Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINN JÓNSSON + Sveinn Jóns- son vélstjóri fæddist á Hlíðar- enda í Ölfusi 8. febrúar 1917. Hann lést á Hrafnistu 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sveinbörnsdóttir frá Hjálmholti í Flóa og Jón Jónsson bóndi á Hlíðarenda og formaður í Þor- lákshöfn. Sveinn kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ester Sigurbörns- dóttur frá Krosslandi í Lóni, árið 1950. Þau eignuðust Qög- ur börn. Þau eru: 1) Ólafía Sveinsdóttir, f. 1946, deildar- stjóri á Ferðaskrifstofunni Atl- antik, maki Friðrik D. Stefáns- son viðskiptafræðingur. Börn: Sigríður, f. 1980, menntaskóla- nemi, og Ester Aldís, f. 1986, grunnskólanemi. 2) Haukur Sveinsson, f. 1949, menntaskólakenn- ari, maki Ingibjörg Bára Sveinsdóttir, blaðamaður hjá DV. Börn: Hulda, f. 1973, flugfreyja, leiðsögumaður og í BA námi við Há- skóla íslands, Steinunn, f. 1974, læknanemi við Há- skóla Islands, og Helga, f. 1980, menntaskólanemi. Aður átti Haukur Kjartan, viðskipta- fræðing, starfandi í Kaup- mannahöfn, og Inga Þór, læknakandidat. 3) Jón Árni, f. 1957, umsjónarmaður hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi. Ókvæntur og barnlaus. 4) Trausti, f. 1959, vélstóri - drukknaði í Þýskalandi 1981. Utför Sveins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- liöfnin klukkan 13.30. v Elsku besti afi minn. Nú veit ég, að þér líður svo vel. Þú, sem varst búinn að vera veikur í svo langan tíma. En þú varst aldrei svo veik- ur, að þú gætir ekki brosað til mín, þegar ég kom að heimsækja þig. Þú ljómaðir allur, þegar ég birtist. Það skemmtilegasta sem ég gerði, var að vera með þér. Það var svo gaman, þegar við ferðuð- umst saman. Best man ég eftir ferðunum að Hlíðarenda, en þar fæddist þú. Þú sagðir mér svo margt, sem ég vissi ekki. Þegar þú 1 varst lítill í sveitinni áttirðu mörg dýr, sem alltaf voru í kringum þig. Þegar þú lást veikur í rúminu þínu kom kisan þín heim með 10 mýs og raðaði þeim á gólfíð við rúmið þitt. Þú varst einstakur dýra- og barna- vinur. Þegar Sigga systir eignaðist kött fannst þér ég ekki geta verið kattarlaus. Þú fórst að Hrauni í Ölfusi og náðir í lítinn, fallegan kettling og færðir mér hann í af- mælisgjöf. Eg skil ekki hvernig þú hafðir alltaf tíma til að vera með mér og vinum mínum. I hvert skipti, sem ég kom heim til þín og ömmu hætt- ir þú að sinna mjög mikilvægum verkefnum bara fyrir mig. Þú ' mældir hæð mína í hvert einasta skipti sem ég kom og skráðir hana ásamt dagsetningu og ári á hvíta bókahillu. Núna get ég lesið á hill- una, hve mikið ég stækkaði. Þú bjóst líka til töflu og reiknaðir meira að segja út hvað ég hafði stækkað mikið á dag. Eg fer oft með vísur, sem þú 1 Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu gi'eina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. kenndir mér, en skemmtilegustu vísurnar voru þær sem þú samdir sjálfur. Þú samdir óhemjumikið af vísum um mig. Það er svo gaman að setjast niður og lesa þær, og þær ætla ég alltaf að geyma. Eg varð alltaf svo glöð þegar þú tókst fram munnhörpuna, þá vissi ég að ég fengi að heyra skemmti- leg lög. Þú kenndir mér líka að spila á hana. Það var alltaf til harðfískur í skúffunni í eldhúsinu. Mér fannst svo gaman þegar þú hvíslaðir í eyrað á mér: - Nú skulum við koma og fá okkur harðfisk -. Við sátum þá við eldhúsborðið og bit- um í harðfisk með smjörklípu. Þegar þú varst ungur stundaðir þú íþróttir af kappi. Þegar ég var pínulítil gerðum við saman æfíng- ar. Skemmtilegast var þegar þú tókst mig í flugvél og kleinu. Eg var aldrei hrædd um að detta, þeg- ar þú varst hjá mér. Þú varst alltaf svo blíður og góð- ur og þú hafðir alltaf tíma til þess að spjalla við mig. Afí minn, núna veit ég að þú ert hjá Guði, sem mun gæta þín og varðveita þig. Vertu blessaður, elsku afi minn. Eg mun aldrei gleyma þér og ég