Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 41

Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 41 Mat kjararannsóknarnefndar á launum grunnskólakennara í Reykjayík Heildarlaun kennara eru um 178.000 kr. Morgunblaðið/Ásdís apall borgarstjórnar í gær þegar æða um kjaramál kennara. MEGN óánægja kennara með launa- kjör hefur haft í fór með sér upp- sagnir, að þeir flytji sig milli skóla eða í þau sveitarfélög sem bjóða þeim betri kjör og aldrei hafa verið jafn margir leiðbeinendur í skólunum, tala þeirra hefur tvöfaldast undanfai’- in ár, var meðal þess sem Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur, sagði á borgarstjómarfundi í gær við upphaf umræðna utan dagskrár um kjaramál kennara. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins fóru fram á umræðu um kjara- mál kennara þar sem grunnskóla- kennarar í Reykjavík tóku sér hlé frá störfum í gær og ræddu kjara- mál sín. Þeir fjölmenntu á áheyi’- endapall borgarstjórnar og er talið að vart færri en um 400 kennarar hafi hlýtt á umræðuna þegar mest var, en hún stóð tæpa tvo tíma. Inga Jóna sagði Reykjavíkurborg hafa tapað forystuhlutverki sínu í skólamálum og væri metnaðarleysi Reykjavíkurlistans um að kenna. Sagði hún þessa stöðu vera aðra en þá sem lýst hefði verið í kosninga- baráttunni fyiir ári, þegar Reykja- víkurlistinn hafi lofað því að lyfta Grettistaki í skólum, en ekki hafi verið ljóst í hverju það ætti að vera fólgið. Vanræksla meirihlutans væri mik- il í innra starfi skólanna og fremur hugsað um að fjárfesta í steinsteypu en að leggja fjánnuni í innra starf skólanna. Kvað borgarfulltrúinn það áhyggjuefni ef steinsteypustefnan bitnaði á börnum og starfsmönnum skólanna. Hún gagm-ýndi einnig Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og sagði hana ekki hafa veitt svör við umbeðnum upplýsingum sjálfstæðis- manna um kjör kennara og fór fram á að borgarstjóri ýtti á að þær fengjust. EF MARKA má tölur kjararann- sóknarnefndar opinberra stai’fs- manna eru heildarlaun grunnskóla- kennara í Reykjavík um 178.000 krónur á mánuði. Samkvæmt tölun- um eru dagvinnulaun kennaranna um 123.000 krónur á mánuði. Samkvæmt nýjustu skýrslu kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna frá því í nóvember sl. námu heildarlaun kennara hjá Reykjavíkurborg 169.637 kr. að meðaltali í maí á síðasta ári. Þar af var dagvinnukaup 117.901 króna að meðaltali. Síðan hafa laun kennara hækkað um 1,5% 1. ágúst í fyrra og um 3,5% um síðustu áramót. Meðal- dagvinnulaun ættu því að vera orðin um 123.000 kr. á mánuði og heildar- laun um 178.000 kr. á mánuði að meðaltali. Hafa þarf í huga að yfir sumarmánuðina fellur yfirvinna flestra kennara út og þeir eyu þá eingöngu á dagvinnulaunum. A móti kemur að kennarar, eins og aðrir launþegar, fá desemberuppbót. Sömdu um 33% hækkun árið 1997 Samninganefnd kennara undirrit- aði kjarasamning 27. október 1997 eftir að verkfall hafði staðið í tæpan sólarhring. Það var mat beggja samningsaðila að samningurinn fæli í sér 33% launahækkun á þeim tíma, þremur og hálfu ári, en samningur- inn gildir til 31. desember árið 2000. Samningurinn var niðurgtaða nokk- 500 milljónir í innra starf á tveimur árum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri fagnaði áhuga Ingu Jónu á kjaramálum kennara, þetta væri í fyi'sta sinn á kjörtímabilinu sem hún gerði þau að sérstöku umtalsefni. Hún kvað Ingu Jónu hafa mælt hraustlega varðandi steinsteypu og benti á að borgarstjórn hefði ekkert val í þeim efnum. Henni