Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framsóknarmenn í Borgarbyggð slíta bæjarstjórnarsamstarfí Bæjarstj óranum sagt upp störfum ÞRÍR bæjarfulltrúai- Framsóknar- flokksins í bæjarstjóm Borgar- byggðar, sem myndað hafa meiri- hluta með tveimur fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, slitu samstarfinu í bæjarstjóminni í gær. Jafnframt var samþykkt tillaga þeirra um að segja upp Ola Jóni Gunnarssyni bæjai'stjóra, sem er annar bæjar- fulltmi sjálfstæðismanna. Lætur hann af störfum í dag. Guðmundur Guðmarsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjórnar, segir að sam- starfsslitin eigi sér langan aðdrag- anda og að samstarfsörðugleikar hafi verið sívaxandi. Hann vildi ekki nefna einn málaflokk öðmm fremur í þeim efnum en sagði þó að brotið hefði endanlega á sorphirðumálum. A bæjarstjómarfundinum í gær lá fyrh- tillaga fulltrúa sjálfstæðis- manna um að bjóða út sorphirðu, sem fulltrúar framsóknarmanna vora andvígir, og vildu fela ákveðn- um aðila verkefnið. Tillaga sjálf- stæðismannanna var samþykkt með stuðningi fjögurra bæjarfulltrúa Borgarbyggðarlistans. I framhaldi af því lagði Guðmundur fram tillögu um að bæjarstjóranum yrði sagt upp. Var hún samþykkt með at- kvæðum þriggja framsóknarmanna gegn atkvæðum sjálfstæðismann- anna. Fulltrúar Borgarbyggðarlist- ans sátu hjá. Óli Jón Gunnarsson, sem verið hefur bæjarstjóri frá árslokum 1987, sagði að illa hefði gengið að mynda meirihluta eftir síðustu kosningar og segja mætti að það hefði ekki tekist almennilega. Hnöki-ar hefðu verið lengstum í samstarfinu og ýmis önnur mál en sorphirðan hefðu verið ágreinings- efni. Fulltrúai- Borgarbyggðarlistans hafa þegar ritað fulltrúum beggja flokkanna og farið fram á viðræður um hugsanlegt samstarf. Óformleg- ir fundir era ráðgerðir í dag og næstu daga en hvorki Guðmundur né Óli Jón vildu spá nokkru um frekari framvindu. Morgunblaðið/Sverrir Reykjavík- urflugvöll- ur í Engey? Á FUNDI borgarstjórnar í gærkvöld lagði Júlíus Vífill Ingvai-sson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram til- lögu um að kanna hvort unnt væri að flytja Reykjavíkurflug- völl út í Engey. Vildi hann að þetta yrði kannað í samhengi við þá athugun sem stendur nú yfir á uppbyggingu á fyllingum á strandlengjunni á nokkrum stöðum í borginni. Júlíus Vífill sagði í samtali við Morgunblaðið að vegteng- ing gæti verið við Laugarnes, á mótum Sæbrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Hann kvaðst hafa fengið álit verkfræðinga á því að þetta væri raunhæf til- laga. Flugvöllur á þessum stað myndi ekki rýra verðgildi fast- eigna og ekki væri hætta á truflun af völdum flugumferðar enda væri aðflug að vellinum að mestu yfir sjó. Borgarfulltrúinn kvaðst sjálf- ur engan veginn sannfærður um að tillagan væri góð en hon- um fyndist rétt að fá fagmenn til að kanna hana enda væri Ijóst að flugvöllur í Skerjafirði væri ekki góður kostur. Þriggja bíla árekstur í Hafnarfírði TVEIR menn voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur á ellefta tímanum í gær- kvöldi þegar þrír bílar skullu saman á gatnamótum Flata- hrauns og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði. Slysið varð með þeim hætti að bfl var beygt af Flatahrauni norður Fjarðarhraun í veg fyr- ir bíl sem ekið var vestur Flata- hraun. Ekki er ljóst með aðild þriðja bílsins. Bflamir voru all- ir óökufærir og varð að flytja þá alla brott með dráttarbfl. Heildarkröfur í þrotabú Foldu nema 156 milljónum Ekkert fæst upp í almennar kröfur HEILDARKRÖFUR sem lýst var í þrotabú ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu námu 156 milljónum króna. Þar af vora forgangskröfur 7 millj- ónir króna, almennar kröfur námu 48 milljónum króna og veðkröfur 101 milljón króna. Alls