ætla að passa ömmu fyrir þig. Þín afastelpa, Ester Aldís. Kveðja frá Vélskóla Islands Eg vil hér í fáeinum orðum minnast Sveins Jónssonar sem um skeið kenndi kælitækni við Vél- skóla Islands og sat í mörg ár í skólanefnd skólans. Sveins mun verða minnst í Vél- skóla Islands fyrst og fremst fyrir þátt hans í þróun kælitækni- kennslunnar við skólann. Kælitæknikennsla hófst við Vél- skóla Islands árið 1951 og var hún framan af fyrst og fremst bókleg en verkleg aðstaða mjög af skorn- um skammti. Á áttunda áratugn- um hófst fyrir alvöru uppbygging á aðstöðu fyrir verklega kæli- tækni. Ég vil sérstaklega þakka Sveini fyrir þá aðstoð sem hann veitti skólanum við þessa uppbyggingu en á þessum tíma rak Sveinn eigið fyrirtæki með alhliða kælitækni- þjónustu. Ávallt var hægt að leita til Sveins með faglega ráðgjöf. Eg vissi að hann var oft störfum hlað- inn en hann gaf sér alltaf tíma þegar skólinn þurfti á hjálp hans að halda. Oft lét hann skólann fá íhluti í kælikerfi fyrir lítið eða ekk- ert. Hann fylgdist með uppbygg- ingunni og hvatti okkur og studdi á allan hátt. Sveinn fylgdist mjög vel með öll- um nýjungum á sviði kælitækninn- ar og var óþreytandi að benda okkur á greinar, blöð, tímarit og bækur. Hann var okkur ráðgjafi á þessu sviði fyrir bókasafn Sjó- mannaskólans og margar eru möppurnar með ljósritum af tækninýjungum og fræðilegu efni sem hann færði okkur í tímans rás. Fljótlega eftir að ég kynntist Sveini í gegnum þetta starf upp- götvaði ég að kælitæknin var hon- um eins og ástríða og vann hann af hugsjón að öllum málefnum sem snertu kælitæknina. Hann tók virkan þátt í störfum Kælitæknifélags Islands og kom meðal annars mikið að verkefnum sem tengdust breytingum á kæli- kerfum við skipti yfir á umhverfis- væpa kælimiðla. í eðli sínu var Sveinn vísinda- maður og ég er vissu um að ef hon- um hefði verið sköpuð aðstaða og fjármagn til að vinna að rannsókn- um á sviði kælitækninnar hefði það getað lagt mikið til þróunar þess- arar gi-einar ekki aðeins á sviði handverks, heldur einnig á því fræðilega en einmitt þekkingin á báðum þessum sviðum gerði Svein að einstökum fagmanni. Hann var mikill áhugamaður um varmadæl- ur og gerði ýmis merk tilrauna- verkefni á því sviði. Við fráfall Sveins Jónssonar er einn af mikilvirkustu tengiliðum okkar við atvinnulífið horfinn. Tengiliður sem tók þátt í þróunar- starfinu með kennurum, lítillátur og jákvæður en ávallt með skýrt markmið í huga þ.e. að efla og bæta kennsluna í kælitækni, gera hana auðskiljanlega og aðgengi- lega íýi'ir nemendur. Sem betur fer á skólinn marga tengiliði víða í atvinnulífinu sem vinna í anda Sveins og best væri ef allar faggreinar skólans hefðu slík fagleg tengsl, en óneitanlega finnst mér að við fráfall Sveins sé skarð fyrir skildi. Fyrir hönd Vélskóla íslands þakka ég allt það sem Sveinn Jónsson hefur innt af hendi fyrir vélstjóramenntunina í landinu um leið og ég votta aðstandendum hans samúð mína. Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari. Mig langar til að minnast vinar míns, Sveins Jónssonar, með fáum orðum. Ég kynntist Sveini fyrir nærri 30 árum í sambandi við sam- eiginlegt áhugamál, sem er varma- dælur. Sveinn rak kælitækniverk- stæði um árabil og sérhæfði sig meðal annars á sviði varmadælna. Ég sótti mikinn fróðleik í kæli- tækni til Sveins. Við fórum saman á norrænar varmadæluráðstefnur, og var hann góður félagi. Við átt- um saman sæti í fyrstu stjórnum Kælitæknifélags Islands, og var Sveinn ávallt heilráður. Sveinn hafði mikinn áhuga á umhverfis- málum, einkum hvað varðar óson- lagið, og þeim eyðandi áhrifum, sem freonkælimiðlarnir hafa á það. Hann lagði mikið á sig til að verða sér úti um upplýsingar í því sam- bandi og að koma þeim á framfæri. Sveinn var mikill hagyrðingur. Virtist það renna upp úr honum án allrar fyrirhafnar, og fékk ég oft að njóta