Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞJONUSTA/FRETTIR FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 65 i Opið mán.-fímmtud. kl. 8.15-22, föst. kl. 8.15-19. Laugd. 9- 17. Sunnud. kl. 11-17. Handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615.______ LISTASAFN ÁRNESINGA^ Tryggvagötu 23, Selfossi: Qpið eftir samkomulagi. S. 482-2703._________ USTASAFN EINARS JÓNSSONAR: llöggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17.______________________ LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið- sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið- vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgali.is_________________________ LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12-18 nema mánud. ________________________ LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Tekið á móti gestum skv. samkomulagi. Upplýsingar í sima 553-2906. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Sími 563-2530.______ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17.___________________________ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með miryagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is._________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð- ina v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eítir sam- komulagi. S. 567-9009.__________________ MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ISLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma 422-7253.______________ MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 58 er lokað í vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. ÍÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið framvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahóp- ar og bekkjardeildir skóla haft samband við safnvörð í síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali.______________________________________ MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tíma cftir samkomulagi.___________________ NÁTTIÍRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._ NÁTTIJRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16.____________________________________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis opið samkvæmt samkomulagi.____________________ NÖRRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÓS'UOG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- fírði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555- _ 4321._________________________________________ SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16. ____________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam- komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242, bréfs. 565-4251._____________________________ SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-17. S. 581-4677 __________________________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Höpar skv. samkl. Uppl. is: 483-1165,483-1443._________________ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR: liandritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til 14. maí.______________________________________ STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið aila daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Sími 431-5566._________ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, Garðinum: Opið um helgar frá kl. 13-16.______ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema _ mánudagakl. 11-17.____________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu- daga kl, 10-19. Laugard. 10-15.______________ ílSTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14— 18. Lokað mánudaga. ____________________ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokað í vetur nema eftir samkomulagi. Sími 462-2983._______ NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- arfrákl. 11-17.______________________________ ORÐ DAGSINS Reykjavik simi 551-0000.________________________ Akareyri s. 462-1840.___________________________ SUNDSTAÐIR __________________ SUNDSTAÐIR 1 REYK.IAVÍK: Sundhöllin cr opin v.d. kl, 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl, 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, hclgar kl. 8-20.30. kjalarneslaug opin mán. og fimmí. kl. 11-15. þri,, ntið. og föstud. ki. 17-21.____________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-föst. 7-21. Laugd. og sud. 8-18. Sölu hætt hálftima fyrir iokun.___ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftlma fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Ilafnarljarðar: Mád,- föst, 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 8-12.__________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.30- 7.46 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNÍTlAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Slmi 426-7655.____ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18._________________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 0-16._____ SUNDLÁUGIN ( GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532..___ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30.______ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. ki. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVIST ARSVÆÐI FJÖLSKYLDU- OG HOSDVRAGARDURINN er opinn alla daga kl. 10-17, lokað á miðvikudögum. Kafllhúsið opið á sama tíma. Sími 5757-800.____________________ SORPA___________________________________________ SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sæv- arhöfði opnar kl. 8-10.30 virka daga. Uppl.sími 620-2205. --------------------------- Opið hús í Hússtjórnar- skölanum OPIÐ hús verður í Hússtjórnar- skólanum í Reykjavík, Sólvallagötu 12, laugardaginn 17. apríl kl. 13.30-17. Sýning verður á handavinnu nemenda og kynning á starfsemi skólans. Selt verður kaffi og kökur. Ráðstefna um skipulags mál höfuðborgarinnar REYKJAVÍKURLISTINN boðar til opinnar ráðstefnu um skipulags- mál höfuðborgarinnar laugardaginn 17. apríl kl. 13-16.30. Ráðstefnan ber yfirskriftina Byggðastefna í borg og verður haldin í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni. í fréttatilkynningu segir: „Eins og kunnugt er hefur töluverð um- ræða átt sér stað undanfarin miss- eri en þó einkum síðustu vikur og mánuði um skipulagsmál í höfuð- borginni. Vinna við svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt er í fullum gangi og sömuleiðis vinna við þróunaráætlun fyrir miðborg- ina. Einnfremur mun endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur hefjast á þessu ári. Töluverð umræða hef- ur átt sér stað um þéttingu byggð- ar, framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur og verið til umfjöllunar og sýnist sitt hverjum eins og gefur að skilja. Með ráðstefriunni Byggðastefna í borg vili Reykjavíkurlistinn leiða saman ólík viðhorf í skipulagsmál- um og hvetja til málefnalegra skoð- anaskipta þannig að vel sé búið í haginn fyr-ir þá stefnumörkun sem ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns íslands hefur nýlega sent út spurningaskrána Þegar rafmagnið kom, í samvinnu við Rafmagnsveit- ur ríkisins. í skránni er m.a. spurt um heimarafstöðvar, komu sam- veiturafmagns, línulagnir, sam- skipti við rafmagnsmenn, raf- magnsnotkun og áhrif rafmagnsins á daglegt líf í árdaga þess. Fyrir- hugað er að önnur skrá um þetta efni verði send út í haust þar sem meira verður spurt um einstök raf- magnstæki og áhrif þeirra, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðminja- safni Islands. Ennfremur segir: „Þjóðhátta- deild hefur einnig sent út auka- spurningar um svipi látinna manna. Þeir sem hafa orðið varir við slíkt eru beðnir um að lýsa þeirri reynslu, t.d. hvernig sýnin birtist og hvarf við hvaða aðstæður og hvern- ig fyrirbærið hegðaði sér. Rétt er að taka það fram að til framundan er í skipulagsmálum Reykjavíkur. í þeim efnum skiptir máli að vel takist til, bæði í þágu borgarbúa sjálfra en eins fyrir landsmenn alla sem eiga Reykjavík fyrir höfuðborg. Framsögumenn verða: Sigfús Jónsson, ráðgjafí og landfræðingur, Sigurður Guðmundsson, forstöðu- maður byggðarþróunai-mála Þjóð- hagsstofnunar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfullti-úi, Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, Gestur Ólafsson, arkitekt og skipu- lagsfræðingur, Þorvaldur S. Þor- valdsson, skipuiagsstjóri Reykja- víkur, Trausti Baldursson, sviðs- stjóri vistfræðisviðs Náttúruvernd- ar ríkisins, Trausti Valsson, skipu- Jagsfræðingur og dósent, Háskóia Islands, Helgi Hjöi-var, borgarfull- trúi, Álfheiður Ingadóttir, líffræð- ingur, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Ráðstefnustjóri er Sigi’ún Magn- úsdóttir, formaður borgarstjónar- fiokks Reykjavíkurlistans. Öllum er heimill aðgangur að ráð- stefnunni. þess að svara ofangreindum skrám er engan veginn nauðsynlegt að vera af eldri kynslóðinni. Margt fólk um miðjan aldur man eftir raf- magnsleysi, heimarafstöðvum og komu samveiturafmagns. Og skyggni fer ekki eftir aldri. Þeir sem kynnu að vera fróðir um þessi efni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands. Jafnframt er alltaf þörf fyrir fólk sem er reiðubúið að vera á skrá hjá deild- inni og svara regiulega spurningum um ýmislegt varðandi daglegt líf fyrr og síðar en þjóðháttadeild sendir frá sér 2-4 spurningaskrár á ári um persónulega reynslu fólks af vinnubrögðum, siðum og þjóðhátt- um ýmiss konar. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands er nú flutt að Lyngási 7,210 Garðabæ. Netfang natmus@natm- us.is. Heimasíða Þjóðminjasafns ís- lands er á slóðinni www.natmus.is." Viðurkenning fyrir Varðeld HALLDÓR Blöndal samgöngu- í áðherra afhenti á þriðjudag Þorbirni Á. Friðrikssyni viður- kenningu fyrir hönnun og smíði á sjálfvirkum sleppibúnaði fyrir gúmmíbjörgunarbáta. Búnaður- inn, sem kallast Varðeldur, vai-p- ar björgunarbátum fyrir borð af spyrnu sem knúin er sérstökum sprengiefnum og er ræst. með rafboði. Myndin sýnir samgöngu- ráðherra afhenda Þorbirni viður- kenninguna. Staða samkyn- hneigðra í þjóð- kirkju Islands GUÐFRÆÐINEMAR og samkyn- hneigðir stúdentar boða til fræðslu- fundar um stöðu samkynhneigðra í þjóðkirkju Isiands í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands, fóstudaginn 16. apríl kl. 12.05-13. Þau sem til máls taka eru: Ragn- heiður Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi biskupsstofu, dr. Ai-nfríður Guð- munsdóttir, kennari í siðfræði við HÍ, Elísabet Þorgeirsdóttir, rit- stjóri, Felix Bergsson, leikari og Þórhallur Vilhjálmsson, markaðs- fræðingur. _ „Biskup íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, mun taka við undir- skriftalistum guðfræðinema þar sem þeir hvetja þjóðkirkjuna til aukinnar fræðslu og skýrari afstöðu í málefnum samkynhneigðra innan þjóðkirkjunnar. Fundurinn er öllum opinn og verða umræður á eftir. Er miðlægi gagnagrunnur- inn þjóðþrifamál? DR. SKÚLI Sigurðsson flytur er- indi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki föstudaginn 16. apríl kl. 12.10-13. Erindið nefnist: Er miðlægi gagnagi’unnurinn þjóð- þrifamál? og verður fluttur í stofu 101 í Lögbergi. Dr. Skúli Sigurðsson er vísinda- sagnfræðingur og leggur einnig stund á rannsöknir í tæknisögu. Hann lauk doktorsprófí í vísinda- sögu frá Hai’vard-háskóla í Cambridge, Mass. áríð 1991. Hann hefur verið gestaprófessor í Ham- borg og Vínarborg, unnið við Max Pianck stofnunina í vísindasögu í Berlín og m.a. verið Alexander von Humboldt styrkþegi. Áhugafólk um heimspeki er vel- komið. Erindi um al- þjóðleg og inn- lend mál Kúbu VINÁTTUFÉLAG íslands og Kúbu stendur fyrir opnum fundi laugardaginn 17. apríl kl. 14 í sal Félags bókagerðarmanna, Hverfís- götu 21, Reykjavík. Ricardo Rodriguez, varaforseti Vináttustofnunar þjóðanna á Kúbu, heldur þar erindi um alþjóðleg og innlend mál sem eru ofarlega á baugi í Kúbu í dag og varða fleiri en íbúa Kúbu, segir í fréttatilkynningu. Hann svarar einnig fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Þegar rafmagnið kom MYNDIN var tekin á fundi ferðaþjónustuaðila og atvinnu- og ferðamálanefndar Snæfellsbæjar sem haldinn var í félagsheimilinu Klifi í Óiafsvík. Fremst á myndinni sitja nefndarmenn atvinnu- og ferðamálanefndar: F.v. Jóhannes Óiafsson, Guðmunda Wium, Guðrún G. Bergmann og Sævar Hansson. Ferðamálastefna Snæfellsbæjar BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi þann 29. mars sl. ferðamálastefnu Snæfellsbæjar fyrir árin 1999-2005. „Ferðamálastefna var unnin af atvinnu- og ferðamálanefnd Snæ- fellsbæjar en grunnur hennar er byggður á skýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu á Vesturlandi sem nefnist „Byggðir milli jökla“. Ferða- málafræðingarnir Bjarnheiður Hallsdóttir og Sigríður Þrúður Stef- ánsdóttir unnu þá skýrslu að frum- kvæði Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi. Þegar atvinnu- og ferðamála- nefnd hafði unnið drög að ferða- málastefnunni var hún kynnt fyrir aðilum í ferðaþjónustu í Snæfellsbæ og leitað eftii- tillögum frá þeim við endanlegan frágang hennar. Flestir ferðaþjónustuaðilar bæjarfélagsins sóttu fundinn og tóku virkan þátt í umræðu um ferðamálastefnuna sem síðan var lögð fyrir bæjarstjórn Snæfellsbæjar sem samþykkti hana samhljóða. Þetta er í fyrsta skipti sem unnið verður samkvæmt skipu- lagðri stefnu að ferðamálum í Snæ- fellsbæ. Samkvæmt ferðamálastefnunni kemur ímynd Snæfellsbæjar til með að verða kynnt með slagorðunum „þar sem Jökulinn ber við loft“ en Snæfellsjökull er í hjarta bæjarfé- lagsins og segja má að það liggi við fótskör hans. Með þessari ímynd er dregin athygli að því að Snæfells- jökull, sem sést svo víða að og hefur alla tíð verið sveipaður dulúð og lað- að til sín ferðamenn, er í bæjarfé- iagi sem býður upp á margvíslega þjónustu. Pakkhúsið í Ólafsvík verður aðal- upplýsingamiðstöð ferðamála í Snæfellsbæ og mun sjá um að dreifa kynningarefni utn ferðaþjón- ustu og afþreyingu í bæjarfélaginu um allt land og veita ferðamönnum sem þangað leita margvíslegar upp- lýsingar," segir í fréttatilkynningu. Lifandi tónlist á Kringlukránni LIFANDI tónlistarflutningur er alla virka daga og um helgar á Kringiukránni. Um helgina, fóstudags- og laug- ardagskvöld, leikur hljómsveitin Léttir sprettir og í Leikstofu leikur Viðar Jónsson. Á sunnudagskvöld leika síðan þeir Geir Gunnlaugsson og Rúnar Þór Guðmundsson létta og skemmtiiega tónlist til kl. 1. Lýst eftir stol- inni bifreið LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Ford Fiesta, árgerð 1997, svartri að lit, sem stolið var milli klukkan 21 og 24 bak við Hótel Island miðvikudagskvöld- ið 14. apríl. Skráningarnúmer bif- reiðarinnar er SK-384. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um bifreið- ina snúi sér til lögreglunnar í Reykjavík. Tímaritið Lífíð sjálft ársgamalt TÍMARITIÐ Lífið sjálft heldur upp á eins árs afmæli með nýjasta tölu- blaði sínu. Alls hafa komið út sex tölublöð frá því útgáfa hófst hinn 1. maí 1998. Efni blaðsins hefur verið tengt nýjum viðhorfum til manns og nátt- úru. Ritstjóri tímaritsins er Guðrún G. Bergmann. Útgefandi er Leiðar- ljós ehf. á Hellnum og tímaritið er prentað í Ólafsvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.