Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 68
68 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG HAFNARFJARÐARKIRKJA. Safnaðarstarf Uppskeruhátíð í Kjalarnespró- fastsdæmi SÖFNUÐIR í Kjalamesprófasts- dæmi munu halda uppskeruhátíð að vori komandi laugardag 17. apr- íl, í tilefni aff því að vetrarstarf kirkjunnar er senn á enda þetta ár- ið. Gengið verður til guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.30 þar sem sérstakt íhugunarefni er Guðs góða sköpun og ábyrgð okkar. Tón- listarflutningur er í höndum kirkjukórs Keflavílcurkirkju undir stjóm Einars Arnar Einarssonar og hafnfírskra tónlistarmanna. Sr. Ólafur Hallgrímsson, sóknarprest- ur á Mælifelli, prédikar út frá sköpunarsýn ritningarinnar og prestar úr Kjalamesprófastsdæmi þjóna. Að helgihaldi loknu verður boðið upp á hressingu og umræður í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju. Allir eru velkomn- ir á uppskemhátíð að vori á laugar- daginn kl. 13.30 í Hafnarfjarðar- kirkju. Samkoma í Hafnarfjarð- arkirkju SAMKOMA í Hafnarfjarðarkirkju á vegum vakningarhreyfingarinn- ar, hjálparstarfsins Byrgisins og Hafnarfjarðarkirkju verður í kvöld kl. 20. Þetta er þriðja samkoma þessara aðila þar á þessu vonniss- eri en þær fyrri sem haldnar hafa verið í kirkjunni hafa verið fjölsótt- ar og gefandi. Guðmundur Jóns- son, forstöðumaður, og sr. Gunn- þór Ingason stýra samkomunni og lofgjörðarsveit á vegum Byrgisins leiðir söng og leikur lofgjörðartón- list. Eftir samkomuna, sem er öll- um opin, er Strandberg opið og boðið þar upp á kaffí og meðlæti. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð. Laugarneskirlqa. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Fríkirkjan Vegurinn. Sameiginleg- ar samkomur með Stephan og Anne Christiansen frá Noregi verða í Veginum og Frelsinu sem hér segii’: 16. apríl kl. 20 í Frelsinu. 17. aprí kl. 20 í Veginum og 18. apríl verða svo almennar samkomur í Frelsinu kl. 17 og í Veginum kl. 20. Stephan og Anne standa fyrir kröftugri þjón- ustu í Noregi sem kallast Jesus Revolution. Allir velkomnir. Holtavegur 28. Kl. 20-22.30 (húsið opnað kl. 19.30): Maður tryggir ekki eftir á. Torbjörn Lied spyr hvort þú sért viss. Hvers vegna í ósköpunum Afríka? Guðlaugur og Valgerður kristniboðar svara á óvenjulegan og myndrænan hátt. Erla og Rannveig Káradætur syngja. Friðrik Jensen Karlsson kveður sér hljóðs. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30._ Sjöunda dags aðventistar á ís- Iandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla íd. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Finn F. Eckhoff. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíurannsókn kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Halldór Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Hários Alopecia Androgenetica er algengasta ástæðan fyrir hármissi. Ástæðan er karlhormón, testosteron. Þar sem konur hafa einnig örlítið af þessum hormón, geta bæði kynin orðið fyrir hármissi af þessari ástæðu. Framað þessu hefur lítið verið hægt að gera fyrir þá sem verða fyrir þessum hármissi, en nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós ástæðuna fyrir vandamálinu og það ánægjulegasta er, að það finnst efni sem leysir vandamálið. Mörg lyfjapróf sem gerð hafa verið, hafa ekki eingöngu sýnt frm á að hártap stoppar, heldur einnig að hárið sem virðist hafa horfið, byrjar að vaxa að nýju. Fjölmiðlar hafa skrifað um PROPECIA OG MINXIDIL (Regaine) undanfarið, og rætt um góðan árangur þeirra um minnkandi hárlos og aukinn hárvöxt. Til viðbótar við þetta höfum við í Megaderm-seríunni efni, sem heitir Coenzym, sem virkar á sama hátt og propecia. Þetta efni, sem er borið beint í hársvörðinn, hefur engar aukaverkanir og hefur sýnt athyglisverðan árangur við hárlosi og auknumhárvexti. Erlendur sérfræðingur veitir allar upplýsingar og ráðgjöf dagana 20.