þess. Þær voru ófáar vís- urnar, sem hann las fyrir mig og sendi mér um hin ýmsu málefni. Um leið og ég þakka góða við- kynningu og kveð góðan vin, vil ég láta fylgja vísu hér með, sem hann orti í tilefni afmælis vinar: Glapa breiða gatan greið gaf þó Ieið að hafna, óson eyða ekki meir, öllu freyði safna. Gísli Júlíusson. Sveinn Jónsson var frumkvöðull hér á landi í verndun ósonlagsins. Hann fylgdist vel með á þessum vettvangi og fljótlega eftir að um- ræða hófst um að sum þeirra efna sem hann hafði unnið með í ára- tugi væru mjög skaðleg fyrir óson- lagið gerðist hann ötull talsmaður þess að takmarka notkun þeirra. Sveinn sat frá upphafi í Ósonnefnd sem starfaði á árunum 1988-1992 og þar var lagður grunnur að og mótuð stefna í því hvernig dregið yrði úr notkun ósoneyðandi efna hér á landi. Sveinn safnaði upplýs- ingum um innflutning og notkun ósoneyðandi efna sem og fróðleik um önnur efni sem mætti nota í stað þeirra. Hann bjó yfir miklum fróðleik um „skaðlegu efnin“ og var óþreytandi að afla sér upplýs- inga um staðgengilsefnin, einkum kælimiðla. Þessum fróðleik miðlaði Sveinn m.a. til okkar sem störfum á vegum hins opinbera við að tak- marka notkun ósoneyðandi efna, stundum krydduðum með stökum og kvæðum sem tengdust málefn- inu. Þessu starfi hélt Sveinn áfram einnig löngu eftir að Ósonnefndin var lögð af. Að leiðarlokum viljum við þakka Sveini fyrir ötult og mikið starf á þessu sviði og ánægjulegt og gef- andi samstarf. Er við kenndur ósonnefnd, ' óttast mengunina. Helsta fremdin foldar vernd, forðast „dansinn Hruna“. (S.J.) Gunnlaug Einarsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Hermann Sveinbjörnsson og Daníel Viðarsson. Sveinn Jónsson fæddist á Hlíð- arenda í Ölfusi 8. febrúar 1917. Á unglingsárum hans eða árið 1930 brá fjölskylda hans búi og flutti til Vestmannaeyja, en þar starfaði Sveinn ungur að árum í vélsmiðj- um við frágang véla í báta. Má segja að þarna hafi hann stigið sín fyrstu spor í því er laut að vél- tækni á ýmsum sviðum, en þau störf áttu eftir að setja mark sitt á líf hans til allrar framtíðar, honum til heilla og þó ekki síst samfélag- inú og reyndar þjóðinni allri. Hann var tvítugur að aldri er hann árið 1937 lauk minna mótor- vélstjóraprófi hjá Fiskifélagi ís- lands í Vestmannaeyjum og var síðan næstu 3 árin vélstjóri á ýms- um bátum fram til 1939. Svokallað meiranámskeið Fiskifélags íslands stundaði hann á árunum 1939—40. Ekki fyrir löngu sá ég prófskír- teini hans eftir þetta námskeið og voru þar allar einkunnir glæsileg- ar og kemur ekki á óvart þar sem Sveinn var bæði skarpur til hug- ans og vandvirkur, og ekki vantaði dugnaðinn. Komu þessir eðlisþætt- ir hans fram í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur meðan lifði. í einu orði sagt var hann afbragðs- maður. Eftir meiranámskeiðið starfaði Sveinn um hríð hjá Vélsmiðjunni Héðni eða allt þar til han réð sig sem vélstjóra á bv. Reykjanes. Var þá heimsstyrjöldin í algleymingi og skipum illa vært á Norður-Atl- antshafínu. Siglt var með aflann yfir hafið til Fleetwood. Bað ég Svein eitt sinn segja mér frá þess- um ferðum, en þær voru 9 alls á úfnum öldum Atlantshafsins á skelfingarárum ófriðarins. Gerði hann lítið úr, enda var hann maður óragur. Á þessum árum gerðu kaf- bátar og flugvélar nasista atlögu að flutningaskipum bandamanna, og voru þá jafnvel fiskskipin ís- lensku ekki látin afskiptalaus og allmörgum þeirra sökkt eða þau stórlöskuð. Vélbyssa var um borð í Reykjanesinu og hafði Sveinn þann starfa að munda vopn þetta, ef á yrði ráðist. Hafði hann fengið til þess nokkra þjálfun. Skipið komst klakklaust úr öllum ferðum sínum til Fleetwood en sökk nokkru síðar. Það var reyndar ekki af völdum styrjaldarátakanna því það sökk á síldveiðum um Jónsmessubil 1942. Komust allir lífs af. Heyrt hefi ég að síðastur hafi Sveinn fai'ið frá borði. Lýsir