væri skylt að fara að lögum um einsetningu skóla sem skyldi vera lokið eigi síðar en árið 2003. Borgarstjóri sagði einnig að borgarstjórn hefði á tveim- ur áram veitt 500 milljónir króna í innra starf skólanna og því væri rangt að innra starf skólanna hefði verið forsmáð. Borgarstjóri rakti bréfaskipti sín og fulltrúa kennara á liðnum mán- uðum og fundahöld og sagði borg- ina ávallt hafa verið reiðubúna til viðræðna við kennara á gi-unni bók- ana sem fylgdu síðasta kjarasamn- ingi. Snerust þær um að gera ákveðna tilraunasamninga með af- mörkuðum gildistíma sem leiða myndi til bættra kjara með breyttu vinnufyrirkomulagi í skólunum. Tækist slíkur samningur þannig að breytingar á skólastarfi gætu kom- ið til framkvæmda á næsta skólaári myndi kennurum verða greiddur kaupauki, eingreiðsla, fyrir yfir- standandi skólaár. Lagði hún áherslu á að slíkur kaupauki yrði því aðeins greiddur að samningar tækjust um breytt skólastarf með tilraunasamningnum. Kaupauki ef samningar takast; Borgarstjóri lýsti helstu atriðum samningsins og taldi kennara ekki hafa neinu að tapa með því að ganga að honum, hann yrði tilraun í eitt ár, og ef þeim litist ekki frekar á hann uð harðra samningaviðræðna samn- inganefndar Kennarasambands Is- lands og launanefndar sveitarfélag- anna. Launanefndin gerði kröfu um verulegar breytingar á vinnutíma kennara gegn hærri launum. Þessu höfnuðu kennarar algerlega og sögðu að hækka yrði laun kennara verulega áður en farið væri að ræða um breytingar á vinnutíma þeirra. Eftir að verkfall var skollið á lagði ríkissáttasemjari fram innanhússtil- lögu og á grundvelli hennar tókust samningar um 33% launahækkun án breytinga á vinnutíma kennara. Hins vegar var gerð bókun við kjarasamn- inginn þar sem segir: „Aðilar eru sammála um að á samningstímanum verði fjallað um mögulegar efnis- breytingar á vinnutímafyi’irkomulagi gnmnskólakennara, svo sem í tengslum við endurskoðun aðal- námskrár og hugsanlegar breyting- ar í kjölfar þeirrar endurskoðunar." Það má því segja að kennarar hafi náð sínu fram hvað þetta varðar. Launin voru hækkuð um 33% og við- ræðum um vinnutímamál var vísað inn í framtíðina. Þegar rætt er um 33% launa- hækkun er verið að tala um meðal- hækkun launa. Sumir fengu minna og aðrir meira. Almennt má segja að kennarar með stuttan starfsald- ur hafi fengið meira út úr samning- unum en kennarar með lengi’i starfsaldur. yrði hoi’fið aftur að gamla kjai’a- samningnum. Kvaðst hún treysta því að kennarar færu vel yfir samn- ingana sem trúnaðarmenn þeirra hefðu undir höndum og lét í ljós þá von að unnt yrði að ganga frá þeim allra næstu daga. Fleiri borgarfulltrúar tóku til máls og benti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á að þótt kjarasamningur væri í gildi væri ekkert því til fyrirstöðu að gera viðbótarsamning. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði að bætt hefði verið um 130 stöðum við skól- ana að undanförnu og væru 70 þeirra kennarastöður. Helgi Hjörv- ar, borgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans, sagði að engum einum starfs- hópi hjá borginni hefði nokkru sinni verið gert slíkt tilboð um kjarabót umfram gildandi samninga. Sagði hann kjör kennara hafa verið áhyggjuefni og þau yrði að bæta. Hann sagði að borgin gengi fram á ystu brún í fjármálum með því að leggja til 360 milljóna króna kostn- aðarauka vegna tilraunasamnings- ins. Koma á valdi og ábyrgð til skólanna I síðari ræðu sinni gagnrýndi Inga Jóna Þórðardóttir