Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 Vinstri nierm! Þió, eins og oórir, eruó velkomnir ■' o wwwjcd-regkjanes.is. Þor getió 3ió m.o. tekió pólitískt sjolfspróf. Hver veit nemo þió séuó sonnir Sjólfstæóismenn inn vió beinió. wwwjcd-reykjones.ís Doglegor skoðQnokannQnir Komdu skodunum þínum ó fromfæri í doglegum könnunum um mólefni dogsins. Pólitískt sjólfspróf Hvar stendur þú í hinu pólitísko litrófi? Toktu prófid og sjódu hvort þú ert sjólfstædismodur. Hin hliðin ó frombjóðendunum Hvernig er persónon bok vid frQmbjódondonn? Skododu hino hlidino ó frombjódendunum. Fréttir og kosningoboróttan Hvod er ad gerast í kosningo- boróttunni, nidurstödur konnono, lífid ó Regkjonesi og margt morgt fleiro. Verðlouno spurningoleikur Hvod veist þú um Reykjoneskjördæmi? Toktu þótt í skemmtilegum spurningaleik sem tekur ó öllum þóttum tilverunnar. Þeir sem svara Öllu réttu fó vinning (þó odeins 1 6 monn 6 viku). ÁrariQiir www.xd-reykjonesis f ijrir qIIq áD EINS og lands- mönnum ætti nú að vera kunnugt þá hef- ur ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks haft rúmlega 2 millj- arða af barnafólki á kjörtímabilinu með því að tekjutengja bamabætur að fullu. Þessi gjömingur hefur ekki farið fram hjá bamafólki og ekki heldur höfum við í stjórnarand- stöðunni á Alþingi farið varhluta af honum. Við höfum vakið athygli á máhnu í tengslum við afgreiðslu fjárlaga og með greinaskrifum. Það kemur því óneitanlega á óvart þegar ráðhem- ar Framsóknarflokksins lýsa því yfír með iðran í röddinni að tekju- tenging bamabóta hafi verið mis- tök, rétt eins og þeir hafi ekki áttað sig á afleiðingunum fyrr en nú - korteri fyrir kosningar! Og vissu- lega segjast Framsóknarmenn ætla að breyta þessari stefnu sinni og það er líka fróðlegt að heyra að Sjálfstæðismenn hafi það á stefnu- skrá sinni að vera á móti tekju- tengingu bamabóta, eins og þing- maður flokksins sagði frá á ráð- stefnu Fjölskylduráðs nú nýverið. Þessir tveir flokkar sem hafa stjómað landinu síðustu 4 árin og afrekað það að tekjutengja bama- bætur að fullu, era sem sagt báðir á móti tekjutengingu bamabóta! Ríkisstjómin á móti eigin stefnu Þegar ráðherrar Framsóknar- manna áttuðu sig á því að þeir væra á móti sinni eigin stefnu og ákváðu að viðurkenna að hún hefði verið vitlaus, þá vöknuðu ýmsar spumingar manna á meðal. Ur því að Sjálfstæðismenn era á móti tekjutengingu barnabóta og Fram- sóknarmenn viðurkenna að það vora mistök að koma henni á - hvemig stóð þá á því að henni var komið í framkvæmd? Jú, Halldór Asgrímsson og Finnur Ingólfsson hafa svarið á reiðum höndum. Verkalýðs- hreyfingin vildi tekju- tengja bamabætur og Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn gengu gegn sínum eigin vilja til að þókn- ast verkalýðshreyfing- unni! Forystumenn ríldsstj ómarflokk- anna era þannig að hengja ábyrgð á þessu ótrúlega máh á herðar samtaka launafólks og gera sér líklega vonir um að með því verði þeir ekki gerðir póli- tískt ábyrgir fyrir þessari atlögu sinni að barnafólki. Bjóða síðan þessum sama hópi gull og græna skóga nú rétt fyrir kosn- ingar. Barnabætur Samfylkingin, segir Bryndís Hlöðversdótt- ir, leggur mikla áherslu á bætta stöðu barna- fólks í sinni stefnuskrá. Ábyrgðin er ríkisstjómarinnar Það er ótrúleg ófyrirleitni af hálfu ráðherra Framsóknarflokks- ins að gefa það í skyn að verkalýðs- hreyfingin beri ábyrgð á þessari tekjutengingu. Abyrgðin á þessari framkvæmd er alfarið hjá þeim stjómmálaflokkum sem hafa setið í ríkisstjórn þetta kjörtímabil. Þeir geta valið sér þá sem þeir vilja til samráðs um einstaka mál og þeir eiga vissulega að hafa verkalýðs- hreyfinguna með í ráðum við ákvarðanir sem teknar era. Það er hins vegar svo að ábyrgðin á út- færslunni er rfldsstjórnarinnar og hennar einnar. Og það er með ólík- indum að ráðherrar Framsóknar- flokksins skuh leyfa sér að víkja sér undan ábyrgð í þessu máli, einkum í ljósi þess að þeir sömu ráðherrar hafa ekki veigrað sér við að hunsa vilja samtaka launafólks í stóram málum á þessu kjörtíma- bih. Má þar nefna vinnulöggjöfina sem var samþykkt gegn vilja verkalýðshreyfingarinnar og þá ákvörðun að leggja niður félags- lega húsnæðiskerfið. I þeim málum stóð vilji verkalýðshreyfingarinnar ríkisstjóminni ekki fyrir þrifum. Samfylkingin vill búa vel að barnafólki Samfylkingin leggur mikla áherslu á bætta stöðu barnafólks í sinni stefnuskrá. Lenging