Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 36

Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ BÓKASALA í mars RQð Titill/ Hðfundur/ Útgefandi 1 Sálmabók íslensku kirkjunnar/ Róbert a. ottósson vaidi lögin/ Skáihott 2 íslensk orðabók/ Ritstj. Árni Böðvarsson/ Mál og menning 3 Ensk-íslensk skólaorðabók/ Jón Skaptason/ Mál og menning 4 Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 5 Lítill leiðarvísir um lífið/ H. Jackson Brown/ Forlagið 6 Goðsagnir heimsins/ Ritstj. Dr. Roy Willis/ Mál og menning 7 Heimsatlas/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/ Mál og menning 8-9 Amazing lceland-ýmis tungumál/ Helgi Guðmundsson/Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið 8-9 Listin að lifa/ Nils Simonsson og Karen Glente söfnuðu efni/ Forlagið 10 Ensk-ensk orðabók m. ísl. lykilorðum/ Geir Svansson þýddi/ Mál og menning Einstakir fiokkar: ÍSLENSK QG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Sjálfstætt fólk/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell 2 Uppvöxtur litla trés/ Forrest Carter/ Mál og menning 3 Bjargið baminu/ Margaret Watson/ Ásútgáfan 4 Þar sem djöflaeyjan rís/ Einar Kárason/ Mál og menning 5 Vita Brevis/ Jostein Gaarder/ Mál og menning 6-7 Skuggar í grasi/ Karen Blixen/ Mál og menning 6- 7 Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar/ Guðbergur Bergsson/ Foriagið 8 Engin spor/ Viktor Arnar Ingólfsson/ Mál og menning 9 Hrafnkels saga Freysgoða//vaka-Heigafeii 10 Á hjólum/ Páll Pálsson/ Forlag ÍSLENSK OG ÞÝPD LJÓÐ 1 Sálmabók íslensku kirkjunnar/ Róbert a. ottósson vaidi lögin/ skáihoit 2 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ islendingasagnaútgáfan 3 Passíusálmar/ Hallgrímur Pétursson/ Landsbókasafn islands 4 Ljóð Tómasar Guðmundssonar/ Mái og menning 5 Tuttugu Ijóð um ást og einn örvæntingarsöngur/ Pablo Neruda/ Háskólaútgáfan 6 Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin/ Hörpuútgáfan 7 Hávamál - ýmis tungumál/ / Vaka-Heigafeii 8-10 íslensk kvæði/ Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi efni/ Mál og menning 8-10 Ljóðasafn/ Steinn Steinarr/ Vaka-Helgafell 8-10 Sperðill/ Snorri Björnsson á Húsafelli/ Jóhann Pétursson ÍSLENSKAR OG ÞÝDPAR BARNA OG UNGLINGABÆKUR 1 Flikk kemur til bjargar/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 2 Snúður og Snælda á skíðum/ Probst Pierre/ Setberg 3 Snúður og Snælda í sumarleyfi/ Probst Pierre/ Setberg 4 Stafakarlarnir/ Bergljót Arnalds/ Virago 5 Anna getur það/ Margo Lundell/ Björk 6 Bangsímon hittir Kaninku/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 7- 8 TÍU kátir kettlingar/ Þórarinn Eldjárn íslenskaði/ Myndabókaútgáfan 7-8 Kíara og KÓVÚ/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 9 Augun hvarfla til og frá - Bátsferðin/ Stefán Júlíusson íslenskaði/ Setberg 10 Lína langsokkur í Suðurhöfum/ Astrid Lindgren/ Mál og menning ALMENNT EFNI OG HANPBÆKUB 1 íslensk orðabók/ Ritstj. Ámi Böðvarsson/ Mál og menning 2 Ensk-íslensk skólaorðabók/ Jón Skaptason/ Mál og menning 3 Lítill leiðarvísir um lífið/ H. Jackson Brown/ Forlagið 4 Goðsagnir heimsins/ Ritstj. Dr. Roy Willis/ Mál og menning 5 Heimsatlas/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/ Mál og menning 6-7 Amazing lceland - ýmis tungumál/ Helgi Guðmundsson/Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið 6-7 Listin að lifa/ Nils Simonsson og Karen Glente söfnuðu efni/ Forlagið 8 Ensk-ensk orðabók m. ísl. lykilorðum/ Geir Svansson þýddi/ Mál og menning 9 Biblían// Hið íslenska Biblíufélag 10 Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðab./ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútgáfan Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni______________________________________ Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta v/Hringbraut Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka I mars 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tlmablli, né kennslubækur. Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi Stjörnuspá á Netinu v^' mbl.is ALLTAf= GITTH\SA£> A/ÝT7 LISTIR KÓR Menntaskólans á Laugarvatni á æfingu. Laugvetningar syngja á Norðurlandi KÓR Menntaskólans á Laugar- vatni heldur tvenna tónleika á Norðurlandi í kvöld og á morgun. Kórinn syngur í sal Bóknáms- húss Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki í kvöld kl. 20.30. Á morgun, laug- ardag, taka Laugvetningar stefn- una á höfuðstað Norðurlands og haida þar tónleika á Gamla sal Menntaskólans á Akureyri ki. 17.00. Á efnisskránni er {jölbreytt úr- val laga eftir íslenska jafnt. sem erlenda höfunda. Stjórnandi kórsins er Hilmar Orn Agnars- son, organisti Skálholtsdóm- kirkju. SILKISLÆÐA eftir Aðalbjörgu Erlendsdóttur. Slæðudagar í Islenska hand- verkshúsinu SLÆÐUDAGAR verða í íslenska handverkshúsinu, Lækjai'götu 4, vikuna 17.