Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Miklir möguleikar í laxi TÆKI/ „Sérlega góður árangur náðist í Bandaríkjunum þar sem dótturfyr- irtækið Marel USA gekk mjög vel“ NÍU af tíu stærstu kjúklingaíyrir- tækjum Bandaríkjanna hafa keypt tæki af Marel. Fyrirtækið hefur einnig samið um sölu á vélum og búnaði til kjötvinnslu, meðal annars á kjötflæðilínu til Þýskalands, þar sem þekking úr fiskiðnaðinum er yf- irfærð yfir í kjötiðnaðinn, að því er fram kom í ræðu Benedikts Sveins- sonar, stjómarformanns Marel hf., á aðalfundi félagsins í gær. „Ljóst er að möguleikar Marel í kjúklinga- og kjötiðnaði eru jafnvel meiri en í fiskiðnaði vegna stærðar þessara iðngreina og hversu vel Marel-búnaðurinn hefur staðið sig þar,“ sagði Benedikt. Afkoma Marel á síðasta ári var mun lakari en árið 1997 þegar met- hagnaður varð af rekstrinum. A ár- inu 1998 nam hagnaður samstæð- unnar einungis um 9 milljónum króna samanborið við 202 milljóna króna hagnað árið þar á undan en 26 milljóna króna tap varð af reglu- legri starfsemi félagsins. I ræðu sinni nefndi Benedikt að skýringar á slökum árangri mætti finna í samdrætti í fjárfestingum í fiskiðnaði, skipulagsbreytingum innan fyrirtækisins og endurhönn- un sem fram fór á árinu á öllum helstu framleiðsluvörum Marel. Hann sagði þó að verulega hefði birt til í rekstrinum þegar leið á ár- ið og fjárfestingar tóku við sér á nýjan leik. „Sérlega góður árangur náðist í Bandaríkjunum þar sem dótturfyrirtækið Marel USA gekk mjög vel og tvöfölduðust umsvif þess á árinu,“ sagði Benedikt. Hann fjallaði einnig um afkomu Carnitech A/S, dótturfyrirtækis Marel í Danmörku, og ástæð- ur fyrir því að tekjusamdrátt- ur varð í rekstri þess en það má einkum rekja til minnkandi fjárfestinga í fiskvinnslu ytra. I'rátt fyrir samdrátt telur Benedikt stöðu fyrirtækjanna í fisk- iðnaði vera sterka og nefndi sér- staklega möguleika þeirra í sam- bandi við vinnslu á laxi. „Vöxtur er í vinnslu á laxi í heiminum og er gert ráð fyrir umtalsverðum fjáifesting- um á árinu og hafa fyrirtækin þegar náð góðum samningum það sem af er árinu.“ Marel hefur áhrif á þróun kjúklingavinnslu Marel hefur náð að hasla sér völl á sviði kjöt- og kjúklinga- vinnslu en það er í sam- ræmi við markmið sem fyrirtækið setti sér fyrir nokkrum árum. „Tæki frá Marel hafa einnig haft áhrif á þróun kjúklingavinnslu í Bandaríkjunum og má þar nefna að fyrirtæki eins og KFC, Kentucky Fried Chicken, hafa komið með á markaðinn nýjar vinsælar vöruteg- undir eins og djúpsteikta kjúklingarenninga og er um 70% af hráefninu skorið í Marel skurðar- vélurn." Búist við veltuaukningu Gert er ráð íýrir nokkurri veltu- aukningu á árinu 1999 og fjárfest- ingum á nýjum framleiðslutækjum sem auka eiga sjálfvirkni og hag- kvæmni framleiðsluferla. Aðalfund- ur samþykkti ýmsar tillögur stjóm- ar um breytingar á samþykktum fé- lagsins og nýmæli í rekstrinum, m.a. að taka upp rafræna skráningu hlutabréfa og að fækka í varastjórn úr fimm í tvo. Fimm voru kosnir að- almenn i stjóm, þeir Benedikt Sveinsson, formaður, Haraldur St- urlaugsson, Sigurður Egilsson, Þor- kell Sigurlaugsson og Þórólfur Árnason. Þess má geta að í gær var til- kynnt til Verðbréfaþings að eignar- hlutur og atkvæðisréttur Fjárfest- ingarsjóðs Búnaðarbankans í Marel hf. sé kominn yfir 5%. I gær lækkaði gengi hlutabréfa í Marel um 2,4% en síðustu viðskipti dagsins vora á genginu 20. Ríkisvíxlarí í dagkl. íi.-oo mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og í? mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins i helstu atriðum þeir sömu og i siðustu útboðum. í boði verða eftirfarandi ríkisvíxlar: ✓ Núverandi AætJað hámark Ilokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekinnatilboða* RV99-0719 19. júlí 1999 3 mánuðir 0 2.000 RV99-1019 19. október 1999 6 mánuðir ?.oo8 5°° RV00-0418 18. apríl 2000 12, mánuðir 0 5°° * Milljónir króna. Gjalddagar Áæduð áfylling síðar HP Áæduðsala 16. apríl 1999 ^ Staða 13.aprfl 1999 RV99-0416 KV99-0519 RV99-0618 RV99-0719 RV99-0817 RV99-1019 KV99-1217 RV00-0217 RV00-0418 Markflokkar ríkisYÍxla Staðaríkisvixlai3.apríl 14.684 milljónir. Aastluð hámarksstærð og sala 16. apríl 1999. 