Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 38

Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA Berta Bernburg og Grétar Ali Khan eru ungt par á uppleið og náðu þau mjög góðum árangri. HILMIR Jensson og Ragnheiður Eiríks- dóttir unnu til 6. verðlauna í Quickstep 12-15 ára og fóru í undanúrslit í jive. FRIÐRIK Árnason og Sandra Júlía Berg- burg lentu í undanúrslituni í ballroom og enskum valsi. JÓNATAN Arnar Örlygsson og Hólm- fríður Björnsdóttir lentu í undanúrslitum í latín, vínarvölsum og ballroom. : : : Islenzkir dansarar gera ]>að gott í Blackpool GUNNAR Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir sigurvegarar í jive (12-15 ára). ÐANS Itlackpool Englandi Heimsmeistarakeppni barna og unglinga ÞAÐ er næstum jafnöraggt að ís- lenzkir dansarar halda í víking til Blackpool um hverja páska eins og að á eftir vori komi sumar. Svo var einnig að þessu sinni. Stór hópur íslendinga hélt utan laugardaginn fyrir páska og var ferðinni heitið til Blackpool á Englandi til að taka þátt í einni sterkustu og virtustu danskeppni sem haldin er fyrir börn og unglinga. Sumir hafa kallað þessa keppni „óopinbera heims- meistarakeppni" fyrir börn og ung- linga. Ekki er ég viss um að það sé réttnefni á þessari annars mjög sterku keppni. Eitt af því sem veik- ir keppnina er það að einungis brezkir dómarar dæma keppnina og því er hætta á því að dómgæslan verði helzt til einsleit. Eins tel ég aldursskiptingu ekki nógu réttláta, mér fínnst ekki rétt að 12 ára börn keppi við 15 ára unglinga, það er ekki keppni á jafnréttisgrundvelli. Að sögn Auðar Haraldsdóttur danskennara var keppnin skemmti- leg og gekk Islendingunum mjög vel að venju. Keppnin í Blackpool er nokkuð löng, því hún tekur heila viku. Flestir era þó sammála um að þessi vika sé mjög skemmtileg en jafn- framt mjög erfíð. Keppendur keppa 6 daga í röð í misstórri keppni. Hér á eftir fylgir úttekt á keppnisvik- unni í Blackpool og hverjum degi fyrir sig gerð skil. Mánudagur Þennan fyrsta keppnisdag keppti flokkur 12 óra og yngri í cha, cha, cha. Til leiks voru skráð 80 pör, þar af 9 íslenzk. Sex þeirra komust áfram í aðra umferð og fjögur í þá þriðju sem var úrslit 29 para. Það voru Arnar Georgsson og Tinna Rut, Friðrik Arnason og Sandra Júlía Bernburg, Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir og Þorleifur Einars- son og Asta Bjarnadóttir, en þau síðastnefndu komust í undanúrslit 16 para. Hópur 12-15 ára keppti í vínar- valsi. Skráð til leiks voru 139 pör þar af 15 frá íslandi. Öll íslenzku pörin komust áfram í aðra umferð, 8 þeirra fóra í þriðju umferð, sem var úrslit 45 para. Tvö pör náðu þeim góða árangri að komast í 24 para úrslit, þau Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir en þau síðarnefndu komust alla leið í úrslit og unnu til 6. verðlauna. Þriðjudagur Fyrri „stóri“ dagur yngri kepp- endanna var á þriðjudeginum en þá átti flokkur 12 ára og yngri að keppa í hinum sígildu samkvæmis- dönsum. Af þeim níu íslenzku pör- um sem skráð vora til leiks fóra sjö áfram í aðra umferð. í 25 para úr- slit komust þrjú íslenzk pör þau: Þorleifur Einarsson og Asta Bjarnadóttir, Friðrik Ámason og Sandra Júlía Bernburg og Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir. Tvö síðarnefndu pör- in náðu þeim frækilega árangri að komast í undanúrslit 13 para. A þriðjudeginum var boðið uppá keppni fyrir 12-13 ára keppendur og dönsuðu þeir cha,eha,cha og rúmbu. Vora 53 pör skráð til leiks þar af 4 pör frá Islandi. Öll fóra ís- lenzku pörin áfram í aðra umferð og tvö komust í undanúrslit 13 para, Davíð Gill Jónsson og Hall- dóra Sif Halldórsdóttir og Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir. Það er ekki frá að vonir stóðu til að bæði þessi pör færa í úrslit en það gekk því miður ekki eftir. Einnig var boðið uppá keppni fyrir aldursflokkinn 12-15 ára og var keppt í sömbu. Til leiks vora skráð 156 pör þar af 15 íslenzk. Tólf þeirra fóru áfram í aðra umferð og þrjú í þá þriðju. Islenzku pörin þrjú gerðu sér lítið fyrir og fóru öll áfram í 24 para úrslit. Þetta vora Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sig- rún Ýr Magnúsdóttir, Hilmir Jens- son og Ragnheiður Eiríksdóttir og Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg. Miðvikudagur Yngri flokkurinn keppti einungis