útþenslu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sagði hana bákn, skólar og kennar- ar væru bundin og nær væri að koma valdi, fjármunum og ábyrgð út til skólanna, þannig væri hags- munum skóla, nemenda og starfs- manna best borgið. I svarræðu sinni sagði borgarstjóri að með til- raunasamningnum væri einmitt lagt út á þá braut að flytja vald og fjármagn til skólanna og auka sjálf- stæði þeirra m.a. með hópastarfi kennara. Helga Guðfinna Hallsdótt- ir, kennari í Ártúnsskóla Kennarar vilja komast í betur launuð störf „FÓLK er mjög reitt og óánægt með launin,“ sagði Helga Guðfinna Halls- dóttir, kennari í Ai’túnsskóla. Hún sagðist finna það með samanburði á launum við minna menntað fólk í öðr- um störfum sem hún umgengst, að störf og menntun kennara væru ekki metin að verðleik- um. Helga Guðfinna sagði að það væri mikil óánægja meðal kennara með viðbrögð borgaryfirvalda við kröfum kennara. Það væri skýr krafa kenn- ara að laun kennara í Reykjavík yrðu hækkuð til samræmis við laun kenn- ara í öðrum sveitarfélögum óháð öll- um breytingum á vinnutíma kennara. Krafa kennara tengdist því ekki við- ræðum um svokallaðan tilraunakjara- samning sem staðið hefðu yfir undan- farnar vikur. Helga Guðfinna sagði að það væri stöðugt verið að bæta verkefnum á kennara án þess að þeir fengju neitt greitt fyrir. Hún nefndi mat á innra starfi skólanna, foreldrasamstarf, vinnu við námsskrá og fleira. Helga Guðfinna sagði að mikil óá- nægja væri með kjarasamning kenn- ara sem gerður var 1997 enda hefði hann verið samþykktur með naumum meirihluta atkvæða. Hún sagði að sumir kennarar veltu fyi’ir sér upp- sögnum. „Ég veit um skóla þar sem 20-30 kennarar hafa óskað eftir launalausu leyfi. Þetta eru kennarar sem hafa áhuga á að vinna önnur betur Iaunuð störf, en halda ráðningarréttindum sínum. Þessum umsóknum verður flestum hafnað, en þetta segir sitt um óánægju kennara með kjörin.“ Kennarar í Foldaskóla í Reykjavík Viljum sömu kjör og aðrir kennarar „VIÐ erum óánægð með að kennarar í Reykjavík skuli ekki búa við sömu kjör og aðrir kennarar á landinu," sagði Hreiðar Sigtryggsson, kennari í Foldaskóla, en hann og samkennar- ar hans í Foldaskóla segjast ekki sætta sig við óbreytt ástand í launa- málum kennara. Ellen Klara Eyjólfsdóttir sagðist gera sér grein fyrir að kennarar hefðu undirritað og samþykkt kjara- samning með formlegum hætti. Hún sagðist engu að síður telja kröfu kennara í Reykjavík um hærri laun eðlilega. „Kennarar annars staðar á landinu skrifuðu einnig undir þenn- an sama samning og þeir hafa samt fengið leiðréttingu á sínum launum." „Það er vissulega kjarasamningur í gildi, en önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg meta störf kenn- ara á annan hátt heldur en Reykja- víkurborg. Okkur finnst að okkar störf séu ekki metin að verðleikum eins og störf annarra kennara í land- inu. Um þetta snýst málið,“ sagði Hreiðar. Vilja hærri laun óháð vinnutíniabreytingum Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir sagði að ki'afa kennara væri um hænn laun fyrir núverandi vinnuframlag. Kenn- arar væru á þessari stundu ekki til viðtals um hærri laun gegn aukinni vinnu. Kennarar væru hins vegar til- búnir til að ræða um breytingar á vinnutíma enda væru forystumenn Kennarasambandsins núna í viðræð- um við sveitarfélögin um slíkar breytingar, en fyrst þyrftu laun kennara í Reykjavík að hækka til samræmis við laun kennara í öðimm sveitarfélögum. Kennararnir í Foldaskóla höfnuðu því algerlega að með aðgerðum