var 73 kröf- um lýst í búið. Skiptafundur I þrotabúinu verður í dag, föstudag, og gerir Ólafur Birgir Árnason skiptastjóri ráð fyrir að skiptum verði lokið á þeim fundi. Folda var lýst gjaldþrota um miðjan desember síðastliðinn, en þrátt fýrir tilraunir tókst ekki að endurreisa ullariðnaðinn á Gleráreyram. Búið er að selja tæki til ullarvinnslunnar til Hvammstanga og pijónalínan var seld til Skagastrandar, en Sjóklæða- gerðin hóf fyrr á árinu starfsemi í húsnæði Foldu og er þar unnið að saumaskap. Fimmtán fyrrverandi starfsmenn Foldu af ríflega 30 fengu vinnu hjá Sjóklæðagerðinni. Engar eignir fundust í búinu að heitið gæti að sögn skiptastjóra þannig að ekkert fæst upp í al- mennar kröfur. Landsbanki Is- lands lýsti stærstu kröfunni í búið, 105 milljónum króna, og dótturfé- lag hans, Hömlur, lýsti 15 milljóna króna kröfu í búið. Landsbankinn átti fasteign þá sem Folda var í, vélar og tæki. Þá átti bankinn veð í birgðum og útistandandi skuld- um. Fram- kvæmdir hafnar við Kirkjutorg FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Kirkjutorg í Reykjavík sem Hggur við Dómkirkjuna og Al- þingishúsið. Torgið verður hellulagt, þ.e. gatan og hluti Templarasunds, og er kostnað- aráætlun fyrir verkið 90 millj- ónir kr. Verkið verður unnið jafnhliða viðgerð á Dómkirkj- unni í nokkrum áföngpim og ráðgert að því verði lokið í október nk. Dómar fyrir brot á lög- um um virð- isaukaskatt ÞRÍTUGUR Kópavogsbúi var í gær dæmdur í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og 500 þúsund króna sekt fyrir brot gegn lögum um virðis- aukaskatt og brot gegn lögum um bókhald og lögum um árs- reikninga. Rúmlega sextug kona, sem var meðákærð í mál- inu, var dæmd í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og einnar milljónar króna sekt fyrir sömu brot. Þeim var gefið að sök að hafa ekki staðið Sýslumannin- um í Kópavogi skil á virðis- aukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni hlutafélags þeiiTa á árunum 1993 og 1994 samtals að fjárhæð 2,6 milljón- ir króna á þeim tíma sem hlutafélagið stóð að rekstri veitingastaðar á Laugavegi í Reykjavík. Ákærðu var einnig gefið að sök og sakfelld fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að halda lögboðið bókhald og gera ársreikninga vegna rekstrar hlutafélagsins á umræddu tímabili. Hæstiréttur Kópavogslög- reglan ekki utan starfs- svæðis síns HÆSTIRÉTTUR hefur með dómi sínrnn skipað Héraðsdómi Reykjaness að taka til efnis- meðferðar mál, sem héraðsdóm- ur vísaði frá dómi hinn 31. mars með úrskurði sínum og varðar hraðakstursákæru á hendur ökumanni á grandvelli radar- mælingar Kópavogslögi’eglunn- ar hinn 19. ágúst á síðasta ári. Héraðsdómur hafði tekið frávísunarkröfu ökumannsins gilda á þeim forsendum að lög- regluþjónarnir hefðu verið ut- an starfssvæðis síns þegar mælingin fór fram, samkvæmt ákvæðum í 7. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sbr. lög nr. 29/1998 og því hefði þeim verið óheimilt að gera þá hraðamælingu með ratsjá, sem lögð var til grund- vallar ákæru. Hæstiréttur féllst hinsvegar ekki á að lög- regluþjónarnir hefðu farið út fyrir starfssvæði sitt. I dómi Hæstaréttar segir að samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 hafi lögreglumenn lögregluvald hvar sem er á landinu. Ekki yrði á það fallist að það að lögreglu- menn hefðu farið í umrætt sinn út fyrir starfssvæði sitt, sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna, leiddi til þess að á verkum þeirra og rannsóknargögnum yrði ekki byggt. Sérblöð í dag SSÍPJR Á FÖSTUDÖGUM líf Keflvíkingar fögnuðu sigri í Njarðvík / C5 •••••••••••••••••••••••••••••« KR-ingar sækja um leyfi til útvarpsreksturs / C4 Fyigstu með nýjustu fréttum www.mbi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.