í jive og af íslenzku pörunum níu komust fímm áfram í aðra umferð. I 25 para úrslit komust 2 pör þau Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg og Jónatan Arnar Ör- lygsson og Hólmfríður Björnsdótt- ir. Fyrri „stóri“ dagur eldri kepp- enda var á miðvikudeginum og kepptu þeir í sígildum samkvæmis- dönsum. Skráð til leiks voru 159 pör og 11 íslenzk pör fóru áfram í aðra umferð. I þá þriðju fóru tvö pör og í 24 para úrslit komust Hilmir Jensson og Ragnheiður Ei- ríksdóttir sem dönsuðu firnavel þennan dag. Fimmtudagur Vínarvals var dans yngri hópsins á fimmtudeginum og af 78 skráðum pörum voru sem fyrr 9 frá Islandi. Átta af þeim komust í aðra umferð og 5 í 25 para úrslit, þau Ai-nar Ge- orgsson og Tinna Rut, Baldur Kári Eyjólfssop og Erna Halldórsdóttir, Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg, Þorieifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir og Jónatan Ai’n- ar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir en þau síðastnefndu komust í undanúrslit með glæsi- brag. Seinni „stóri" dagur eldri kepp- endanna var á fimmtudeginum og var þá keppt í suður-amerískum dönsum. Alls vora skráð 173 pör til leiks, þar af 15 íslenzk. Átta þeirra komust áfram í aðra umferð og þrjú í þá þriðju. I 25 para úrslit komust Hilmir Jensson og Ragn- heiður Eiríksdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir en þau síðarnefndu komust alla leið í undanúrslit sem verður að teljast góður árangur í þetta sterkri keppni. Föstudagur Á fóstudeginum var seinni „stóri“ dagur unga fólksins og var keppt í suður-amerískum dönsum. Sex íslenzk pör fóra áfram í aðra umferð og í 24 para úrslit komust Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir. Jónatan Arnar Ör- lygsson og Hólmfríður Björnsdóttir fóru í undanúrslit 12 para, öragg- lega ekki langt frá því að komast í úrslit. Jive var dans 12-15 ára hópsins og komust 12 íslenzk pör áfram í aðra umferð. I þá þriðju fóra þrjú pör. Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigi-ún Ýr Magnús- dóttir náðu þeim glæsilega árangri að komast í undanúrslit 12 para og Gunnar og Sigrún gerðu sér lítið fyi’ir og komust í úrslit og stóðu uppi sem sigurvegarar. Þessi ár- angur þeirra er mjög glæsilegur og áttu þau gullverðlaunin fyllilega skilin að sögn viðstaddra. Laugardagur Yngri hópurinn keppti í enskum valsi þennan síðasta keppnisdag að þessu sinni. Sjö pör fóru áfram í aðra umferð og í 24 para úrslit fóru Ásgrímur Geh’ Logason og Bryndís María Björnsdóttir, Arnar Georgs- son og Tinna Rut, Baldur Kári Eyj- ólfsson og Erna Halldórsdóttir, Jónatan Arnar Örlygsson og Hólm- fríður Björnsdóttir. I undanúrslit fóru Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg og dönsuðu þau mjög vel og er þetta einn bezti ár- angur þeiraa í keppni á erlendri grundu. í flokki 12-13 ára var boðið uppá keppni í foxtrott og tangó og komust 3 íslensku paranna í aðra umferð og eitt komst í undanúrslit, þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir. Hópur 12-15 ára keppti einungis í einum dansi þennan síðasta keppnisdag og var keppt í quickstep. Fjórtan pör fóru áfram í aðra umferð og í 23 para úrslit fóra Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg. Gunnar Hrafn Gunnars- son og Sigrún Ýr Magnúsdóttir fóra í undanúi-slit 12 para og Hilm- ir Jensson og Ragnheiður Eiríks- dóttir náðu þeim frækilega árangi'i að komast í úrslit og vinna til 6. verðlauna. ■ Landakeppni Ávallt er boðið uppá landa- keppni í Blackpool og var það einnig svo að þessu sinni. Á þriðju- deginum fór fram landakeppni fyr- ir 12-15 ára. Það er skemmst frá því að segja að íslenzka liðið vann , til þriðju verðlauna á eftir Bretum og Slóvenum. í hverju liði eru fjög- ur pör, tvö pör sem dansa suður- ! ameríska dansa og tvö pör sem dansa sígilda samkvæmisdansa. Það má segja að sjaldan hafi verið almenn ánægja með val í liðið til að taka þátt í landakeppninni frá því að við tókum þátt í henni í fyrsta sinn. Þó svo nokkuð vel hafi gengið hjá liðinu í þetta sinn, tel ég að lið- ið hefði getað verið sterkara. Eg , tek það skýrt fram að hér er ég ekki að lasta þau danspör sem í lið- inu voru, en mér finnst ekki eðli- legt að gengið sé framhjá pari sem keppir fyrir Islands hönd á heims-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.