Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 4

Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ný reglugerð um bifreiðastyrki til hreyfihamlaðra Styrkjum til bílakaupa fjölg- að og upphæðir hækkaðar hærri en almennu styrkirnir, eða 500 þúsund krónur. Sett er nýtt ákvæði í reglugerðina þess efnis að einstaklingar sem ekki komast af án dýrrar og sérútbúinnar bifreiðar fái 50% styrk af innkaups- verði bifreiðar til allt að 6 ára í undantekningar- tilvikum. Styrkir þessir hafa verið 4-7 á hverju ári og styrkupphæð hefur numið um 1,5 millj. króna. Breyt ingar vegna styrkja árið 2000 Að sögn Hauks ná breytingamar fyrst og fremst til styrkja sem veittir verða á árinu 2000.1 bráðabirgðaákvæði er styrkþegum á þessu ári þó einnig fjölgað. Hann sagði að fleiri hefðu sótt um styrki sem veita á á þessu ári en verið hefði um langt skeið og margir hefðu því fengið synjun. BIFREIÐASTYRKJUM til hreyfihamlaðra verður fjölgað og upphæðir slíkra styrkja hækk- aðar á næsta ári samkvæmt nýrri reglugerð sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra undir- ritaði í gær, en hún tekur gildi 1. maí. Hærri styrkir sem veittir eru hækka úr 700 þús. kr. í eina milljón kr. og verða veittir til fjögurra ára í stað þriggja ára og lægri styrkirnir hækka úr 235 í 250 þús. kr. til fjögurra ára. Haukur Þórðarson, formaður Öryrkjabanda- Iagsins, segir að breytingarnar séu spor í rétta átt. M.a. muni fleiri eiga kost á bílakaupastyrkj- um og upphæðir verði hækkaðar. Hann bendir hins vegar á að nefnd, sem slripuð var fullti-úum Sjálfsbjargar, Öryrkjabandalagsins og heilbrigð- isráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að endur- skoða reglur TR um bifreiðastyrki, hafi skilað ráðherra tillögum sem gengu lengra en þær Spor í rétta.átt, segir formaður Oryrkja- bandalagsins breytingar sem reglugerðin kveður á um. Sam- kvæmt reglugerðinni fjölgar hærri styrkjunum úr 50 í 60, lægri styrkjunum úr 335 í 375, en auk þess er með reglugerðinni bætt við 20 styrkjum til þeirra, sem eru að kaupa sér bíl í fyrsta sinn. Áætlað er að breytingar muni í heild fela í sér um 60 milljóna kr. útgjaldaauka á ári og að fjölgun styrkja á þessu ári muni kosta rúmlega 16 millj- ónir kr. í reglugerðinni er kveðið á um nýjan flokk styrkja fyrir hreyfihamlaða sem sækja um bif- reiðastyrk í fyrsta sinn. Er hann hafður tvöfalt Víðines opnað eftir breytingar HJÚKRUNARHEIMILIÐ í Víði- nesi hefur verið opnað á ný eftir breytingar á húsnæði og starf- semi þess hefur jafnframt verið breytt. Verður það nú einvörð- ungu rekið sem hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða og hefur efri hæð hússins verið endurnýjuð. Hjúkrunarr-ými ein 38 og eru þegar 19 rúm skipuð en 19 til viðbótar verða teknir inn á næstu dögum. Eigendur eiii ríki með 60% og Reykjavíkurborg með 40% en rekstur verður í höndum hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar. Á myndinni má sjá hvar Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra heimsækir fyrsta íbúa álmunnar, Guðlaugu Úlfarsdótt- ur, í fylgd Borghildar Ragnars- dóttur hjúkrunarforstjóra. Morgunblaðið/Sverrir Flóttamennirnir frá Kosovo flytja í Hafnarfjörð Fjölskyldurnar fá íbúðir á næstu dögum eða vikum Ofsaveður undir Hafnarfjalli VANDRÆÐAASTAND skapaðist á veginum undir Hafnarfjalli í gær- morgun í aftakaveðri þegar vind- hraði í norðaustanátt fór upp í 11 vindstig í hviðum og skyggni tapað- ist með öllu í skafrenningi. Fólksbifreið fauk í veg fyrir rútu um klukkan 9 við Skorholt með þeim afleiðingum að bifreiðin varð óökufær á eftir, en engin slys urðu á fólki. Þá fauk lögreglubíll út af við Narfastaðamela en skemmdist ekki. Björgunarsveitin Brák úr Borg- arnesi var kölluð út um klukkan 9 og var á vettvangi til klukkan 10 til að aðstoða ökumenn á fimm kfló- metra kafla frá Hafnará að Skor- holti þar sem veðrið var verst. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi sást ekki milli vegstikna og stöðvuðust bifreiðar á veginum m.a. vegna bleytu í kveikjukerfi þeirra. BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðai- sam- þykkti samhljóða í gær að beiðni Rauða krossins og flóttamannaráðs að taka við flóttamönnunum frá Kosovo sem komu til íslands í sein- ustu viku. Um er að ræða fimm fjöl- skyldur sem fá íbúðir til búsetu í Hafnarfirði og er reiknað með að fólkið flyti í íbúðirnar á næstu dög- um eða vikum, samkvæmt upplýs- ingum Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra. Bæjarráð Hafnarfjarðar fól Magnúsi bæjarstjóra og Halldóri Ái-nasyni, framkvæmdastjóra stjómsýslu- og fjármálasviðs, að ganga til samninga við félagsmála- ráðuneytið um móttöku fjölskyldn- anna fimm frá Kosovo. Haft verður samráð við félagsmálaráðuneytið og húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar um útvegun hentugs húsnæðis en að sögn Magnúsar liggja nú þegar fyr- ir lausnir í þeim málum. Geta orðið íbúar Hafnarfjarðar til frambúðar „Við bjóðum þetta fólk velkomið til Hafnarfjarðar og reynum að greiða götu þess á allan hátt eins og við getum. Við getum alveg eins bú- ist við að fólkið verði íbúar bæjarins til frambúðar og eins hitt að það vilji flytja til síns heima ef aðstæður breytast," segir Magnús. Spurður um kostnað við móttöku flóttamannanna sagði Magnús að gengið yrði til samninga við félags- málaráðuneytið og tekið yrði mið af samningum sem gerðir voru á sín- um tíma vegna flóttamanna sem fóru til Blönduóss. Viðamiklar breytingar gerðar á starfsemi SH fyrir 1. september Forstjóri stjórnarfor- maður dótturfélaga STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. hefur ákveðið að gerðar verði á næstunni viðamiklar breytingar á starfsemi fyi’irtækisins. Ná þær bæði til móðurfyrirtækis SH á íslandi og dótturfyi’irtækja. Að sögn Ró- berts Guðfínnssonar, stjórnarformanns SH, á hið nýja skipulag að vera komið í gagnið fyrir 1. september næstkomandi. Forstjóri SH mun stýra móðurfélaginu og bera ábyrgð gagnvart stjórn fyrirtækisins á afkomu sam- stæðunnar allrar og mun hann jafnframt gegna stjórnarformennsku í öllum dótturfyrirtækjum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. Róbert Guðfinnsson segir að nýr forstjóri verði ráðinn að fyrirtækinu innan tiltölulega skamms tíma. Einnig er fyrirhugað að einfalda nokkuð stjómskipulag félagsins og verður m.a. fækkað umtalsvert í stjórnurn riótturfélaga SH eða í þrjá fulltrúa. í þeim munu sitja stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri hvers dótturfyrirtækis auk eins ut- anaðkomandi aðila, að sögn Ró- berts. Fara á yfir starfsemi dótturfélag- anna með það að markmiði að ná fram aukinni hagkvæmni, m.a. í inn- kaupum. Einnig á að einfalda sam- skipti milli markaðsfyrirtækja SH og framleiðenda. Lögð verður aukin áhersla á markaðsstarfsemi til að tryggja að félagið verði betur í stakk búið til að mæta sífellt harðnandi samkeppni um sjávarafurðir til markaðssetn- ingar, bæði hér á landi og erlendis. Samhliða þessum breytingum verða einkasölusamningar við innlenda framleiðendur teknir til endurskoð- unar. „Við erum að reyna að gera dótt- urfyrirtækin sjálfstæðari og reka þau sem hagnaðareiningar hvert fyrir sig. Við ætlum að gera fyrir- tækið skilvirkara og alla stjórnun línulegri og skilvirkari. Við ætlum einnig að reyna að skera niður kostnað og auka hagnað samstæð- unnar,“ segir Róbert. Hanes gefur sig fram við lögreglu vestra BANDARÍSKA dagblaðið The Arizona Republic skýrði frá því í gær að Donald Hanes, sem hefur verið eftirlýstur ásamt eiginkonu sinni, Connie, af lögreglu í Bandaríkjunum fyrir glæpsamlega íhlutun í forræði þá tveggja ára gamall- ar ættleiddrar dótturdóttur þeirra hjóna og fyrir að flýja réttvísina, hefði verið handtek- inn í Aiúzona síðastliðinn þriðjudag. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Connie, eigin- kona Donalds, sem býr á Is- landi og er ennfremur leitað af yfirvöldum í Bandaríkjunum, að Donald hafi farið utan í þeim tilgangi einum að gefa sig fram við lögreglu og svara til saka. Connie sagði að þau hjónin hefðu fyrir alllöngu tekið þá ákvörðun að Donald ílygi utan til að gefa sig fram til að gera hreint fyrir sínum dyrum en sjálf mun Connie áfram dvelja hérlendis. Donald kom til Bandaríkj- anna föstudaginn 9. apríl og sagði Connie að eiginmaður sinn hefði flogið frá Lundúnum til Phoenix og að honum hefði komið það á óvart að hann hefði ekki verið handtekinn strax á flugvellinum við kom- una, en Interpol hafði gert yf- iivöldum í Bandaríkjunum við- vart um komu Donalds til Phoenix hinn 7. apríl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.