fæðing- arorlofs í 12 mánuði þar sem feður eiga sjálfstæðan 3 .mánaða rétt, heimild foreldra til að nýta per- sónuafslátt bama yngri en 18 ára ásamt veralegri hækkun ótekju- tengdra barnabóta era veigamiklir þættir í þeirri stefnu. Við viljum sjá mun fleiri fjölskyldur en nú er njóta bamabóta en í dag byrja bætumar að skerðast hjá hjónum þar sem skattskyldar tekjur þeirra era samanlagðar rúmar 97 þúsund krónur á mánuði. Hjá einstæðu foreldri byrja þær að skerðast við tæplega 49 þúsund króna mánaðar- tekjur. Það era því ansi fáar fjöl- skyldur á Islandi sem ríkisstjómin sér ástæðu til að greiða fullar barnabætur. Samfylkingin telur nú komið að barnafólkinu að njóta góðærisins og setur það í forgang að gerbreyta umhverfi þess hér á landi. Afsökunarbeiðnir duga ekki Bamabótamálið og málflutning- ur ráðherranna í því máli era enn eitt vitnið um það að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks skilur ekki út á hvað þríhliða samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar gengur. í hennar augum virðist það ganga út á það að hafa samráð um það sem hent- ar, þegar það hentar og túlka það síðan á þann veg sem ríkisstjórn- inni hentar. Kannski vill ríkis- stjómin ekki alvöra samráð á þessu sviði, nema ráðherramir eigi eftir að koma aftur fyrir alþjóð sem iðrandi syndarar og vísa ábyrgð- inni af gjörðum sínum frá sér. Slíkt framferði er ekki bjóðandi lands- mönnum, allra síst rétt fyrir kosn- ingar. Höfundur cr þingmaður Samfylk■ ingarinnar i Reykjavik. __________UMRÆÐAN Ráðherrar iðrast gjörða sinna Bryndís Hlöðversdóttir Össuri færðar þakkir ÖSSUR Skarphéð- insson alþingismaður og fyrrverandi ráð- herra í ríkisstjórn Al- þýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks á síðasta kjörtímabili á þakkir skildar fyrir hrein- skilnina í helgarvið- tali Dags laugardag- inn 10. apríl síðastlið- inn. Þar tekur Össur fyrir sitt leyti af allan vafa um það að Sam- fylkingin sé, eða a.m.k. eigi að verða miðlægur Evrópu- sambandssinnaður krataflokkur. Össur er að vonum hrifinn af Halldóri Ásgrímssyni og fer um hann fögrum orðum sem leiðtoga- efni. Helst er að Össur telji Fram- sókn enn ekki nógu harða af sér í Evrópumálunum, þrátt fyrir opn- anir flokksformannsins og vanga- veltur um mögulega aðild að fengn- um einhverjum undanþágum í sjáv- arútvegsmálum. Ekki stendur til að hrófla við hemum, segir Össur, og þaðan af síður aðildinni að NATO, enda styð- ur Össur loftárásirnar á Júgóslavíu og þar með aðild íslenska lýðveldis- ins að hemaðaraðgerðum gegn öðra ríki, þeim íyrstu í sögunni. Þar er auðvitað komið annað samstöðumál hjá þeim Össuri og Halldóri Ás- grímssyni, sem hefur eins og kunnugt er verið óþreytandi tals- maður fyrir nauðsyn þessara loftárása. Verst er að Davíð styður þær líka og hefur meira að segja fengið komplíment að vestan. Það hefði fall- ið betur að núverandi bandalagasmíð Öss- urar að þeir Halldór einir hefðu staðið vörð um lýðræðið, réttlætið og heims- friðinn með NATO. Ástir hafa nokkuð kólnað með Össuri og fornum vini hans, Da- víð Oddssyni. Þar í millum voru kærleikar miklir þegar Össur var lærisveinn við fótskör meistarans í síðustu ríkisstjóm, t.d. hvað snerti umbætur á velferðarkerfinu. Völdin heilla Hvorki hógværð né skortur á hreinskilni flækjast fyrir Össuri þegar kemur að því að ræða fram- tíðaráformin. Samfylkingin hans, hinn miðsækni Evrópusam- bandskratíski flokkur, á að vera 35-40% flokkur hvað sem tautar. Eins gott að kjósendur hlýði og verði ekki með múður. Og markmið- ið, gott ef ekki tilgangurinn með öllu saman, er á hreinu. Össur vill Stjórnmál Hvorki hógværð né skortur á hreinskilni flækjast fyrir Ossuri, segir Steingrímur J. Sigfússon, þegar kem- ur að því að ræða fram- tíðaráformin. verða ráðherra, það strax og það lengi. Eg færi Össuri þakkir fyrir hreinskilnina og get ekki látið hjá líða að bæta Merði Árnasyni við. Hann sagði á fundi með íslenskum námsmönnum í Kaupmannahöfn 8. apríl, aðspurður af Stefáni Karls- syni, að hann sæi nú fljótt á litið ekki mikinn mun á stefnu Samfylk- ingarinnar annars vegar og Al- þýðuflokksins eins og hún hefði verið hins vegar. Var þetta ein merkasta yfirlýsing þess fundar fyrir utan svonefnda Kaupmanna- hafnaryfirlýsingu Valgerðar Sverrisdóttur um að Framsóknar- flokkurinn væri félagshyggjuflokk- ur. Hitnar nú í kolunum á miðj- unni. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.