Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umfangsmikil rannsókn fjögurra lækna á astma og ofnæmi endurtekin Áhrif umhverfís og ættarsögu könnuð MARKMIÐ endurtekinnar rann- sóknar á útbreiðslu astma og of- næmis sem fram fer samtímis í fjöl- mörgum löndum er að kanna hvaða þættir í umhverfi, lífsháttum og ættarsögu eru líklegir til að hafa áhrif á þróun ofnæmis og ofnæm- istengdra sjúkdóma. Eyþór Björns- son, sérfræðingur í lungnalækning- um og einn fjögurra lækna sem að henni standa, segir könnunina þá viðamestu á þessu sviði sem gerð hefur verið. Asamt Eyþóri vinna að rannsókn- inni þeir Davíð Gíslason ofnæmis- læknir og lungnalæknarnir Þor- steinn Blöndal og Þórarinn Gíslason sem verið hefur verkefnisstjóri. Læknarnir segja ástæðu þess að farið var út í þessar rannsóknir þá að vart hafi orðið mikillar aukning- ar á tíðni ofmæmis og ofnæm- istengdra sjúkdóma meðal þjóða sem búa við hvað mesta velmegun. Þetta eru þjóðir í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku, Japan, Astralíu og Nýja-Sjálandi. Samanburður erfiður vegna mismunandi aðferða „Læknar hafa ekki fengið full- nægjandi skýringar á þessari þróun og það hefur verið erfitt að bera saman tíðni þessara sjúkdóma milli landa vegna mismunandi rannsókn- araðferða," segir Davíð Gíslason. „Þess vegna vaknaði áhugi á því að gera samræmt átak nokkurra þjóða til að kanna tíðni og útbreiðslu þess- ara sjúkdóma. Frumkvæðið kom frá þjóðum Evrópusam- bandsins og er rann- sóknin kennd við það og við köllum hana á ís- lensku Evrópurann- sóknin lungu og heilsa.“ Rannsóknin fór fram á 50 stöðum í 20 lönd- um í fimm heimsálfum og hérlendis fór hún fram árin 1990 og 1991. Nú er komið að því að leggja í aðra hliðstæða rannsókn og segja læknamir kosti víð- tækrar rannsóknar sem þessarar ýmsa: „Þama fáum við stóran hóp, aðferðimar eru staðlaðar, spurt um sömu atriðin og síðan er úrvinnslan sameiginleg sem gefur víðtækari möguleika á samanburði milli land- anna en annars væri mögulegt. Ókosturinn er hins vegar sá að þeg- ar rannsóknin er svo umsvifamikil tekur úrvinnslan langan tíma en hún getur líka skilað mjög áhuga- verðum niðurstöðum og saman- burði.“ I fyrri könnuninni kom fram að um 20% þeirra sem þátt tóku í henni á Islandi voni með ofnæmi. Tíðni ofnæmis er nærri helmingi hærri á hinum Norðurlöndunum, tíðni astma í íslenska þátttökuhópn- um 5% og tíðni astmatengdra ein- kenna var óvíða lægri en á Islandi. Þá notuðu 3,4% í íslenska hópnum FJÓRÐI læknirinn í starfshópnum er Þorsteinn Blöndal. astmalyf sem er veru- lega lægri tala en á hinum Norðurlöndun- um og með því lægsta sem gerðist í öllum rannsóknarhópnum. Evrópurannsóknin lungu og heilsa hefur þannig sýnt að ofnæmi er óvíða minna en á Is- landi og að ofnæm- istengdir sjúkdómar eru sjaldgæfari hér en í flestum samanburðar- hópum sem þátt tóku í rannsókninni. Hver kann að vera skýring á þessu? „Um það er erfitt að fullyrða en sett hefur verið fram sú skýring að mikil fiskneysla íslendinga eigi sinn þátt í þessu. Talið er að fiskur, sérstaklega feitur fiskur, geti verið verndandi gegn astma og jafnvel of- næmi. Islendingar borða mun meiri fisk en til dæmis Svíar eða um 80 kg á ári en Svíar um 30 kg og hér tíðkast líka að menn taki lýsi. Þetta getur verið nokkur skýring." Einnig segja læknarnir að sú