3 mán 6 mán 12 mán Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 2,0 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarld 500.000 krónur. öll tilboð í ríldsvíxla þurfa að hafa borist Lánafyslu ríkisinsfyrirkl. n.-ooídag, föstudaginn 16. apríl 1999. Utboðssldlmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 56? 4070. V ' • LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíöa: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is Eskifjöröur: Landað úr Guðrúnu Þorkelsdóttur, einu skipa HE. Meint innherjavið- skipti í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar Rannsakað en látið niður falla GRUNUR um að innherjaviðskipti hafi átt sér stað með hlutabréf Hrað- frystihúss Eskifjarðar skömmu áður en tilkynnt var um góða afkomu fé- lagsins á fyrri hluta síðasta árs var tekið tif athugunar hjá Bankaefthlit- inu, sem sá ekki ástæðu til að íhlutast frekar í málinu. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, stað- festi þetta í samtali við Morgunblaðið í kjölfar fréttar blaðsins í gær um nið- urstöður rannsóknar Landsbréfa á óeðlilegum gengishækkunum í kring- um fréttaflutning af milliuppgjöri Hraðfi’ystihússins í fyrra. Páll Gunnar segir Bankaeftirlitinu hafa borist vísbendingar um umrædd viðskipti frá Verðbréfaþingi Islands og í framhaldinu hafi farið fram at- hugun á máhnu. Eftir að hafa aflað skýringa hjá málsaðilum og á grund- velli gagna sem fyrir lágu, taldi Fjár- málaeftirlitið (áður Bankaeftirlitið) ekki forsendur til frekari rannsóknar og málið var látið niðm- falla. Oftast vísbendingar frá VÞÍ Vegna skýrslu Landsbréfa vill Páll taka það fram að hann hafi ekki séð umrætt plagg og að við gerð þess hafi ekki verið haft samband við Fjár- málaeftirlitið. „Rétt er að taka það fram að bæði Fjármálaeftirlitið nú og Bankaeftirlitið áður hafa tekið til skoðunar vísbendingar um hugsanleg innherjaviðskipti sem berast oftast frá Verðbréfaþingi íslands. Hins veg- ar er mildlvægt að menn geri sér grein fyrir að oft á tíðum, þegar vís- bendingar koma fram um hugsanleg innherjaviðskipti, búa þar eðlilegar skýringar að baki þegar nánar er að gáð. Jafnframt má benda á að miklir örðugleikar fylgja því að sýna fram á yfir hvaða upplýsingum hluthafandi aðilar bjuggu þegar viðkomandi við- skipti fóra fram.“ Að sögn Páls eiga fulltrúar Fjár- málaeftirlitsins og VÞÍ í viðræðum þessa dagana um hvemig beri að skil- greina hlutverkaskiptingu beggja að- ila við meðferð mála sem snúa að rannsóknum á innherjaviðskiptum. M.a. vegna erfiðrar sönnunarbyrði og mikils vaxtar íslenska hlutabréfa- markaðarins, telur Páll mikilvægt að fram fari umræða um viðskipti á verðbréfamarkaði og þær reglur sem um þá gilda með það fyrir augum að auka þekkingu manna á starfseminni. ----------------- Time Warner spáir metári New York. Reuters. TIME Wamer Inc. skilaði hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þrátt fyrir tap á sama tíma í fýrra og býst við metári í ár. Time Warner, sem á meðal annars Wamer Bros. kvikmyndaverin og eitt stærsta kapalkerfi Bandaríkj- anna, skilaði hagnaði upp á 138 millj- ónir dollara, eða 10 sent á hlutabréf, gagnstætt spá sérfræðinga um tap upp á 144 milljónir dollara, eða 12 sent á bréf. Tekjur jukust í 3,27 milljarða doll- ara úr 3,14 milljörðum. Time Warner þakkar góða alkomu vinsældum tón- listar í flutningi Cher, Madonnu og annarra og velgengni kapaldeOdar- innar Cartoon Network og fréttarás- arinnar Cable News.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.