-25. aprfl nk. Óskið þér eftir nánari upplýsingum, vinsamlegast hringið í síma 552 2099. ApoUohárstúdíö Náiicai upplýsingar og tímapantanir ísíma 5522099. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vinkonu leitað VELVAKANDA barst eft- ii-farandi bréf: „Ég er að leita að gam- alli vinkonu á Islandi sem heitir Helga Vladimouvf, fædd 1953 eða 1954. Hún var þjónustustúlka og söng í hljómsveit. Faðir hennar gaf út ökuleyfi og vann á vélaverkstæði á Nato-her- stöðinni 1971. Þeir sem þekkja tii þessarar konu eða geta gefið upplýsingar vinsamlega hafið samband í síma 954-436-3073 eða skrifið til: Tim Braun, 19002 N.W. 23 St. Pembroke Pines, Fl. 33029 5330. U.S.A. Vinar leitað VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Ég er að leita að gömi- um kunningja mínum sem hét Sigurður „Barkarson" eða eitthvað því líkt, 65 ára, sem ég kynntist fyrh' tæpum 20 árum á Islandi. Hann var kallaður Siggi, konan hans Soffí. Bjó síð- ast þegar ég vissi í Hafnar- firði og vann á Vellinum 1980-81, á næturvakt hjá rafmagnsveitunni („Elect- rical power plant“). Hann heimsótti fjölskyldu mína í Sarasota í Florida 1981. Ef einhver getur veitt mér upplýsingar um þennan gamla kunningja minn, sendið vinsamlegast bréf til: Thomas Hamilton, 1415, S. Euclid Ave Sarasota, Fl. 34239, U.S.A.“ Takk fyrir 700 kallinn VIÐ síðustu kosningar var aðalkosningaloforð Framsóknar „Fólk í fyrir- rúmi“. Þetta var allt sam- an svikið og er nú talið að 10% þjóðarinnar sé undir fátæktarmörkum, þeir hafi minna en 50 þús. krónur á mánuði. Þeir virðast alveg hafa gleymt elli- og örorkuþegum. Nú er öllu fógru lofað af Framsókn sem enginn tekur mark á. Ellilífeyrisþegi. Kisan mín er hrædd ÉG á litla kisu, gullfallega og mjög blíða. Hér áður fyrr var hún hlaupandi inn og út, út í garð, hljóp í grasinu, upp í tré, en í dag fer hún ekki út nema örstutt og kemur í loft- köstum til baka. Hún er mjög vör um sig og er greinilega hrædd, en hvers vegna veit ég ekki. Hitt er svo annað mál að kisur sem önnur dýr skynja ýmislegt sem við skynjum ekki, til dæmis veðurbreytingar. Kisan mín er mjög þrifin og alltaf að þvo sér. Ég tel, án þess að geta sannað það, að sú neikvæða um- ræða um kisur sem á sér stað hafi neikvæð áhrif á börnin, og þau séu nú vond við dýrin sem þeim áður þótti vænt um. Mannvonskan virðist fylgja nýrri kynslóð sem þykir ekkert vænt um neitt nema sjálfa sig. Fólk sem æpir nú og lýgur grimmt upp á saklaus dýr ætti að líta í spegil, þar sér það sjálfan sig og „mannvonskuna’1. Dýravinur. Tapaö/fundiö Gyllt barnagleraugu týndust GYLLT barnagleraugu týndust nýlega í nágrenni Háteigsskóla. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 568 4193. Týnd gleraugu GLERAUGU, í svartri, grannri umgerð, í brúnu hylki merktu „Lofont“ týndust nýlega í eða við Menntaskólann við Hamrahlíð. Fundarlaun. Sími 588 1619. SKAK Llin.sjón Margcir l’óturssun STAÐAN kom upp í atskák- einvígi tveggja gamalla kempa í sinni gömlu heima- borg, Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Borgin hét að vísu Leníngrad á meðan að þeir bjuggu þar. Boris Spasskí (2.545), fyrrum heimsmeistari, var með hvitt, en Viktor Kortsnoj (2.670) hafði svart og átti leik. 25. - Rxf2! 