til- hneiging hafi komið fram að í stór- um systkinahópum sé minna um of- næmi en í litlum fjölskyldum. „í þessum efnum virðist dýrahald á heimilunum einnig skipta máli en þar sem kettir eru hefði maður ætl- að að meira væri um ofnæmi. Það hefur hins vegar sýnt sig að ef mik- ið er um kattarofnæmisvaka þá get- Morgunblaðið/Ásdís ÞRIR læknar á Vífilsstöðum, þeir Davíð Gíslason, Þórarinn Gíslason og Eyþór Björnsson, standa að rannsókniuni. ur það verið vemdandi í þessum til- vikum,“ segir Davíð. Viðamikill spurningalisti Læknarnir segja að með endur- tekinni rannsókn nú geti komið fram breytileiki í algengi og að- stæðum og hvaða þýðingu hver þáttur hefur í þeim breytingum sem fram kunna að koma frá fýrri rann- sókninni. Með því að hafa spurn- ingalistann mjög ítarlegan er reynt að grafast fyrir um sem ólíkasta þætti, atvinnu, aðstæður í bemsku og fleira. „Með endurtekningunni sjáum við hvort algengi astma og ofnæmissjúkdóma hefur aukist hér- lendis eða ekki og við reynum að grafast fyrir um hvað það er í hátta- lagi okkar eða umhverfi sem ver okkur fyrir þessum sjúkdómum," segja læknarnir. Síðustu áratugina hefur astma- og ofnæmistilvikum farið mjög fjölgandi í hinum vestræna heimi og vonast læknamir til að nýja rann- sóknin geti varpað einhverju Ijósi á ástæður þessa. Þeir segja athyglis- verðar tölur hafa komið frá Þýska- landi en þar töldu menn ofnæmis- sjúkdóma mun algengari í austur- hluta landsins m.a. vegna meiri mengunar þai-. í ljós hafi hins vegar komið að astma- og ofnæmissjúk- dómar hafi verið mun algengari í þeim hluta sem var Vestur-Þýska- land en í eystri hlutanum eða 37-38% á móti 20-21%. Læknamir sögu að lokum mikil- vægt að fá góða þátttöku í könnun- inni. Spumingalistar voru sendir út nokkru fyrir páska og eru þeir sem fengið hafa lista hvattir til að svara og taka þátt í könnuninni. Þegar hefur um helmingur svarað spurn- ingalistunum en læknarnir vonast eftir að þátttaka á íslandi verði ekki lakari en hún hefur verið á hinum Norðurlöndunum þar sem hún hef- ur verið 80% til 90% í svipuðum endurtekningarkönnunum. A Agreiningnr í skipulags- og umferðarnefnd og í borgarráði Nýtt tleiliskipulag sam- þykkt fyrir Norður-Mjódd TILLAGA að nýju deiliskipulagi í Norður-Mjódd gerir ráð fyrir þrem- ur lóðum á svæðinu, lóð A, B og C. Aðkoma að lóðum A og B verður um nýja tengibraut samsíða Reykjanesbraut og um nýja þvergötu milli lóðanna. Þar til framtíðargatnakerfi kemur til framkvæmda verður leyfð aðkoma á tveimur stöðum frá Stekkjarbakka. MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt breytt deiliskipulag fyrir Norður-Mjódd/Stekkjarbakka en minnihluti sjálfstæðismanna greiddi atkvæði gegn tillögunni. Um er að ræða svæði sem af- markast af Stekkjarbakka í norður og austur, Alfabakka í suður og Reykjanesbraut í vestur. I greinargerð með skipulagstil- lögunni segir að í lok ársins 1995 hafi verið sótt um 1,5 ha lóð undir gróðrarstöð og verslun í N-Mjódd og var borgarskipulagi falið að vinna tillögu að breyttri landnotk- un á reit norðan bensínstöðvarinn- ar í N-Mjódd. Jafnframt hafi borist erindi frá eigendum Stekks ehf., Stekkjarbakka 2, (Staldrið) um stækkun lóðar og byggingu fyrir verslun og veitingarekstur samfara flutningi Stekkjarbakka til norð- urs. Fram kemur að með tilkomu fyrirhugaðra gatnamannvirkja