-24. apríl. Þar verða handunnar silkivörur eftir Aðal- björgu Erlendsdóttur (Buddu), fatahönnuð, s.s. slæður af ýmsum stærðum og gerðum, púðar, kjóla- efni, myndir og gardínur. Opnað verður á laugardag, kl. 16, en sýningin opin á verslunartíma. --------------- Leikfélag Keflavíkur sýnir Stæltu stóðhestana LEIKFÉLAG Keflavíkur frumsýn- ir gamanleikritið Stæltu stóðhest- amir, „Ladies Night“, í kvöld kl. 21 í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17. Leikritið er eftir Stephen Sinclair og Anthony McCarten í íslenskri þýðingu Júlíusar Guðmundssonar og Omars Olafssonar, félaga í LK. Leikritið fjallar um unga drengi sem ákveða eitt kvöld, að lokinni misheppnaðri skemmtan, að snúa sér að uppbyggilegri hlutum. AJls taka 14 leikarar þátt í sýn- ingunni sem er í leikstjórn Andrés- ar Sigurvinssonar. Næstu sýningar verða sunnu- dagskvöldið 18. apríl, síðasta vetr- ardag og sumardaginn fyrsta. Sýn- ingar hefjast kl 21. Mikílleikur mannsins TOM.IST S a 1 u r I n n SAMLEIKUR Á FLAUTU OG PÍANÓ Guðrún S. Birgisdóttir og Peter Máté fluttu verk eftir Hindemith, Bartók, Martin og Prokofiev. Mið- vikudaginn 14. apríl. TÓNLEIKARÖÐ undir yfir- skriftinni Tíbrá er skipulögð af hálfu Salarins í Kópavogi og sl. miðvikudag voru það Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Pet- er Máté píanóleikari sem buðu til tónveislu Tíbrár að þessu sinni. Tónleikamir hófust á sónötu eftir Paul Hindemith, sem er samin 1936, en á þeim tíma vom stofnanir eins og Kult- urgemeinde og Reichsmusikkammer á víxl að banna og leyfa fiutning á verkum Hindemiths og 1936 hafði Göbbels ráðist sérstaklega á hann og sakað hann um að hafa svikið köllun sína sem þýskt tón- skáld. Árið 1938 flyst Hindemith frá Þýskalandi tii Sviss og til er bréf frá honum, þar sem hann segir að „tvennt er mikilvægt; góð tónlist og hrein samviska". Það er ljóst, að erfitt getur reynst að vera maður undir þvingandi ráðríki yfirvalda, en þessi persónulegu átök mátti heyra í sérlega áhrifamiklum miðþætti flautusónötunnar, er var mjög vel fluttur, svo sem reyndar öll sónatan. Annað verkið á tónleikunum var svíta af ungverskum alþýðu- lögum eftir Bela Bartók, verk sem upphaflega var samið fyrir píanó. Þar er leikið mjög fallega með ýmis blæbrigði, þótt merkja mætti, að tónmálið væri ekki upphaflega hugsað fyrir flautu. Samleikurinn var í heild mjög fallega mótaður. I efnisskrá er því haldið fram að Bela Bartók hafi fyrstur manna gert „sér mat úr þjóðlögum í tónsmíðum sín- um“, sem ekki er rétt, því jafnvel Beethoven notar króatísk þjóð- lög í „þeirri sjöttu“ og Brahms, Liszt, Dvorák, Mussorgsky og Tsjaikovskíj, svo nokkrir séu nefndir, notuðu þjóðlög í tón- verkum sínum. Ef átt er við söfnun þjóðlaga, þá áttu jafnvel Færeyingar og Islendingar að- kvæðamikla þjóðlagasafnara á 19. öldinni, löngu áður en Bartók og Kodaly tóku að safna ung- verskum þjóðlögum. Eftir hlé voru flutt tvö verk, Ballade eftir Frank Martin og flautu/fiðlusónatan fræga eftir Serge Prokofiev. Ballaðan eftir Martin er svolítið tilbúin, keppn- isverk, ætluð sem tæknisýning fyrir flautuieikara, til nota í tón- listarkeppni flautuieikara í Genf árið 1939, en var að þessu sinni aldeilis vel flutt. Hápunktur tón- leikanna var flutningur sónöt- unnar efth’ Prokofiev, þar sem leikið var með snjallar tónhend- ingar meistarans á sérlega mús- íkalskan máta. Guðrún S. Birgis- dóttir er góður flautuleikari og mótaði tónmál verkanna með sérlega skýrum dráttum og þá var ekki síður ánægjulegt að heyra samleikinn, sem var af- burðavel útfærður af Peter Máté, svo að tónleikarnir í heild voru hinir ánægjulegustu, þrátt fyrir fáa hlustendur. Það er nokkurt umhugsunar- efni þeim sem láta sig varða framgang listar, að þrír að fjór- um höfundum á þessum tónleik- um þurftu að þola ofríki og árás- ir yfirvalda vegna viðhorfa til listsköpunar, en þeim tókst, þrátt fyrir þessar árásir, að halda sínu og þegar viðkomandi stjómir höfðu fallið á illverkum sínum stóð það eitt eftir, sem þessir höfðu gert, sem eins kon- ar tákn þess mikilleiks og þol- gæðis, sem gerir manninn að manni. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.