. mars sl. um mútuþægni og svindl er hann starfaði í innanríkisráðuneyt- inu á síðasta áratug, fyrst sem ráðuneytisstjóri en síðan sem inn- anríkisráðherra. Auk fangelsis- dómsins, sem kveðinn var upp í gær, var Deri dæmdur til að greiða rúmlega 4,4 milljónir ís- lenskra króna í sekt. Búist er við, að Deri áfrýi dómnum til hæsta- réttar. Yaacov Zemach dómari vitnaði í Biblíuna er hann las upp dóminn og sagði, að Deri hefði bmgðist því trausti er borið var til hans sem opinbers emb- ættismanns og ætti því að fara í fangelsi. „Hér er ekki verið að tala um eitt eintakt afbrot,“ sagði Zemach. „Mútuþægnin var samgróin honum.“ Tvenns konar gyðingar Shas, flokkur Deris, er þriðji stærsti flokkurinn á þingi með 10 þingsæti. Sækir hann fylgi sitt til „sephardim“-gyðinga, sem komu til ísraels frá Norður-Afríku og öðram Miðausturlöndum, en þeir telja, að „ashkenazim“-gyðing- ar, þeir, sem komu frá Evrópu, sitji yfir hlut þein-a á öllum sviðum. Segja þeir, að málareksturinn og dómurinn yfir Deri sé ofsóknir og samsæri valdastéttarinnar gegn „sephardim“-gyðingum. Andlegur leiðtogi Shas-flokksins, Ovadia Yosef, hefur lýst yfir, að Deri sé saklaus samkvæmt lögum trúar- innar. Alvarlegasta ákæran á Deri var, að hann hefði þegið mútur af þremur félögum sínum, um 11 millj. kr., og notað féð til að kaupa íbúðir og til ferðalaga. Launaði hann þeim síðan með því að beina opinberum framlögum til trúmála- stofnana, sem þeir stýrðu. Vora þeir einnig dæmdir í gær, mest í árs fangelsi. Reuters Einn í kjöri til forseta í Alsír Algeirsborg. Reuters. ALSÍRBÚAR kusu sér forseta í gær en ekki var um marga að velja, að- eins einn mann, Abdelaziz Bou- teflika, sem herinn styður. Sex keppinautar hans drógu framboð sitt til haka og sögðu, að úrslitin væru fyrirfram ákveðin. Rúmlega 17 milljónir manna eru á kjörskrá í Alsír og var kjörsókn nokkru minni framan af degi en í kosningunum 1995. Frambjóðend- urnir sex, sem hættu við, segja frá- farandi forseta, Liamine Zeroual, og herinn hafa svikið heit um að halda heiðarlegar kosningar og hafa þeir boðað til mótmæla um landið allt í dag. Jeltsín og popp- stjarnan BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hélt í gær veislu fyrir Ollu Púgatsjevu, frægustu dægur- lagasöngkonu Rússa, í tilefni af fimmtugsafmæli hennar. Sæmdi hann hana Föðurlandsorðunni, næstæðstu orðunni, og sagði um leið, að sín yrði seinna minnst sem stjórnmálamanns á Púgat- sjevu-tímanum. Er það gamall brandari, sem sagður var um Brezhnev en Alla Púgatsjeva stóð á hátindi frægðar sinnar á áttunda og fram á níunda ára- tuginn. Fílip Kírkorov, eigin- maður hennar, sem er allnokkru yngri en hún, er nú á toppnum í rússneska poppheiminum. Kynlíf í hófí gott fyrir ónæmiskerfíð Rhode Island. The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa komist að því að kynlíf í hófi sé gott fyrir heilsuna. Sé kynlíf stundað einu sinni til tvisvar í viku geti það komið í veg fyrir að viðkomandi einstaklingar fái kvef eða flensu. Sé kynlif hins vegar stundað fram úr hófi geti það dregið úr virkni ónæmiskerf- isins og aukið líkur á veikindum. Þetta vora niðurstöður rann- sókna sálfræðinga við Wilkes- háskólann í Pennsylvaníu, sem kynntar voru á ráðstefnu sál- fræðinga á Rhode Island í Bandaríkjunum. Einnig er fjall- að um rannsóknina í fræðitíma- ritinu The New Scientist. Cai’l Chametski, deildarstjóri sálfræðideildarinnar, rannsakaði ónæmiskerfi 111 nemenda við háskólann og komst að því að ónæmiskerfi þeirra nemenda sem stunduðu kynlíf einu sinni til tvisvar í viku var sterkara en annama. Prótín virkra mótefna hjá þessum hópi fjölgaði um 30% við slíka kynlífshögun, en úr- takið var fólk á aldrinum 16-23 ára. Meðal þeirra sem stunduðu kynlíf þrisvar sinnum í viku eða oftar, var minna magn þessara prótína í líkamanum en hjá þeim sem stunduðu ekkert kyn- líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.