kenn- ara í Reykjavík væri verið að þrýsta á sveitarfélögin til að koma á móts við sjónarmið kennara um gerð svokall- aðra tilraunakjarasamninga. „Það má kannski segja að í stað þess að svara kröfum okkar, sem settar voru fram í nóvember, hafi borgin sett af stað vinnu um gerð þessa tilraunakjarasamnings. Þetta er samningur sem kæmi í framhaldi af gildandi samningi sem rennur út árið 2000. Við erum hins vegar að tala um að fá metið þetta aukna vinnuálag sem við skynjum í skólun- um. Það hleypur einnig illu blóði í okk- ur þegar borgarstjóri talar um bætt skólastarf. Hvað er átt við? Er átt við að skólastarfið sé ekki nægilega gott í dag?“ sagði Hreiðar. Kennarar langþreyttir „Það er oft mikið rætt um kennara- skort og í því sambandi er eingöngu rætt um hvernig sé hægt að mennta fleiri kennara. Það er hins vegar ekki nefnt að það séu margir kennarar að hverfa frá kennslu til annarra starfa. Kennarar ræða talsvert um uppsagn- ir og sumir tala um að þeir séu að gefast upp. Mig langar hins vegar að vinna við kennslu því að mér fmnst gaman að kenna,“ sagði Andrea Bur- gherr. „Fólk er langþreytt og það eru margir að líta í kringum sig eftir bet- ur launaðri vinnu, en við viljum fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna," ' sagði Bára Jóhannsdóttir og bætti við að skólar í Reykjavík kæmu best út í samanburði grunnskóla á árangri í samræmdu prófi svo varla geti borgarstjóri verið óánægður með skólastai-fið. Kristín Magnúsdóttir, kennari i Austur- bæjarskóla Viljum helst ekki fara út í fj öldauppsagnir „ÉG TEL að það hafi verið nauðsyn- legt að halda þennan fund. Það er bú- ið að vera ofboðsleg óánægja meðal kennara í Reykja- vík. Ég er trúnað- armaður í mínum skóla og verð áþreifanlega vör við þetta. Ég finn jafn- framt fyrir því að fólk vill helst ekki fara út í fjöldaupp- sagnir. Okkur þykir vænt um starfið og viljum fá að kenna fyrir sanngjörn laun,“ sagði Kristín Magnúsdóttir kennari, í Aust- urbæjarbíói. Kristín sagði suma kennara van- trúaða á að hægt yrði að ná samstöðu um uppsagnir kennara í Reykjavík eins og tekist hefði meðal kennara í smærri sveitarfélögum víða um land. „Það hefur því verið ákveðinn von- leysistónn í fólki og mér finnst það hafi verið mjög þarft að halda þennan fund svo fólk geti tjáð sig. Eitt af því sem fer illa í kennara er að vita af því að kennarar í næsta sveitarfélagi fær upp undir 20 þús- und krónum meira á mánuði í laun. Það fer líka illa í kennara þegar < fræðsluyfii-völd Reykjavíkur ræða á hátíðarstundu um að við í Reykjavík séum með bestu skóla á landinu, en síðan er ekkert hugað að því fólki sem er að vinna störfm í skólanum." Kristín sagði að það væri stöðugt verið að gera meiri kröfur til kenn- ara. Núna síðast væri gerð krafa um innra mat á skólastarfi, en kennurum væri ekki ætlaður neinn tími til að vinna þetta mat. „Við erum með börnin allan lið- langan daginn vegna þess að það er gerð krafa um að við pössum börnin meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Kennarar verða fyrir alls konar að- kasti og þeir em jafnvel hræddir við að verða lögsóttir ef það stendur ekki. Það eru dæmi um að kennarar séu sviptir ærunni fyi’ir eitthvað sem einhver nemandi segir og er bara ósatt. Oánægjan snýr því ekki bara að launamálum heldur einnig að . starfsaðstöðu kennara." 1 Um 400 kennarar hlustuðu á utandagskrárumræðu um kjaramál kennara í borgarstjórn Fjármagn í steinsteypu eða innra starf skólanna?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.