á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka muni núverandi að- koma að Staldrinu leggjast af og ný aðkomuleið verða úr suðri. Skólagarðar Reykjavíkur hafa ver- ið starfræktir um árabil á hluta svæðisins en verða fluttir í Elliða- árdal. Bent er á að svæðið liggi vel við aðalgatnakerfi borgarinnar og sé í nálægð við miðbæjarsvæðið í Mjódd og í tengslum við skiptistöð SVR við Álfabakka en meginhluti er ónýtt óræktarsvæði. Landnotkun breytt í greinargerðinni segir að með nýju aðalskipulagi 1996-2016 sem staðfest var árið 1997 hafi land- notkun verið breytt úr útivistar- svæði til sérstakra nota í blandaða notkun verslunar- og þjónustu- svæðis og útivistarsvæðis til sér- stakra nota, s.s. gróðrarstöðvar, garðlönd, íþróttasvæði og kirkju- garða. Lagt er til að nýtingarhlut- fall svæðisins verði lágt og yfir- bragð þess grænt og kemur fram að svæðið hentar afar vel garðamið- stöð, sem væri í senn verslun og útivistarsvæði. í tillögunni er lögð áhersla á góð stígatengsl milli Mjóddar og N- Mjóddar og að á borgarlandinu um- hverfis lóðirnar verði plantað gróðri. Lagt er til að lóðarhafi garðamiðstöðvarinnar annist gróð- ursetningu og umhirðu svæðisins í samvinnu við garðyrkjustjóra. Jafnframt er lagt til að vestan lóðar meðfram Reykjanesbraut og einnig austan Stekkjarbakka verði komið fyrir jarðvegsmön og trjágróðri. Til móts við íbúa I bókun sem samþykkt var með atkvæðum meirihluta Reykjavíkur- lista í skipulags- og umferðarnefnd gegn atkvæðum minnihluta Sjálf- stæðisflokks í nefndinni, er áhersla lögð á að tengibraut sem gert er ráð fyrir frá gatnamótum Reykja- nesbrautar og Stekkjarbakka verði gerð um leið og mislægu gatnamót- in og þá verði lokað aðkomu beint frá Stekkjarbakka að deiliskipu- lagssvæðinu. Tekið er fram að verulega hafi verið komið til móts við íbúa í næsta nágrenni, m.a. með samráði á ótal fundum. Öflug mótmæli I bókun Sjálfstæðisflokks segir að með hliðsjón af öflugum og rök- studdum mótmælum þeirra sem búa í nágrenni við Norður- Mjódd/Stekkjarbakka greiði full- trúarnir atkvæði gegn deiliskipu- lagstillögunni. Nauðsynlegt sé að hafa samráð við íbúana til þess að samkomulag og sátt geti ríkt um svæðið í næsta nágrenni við gróið íbúðahverfí. Reykjavík og Kópavogur Samið um land í Fossvogi BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti sam- komulag, sem borgarstjóri fyrir hönd borgarinnar og bæjarstjóri Kópavogs fyrir hönd bæjarins hafa undirritað um afnot af tveimur landspild- um í Fossvogsdal. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Reykjavík láti Kópa- vogi í té 5.292 fermetra land- spildu úr lögsögu borgarinnar til leigu í Fossvogsdal en án endurgjalds, sem Kópavogur mun ráðstafa til afnota fyrir Handknattleiksfélag Kópa- vogs. Jafnframt mun Kópavogur láta borginni í té 9 þús. fer- metra landspildu í lögsögu Kópavogs til ráðstöfunar til afnota fyrir Knattspyrnufé- lagið Víking. Landið er leigt borginni en án endurgjalds. Bæjai-yfirvöld og Reykja- víkurborg munu sameiginlega auglýsa breytingu á aðal- skipulagi kaupstaðanna þannig að umrædd lönd verði framvegis sýnd til sérstakra nota. Afhenti trúnaðarbréf HELGI Ágústsson, sendi- herra, afhenti 15. apn'l sl. hennar hátign Margréti Þór- hildi II. Danadrottningu trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.