Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sverrir „ÞAÐ MA segja, að Judith hafi komið, leikið og sigrað með túlkun sinni á þessari töfrandi fögru tónsmið, er leiðir hugann að ísköstulum, búálfum og öðru ævintýralegu. Leikur hennar var yfirvegaður, agaður og skemmtilega rytmískur, og tónninn þýður sem silki,“ segir meðal annars í dómnum. Leiðslutónmenntir Gleði og sorg í lífi Kalla TOJVLIST II á s k ó I a b f 6 SINFÓNIUTÓNLEIKAR Atli Heirair Sveinsson: Svíta úr Viki- vaka; Prokofíev: Fiðlukonsert nr. 1. Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 10. Signý Sæmundsdóttir sópran; Judith Ing- ólfsson-Ketilsdóttir, fiðla; Sinfónfu- hljómsveit Islands u. stj. Petris Sak- aris. Firamtudaginn 15. april kl. 20. SVITA úr Vikivaka, sjónvarps- óperu Atla Heimis Sveinssonar við líbrettó Thors Vilhjálmssonar upp úr samnefndri skáldssögu Gunnars Gunnarssonar, var fyrsta atriðið á fjölsóttum tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar ísiands í gulu dag- skrárröðinni í Háskólabíói í gær. Óperan var samin eftir pöntun frá norrænum sjónvarpsstöðvum og send út um öll Norðurlönd vorið 1990 í flutningi Dönsku útvarps- hljómsveitarinnar undir stjórn sama stjómanda og nú hélt utan um frumflutning svítugerðar verksins, Petris Sakaris. Svítuna mætti e.t.v. kalla eins- konar leiðslutónmenntir. Mikið slagverk var áberandi nánast út í gegn og var það, ásamt hálf-ringul- reiðarkenndum hljómsveitarsatzi með mikið af óreglulegum lúðra- tuðum og ólgandi strengjasveit, framan af nokkuð áhrifamikið. En fyrir ekki fjölbreyttari efnivið en hér gat að heyra reyndust 23 mín- útur óleiðslugjömum hlustanda heldur ríflegur skammtur, enda fór verkið nokkuð fljótt að verða lang- dregið. Hefði að smekk undirritaðs vel mátt koma meginpunktinum til skila á helmingi styttri tíma, eða a.m.k. hvað varðar fyrri hlutann fram að innkomu völvunnar í lík- amningi Signýjar Sæmundsdóttur, að hverri athyglin beindist mest á síðustu 7 mínútum verksins. Signý fór frábæriega með sitt hlutverk, þótt væri að hluta á mörkum hins syngjanlega í hefðbundnum skiln- ingi, og hljómsveitin lagði sig alla fram undir naskri stjórn Petris. Fiðlukonsert Prokofievs var saminn 1914, sama ár og „prímítí- víska“ Skýþíska hljómsveitarsvítan hans (öðru nafni Ala og Lolly), þótt furðulegt megi kalla, enda harla lít- ið skylt með andblæ beggja verka, þar sem svítan er hranaleg og krassandi að áferð, en fíðlukonsert- inn aftur á móti nánast rómantísk- ur, ljóðrænn og kliðmjúkur, þótt hann geri engu að síður verulegar kröfur til bæði hljómsveitar og ein- leikara. Konsertinn hefur verið fluttur hér nokkrum sinnum fyrr; síðast 1989, þegar bandaríski undrasveinninn Joshua Bell lék einleikshlutverkið undir hljóm- sveitarstjóm Petris. í gærkvöld var Judith Ingólfsson-Ketilsdóttir sólisti, og hljóðfæri hennar meðal sjaldheyrðari dvergasmíða hér- lendis - meira en 300 ára gömul Stradivariusarfiðla úr búi Josephs Gingolds, sem Judith ávann sér fjögurra ára ráðstöfunarrétt yfír, eftir að hafa sigrað í einleikskeppni í Indianapolis í fyrra. Það má segja, að Judith hafí komið, leikið og sigrað með túlkun sinni á þessari töfrandi fogru tón- smíð, er ieiðir hugann að ísköstul- um, búálfum og öðru ævintýralegu. Leikur hennar var yfirvegaður, ag- aður og skemmtilega rytmískur, og tónninn þýður sem silki. Samleikur sólista og hljómsveitar er afar þéttslunginn í þessu verki, og heppnaðist víðast hvar vel með ágætum. I aukanúmerinu, Ballöðu eftir Isaye, fór Judith hreint á kostum, og var ljóst, að mikils má af henni vænta, þó að hinn litli en afgerandi herzlumunur snilling- sneistans virðist enn nokkru hand- an við homið. 10. sinfónía Dmítrís Sjosta- kovitsjar frá 1953 var flutt eftir hlé. Hún kvað hafa verið leikin hér síð- ast 1995 undir stjóm Sanderlings, en þar áður stjómuðu henni Shipway 1986 og Bohdan Wodiczko 1975. Eitthvað hefur til sjávar mnnið frá því er þetta mikla meist- arastykki, sem nú er talið að flestra áliti, var afgreitt í þýzkum tónleika- leiðarvísi frá 1969 sem „vandamála- laust og tónelskt verk“, enda hafa í millitíðinni opnazt heimildir sem ekki vom áður tiltækar um erfið- Ieika Sjostakovitsjar og beinlínis lífsháska heima í sæluríki sovétsós- íalismans, þ. á m. í ævisögulegri „erfðaskrá“ tónskáldsins í ritun Volkovs vinai’ hans sem út kom fyr- ir um 20 ámm. Þykir nú ljóst vera, að tónskáldið hafí í 10. sinfóníunni minnzt félaga Stalíns, er dó fyrr á tilurðarári verksins, en