það Sveini nokkuð vel, því hann gekk æðrulaus til verka í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Upp úr þessu hóf Sveinn störf hjá Vélaverkstæði Björgvins Frederiksen, sem var einn af frumherjum í kælitækni hérlendis. Nær þrítugur að aldri, árið 1946, stofnaði svo Sveinn sitt eigið fyrir- tæki á þessu sviði og skipta þau hundruðum kælitækin sem það setti upp, bæði til sjávar og sveita. Næstu áratugina stjórnaði Sveinn með farsæld fyrirtæki sínu og veitti fjölmörgum starfsmanninum lísfviðurværi. Allt að 20 manns störfuðu þar samtímis. Bar það hans eigið nafn lengi framan af en síðan varð það að hlutafélagi og nefndist þá Kælismiðjan Frost hf. Sveinn gegndi mörgum trúnað- arstörfum. Má til nefna for- mennsku hjá Mótorvélstjórafélagi Islands 1942-46, nefndarstörf á vegum atvinnu- og samgönguráðu- neytis sömu ár. Hann var fulltrúi vélstjóra í Sjómannadagsráði og í skólanefnd Vélskóla Islands 1970-78 og kennari í kælitækni við Vélskóla Islands um skeið, stund- aði mörg rannsóknarstörf og var einn stofnenda Kælitæknifélags Islands 1987 og í fyrstu stjórn þess. Hann var fulltrúi þess félags í óson-nefnd iðnaðarráðuneytis 1988 og síðar umhverfisráðuneytis 1991. Sveinn kynntist Freon-kælimiðl- un ungur að árum en kæliefni þessi komust á heimsmarkað upp úr 1930. Var þá ekki vitað hve skaðvænleg efni þessi gátu reynst manninum og mannkyninu öllu og helgaði hann, 50 árum síðar, krafta sína fræðslu um aðferðafræði fyrir kælitæknimenn sem hverfa vilja frá bannfærðum, óæskilegum efn- um yfír í nýjar tegundir kælimiðla. Einnig gerði hann sér ljósa grein fyrir annarri vá, en það voru baráttuaðferðir öfgastefna í austri til útbreiðslu kenninga sinna. Fylgdist Sveinn vel með því er frelsisöfl voru að leysast úr læð- ingi í Sovétinu. Hann las Gúlag- eyjahaf Solzhenitsyns af eldmóði og á byltingarafmælinu 1989 setti hann saman langa þulu sem nefnd- ist Glasnost og perestrojka, fallega oi'ta, en Sveinn var hagmæltur mjög. Þíðan og frelsisvonin sem skamma stund ríkti í austrinu hef- ur að vísu breyst aftur til hins verra, en það er önnur saga. Sveinn flíkaði ekki hagmælsku sinni, orti þó mörg kvæðin og var vel að sér í bragfræði. Flestöll voru kvæðin rímuð og með ljóð- stöfum; stuðlum og höfuðstaf. Sum voru í fornum stíl, allt gert af vandvirkni og aldrei fór frá honum neitt sem ekki lét vel í eyrum. Ljóðabálkar eins og Stjáni blái eft- ir Orn Arnarson voru honum mjög að skapi. Einnig Áfangar Jóns Helgasonar. Þá má einnig nefna Brúðkaupskvæði Steins Steinars, ort í gömlum stíl. Sveinn var í kvæðamannafélaginu Iðunni og mætti þar oft á fundi og las þá stundum úr verkum sínum. Sveinn var rökvís í hugsun og lék sér að tölum. Hann fór létt með langar efnafræðiformúlur, var þó algerlega sjálfmenntaður í þeim fræðum og löngum datt mér í hug að prófessorsstaða í háskóla gæti hafa hentað honum vel. Hann var og vel lesinn. Hann mun hafa fylgst með tungumálakennslu í ríkisútvarpinu á kreppuárunum á dönsku, ensku, þýsku og esper- anto. Las hann þessi tungumál auðveldlega og fylgdist með öllum tækninýjungum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sveinn var grannvaxinn, hnar- reistur og samsvaraði sér vel. Hann var stæltur, sem einkennir oftast þá, sem iðkað hafa íþróttir á yngri árum, en þá var hann góður glímu- og fimleikamaður. Prúður var hann í fasi og framgöngu allri og svipur hans skarpur og ein- beittur. Frá honum komu aldrei ógáfulegar og vanhugsaðar at- hugasemdir. Til þess var hann of greindur. Sveinn bar góðvild til annarra manna og var falslaus. Elska hans til afkomenda og ætt- ingja var mikil og einlæg. Tengdafaðir minn er allur. Hann var góður maður og við söknum hans mjög. Megi hann varðveitast í náðarfaðmi Guðs í öðrum heimi, okkar æðri og betri. Þökk fyrir samveruna. Friðrik D. Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.