Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 27 ARAS NATO A JUGOSLAVIU Reuters TILSVOR Jamie Shea, talsmanns NATO og Guiseppe Marani, herfor- ingi hjá NATO, við spurningum blaðamanna um loftárásirnar á mið- vikudag, þóttu heldur loðin. sig eftir fremsta megni um að þarna væri um bíla serbneskra hersveita eða lögreglu að ræða. í þriðja skiptið sem hann flaug yfir bílana sleppti hann leysigeisla- stýrðri sprengju á fremsta bílinn. Vegna eldsneytisskorts flaug hann af vettvangi eftir að hafa til- kynnt til stjómstöðva að hann hefði hæft serbneskar hersveitir. I framhaldi af því kom önnur orr- ustuvél sem varpaði annarri sprengju á bflalestina. Erlendum blaðamönnum leyft að fara til Kosovo Að sögn júgóslavnesku frétta- stofunnar Tanjug, sem skýrði frá árásinni íyrst allra fjölmiðla á mið- vikudag, létust a.m.k. 64 í þessari árás sem gerð var á bílalest al- banskra flóttamanna sem saman- stóð af um 100 faratækjum. Starfsmenn júgóslavneskra yfir- valda héldu því fram að milli 64 og 85 manns hefðu látist í tveimur loftárásum sem þeir sögðu NATO hafa gert á miðvikudag og að 25 væru alvarlega særðir, að sögn fréttastofu CNN. Erlendum fjöimiðlum hefur ver- ið bannaður aðgangur að Kosovo og Serbíu eftir að loftárásir NATO hófust 24. mars sl., en er spreng- ingin átti sér stað skammt frá Prizren á miðvikudag, var erlend- um blaðamönnum leyfður aðgang- ur að vettvangi þar sem aðstæðum var lýst sem „hörmulegum.“ Erlendir blaðamenn hafa hins vegar ekki fengið að fara á vett- vang norður af Djakovica þar sem Serbar segja sprengju hafa orðið um 10 flóttamönnum að bana. Loðin tilsvör á blaðamannafundi A blaðamannafundi NATO voru tilsvör Shea og Guiseppe Marani herforingja í herjum NATO, nokk- uð loðin. Blaðamenn kröfðu tals- mennina skýringar á því hvers vegna fiugmaðurinn hafi talið sig vera að hæfa herbfla, þar sem serbneskir fjölmiðlar hefðu sýnt myndbandsupptöku þar sem mátti sjá rauðar dráttarvélar og pallbfla. „Eg veit að myndband var tekið af dráttarvélum. Hvað sem því líð- ur, þá voru þetta herbflar er flug- maðurinn gerði árás. Ef herbflam- ir reyndust svo síðar vera dráttar- vélar, þá er það annað mál,“ sagði Marani aðspurður. Marani ruglaði blaðamenn enn frekar er hann sagði atburðinn hafa átt sér stað á malarvegi norð- ur af Djakovica, en sá bær liggur í þveröfuga átt við Prizren, þar sem vitað er að sprenging hafi orðið Kosovo-Albönum að bana. Rannsókn á loftárásunum stend- ur enn yfir á vegum NATO þar sem enn er margt óljóst og segja talsmenn bandalagsins ekki hægt að staðfesta tölu látinna þar sem óháðum aðilum hefur ekki verið veittur aðgangur að vettvangi. Á miðvikudag voru ýmsar get- gátur á lofti um það hvað hefði í rauninni gerst. Sem dæmi hafði talsmaður Wesley Clarks, yfir- manns herafla NATO, eftir Clark að talið væri að serbneskar her- sveitir hefðu skotið á flóttamenn- ina eftir að NATO orrustuvél hefði sleppt sprengju á bílalest hermannanna. Síðar kom hins vegar í ljós að fyrir þessu var eng- inn fótur. NATO segir Milosevic ábyrgan Milosevic og ríkisstjóm hans hefur fordæmt harðlega árásir NATO. Milan Milutinovic, forseti Serbíu, sagði árásimar „gerðar af ráðnum hug [...] fjöldamorð á al- bönskum flóttamönnum sem voru að snúa aftur til síns heima um miðjan dag.“ Miodrag Popovic, upplýsinga- ráðherra Serbíu, sagði engar serbneskar hersveitir hafa verið á staðnum. „Mér þykir það leitt, en ég held að fólkið í Bmssel [NATO- ríkin] eigi ekki eftir að komast upp með þetta.“ Hann sagði ennfremur að örfáir serbneskir lögreglumenn hefðu verið í fylgd fólksins til að fylgja því heim til sín. Shea sagði NATO ríkin halda Milosevic ábyrgan fyrir því sem gerðist og þrátt fyrir „þessi sorg- legu mistök“ myndi bandalagið halda áfram árásum sínum á serbneskar hersveitir og jafnframt viðhalda ítmstu varkárni við loft- áráshrnar sem framundan era. „Stundum þarf að fórna lífum fárra til að bjarga lífum margra," sagði hann í framhaldi af því. Flóttamenn vitni að sprengjuárásinni Flóttamenn sem komu yfir landamærin til Albaníu eftir að sprengjurnar sprangu sögðu að bílalest með yfir 23.000 flóttamönn- um hefði orðið fyrir loftárás. Ekki bar öllum saman um málsatvik og vora frásagnir af ýmist tveimur eða þremur sprengingum. Nokkrir sögðust hafa orðið vitni að því er dráttarvélar sprangu í loft upp með fólki innanborðs. Di- bran Asmani var að keyra á drátt- arvél í átt að Aibaníu eftir að hafa verið þrjá daga á leiðinni er sprengingin varð. Eiginkona hans, dóttir, tendgadóttir og þrjú barna- börn vora með honum. „Eg veit ekki hvað varð um þau,“ sagði hann með tárin í aug- unum. „Þau gætu verið dáin, ég veit það ekki.“ 1 e 7SBnHBnBBHHV Group Teka AG GJ€0 Eldunartæki KUCHENTECHNIK 3 stk. í pakka kr. 36.900 stgr. (verð miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Innifaliö í tilboði: Innbyggingarofn, af fullkomnustu gerð með grilli og grillteini, HT490 eða HT490ME. Helluborð 4ra hellna, með eða án stjómborðs. Vifta TUB60, sog 370 m3 á klst.. VERSLUN FYRIR ALLA I ilLÐSÖI IRSLUNI -tryggi Við Fellsmúla Sími 588 7332 verði! GLÆSILEG OPNUNARTILBOÐ MÍRA OPNAR NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN j ÁT 17APRÍL AÐ BÆJARLIND 6 í KÓPAVOGI www.mira.is OPIÐ ALLA HELGINA LAUGARDAGUR: 10-18 SUNNUDAGUR: 12-18 554 6300 VERSLUNUM MlRU Á NÝBÝLAVEGI OG I ÁRMÚLA VERÐUR LOKAÐ LAUGARDAGUR 17 APRÍL 70ÁRAAFMÆU I tílefoi stórafinælis fyrirtækisins bjóðum við þetta aftnælistilboð. Tegundin er PFAFF 6122 -þýsk gæðavara. • Full af auðveldum og þægilegum saumum. 30 spor. • Auðvelt val. • Nálarþræðari. • Efri flytjari, nauðsynlegur fyrir bútasauminn. Hátt undir fótinn, gott fyrir þykku efnin. • Margir hentugir fylgihlutir. • Ótal fleiri kostir. PFA PFAFF, ÁÍSLANU 1929-1999 cHeimilishekjaverslun » ÆM W ’/l/ Mar Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 333 2222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.