26. Hfl (Eftir 26. Rxf2 - De2 27. Hfl - Bh6 vinnur svartur manninn til baka með auðunnu tafli) 26. - Dh3+ 27. Kgl - Rg4 28. Hx£8+ - Bxf8 29. Rf3 - Bh6 30. De2 - Be3+ 31. Khl - b6 32. Dg2 - Dxg2+ 33. Kxg2 - Bd4 34. Rfd2 - Re3+ 35. Kf3 - h6? (Kortsnoj hefði átt mjög góðar vinningslíkur í enda- taflinu eftir 35. - b5! Nú lokai' Spasskí fyrir þann möguleika og tryggir sér jafntefli) 36. b5 - g5 37. g4 - Kf7 38. h3 - Rc2 39. Ke2 - Bc5 40. Rf3 - Kg6 og hér sömdu kapparnir um jafn- tefli. Kortsnoj sigraði með sex vinningum gegn fjórum eft- ir æsispennandi keppni. SVARTUR á leik. HOGNI HREKKVISI ©< f TT V" J f r c - L - L Ll H 1—1 □ i i □ 1 //7/ann iéjnciL áv/SQnCiheftirui■ " Yíkverji skrifar... AF HVERJU ræðst gangur sög- unnar? Eru það einstaklingar, sem móta söguna, eða er hún eins og stórfljót, sem ryðst fram og hrifsar með sér allt, sem á vegi þess verður. Þegar fylgst er með fréttum af átök- unum í Júgóslavíu mætti ætla að einn maður hafí þræði sögunnar í hendi sér og honum sé í lófa lagið að binda enda á átökin. Sagt er að hans eina markmið í lífinu sé völd. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, lýsti honum í samtali sem „valdatækni". Slobodan Milosevic tókst að koma sér fyrir í kerfmu meðan kommúnistar voru við völd án þess að vera kommúnisti og nú stjómar hann í anda þjóðemishyggju án þess í raun að vera þjóðemissinni. Samkvæmt lýsingum bandaríska sendierindrekans Peters Galbraiths á viðræðum við serbneska leiðtogann er hann í raun fullkomlega sinnulaus um örlög Serba. Þegar Galbraith hugðist reyna að finna lausn á vanda þeirra 200 þúsund Serba, sem hrakt- ir voru frá Króatíu, sýndi Milosevic algert áhugaleysi. Þegar rætt var við Milosevich um Serba í Bosníu fyrir luktum dyrum kallaði hann þá sveitalubba. Warren Zimmerman, sem var sendiherra Bandaríkjanna í Júgóslavíu frá 1989 til 1992, lýsir Milosevic sem svo að hann hafi aldrei hitt jafn harðbrjósta mann í grein, sem birtist í Newsweek í þess- ari viku. Hann tali aldrei vel um nokkurn mann og í hans augum sé fólk lítið annað en peð í valdatafli, af- strakt hlutir, sem hægt sé að stjórna og ráðskast með að vild. Það auðveldar á vissan hátt frá- sögn af gangi sögunnar að geta fund- ið atburðum stað í einstaklingum og ákvörðunum þeirra og vissulega er þáttur einstaklinga mikill, þótt ýms- ar aðstæður innri og ytri ýmist geri þessum einstaklingum kleift að fremja sín óhæfuverk eða komi í veg fyrir það. Þáttur tilviljunarinnar verður aldrei vanmetinn í sögunni, hvort heldur sem litið er til þess hvemig ákveðnir einstaklingar kom- ast til valda eða örlaga fjöldans. í Morgunblaðinu í gær birtist mynd af flóttamanni frá Kosovo, sem aðeins hefur veríð á Islandi í örfáa daga og var kominn í lager Hagkaups í Skeifunni þai' sem verið var að pakka mat handa flóttafólki í Albaníu og Makedóníu. Honum hlýtur að líða eins og hann hafi lent í stórfljóti. Fyrst er hann hrifsaður af heimili sínu og síðan er honum kippt út úr þúsundum flóttamanna í Makedóníu um borð í flugvél á leið til Islands eins og korktappi á stórfljóti sögunnar. Einn flóttamannanna lýsti því svo að það hefði verið kallað að nokkra vant- aði í rútu fyrir fólk, sem ætti að fara til Islands, og hann hefði einfaldlega gripið tækifærið. Það er enginn tími til yfirlegu eða yfirvegunar, það er varla tími til að taka ákvörðun. Þetta er svipað því að íslendingi væri kippt upp af götu í Reykjavík og væri skyndilega kominn til Burkina Faso þar sem hann sæi fram á að þurfa að dvelja um óráðna framtíð án þess að fá nokkru ráðið. Einfaldlega vegna þess að þar sem hann var þann dag- inn var bugða í ánni, svo vitnað sé í heiti bókar V.S. Naipaul, og líf hans tók aðra stefnu en ætlað var. xxx AÐ var fremur kyndugt að fara út í snjóinn á fimmtudag og halda akandi til vinnu vitandi það að reglugerð samkvæmt ættu ökumenn nú að hafa komið vetrardekkjunum fyrii' inni í geymslu og vera komnir á sumardekk. Kunningja Víkverja varð um og ó og spurði hvert löghlýðnir borgarar ættu að leita bóta lentu þeir í árekstri í hálkunni vegna þess að þeir væni komnh' á sumardekkin. Það var þó léttir að lesa að lög- reglan hygðist ekki taka hart á þeim ökumönnum, sem virtu reglugerðina að vettugi, enda bæri ávallt að miða búnað bifreiða við aðstæður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.