öldungis ekki á þann hátt sem einræðisherr- ann ætlaðist sjálfur til, heldur svo að hlustandanum renni kalt vatn milli skinns og hömnds. Það þarf ekki að fara í grafgötur með hvemig fór, þegar Petri og hljómsveitin tóku til óspilltra mál- anna að hléi loknu. Hér tókst að laða fram alla þá dulúð, ógn, tryll- ing og angist sem sveipar þetta magnaða verk með sannkölluðum glæsibrag. Hljómsveitin skilaði jafnt eitilhvassri hrynskerpu sem flosmjúkri mýkt, og dýnamísk mót- un Petris bar öll merki þess hvað hann er vel heima í finnsk-rúss- nesku hljómsveitarhefðinni. Þetta var flutningur sem rambaði á barmi hins göldrótta. Ríkarður Ö. Pálsson KVIKMYNPIR S a in híói n JACK FROST irk'k Leikstj: Troy Miller. Handrit: Mare Steven Johnson og Steven Bloom. Leikarar: Michael Keaton, Kelly Preston, Marc Addy og Joseph Cross. Warner 1998. KALLI saknar oft pabba síns sem er hljómsveitargæi og hefur lítinn tíma fyrir fjölskylduna. Lengi eftir að pabbinn deyr í bílslysi er Kalli fiúll út í hann, og það er ekki fyrr en snjókarlinn í garðinum lifnar við að Kalla tekst að fyrirgefa pabba sínum fyrir að hafa farið frá sér. Mér finnst hugmyndin að hand- ritinu mjög falleg og mikið gleðiefni að gerðar séu kvikmyndir fyrir böm og unglinga sem tala beint út frá þeirra tilfmningum. Það hlýtur að vera alveg óskiljanlegt fyrir bam að missa foreldri, og mikil átök að takast á við tilfinningamar samfara því. Þetta kemst ágætlega til skila í þessari mynd, og það er sniðugt BÓKAVARÐAN, verslun með bæk- ur á öllum aldri, efnir til bókaupp- boðs á morgun, laugardag, í Kom- hlöðunni, Bankastræti, á efri hæð, er hefst kl. 15. Boðnar verða upp mörg hundrað íslenskar og erlendar bækur í öllum greinum fræða, vísinda, fagurfræða og skáldskapar. Af stökum verkum má m.a. nefna ættartölur Stranda- manna eftir séra Jón Guðnason, löngu uppselt verk; Læknablaðið frá upphafi; menningartímaritið Landnemann; framútgáfur eftir Laxness og Stein Steinarr; mikinn hvernig Kalli notar sér gamlar minningar um fóður sinn til að hverfa inn í ímyndaðan heim og takast þannig á við vandamálið. Eg býst ekki við að böm skilji al- veg hvert verið er að fara og sjá hinn ímyndaða heim sem bókstaf- legan, en það er öragglega ætlunin og stendur fullkomlega fyrir sínu. I handritinu hefðu samt á stundum mátt vera skýrari mörk milli heima. Eða þá tilvísanir hvors í annan. Þótt efniviður myndarinnar sé háalvarlegur, er hún húmorsrík og mikill ævintýrablær yfir henni allri, í bland við hversdagslegt líf barn- anna sem gerir hana skemmtilega og aðgengilega. Leikararnir eru allir hinu fínustu. Michael Keaton og Kelly Preston era æðisleg og frábær mamma og pabbi. Marc Addy (þessi þybbni úr Full Monty) er kumpánalegi félag- inn og Joseph Cross stendur sig stórvel í hlutverki Kalla sem þarf að takast á við bæði mikla sorg og gleði í þessai fallegu fjölskyldu- mynd. fjölda fágætra smárita; fjöldi er- lendra sjaldfenginna bóka, t.d. um listir, kommúnisma, guðfræði, göm- ul leikrit eftir Shakespeare, allar frumútgáfur Einars Benediktsson- ar skálds, fjöldi íslenskra ljóðabóka, gömul ádeilurit frá fyrri tíð, fræðirit í íslenskum fræðum, sögu, blönduð- um fagbókmenntum, auk fram- handrits Benedikts Gröndals að leikriti, sem skrifað var í Louvain 1856. Bækumar og ritin verða sýnd hjá Bókavörðunni, Vesturgötu 17, í dag, föstudag, kl. 13-18. 75. sýning á Manni í mislitum sokkum LEIKRITIÐ Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman hefur verið sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins frá liðnu hausti. í kvöld, föstudag, verður sjötugasta og fimmta sýning á verkinu. Leikaraskipti hafa orðið í sýningunni frá frumsýningu, Erlingur Gíslason hefur tekið við hlutverki Gunnars Eyjólfs- sonar, þau kvöld sem Gunnar leikur í Sjálfstæðu fólki á Stóra sviðinu og Tinna Gunnlaugs- dóttir hefur tekið við hlutverki Guðrúnar S. Gísladóttur. Aðrir leikendur eru Þóra Friðriks- dóttir, Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Stephensen, Helga Bach- mann, Arni Tryggvason og Ólafur Darri Ólafsson. Lýsingu hannar Ásmundur Karlsson. Höfundur leikmyndar og bún- inga er Hlín Gunnarsdóttir. Sigurður Sigurjónsson leikstýr- ir. Hildur Loftsdóttir Bókauppboð Bókavörðunnar Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 16:00, miðvikudaginn 21. apríl. Sími: 569 1111 • Bréfsími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is IÓUMfi motm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.